Morgunblaðið - 14.10.1960, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.10.1960, Qupperneq 16
16 MOKClJlSm AÐl Ð F6studagur 14. oVt. 1960 laun hans mundu lækka og allar framavonir yrðu að engu. Þetta var kennt kreppunni, sem Xngr am sagði, að nú væri notuð sem íkálkaskjól fyrir hverskonar svik vanþakklæti og fjárdrátt. Meðan Ingram lauk máli sínu gekk hann um gólf og veifaði glasinu sínu. Hann fann nægilega á sér til þess að láta tilfinningar sínar í ljós, en var alis ekki nógu drukkinn til þess að gera söguna að tárumdöggvuðum sorgarleik. Newell fylgdi honum með aug unum fram og aftur um gólfið. Það gat verið góð tilbreyting að heyra einu sinni um órétt, sem aðrir höfðu orðið að þola, og svo var frásögn Ingrams dálítið sér stök í sinni röð. Newell þóttist sjálfur kunna sæmilegan forða af stóryrðum, en þarna varð hann að játa, að hann komst á þessu sviði ekki í hálfkvisti við sögu- manninn, því að skammaryrði hans voru svo mögnuð, að hann blygðaðist sín fyrir sína eigin fá kunnáttu. Hann fór að hugsa um, hvort þessi mergjaða frásögn krefðist þess, að hann sjálfur kæmi með sina sögu, — Ekki hafði hann samt löngun til að segja honum hana alla eins og hún lagði sig. En það kom brátt í ljós, að hinn ákafi ræðumaður var allt of hrifinn af sinni eigin ógæfu til þess að hugsa neitt sérstaklega um ógæfu náungans. — Heyrðu mig nú! Ingram, sem var orðinn móður og sveitt ur, datt allt i einu gott í hug. — Við höfum báðir þörf á hreinu lofti. Uppi á fjöllum. Langt uppi yfir þokunni og þessari bölvuðu tilveru hér niðri á jörðinni. Við kaupum okkur teppi og eitthvað að éta og förum í útilegu í einn eða tvo mánuði. Hvernig lízt þér á það? Paige hló og hristi höfuðið. — Eg er víst alveg ónýtur í það. Eg hef aldrei farið í útilegu á ævinni. — Það hef ég heldur ekki, svo að þetta er alveg eins og sniðið á okkur. Við fáum okkur fylgd armann. Hann þarf ekki að verða dýr núna. — Kannski við ættum að geyma að afráða þetta þangað til við erum ófullir, sagði Paige. — Ófullir? Hvað áttu við með því? spurði Ingram ógnandi. — Jæja, þangað til ég er ófull ur, ef þú ert svona viðkvæmur Ingram lét fallast niður í stól, hló, neri andlitið og sagði, að hann hefði gott af að fá sér sjóð heita lauksúpu. Paige lét þá skoð un í ljós, að kaldar áfir væru heppilegri, og eftir að þeir höfðu karpað um æskilegasta hressing armeðalið, gengu þeir saman nið ur í matsalinn. — Þú gengir betur i augun ef þú settir upp flibba og greiddir þér, sagði Paige. — Ja, svei, þarna er þessari siðmenningu rétt lýst, nöldraði Ingram. Flibbar og hárgreiðsla! Nei, ég vil hreint loft, fjöli, víð áttu. — Jæja, jæja drafaði Paige. — Þá segjum við það bara. Það iætur nú kannske skrítilega í eyrum, en ég spái, að við verð um komnir aftur áður en sólar hringur er liðinn — en við skul um bara reyna það samt! —O— Þeir voru svo heppnir að rekast á fylgdarmann, sem var laus og liðugur. Pete var að vísu ljótur og ólundalegur fantur, en hann átti nú heldur ekki að vera neitt stofustáss, eins og Ingram orð- aði það, og ef hann gegndi skyld- um sínum og stillti sig um að nudda sér utan í þá, var allt í lagi. Það var orðið áliðið kvölds þegar lestin þeirra kom til Bail- eys Gulch. Þeir skildu eftir far angurinn sinn hjá stöðvarstjór- anum og löbbuðu eftir þröngu götunni til verzlunarinnar á staðnum, sem jafnframt var póst hús. Nokkrir iðjuleysingjar, sem sátu þar á tröppunum, litu þá forvitnum augum, og eitruðu augnagoturnar, sem þeir sendu nýju stígvélunum þeirra, voru ekki beint uppörvandi. Ingram spurði kurteislega, hvort hægt væri að fá fylgdar- mann í klifurferð upp í fjöllin. Tveir þeirra hristu höfuðið, en þrír eða fjórir mjökuóu sér til og horfðu þöglir hver á annan og loks spýttu þeir allir, svo sem í neitunarskyni. — Jæja þá, sagði Ingram, stutt aralega og gekk inn í pósthúsið. Póstmeistarinn var stuttur í spuna, en þó ekki beint afundinll. Það væri leiðinlegt, en hann þekkti ekki neinn, sem gæti tekið þetta að sér. —Hvað verður þetta lengi? spurðj svartkrimóttur náungi, sem sat á naglakassa lengst úti í horni. Ingram og Paige gengu til hans og skýrðu í stórum dráttum frá ferðaáætlun sinni. Pete — sem virtist ekki heita neitt meira — setti upp svimhátt kaup, en ekki þýddi neitt að fara að þjarka þegar ekki voru fleiri um boðið. Þeir komu sér saman um að leggja af stað næsta morgun um sólarupprás. Póstmeistarinn hýsti þá um nóttina, og þeir urðu að sofa saman á þunnri dýnu í í rúmi, sem brakaði undir þess- um mikla þunga. Klukkan var hálfsex um morg uninn þegar þeir lögðu af stað. Pete fór fyrir og ævintýramenn- irnir voru í prýðilega.sta skapi. Sylvia, sem var óvön að ganga á eggjagrjóti, steig varlega niður fótum og stanzaði öðru hverju og snuggaði út í loftið, rétt eins og hún væri móðguð yfir þessu nýja andrúmslofti. — Pete, sagði Paige, þegar þeir sátu við morgunverðinn um ell- efuleytið, rétt við fossandi fjalla læk. — Við ætlum ekki að setja nein met á þessu ferðalagi. Við erum óvanir öllu klfri, en eftir svo sem tvo daga verðum við orðnir eins úthaldsgóðir og þér eruð. En þangað til skulum við fara að öllu rólega. Þegar klukan var sex, stönz- uðu þeir, lögðust endilangir á jörðina og dáðust að sólsetrinu. Pete bjó til kvöldmatinn og fór sér hægt að því. Maturinn var annars ágætur: flesk og baunir og svo eldsterkt kaffi á eftir. — Við skulum ekkert flýta okk ur á morgun, Pete, sagði Ingram og horfði á auma fætur sína. — Við höfum kappnógan tíma. Þrátt fyrir þessa bendingu var maturinn kominn á eldinn klulck an fimm næsta morgun, og klukk an sex voru þeir farnir að klifra upp eftir erfiðu einstigi. Pete var kominn í miklu betra skap, þeg ar þeir komu um hádegið að ofur lítilli flöt, þar sem vatnið hafði alið upp svolítinn jurtagróður. Hann stakk upp á að halda þarna kyrru fyrir í svo sem tvo daga, og sú tillaga var samþykkt í einu hljóði. Klukkan eitt lötraði Pete frá þeim með haka um öxl, og kom ekki aftur fyrr en farið var .að dimma. Þeir sáu, að hann beygði út af stígnum eitthvað hundrað skrefum ofar og sneri til vinstri og loks hvarf hann milli hvítra klettanna. Þegar kvölda tók, án þess að hann væri kominn aftur, fóru þeir sjálfir að bjástra við matinn, og urðu ásáttir um, að hann væri miklu betri hjá þeim en hjá Pete. Yfirleitt var þeim orðið alveg sama um, hvort þessi stóri slöttólfur kæmi nokkurn- tíma aftur eða aldrei. — Það er eitt gott við Kín- verjana, sagði Ingram og tróð í pípuna sina, þar sem þeir lágu við kulnandi eldinn. — Þeir eru heiðarlegir gagnvart starfi sínu. Eg held það sé einhver meðfædd virðing. Kínverjar hugsa sér aldrei starfið sem köllun, heldur er það arfur í þeirra augum. Ef heiðarlegur faðir Kinverja hefur verið skóari, dettur honum sjálf um ekki annað í hug en verða skóari líka. Langafi hans var líka skóari og sonur hans og sonar- sonur verða það lika, síðar meir. Ef hann er fæddur í sveit, verð ur hann kyrr í sveitinni, þar sem forfeður hans eru grafnir, og yrk ir jörðina. — Líklega er þetta ástæðan til þessa kínverska skorts á fram- takssemi? spurði Newell. — Já, eins og við skiljum það. Davíð tuggði pípuna kappsam- lega og bætti svo við: — Kunn- ingi minn í New York sagði mér um daginn að þegar maður skipt ir um olíu í smurstöð hér heima, verði maður að fara út úr bíln- um til þess að vera viss um að lok ið sé aimennilega skrúfað á. Ann ars gleymir náunginn þvi og svo er honum nákvæmlega sama, hvað af hlýzt, ef það er illa gert. — Þessu trúi ég nú varla, sagði Newell, sem var snögglega grip inn föðurlandsást. — Jæja, en þessi maður vildi nú halda þessu fram. Hann sagði líka, að meirihlutinn af unga fólkinu teldi sig hátt upp yfir það hafinn að vinna — hati til hugsunina um að gera nokkuð fyrir aðra — og hafi auk þess ekki nokkurn áhuga á heiðar- legu starfi. Skortir gamla iðn- ( félaga-stoltið. Heldurðu ekki, að þetta sé alveg rétt athugað? — Nei, það held ég ekki; mér finnst þú gera of mikið úr þessu. En vitanlega er ég ekki heppi- legasti maðurinn til að dæma um það. Því að þegar ég hugsa til þeirra manna, sem ég hef unnið með, þá finnst mér flestir þeirra hafi haft áhuga á starfi sínu. En vitanlega var það dá- lítið sérstakt. Og auk þess hættu j legt að vera kærulaus við það starf. j — Varstu í sprengiefnaverk- smiðju? Newell dokaði með svarið og reyndi að glæða eldinn. — Nei, ég var í spítala, svaraði hann. — | Eg held ég verði að segja þér | alla söguna. | Klukkan var orðin tíu þegar þeir vöfCu sig inn í teppin sin. i Ingram tautaði eitthvað um það í hneykslunartón, að þeir hefðu , báðir sætt skammarlegri með- I ferð, en Paige svaraði, að þeim væri bezt að gleyma því og reyna að njóta ferðalagsins eftir föng ' um — ekki sízt þegar þeir væru búnir að eyðileggja á sér lapp ! irnar. Pete var horfinn þegar þeir vöknuðu um morguninn. —Það lítur helzt út fyrir, að við höfum fengið kostgangara I staðinn fyrir aðstoðarmann og fylgdarmann, sagði Paige. — O, við megum vera fegnlr, að hann hangir ekki yfir okkur. Meðan hann strýkur ekki með nestið okkar og skilur okkur eft ir eina hér, skal ég ekki kvarta, Lofum honum bara að fara hvert hann vill. Eftir morgunverð ákváðu þeir að hætta sér upp til hægri við stíginn. Vegurinn var slæmur og þeir þurftu ekki nema klukku- Sflíltvarpiö Skáldið og roamma fitla 1) Nú er vorið komið fyrir alvöru. 2) Fuglarnir syngja, brumið spring- ur út á trjánum .... 3) .... og jörðin er vot og gljúp og .... him, him .... W a r k * u á * — Ég á ekki von á því að þú ▼erðir heima mín vegna, Georg, en þú gætir að minnsta kosti hugsað um Evu. Þarna fáum við tækifæri til að umgangast von Winkle hjónin, og þú veizt hvaða áhrif það hefur á stöðu Evu í þjóðfélaeinu! — Mér þykir það leitt Vivian, en ég hefi þegar lofað að fara þessa veiðiför. Seinna. — Hvað er að Vivian? — Það er hann faðir þinn. Eg á að vera gestgjafi í klúbbnum á dansleiknum í næstu viku, og nú segir hann mér að hann sé að fara á veiðar! þ Föstudagur 14. oktöber 8.00—10.20 Morgunútvarp. (Baon. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.), 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 Tónleikar: „Gamlir og nýir kunn« ingjar. 15.00—lti.30 Miðdegisútvarp. Fréttir kl. 15.00 og 16.00> 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Þingfréttir. 19.25 Veðurfregnir. 9.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Herúlar (Skúli Þórðarson magister). 20.55 Frá kveðjutónleikum Karlakóri Reykjavíkur 27. í.m. Söngstjóri: Sigurður Þórðarson. Einsöngvar* ar: Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson og Guðmundur Guð* jónsson. a) „Brennið þið vitar“ eftir Pá| Isólfsson. b) ,,Ar vas alda" eftir Þórarin Jónsson. c) ,,Kyrie“ eftir Sigurð Þórðarson d) ,,Sof þú, blíðust“; ísl. þjóðlag í raddsetningu Sigurðar Þórð« arsonar. e) „Gleðihreimur trumbunnar", tékkneskt þjóðlag. f) „Flyv fugl, flyv“ eftir Hart- mann. g) „Landkjending" eftir Grieg. á—.30 Utvarpssagan: „Barrabas" eftir Pár Lagerkvist; X. — sögulolc (Olöf Nordal þýðir og flytur). 2.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Trúnaðarmaður f Havana“ eftir Graham Greene; XXXI. — sögulok. (Sveinn Skorrl Höskuldsson þýðir og les). 2.30 A léttum strengjum: Ricardo Santos og hljómsveit hans leika frönsk og ítölsk lög. Í3.00 Dagskrárlok. Laugardagur 13. október 8.00—10.20 Morgunútvarp — (Bæn. — 8.15 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. 12.50 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.00 Laugardagslögin. (Fréttir kl. 15.00 og 16.00). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Isl^nzkt tónlistarkvöld: — Amt Thorsteinson níræður. — Elsa Sigfúss og Sigurður Björnsson syngja lög eftir Arna og lesið verður úr minningabók tónskálde ins. — Dr. Hallgrímur Helgason flytur inngangsorð. 21.25 Leikrit: „Scampolo" eftir Darle Niccodemi, í þýðingu Björns Fran* sonar. — Leikstjóri: Rúrik Har« aldsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.