Morgunblaðið - 14.10.1960, Síða 11
Fostudagur 14. okt. 1960
MORCVNBLAÐIÐ
11
Bréf til Morgunblaösins frá
Haraldi Böðvarssyni útgm.
Utgerðarmál
Kæru ritstjórar.
AF því að þið virðist hafa mik-
inn áhuga fyrir útgerðarmálum
og öðru nytsamlegu langar mig
til þess að rabba við ykkur um
þessi málefni á víð og dreif.
Fyrirtæki okkar feðganna
HB & Co er stofnað 1906 fyrir
54 árum og hefur frá byrjun rek-
ið útgerðarstarfsemi sem aðai
viðfangsefni, frá ýmsum stöðum
þ. á. m. Vogavík, Garði, Sand-
gerði, Akranesi og Siglufirði, en
nú síðustu árin aðeins frá tveim-
ur síðasttöldum stöðum. Framan
«f var aðalframleiðslan saltfisk-
ur, meðalalýsi og söltuð hrogn
til beitu, en nú síðari árin er
tæknin, vísindin og gjörbreyttir
lifnaðarhættir búin að umskapa
«lla hluti og aðferðir og ætla ég
að reyna að segja ykkur lauslega
frá fyrirtæki okkar í dag og
rekstri þess.
Hér á Akranesi er eftir áratuga
langa baráttu komin góð höfn
fyrir bátaflotann og er það fyrsta
ekilyrðið til þess að útgerð geti
gengið. Við gerum út sem stend-
ur 10 mótorbáta sá minnsti er 52
smálestir og sá stærsti 208. Um
og eftir áramótin er fiskað á línu
til 15. marz og er þar gæðabezti
fiskurinn, hann er að mestu leyti
flakaður og frystur, nema keila,
langa og smáfiskur, sem er hert
á hjöllum. Þorskanetavertíðin
byrjar 15. marz og ætti að enda
20. apríl, þá aflast mestmegnis
stór þorskur og er mjög misjafn
að gæðum, þessi fiskur er aðal-
lega saltaður og hertur, en það
bezta flakast til frystingár. Eftir
20. apríl ætti að byrja aftur með
línuna og er það gæðavara sem
fæst á hana og fer sá fiskur að
miklu leyti til frystingar, en
nokkuð er hert. Samtímis eða eft-
jr 20. apríl ætti líka að veiða síld
í reknet og snurpunót til frysting-
ar, stöltunar og bræðslu þangað
til bátarnir halda norður á síld
og að veiðum loknum norðaru
lands fara bátarnir í slipp ti1.
6tandsetningar. Eftir miðjan sept
ember til októberloka má veiða
á línu aftur, en nóvember, desem
ber og fram yfir áramót er aðal-
síldveiðin hér sunnanlands.
Það er ekki nóg að afla fisks-
Ins og síldarinnar á bátana, held-
ur verður líka að taka mannlega
á móti þegar að landi kemur. Á 10
bátum eru samtals 110 sjómenn,
en í landi vinna stundum um 300
karlar og konur. Á land geta bor-
izt þegar vel veiðist 2—300 smá-
lestir á einum degi og verður
þá að vinna vel og lengi til að
koma aflanum undan. Sama er
eð segja um síldveiðina í nóv. —
des., þá hafa stundum borizt á
land upp undir 3000 tunnur síld-
ar á einum degi og reynir ekki
síður á dugnaðinn til að koma
öllu magninu í tunnur og fryst-
ingu. En til þess að þetta sé hægt
verða að vera fyrir hendi mikil
húsakynni og allskonar tækni-
áhöld. Söltunarstöð okkar hefur
verið langhæst árlega af Faxa-
síld, stundum saltað um 12000
tunnur í nóv. og desember og
fryst 18—20000 tunnur.
Við höfum 500 skreiðarhjalla á
10 hekturum lands sem við sett-
um upp árið 1953, þá keyptum
við fisk af 20 togurum víðs vegar
af öllu landinu og verkuðum þá
45000 smálestir af fiski í skreið,
en fiskurinn af mótorbátunum
var frystur og saltaður, síðan hef
ur þetta farið minnkandi vegna
þess að nú koma hingað engir
aðkomutogarar með fisk. Við byrj
uðum fyrstir manna að frysta
karfa til útflutnings og vorum
búnir að gera það í tvö ár áður
en aðrir vöknuðu. Á þessu ári
höfum við endurbyggt þurrkhús
okkar fyrir saltfisk og höfum
þurrkað í því talsvert magn af
fiski fyrir Suður Ameríku, Cúbu
o. fl. og segir yfirfiskimatsmaður
inn að fiskur okkar taki öðrum
langt fram að gæðum. Niðursuðu
verksmiðju höfum við rekið í ára
tugi með sæmilegum árangri, en
þar skortir einnig rekstrarfé til
að geta gert betur. Við rekum hér
með öðrum nótastöð sem vinnur
að allskonar veiðarfærum og er-
um meðeigendur í Síldar- og fiski
mjöls og lýsisverksmiðjunni.
1 sambandi við útgerðina og
öll tækin til sjós og lands höfum
við járn- og rennismíðaverkstæði,
rafmagnsverkstæði, bifreiðaverk-
stæði og trésmíðaverkstæði og
eru þessi verkstæði jafn sjálf-
sögð og bátarnir og fyrirtækin
sjálf.
Við höfum byggingaefnaverzl-
un sem selur mestallt b'ygginga-
efni í bænum og ennfremur
verzlun með blandaðar vörur.
Ennfremur afgreiðslu flestra
skipa sem koma til Akraness.
Við höfum greitt árlega nú
undanfarið 20—30 miljónir króna
í laun til fólksins sem vinnur hjá
okkur oe má segja að helmingur
bæjarbúa hafi beint og óbeint
haft framfæri af vinnu sinni hjá
okkur. Við greiðum langhæst út-
svör og skatta til ríkis og bæjar
hér.
Ef þessi atvir.nurekstur fær
ekki staðizt þ. e. nýtur ekki náð-
ar hjá bankavaldinu, þá verða
þeir herrar að koma með eitthvað
betra í staðinn til þess að Akranes
geti blómgast.
Bankamál
1 janúar n.k. er ég búinn að
skipta eingöngu við sama bank-
ann, íslandsbanka og síðan Út-
vegsbankann í 45 ár. Stundum
hefi ég skuldað honum mikið og
stundum ekki neitt. Bankinn hef-
lir aldrei tapað eyri á þessum við
skiptum, en alltaf haft af þeim
mikinn hagnað. Þess vegna sárn-
að mér verulega þegar banka-
stjórinn í s.l. mánuði hætti fyrir-
varalaust að greiða ávisanir sem
við gáfum út, án þess að aðvara
okkur fyrirfram, flestar af þess-
um ávísunum vorú sýndar tvisv
ar í bankanum og á þær stimplað
innistæða ekki fyrir hendi. Strax
og ég komst að þessu hættum
við náttúrlega að gefa út fleiri
ávísanir og leystum þær inn sem
í umferð voru tafarlaust, en
hlaupareikningurinn í bankanum
er lokaður síðan. Ég veit að banka
stjórarnir munu svara því til að
skuld okkar muni hafa verið orð
in hærri en leyfilegt var og að
þeir hafi fyrirmæli frá hærri stöð
um um stöðvun.
Eins og öllum er Ijóst, þá fer
ekki hjá því að fyrirtæki sem
gefur út ógildar ávísanir, hlýtur
að tapa verulega áliti, en ég vona
að það vari ekki lengi í þessu til-
felli, vegna þess að þetta var
óviljandi gert og leiðrétt strax
með innlausn ávísananna og vil
ég nota tækifærið til að biðja þá
sem hafa orðið fyrir óþægindum
af þessum sökum, auðmjúklega
afsökunar. Hér eftir munum við
ekki gefa út ávísanir nema inni-
stæða sé örugglega fyrir hendi
og síðan hlaupareikningi Útvegs-
bankans var lokað, höfðum við
opnað ávísanareikning í Spari-
sjóði Akraness.
Ástæður fyrir því að skuldin
hækkaði meira í Útvegsbankan-
um en leyft var, eru of mikil
bjartsýni og of mikil fjárfest-
ing á einiu ári og ekki síður
rýrnun krónunnar. — Það þarf
nefnilega miklu fleiri smáar krón
ur til að kaupa fyrir síldarnót
heldur en stórar, í fyrra dugðu
400 þús. en í ár þarf 600 þús. Nu
eru ýmsar hliðar á þessum mál-
um sem ekki er hægt að ganga
frámhjá og ein þeirra er skatta-
löggjöfin. Fyrirtæki okkar HB
& Co hefur skilað talsverðum
tekjuafgangi árum saman, en út-
svar, tekju- og eignaskattur hafa
gleypt það og meira til, þ. a. 1.
hefur ekki verið hægt að mynda
neinn sjóð til að byggja upp með,
t. d. kaupa bát, byggja hús eða
annað nema taka það að láni.
Endurskoðandi okkar hefur bent
á hvað eftir annað að við værum
bráðum búnir að afskrifa gömlu
bátana og fasteignirnar og þess
vegna væri æskilegt að geta
keypt nýjan bát eða annað sem
hægt væri að afskrifa ef tekju-
afgangur yrði í framtíðinni. Sann
leikurinn er sá, að fyrirtæki sem
ekki getur safnað í sjóð til að
byggja upp með, verður að byggj-
ast upp innanfrá, með afskriftum
á eignum sínum. Aðalástæðan
fyrir hækkandi skuldum er af-
raksturinn í sumar og vaxtahækk
unin að viðbættri fjárfesting-
unni.
Vaxtamál
Vextir af afurðavíxlum eru
sem kunnugt er 9% fyrstu 3 mán.
uðina og 9%% eftir 3 mán. og
greitt fyrirfram, stimpilgjald
2,4 prómille og þinglestur ca. kr.
2,50 af þúsundi. í hvert skipti
sem víxill er framlengdur verður
að greiða af honum stimpilgjald
1
Haraldur Böðvarsson
til ríkissjóðs og er það ekki óai-
gengt að slíkur víxill sé framl.
4. sinnum. En þó er það verra
með þinglesturinn, sem er aðeins
til að pína fé að óþörfu út úr
mönnum. 1 flestum tilfellum era
afurðirnar seldar í gegnum heild-
arsamtök framleiðendanna og
peningarnir koma ekki í hendur
þeirra, heldur fara beint í bank-
ann upp í skuldina. Vextir á
hlaupareikningi er 12% og reikn-
ast út mánaðarlega eða 12 sinn-
um á ári. Vextir af venjulegum
vixlum er 11% fyrstu 3 mán. en
11%% eftir 3 mán. og að auki
stimpilgjald 2,4 prómill og þing-
lestur ea. 2/50 af þúsundi sem
allt greiðist fyrirfram. Ef um
bankaábyrgð er að ræða t. d. að
ábyrgjast skuld sem hvílir á skipi
utanlands. Kostar það 1% eða
10 þúsund fyrir hverja milljón
árlega. Ef þú pantar veiðarfæri
og annan útbúnað fyrir útgerðina
þarf að greiða fyrirfram að meðal
tali ea. 25% eða 250 þúsund af
hverri milljón sem flestir taka
að láni með 12% vöxtum. Þessir
peningar eru látnir inná lokaðan
— eða frystan reikning og af
þessum innilokuðu peningum fást
ekki greiddir neinir vextir, þó
þeir standi þar árið út. í mörg-
um tilfellum þegar við höfum
þurft á þessari millifærslu að
halda vegna vörukaupa, hefur
svarið verið þannig: Hlaupareikn
ingurinn stendur svo illa að
þetta er ekki hægt í bili. Vegna
þessa ömurlega ástands í fjármál
um fyrirtækis okkar samkv. fram
ansögðu, ákvað ég að leita álits
endurskoðanda fyrirtækisins og
láta hann yfirfara með okkur
reksturinn á yfirstandandi ári og
fjárhaginn í heild og útkoman
varð sú, að fyrirtækið á verulega
miklar eignir fram yfir skuldir,
en þetta yfirlit get ég ekki birt
opinberlega af vissum ástæðum,
en Útvegsbankinn mun fá það á
sínum tíma. Ein ástæða banka-
stjóranna fyrir niðurskurði lána
til okkar var sú að bankaráðið
vildi ekki láha einu fyrirtæki svo
mikið.
Athugun sem nýlega hefur ver-
ið framkvæmd hér á Akranesi
sýnir að fjögur framleiðslufyrir-
tæki hér í bænum koma til með
að greiða 8—átta milljónir króna
í vexti á yfirstandandi ári af
skuldum sínum og er það meira
en þau geta borið. Þessir okur-
vextir standa heilbrigðri atvinnu
þróun fyrir þrifum og ber því
nauðsyn til að útvega atvinnu-
vegunum hæfilega löng lán með
sanngjörnum vöxtum, þó að þau
jafnist ekki á við nýbýlaláa
bændanna 2%% til 40 ára. —
Nú er Frakklandsbanki nýveriS
búinn að lækka vexti úr 4% 1
3% % og sagt að Englandsbanki
og V.-Þýzkaland ætli að lækka
sína vexti enn meira, til þess að
örva fjárfestingu hver í sínu
landi. Ii
Fyrirtækjum sem eiga vel fyrir
skuldum og hafa sýnt að þaa
séu rekin með hagsýni og halda
uppi blómlegu atvinnulífi hvar
sem er á landi voru, ber að hjálpa
til þess að fá hagstæð lán saman
ber framanritað.
Að endingu vil ég geta þess að
fjórir af tíu bátum okkar hafa afl
að vel undanfarna viku 5—7%
smálest hver daglega allt á línu,
tveir eru byrjaðir á síld, annar
fékk 79 tunnur í gær, hinn 60
tunnur í dag, við erum að reyna
að koma tveim öðrum af stað og
| þá eru bara tveir eftir, en hvort
| það tekst að koma öllum bátun-
1 um af stað fer eftir því hvort
okur tekst að fá peninga til að
leysa út veiðarfæri og annað.
Útvarpið sagði í fréttum að ver
ið væri að byggja skóla i landinu
nú í augnablikinu fyrir 480 millj-
ónir og þar virðist ekki skorta
skotsilfur, en verra er að skól-
arnir taka hið duglega unga fólk
frá framleiðslunni öllum til tjóns.
Síðastliðinn laugardag kl. 12
á hádegi átti að loka fyrir olíuna
til bátanna en við gátum á síð-
ustu stundu skrapað saman pen-
ingum fyrir næstu viku.
Hvers vegna er ég á áttræðis-
aldri að berjast við að halda fyrir
tæki okkar gangandi undir fram-
angreindum ástæðum Því ferðu
ekki í alsæluna í Reykjavík og
færð þér einhverja dútlvinnu
eða skrifstofustarf að nafn-
inu til þar, eins og aðrir gera?
Ég er orðinn svo samgróinn
mínu starfi að mér finnst að ég
geti ekki farið frá því og ég held
líka að ég komi helzt að ein-
hverju gagni hér og af því að
ég get nú orðið hvorki hlaupið
né barizt kveð ég með vinsemdar-
kveðju.
Akranesi 10. okt. 1960.
Kortöfluupp-
skerun ullt uð
25 - föld
í SUMAR var kartöfluupp-
skeran á Norðurlandi með ein
dæmum góð og eru dæmi til
að uppskeran sé 25-föld. Er
gert ráð fyrir 8 þús. tunna
uppskeru í Höfðahverfi og 8—
9 þús. tunna uppskeru á Sval-
barðsströnd. Næturfrost komu i
með seinna móti í haust og
mun það ein orsök þess hve l
uppskeran er góð.
I Búizt er við að Kaupfélag I
Svalbarðsstrandar og KEA I
geti tekið um þriðjung upp-
j skerunnar í geymslu, en marg
| ir bændur eru að koma sér
ipp kartöflugeymslum.
Sexhjgu/
KRISTJÁN Rögnvaldsson vél-
smíðameistari í Stykkishólmi átti
60 ára afmæli 3. þ.m. Hann er
fæddur að Straumi á Skógar-
strönd en fluttist um 1907 til
Stykkishólms. Foreldrar hans
voru Guðrún Kristjánsdóttir og
Rögnvaldur Lárusson skipasmiða
meistari, en Rögnvaldur var þjóð
hagasmiður og vann að iðn sinni
um langt tímabil hér í Stykkis-
hólmi. Kristján lærði hjá Guð-
mundi Sigurðssyni vélsmíðameist
ara á Þingeyri en var eitt ár i
Danmörku til að fullkomna sig i
teikningum. Hann hefir rekið hér
vlsmiðju síðan 1927 og rekur
hana hér enn og hefir á þessu
tímabili veitt ómetandi þjónustu
fiskiskipaflotanum. Kona hans er
Rannveig Guðmundsdóttir írá
Þingeyri. — Fréttaritari