Morgunblaðið - 14.10.1960, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.10.1960, Qupperneq 10
10 r MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 14. okt. 196u JttwgisitlritaMfr XJtg.: H.f. Aivakur Reykjavtk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar; Valtýr Stefánsson (ábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Lesbók.: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22180. Askriftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands. —. 1 lausasölu kr. 3.00 eintakið. LÝÐRÆÐI EÐA SKRÍLRÆÐI Felli- og hvirfilbyljir T^LOKKAR ættu því að ”*■ forðast að boða til fund- ar um málið í sínu nafni eða telja það sérstaklega eink- unnarorð á sínum skildi, öðr- um flokkum fremur.......At- burðir þeir, sem gerðust þingsetningardaginn framan við Alþingishúsið, eru aðeins óvinagreiði og málinu hættu- legir. Þetta er mál þjóðar- innar allrar og aðeins í nafni hennar allrar eigum við að berjast fyrir því“. Þetta gaf að líta í forystu- grein Tímans um landhelgis- málið í fyrra.dag og Morgun- blaðið fagnaði þessum yfir- lýsingum, er það sagði í gær: „Þessi orð eru vel mælt og drengilega og hljótum við Sjálfstæðismenn að fagna þeim og vænta þess að við þau verði staðið af hálfu Framsóknarflokksins og ekki framar af þess flokks hálfu tekið þátt í kommúnistiskum aðgerðum í málinu“. Því miður brá svo við, að um sama leyti og verið var að prenta orð Morgunblaðs- ins, var Tíminn einnig að fara í pressuna. Og í því bláði birtist í gær ný ritstjórnar- grein, sem ekki var látið nægja að birta á hinum venjulega stað slíkra greina, heldur upphefst hún á for- síðunni undir fyrirsögninni: „Þjóðarviljinn bugaði ríkis- stjórnina“. í þeirri grein er afneitað skoðunum hins gegn ari ritstjóra Tímans, sem stjórnar blaðinu í fjarveru Þórarins Þórarinssonar og ritaði um málið daginn áður. Er þar á ný um það rætt, að „þjóðin mundi ekki þola“ réttkjörnum stjórnarvöldum að ráða fram úr þeim mál- efnum, sem þeim er boðið með stjórnarskrá lýðveldis- ins. Og því við bætt, „að þjóðin muni enn þurfa á vöku sinni að halda til að bjarga málinu að fullu.“ Efnislega er grein þessi mjög samhljóða upphrópun- um kommúnista um það að „Alþingi götunnar“ hafi knú- ið þingmenn og ríkisstjórn til þess að bregðast frum- skyldu sinni samkvæmt stjórnarskrá lýðveldisins. Umbúðalaust segja þessar fullyrðingar alþingismenn vera þær lágkúrur að þeir hafi látið bugazt undan hót- unum smáhóps kommúnista, sem stofnað hafa „Alþingi götunnar“ og brugðizt þeirri skyldu, sem 48. gr. stjórnar- skrárinnar leggur þeim á herðar en þar segir: „Alþingismenn eru ein- göngu bundnir við sannfær- ingu sína“. Sannleikur málsins er sá, að auðvitað tók enginn al- þingismaður tillit til „Alþing- is götunnar" og tilburðir þess voru fordæmdir af öllum góð- um mönnum. Kemur sú skoð- un einnig Ijóst fram í orðum ritstjóra Tímans, sem til- greind eru í upphafi þessarar greinar. Engu að síður er það hryggileg staðreynd, að hluti lýðræðissinnaðs flokks og sjálfsagt þeir, sem enn ráða þar mestu, skuli taka undir söng kommúnista um það, að „Alþingi götunnar“ skuli taka fram fyrir hendur Alþingis íslendinga og kollvarpa því helga ákvæði stjórnarskrár- innar, þar sem segir: „Alþingi er friðheilagt. Enginn má raska friði þess né frelsi“. Þessir menn hafa að vísu ekki beinlínis nefnt slíkar aðgerðir Alþingi götunnar en í sumar tðluðu þeir um „jap- anskt ástand.“ Var þar við það átt að götuskríll tæki fram fyrir hendurnar á rétt- kjörnum stjórnvöldum. Menn geta haft skiptar skoðanir um það, hversu langt skuli ganga í átt til samkomulags við Breta í landhelgisdeilunni. En það er fullkomið aukaatriði í þessu sambandi. Jafnvel þótt menn væru ekki sammála skoðun- um meiri hluta Alþingis- manna, þá réttlætir það ekki á neinn hátt skríls- læti eða ógnanir við Alþingi og þar með sjálft lýðræðið. Samkvæmt reglum lýð- ræðisins gera kjósendur upp við alþingismenn í kosning- um til Alþingis en ekki með neinum ráðum öðrum. Eða hvert halda menn að lýðræði j væri stefnt á íslandi, ef t. d. i þau 60% höfuðborgarbúa, sem andvíg voru vinstri stjórninni, hefðu meinað þingi og stjórn löglegar á- kvarðanir. Er menn hugleiða það mál, gera þeir sér grein fyrir skyldum sínum við lýðræðið og munu vel standa á verði gegn tilraunum til að inn- leiða hér skrílræði í stað lýð- ræðisins. FELLIBYLURINN Kit geys- ar um þessar mundir á Kyrra hafi og hefur kostað 150 Filippseyinga lífið. Þá er nýr fellibylur að myndast, og hef- ur honum þegar verið gefið nafnið Lola. Veðurþjónusta Bandaríkjanna á Japan fylg- ist náið með þessum nýjasta fellibyl, sem óttazt er að geti orðið hættulegur. Það virðist í fljótu bragði einkennilegt að gefa fellibylj unum nöfn, en veðurfræðing- arnir gera þetta eingöngu til að greina þá að og væri al- veg eins hægt að gefa þeim númer. En nöfnin eru það eina sem er geðugt við þessi óveður. 8000 MANNSLÍF Eitt mesta fellibyljasvæðið er Kyrrahafið, en þessi óveður herja Tuttugosta burnið — 51 órs gömul DUBLIN, írlandi: _ Frú . Bridget Maguire, sem er elzt 24 barna foreldra sinna, eignaðist tuttugasta barn sitt á dögunum í Rotunda- sjúkrahúsinu í Dublin. Frú Maguire er 51 árs gömul, og treystu læknar henni ekki til að fæða barnið. Yar það því tekið með keisara- skurði, sem heppnaðist vel. — ★ — Hin hamingjusama móðir lét svo um mælt við frétta- menn, sem heimsóttu hana, er hún tók að hressast, að ef hún væri nógu ung og hraust hefði hún ekkert á móti því að eignast 20 börn á nýjan leik- — ★ — Fjórtán af börnum frú Maguire eru á lífi. Elzt er frú Susan Lynch, 31 árs gömul. Hún hefir þegar eignazt tlu börn — og kveðst vonast til að eiga „mörg enn“. einnig mikið Bandaríkin. Talið er að á síðustu 30 árum hafi um 8.000 manns farizt í fellibyljum í Bandaríkjunum og að tjón af þeirra völdum nemi þar á þessum tíma 400 milljörðum dollara, eða 16 þúsund milljónum ísl. króna. SJÓORUSTA Tveir mestu ósigrar bandariska flotans í síðustu heimsstyrjöld, að Perl Harbour árásinni slepptrí, voru ekki gagnvart Japönum heldur fellibyljum. Hinn 18. des- ember 1944 lenti þriðji flotinn bandaríski í fellibyl á Kyrrahafi. Vindhraðinn var hvorki meira né minna en 225 kílómetrar á klukku stund. Tuttugu metra háar öldur veltu tveim tundurspillum. 790 hermenn drukknuðu og 146 flug- vélar um borð í móðurskipum eyðilögðust. Hinn „ósigur" banda ríska flotans varð 5. júní 1945, og aftur var það þriðji flotinn sem varð fyrir óveðrinu. f>á löskuðust 20 herskip, mest beitiskipið Pitts- burg. VÍSINDIN NOTUD Bankaríkjamenn hafa nú kom- ið upp sérstökum radarstöðvum til að fylgjast með felli- eða hvirf ilbyljum, og einnig hafa þeir til GJÖGRI, Ströndum, 12. okt. — Það veldur skólanefnd og foreldr um áhyggjum hér í byggðarlag- inu að engin ráðskona hefur fengizt að barnaskóla Árnes- hrepps, sem er heimavistarskóli. En fyrir nokkrum dögum fór okkar duglegi skólanefndarfor- maður, Sigmundur Guðmundsson Melum, í þriggja sólahringa ferða lag með þrennt til reiðar og féks ráðskonu, sem allir eru mjög ánægðir með. Við barnaskólann hér hafa allt- af verið skólastjóri og einn kenn- ari, en fólkinu hefur fækkað mik ið undanfarin ár og fræðslufull- trúi skipaði svo fyrir í sumar, að skólanefnd mætti fá kennara, ef hún gæti útvegað sér hann sjálf, en hann mætti ekki kenna nema 4 mánuði í vetur. 27 börn eru hér skólaskyld. Sigmundur umráða sérstakar flugvélar, sem fljúga inn í miðjur hvirfilvind- anna og fylgjast með hreyfingum þeirra. En í miðjum byljunum ríkir kyrrð, þótt erfitt geti venð að komast þangað. Þá hafa Banda ríkjamenn einnig gert tilraunir með að láta gerfihnetti fylgjast með ferðum fellibyljanna. Vonast menn jafnvel til í framtíðinni að geta haft stjórn á ferðum felli- byljanna og beint þeim framhjá mannabygðum. FLÓÐBYLGJUR Það er erfitt að skilgreina hvað fellibylur er, en þetta er óvenju- leg samansöfnun ýmissa veður- fyrirbrigða — hita, loftþrýstings, raka o. fl. Komist vindhraðinn yfir 32 kílómetra á klukkustund, er það nefnt ofviðri, en vindhraði hvirfilvinds hefur mælzt 400 kíió metrar. Eyðileggingar hvirfilvindanna eru sjaldnast bundnar við það eitt sem orsakast af vindhraðan- um. Flóðbylgjurnar sem fylgja eru enn hættulegri. Geta þær or- sakast af ofsalegu skýfalli, eða af því að bylurinn bókstaflega teymir sjávarborðið með sér. Þús- undir manna hafa beðið bana 4 Kyrrahafssvæðinu af þessum ástæðum. skólanefndarformaður er nú líka búinn að útvega kennara, Hjalta Guðmundsson frá Bæ í Trékyllis- vík. Er Hjalti búfræðingur frá Hólaskóla í Hjaltadal 22 ára að aldri. Teljum við þetta góða úr- lausn á kennslumálum Árnes- hrepps. Eru þá slegnar tvær flug ur í einu höggi, að fá búfræðing til að kenna börnunum skyldu- námsgreinarnar og auðvitað bú- fræði um leið. Aftur á móti finnst mér það of mikil nízka hjá því opinbera að fá ekki að hafa kenn- ara þessa 8 mánuði, sem skólinn starfar. Hér er enginn framhalds skóli, eins og víðast annars stað- ar á landinu, og fáir unglingar fara annað í unglingaskóla. Barnaskólinn .verður sennilega settur kringum 20. október, þar eð ekki var hægt að byrja 1. október vegna ráðskonuleysis. — Regína Urlausn á kennslu- ntálum Árneshrepps

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.