Morgunblaðið - 14.10.1960, Síða 5
Föstudagur 14 okt. 1960
wnnninvni * r>tÐ
5
_________________________
MENN 06 1
= MAŒFNIÚ
ALDALÖNG einangrun okkar
íslendinga frá öðrum þjóðum
og viðkvæmt þjóðarstolt hafa
valdið því, að okkur munar
jafnan í fréttir af gengi sam-
i landa okkar í útlöndum. Þess
í vegna þykir það ávallt frétta-
! matur, þegar einhver landi
j okkar skarar fram úr á ein-
' hverju sviði með öðrum þjóð-
! um. Lengstum hafa iðkendur
orðsins listar verið einir um
‘ að afla 'sér frægðarorðs er-
í lendis, en á seinni árum hafa
íþróttamenn annarra lista
f einnig getið sér góðan orðstír
handan Atlantsála.
Eitt þeirra þriggja eða fjög-
urra íslenzku skálda, sem
þekkt hafa orðið utan Islands
á þessari öld, er Kristmann
Guðmundsson. Bækur hans
hafa verið þýddar á um 34
tungumál, og lesendahópur
hans á Norðurlöndum a. m. k.
hefur alltaf verið stór. Það
vakti því athygli í Danmörku
i ár, þegar ein merkasta og vin
saelasta skáldsaga hans, „Morg
hi» lífsins" kom út i hinum
ódýra ,,Folkebiblioteks“-bóka-
flokki Framad-útgáfunnar,
sem margir fslendingar kann-
ast við. í þessum bókaflokki
hafa mörg öndvegisrit heims-
bókmenntanna verið gefin út,
og er verð bókanna í þessum
flokki haft eins lágt og unnt
er, svo að sem flestir geti
eignazt þær.
Dönsku blöðin ljúka hinu
mesta lofsorði á skáldsöguna,
telja hana rismikið og voldugt
verk, þar sem örlögum stór-
brotinna manna og hrikaleg-
um náttúruöflum sé lýst á list-
rænan og sálfræðilega sannan
hátt. Álita þau öll, að Dönum
sé mikill fengur að þessari út-
gáfu sögunnar. Jacob Paludan
hefur þýtt hana á dönsku og
fær hið mesta lof fyrir.
60 ára er í dag Guðlaugur Þor-
steínsson, skipstjóri, Herjólfsgötu
12, Hafnarfirði.
f dag er 70 ára Ellert bóndi
Jóhanhsson, Holtsmúla, Skaga-
firði.
Valgerður Jóhannesdóttir frá
Lómatjörn, verður S5 ára í dag.
Valgerður dvelur á heimili dótt-
ur sinnar að Grenimel 14.
Séra Magnús settist upp á Skjóna,
sá var ekki líkur neinum dóna;
hann var glaður,
hátt aktaður
höfðingsmaður,
honum ber að þjóna.
Magnús Stephensen sneri henni
þannig á dönsku:
Præsten Magnus satte sig op at ride,
han var ingen Dompap, maa I vide;
han var mægtig,
stor og prægtig,
tyk og vægtig,
derpaa kan I lide.
Söfnin
Iástasafn Einars Jónssonar er opið
frá kl. 1,30—3,30 miðvikudaga og sunnu
daga.
Þjóðminjasafnið: — Opið sunnudaga
kl. 1—4, þriðjudaga, fimmtudaga og
laugardaga kl. 1—3-
Náttúrugripasafnið: — Opið á sunnu-
dögum kl. 13:30—15. og þriðjudögum
og fimmtudögum kl. 14—15.
mánudag.
Tæknibókasafn IMSÍ
(Nýja Iðnskólahúsinu)
Útlánstími: Kl. 4,30—7 e.h. þriðjud.,
fimmtud.. föstudaga og laugardaga. —
Kl. 4,30—9 e.h mánudaga og mið-
vikudaga. — Lesstofa safnsins er opin
á vanalegum skrifstofutíma og út-
lánstíma.
Bókasafn Lestrarfélags kvenna, —
Grundarstíg 10. er opið til útlána
mánudaga. miðvikudaga og föstudaga
kl. 4—6 og 8—9.
Listasafn ríkisins er opið þnðjudaga,
fimmtudaga og laugardaga kl. 1--3.
Flugfélag islands h.f.: — Millilanda-
flug: Gullfaxi fer til Glasgow og Kaup
mannahafnar kl. 08:00 í dag. V'~ntan-
legur aftur kl. 22:30. — Hrimíaxi fer
til Oslóar, Kaupmh. og Hamboigar kl.
10:00 í fyrramálið. — Innanlandsflug í
dag: Til Akureyrar, Fagurhólsmýrar,
Hornafjarðar, Isafjarðar, Kirkjubæjar-
klausturs og Vestmannaeyja. — A
morgun: Til Akureyrar (2 ferðir), Eg-
iisstaða, Húsavíkur, Isafjarðar, Sauð-
árkróks og Vestmannaeyja.
Loftleiðir h.f.: — Snorri Sturluson
er væntanlegur kl. 6:45 frá New York.
Fer til Glasgow og London 1.1. 8:15 og
væntanlegur það kl. 23:00 í kvöld og
fer til New York kl. 00:30. — Hekla
er væntanleg kl. 19:00 frá Hamborg,
Kaupmh. og Osló. Fer til New York
kl. 20:30.
Eimskipafélag íslands h.f.: — Detti-
foss fór frá Húsavík í gær til Vopna-
fjarðar, — Fjallfoss fór 11. frá Hull
til Vestmannaeyja. — Goðafoss fór 11.
frá Bremer til Tönsberg. — Gullfoss
fer frá Reykjavík í dag til Kaupmh.
— Lagarfoss er á leið til New York.
— Reykjafoss er í Riga. — Selfoss er
í Rvík. — Tröllafoss er á leið til Avon
mouth. — Tungufoss fór frá Siglufirði
í gær til Olafsfjarðar.
Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: —
Katla fer frá Rvík í kvöld til Archan-
gel. — Askja er í Napoli.
Hafskip h.f.: — Laxá er í Vestmanna
eyjum.
Skipaútgerð ríkisins: — Hekla er i
Rvik. — Esja fór frá Rvík í gær aust-
ur um land í hringferð. — Herðubreið
er á Akureyri. — Skjaldbreið fer frá
Rvík kl. 20 í kvöld til Breiðafjarðar. —
Þyrill er á leið til Hamborgar. — Herj
ólfur fer frá Rvík kl. 21 í kvöld til
Vestmannaeyja.
Skipadeild SÍS: — Hvassafell kem-
ur til Rvíkur í dag. — Arnarfell er á
leið til Archangelsk. — Jökulfell og
Dísarfell koma til Hull í dag. — Litla-
fell fór í gær frá Reykjavík til Aust-
fjarða. — Helgafell er á leið til Aust-
ur-Þýzkalands. — Hamrafell er vænt-
anlegt til Batumi 16.
ÁHEIT og CJAFIR
Áheit á Strandakirkju, afh. Mbl.: —
Frá hjónum í Kleppsholti 500 kr., OB
50, Sjómaður 10, SS 500, GS 100, ÞE
50, Asa Sigurjónsd. 150, NN 50. SA
125, J og S 40, g. áheit BO 100, GE 50,
kona 50, AG 20, HO 100, JS 100, NH
50, Bogi 50, NN 400, B B 200, AKF
500, AJ 100, KMH 100, Hulda 50, EE
100, GE og OÞ 50, MA 25, RSL 200,
Aslaug 50, MM 50, Guðrún Kolbeinsd.
100, ónefndur 100, Helga Sveinsd. 150,
ónefndur 10, Guðrún Eiríksd. Keflavík
300, IK 500, NN 250, Inga 500, Begga
100, S 50, gömul kona 150, NN 100, GB
50, ónafngreind 125, Pellý 50, RG 100,
frá Astu 100, MHJ 150, EA 50, SG 25,
g. áheit SE 50, SJ 15, g. áh. Halli og
Fríða 50, H.J. 500, HK 60, XY 30,
ónefndur 500, GH 50, AK 500, GE 50,
GÓ 50, SS 50, ÞL 50, OK og IK 50, GÞ
200, BK 100, gamalt áheit 20, AE 70, IB
100, OO 100, áheit frá Matthíasi 200,
EVJ 10, Kærar þakkir frá Sigrúnu
500, SB 50, AG 10, ónefnd kona 100,
2 ónefndir 100, UT 50, AB 50, SÞ 100,
ABC 100, Anna Helgad. 50, Þuríður
500, ÞF 25, GÞ 50, ónefndur 100, Guð-
björg 20, LM 100, NN 150, x/2 65, MS
20, ES 50, AUKS 100, GKV 50, áh. frá
hjónunum í Vestm. 125, Þ 10, RJ 10,
ÞK 50, HS 700, DG 125, BH 25, GM 25,
HS 350, HS 50, NN 50, NN 50, RT 200,
SH 50, OS 250, Maj 10, Karin Olafsd.
10, JJ í Kanada 195,15, Th. Th. í Kan-
ada 195,15, Unnur Þ. 100, Milla 100,
IB 200. ÞRB 50, ómerkt áh. 100, NN
100, OS 200, AK 50, VBSE 100, NN 100,
S og E 50, JA 20, Anna afh. af Sigr.
G. Hafnarf. 30, Nonni 75, KLM 100.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína ungfrú Hjördís Böðvars-
dúttir Túngötu 18, Siglufirði og
Bergur Guðnason, stud. j'ur.,
Drápuhlíð 5, Reykjavík.
Kf vér beföum ekki sjálfir bresti þá
eettum vér ekki eins hægt meS að
sjá bresti annarra.
Agætl manm skyldi aldrei meta eftir
Sáfnayfirburðum hans, heidur eft-
ir því hvernifi hann notar gáfurnar.
Bin aðalástæðan til þess, að vér hitt-
um svo fáa menn, sem ánægjulcgt er
*ð tala við, er sú að flestir hugsa
ineira um hvað þeir eigi að segja
Cjálfir, en það sem sagt er við þá.
Sá, sem illa reiðist verður að greiða
cekt; því að ætlir þú að bjarga, gjörir
þú illt verra.
Að vera allra vinur er til tjéns, en
til er ástvinur, sem er tryggari en
róðir.
Læknar fjarveiandi
Eilingur Þorsteinsson læknlr verður
fjarverandi til áramóta. Staðgengill;
Ciuómundur JEyjólfsson Túngötu 5.
Haraldur Guðjónsson um óákv. tima.
Staðg.: Karl Jónasson.
Henrik Linnet um óákv. tíma. —
Staðg.: Halldór Arinbjarnar.
Katrín Thoroddsen £rá 17. sept. fram
yfir miðjan okt. Staðg.: Skúli Thor-
oddsen.
Olafur Jóhannsson um óákv. tíma.
Staðg. Kjartan R. Guðmundsson.
Sigurður S. Magnússon um óákveð-
nn tíma. Staðg.: Tryggvi Þorsteinsson.
— Hvaða óvenjulega græn-
meti var þetta, sem við fengum
í kvöld María?
— Munið þér frú, að þér sögð-
uð að næturfjólurnar í garðinum
væfu svo yndislegar, að þér gæt-
uð borð-að þær?
— Já.
— María (hreykin): — Ja-há,
nú eruð þér búnar að því.
★
í þér.
— Orðabókin er lengst til
hægri í efstu hillunni, elskan.
— Þetta er áreiðanlega frá Jóni
. . . forstjórinn hefur bannað hon-
um að hringja til mín í vinnu-
tímanum.
Fjölskyldan var sezt til borðs
ásamt gesti, sem var viðskipta-
vinur pabba. Allt í einu hrópaði
sonurinn:
— Já, en mamma, þetta er ekki
nautakjöt.
— Nei, góði minn, svaraði
mamma hans, hvað með það.
— Pabbi sagði í morgun að
hann ætlaði að taka gamla nautið
með heim til kvöldverðar.
Trésmíðavélar
6” Walkerturner afréttari
verð 9000,00 3Vi” Multico
hjólsög, verð 12,000,00. —
Til sýnis laugard. og sunnu
dag e.h. að Hrefnugötu 4
kjallara.
Verzlunarhúsnæði
í Kópavogi (Austurbæ)
óskast til leigu. Mætti vera
upphitaður bílskúr. Tilb.
merkt: ,,Sér verzlun 1795“
sendist Mbl. fyrir 18. þ.m.
4
Vanur jarðýtustjóri
Íóskar eftir vinnu nú þegar
Tilb. sendist afgr. Mbl., —
merkt: „Jarðýtustjóri 1877“
*
IVolkswagen ’.'>6
til sölu i sérlega góðu ,agi.
Uppl. Hringbraut 94.
Matsveinafélag S.S.Í.
félagsfundur í kvöld kl. 9 í
starfsmannaborðsalnum,
Hrafnistu, Laugarási.
Stjórnin.
Tvö herb. og eldhús
til leigu í Kópavogi. Tilb.
er greini fjölskyldustærð
sendist afgr. Mbl. merkt. —
„Fyrirframgreiðsla - 1797“
Barngæzla
Stúlka óskar eftir að gæta
barna þrjú kvöld í viku.
Helzt í Kleppsholti eða Vog
um. Uppl. í síma 36208 eft
ir kl. 2.
I
Volkswagen '60
til sölu. Ekinn 9 þús. km.
Staðgreiðsla. Allar nánari
uppl. í síma 14947.
Sníð kjóla
og þræði saman. Tek á
móti pöntunum aðeins —
þrið.iudaga og föstudaga.
Pelra Chritíansen. Kapla-
skjóli 7. (Vinsml. geymið
auglýsinguna).
Nýtízku
teppalögð 4ra herb. íbúð í
Laugarneshverfi til leigu
strax. Tilb. sendist Mbl.
fyrir sunnudag, merkt: —
„Ný íbúð — 1799“
Óska eftir
IV2 ferm. kolakatli. •— Til
sölu Miele mótorhjól. Uppl.
frá kl. 1—2 og 6—8 í síma
23854.
Golfkylfur
kylfupoki og ferðakista til
sölu a Nökkvavog 1, kjall-
ara.
Atvinnurekedur
Ungan mann vantar vinnu
strax. enskukunnátta. Tilb.
merkt. „K - 1800“ sendist
afgr. Mbl. fyrir laugard,-
kvöld.
Les tnsku og dönsku
með byrjendum gagnfræða
stigs. Uppl. Laugateig 39
(kjallara) ekki í síma kl. 6
til 7 í kvöld. Steingr. Guð-
mundsson.
Sníð og sauma
dömukjóla, einnig háM-
sauma. Uppl. í síma 18452.
Atvinna
Stúlka óskast til fraro-
reiðslustarfa. Uppl. á staðn
um
Veitingastofan
Bankastræti 11
Verkstjdra
vantar í gott frystihús á Vestfjörðum. íbúðarhús-
næði fyrir hendi. Upplýsingar gefnar ( ekki í síma)
í Sjávarafurðadeild S.Í.S., í Sambandshúsinu við
Sölvhólsgötu.
Stórt verzfunarhusnæði
á götuhæð og skrifstofuhúsnæði á efri hæðum I
nýju stórhýsi við eina af aðalgötum bæjarins til
leigu. Nánari uppl. gefur frá kl. 2—4 daglega.
HILMAR GARÐARS, hdl.
Gamla Bíó — Sími 11477.
Sendisveinn
óskast hálfan eða allan daginn.
PREIMTIVfiÓT
Hverfisgötu 116.
3—5 herbergfa
íbúð eða einbýlishús, óskast til leigu fyrir fullorðið
fólk. Má vera timburhús.
RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR, HRL.
Laufásvegi 2 — Sími 19960.