Morgunblaðið - 14.10.1960, Side 19
Föstudagur 14. okt. 1960
MORCIJNBLAÐ1Ð
19
\
— Ræða Gunnars i
Gubjónssonar
F ramh. af bls. 6.
tiafa þessar stéttir vissulega
ekki farið varhluta af byrðun-|
um sem axla varð til þess að
komast mætti úr ófremdar-j
ástandinu, og verður því óhikað
Ihaldið fram að gengið hafi verið i
nær verzluninni en nokkrumj
öðrum aðilum í framkvæmd
binna nýju efnahagsmálalaga.
Þegar gengislækkun á sér stað,
eða vörur hækka í innkaupi, er
það hvarvetna ófrávíkjanleg
regla, að verzlunar og iðnaðar-
fyrirtækjum er heimilt að hækka
útsöluverð vörubirgða sinna, sem
samsvarar verði hinna nýju vara
er þau verða að kaupa til endur
nýjunar vörubirgðum sínum.
í framkvæmd hinna nýju laga,
var fyrirtækjunum þó ekki heim
iluð slík verðhækkun, og er það
hliðstætt því, að ölíurii lands-
mönnum væri skylt að selja ekki
eignir sínar hærra verði, en þær
voru fyrir gengislækkun. I vöru
brigðum liggur eigið rekstrar
fé fyrirtækjanna og hafa á þenh
an hátt í einni svipanþurrkaztút
nær 40% af því rekstrarfé sem
bundið var í vörubirgðum. Dreg
ég í efa, að almenningur geri sér
Ijóst, hvílík blóðtaka hér átti sér
stað.
í annan stað var vöruálagning
skömmtuð þannig eftir gengis-
lækkunina, að um talsverða raun
verulega lækkun var að ræða,
miðið við, að veltumagn fyrir-
tækjanna hlaut að lækka, bæði
vegna minni eftirspurnar, þeirr
ar skerðingar á rekstrarfé fyrir
tækjanna sem áður var skýrt frá,
og eins sem afleiðing af beirri
stefnu viðskiftabankanna að
auka ekki upphæð rekstrarlána.
Verzlunarálagning var þó svo
naum fyrir, að slíkt þekkist
hvergi, og mun engum sem til
þekkir detta í hug, að hún sé á
nokkurn hátt næg til þess að
standa undir kostnaði, jafnvel
hjá bezt reknu fyrirtækjum, og
mun því verzlunin alment rekin
með tapi á þessu ári.
í atvinnufyrirtækjum. Hugmynd
ir um þjóðnýtingu atvinnufyrir-
tækja eru nú með öllu úreltar í
hinum vestræna heimi. Stór verk
efni verða því ekki leyst á annan
hátt en þann, að allur tilmenning
ur taki beinan þátt í atvinnuveg
unum með hlutabréfaeign, og er
það í alla staði æskilegt og nauð
synlegt, eins og reynsla annara
þjóða sýnir.
Verðum vér því að vænta
þess, að Alþingi sýni nú loksins
1 verki, skilning sinn á því, að
ekki er hægt að vængstifa höfuð
atvinnuvegi í landinu og meina
þeim allra tilveru- og þróunar-
skilyrða, samtímis því sem þjóð-
in verður að miklu leyti að
byggja tilveru sína á þeim.
Ég vil ljúka máli mínu, með
því að láta í ljósi það álit mitt,
að naumast geti farið hjá því, að
hugarfar margra, og þá einkum
þeirra sem jafnvel aidrei hafa
þékkt annað, hafi mótazt af
hinni löngu dvöl við blíð-
an barm uppbóta- og styrkja-
kerfisins. Sú dvöl hefir
vissulega ekkí verið til þess
fallin að örva menn til hagsýni
og leita að nýjum léiðum. ■— í>á
skyldi engcui undra, þótt mörgum
muni nú ganga illa að hrista af
sér verðbólguhugarfarið, öðlast
trú á gjaldmiðilinn og hætta að
gjöra peningalegar ráðstafanir
sínar, út frá því sjónarmiði, að
hættulaust sé að stofna til stór
skulda sem von bráðar verða
þeim ofviða, nema verðrýrnun
peninganna haldi áfram jafnt og
þétt, eins og fram til þessa. Þetta
hugarfar verðum við þó algjör-
lega að kveða niður með sjálfum
| okkur, og hafa það hugfast, að
óábyrgar ráðstafanir munu nú
' áðar en varir koma okkur í koll,
hvort sem um er að ræða ein-
staklinga eða fyrirtæki. Því fyrr
sem okkur tekst að átta okkur á
þessu, því betur mun okkur
vegna.
— Krúsjeff
Framh af bls 1
yfirlýsingu um pólitískt og um-
Verzlunin hefir engu að síður
látið hjá líða að gera háværar
krölur, en í stað þess rifað seglin
eftir mætti, og reynt að verjast
é' im, í von um, að þær byrð
ar sem hún og aðrir yrðu að taka
á sig, yrði til þess, að efnahags
kerfi þjóðarinnar mætti komast
á réttan kjöl. Burðarþoli hennar
eru hinsvegar takmörk sett, og
hún verður að gera þær kröfur,
að því verði ekki ofboðið.
Verzlunarráð Islands hefir um
langt árabil bent á, að algjör
endurskoðun skattlagningar á at
vinnufyrirtæki, væri nauðsyn,
sem þing og stjórn gætu ekki
lengur skellt skollaeyrum við.
Hefir verið bent á þá mismunun,
sem átt hefir sér stað um langt
skeið í skattlagningu hinna ýmsu
rekstrarforma, á kostnað einka-
reksturins, jafnfram þeirri stað-
reynd, að ríki og bæjarfélög hafa
gengið á skattþegnana, án til-
lits hvort til annars. Árangurinn
hefir orðið sá, að samanlagðir
skattar einkafyrirtækja til ríkis
og bæjar, fara tíðum langt fram
úr nettóhagnaði þeirra.
Sem kunnugt er, starfa nú
tvær stjórnskipaðar nefndir að
því að gera tillögur að endur-
skoða skatta, bæði til ríkis- og
bæjarfélaga, og skila væntanlega
álitum áður en langt er liðið á
hið nýbyrjaða þing, þannig að
lagafrumvarp um endurskipu-
lagningu skattakerfisins verði
tlagt fram á þessu þingi. öllum
hlýtur að vera ljóst, að hin nýja
stefna í efnahagsmálum nær ekki
tilgangi sínum, nema að þess sé
vandlega gætt, að atvinnufyrir-
tækjum þjóðarinnar sé gert
íkleift að komast á öruggan fjár-
hagslegan grundvöll. Slíkt getur
ekki tekizt, nema sköttum sé
stillt svo í lióf, að atvinnufyrir-
tæki geti hagnazt svo á rekstr-
inum, að sjóðir myndist tii fram
kvæmda og uppbyggingar. Jafn-
framt verður arðsvon hjá hlut-
höfum í hlutafélögum að vera
svo mikil, að allur almenningur
sækist eftir að kaupa hlutabréf
deilt atriði. Svi virtist sem sum-
ir hér í salnuro væru ekki á sama
máli, en Roland sagði, að fulltrú
ar á þingi SÞ yrðu að vera þess
búnir að heyra andstæðar skoð-
anir.
írland má skammast sín!
Fékk fulltrúi Fillippseyja því
að halda áfram ræðu sinni. Síð-
an tók Krúsjeff til máls og einn-
ig fulltrúi Rúmeníu. Þeir mót-
mæltu úrskurði forsetans. Krús-
jeff lýsti því m.a. yfir, að forset-
inn léti ekki jafnt yfir alla ganga.
Hann sagði að írland mætti blygð
ast sín fyrir að hafa slíkan mann
sem Boland í forsetastól, sem
gegndi hlutverki Vesturveldanna.
Rúmeninn sagði um fulltrúa
Filippseyja, að hann væri skó-
sveinn Vesturveldanna og hinn
versti þrjótur.
Nokkru síðar flutti bandaríski
fulltrúinn Wilcox ræðu. Hann
sagði m. a.: — Þessi ruddalega
og óstillta framkoma rúmensku
og rússnesku sendinefndanna,
sem hefur hneykslað viðstadda,
sýnir það bezt, að rússneska lepp-
ríkjakerfið er veikasti blettur-
inn í rússneska heimsveldinu.
Fulltrúar kommúnista, sagði
hann hafa enn einu sinni sýnt
það, að þeir þola ekki að heyra
sannleikann.
Ennfremur sagði Wilcox:
„Allir sem hér eru viðstaddir
vita fullvel um þá hryggilegu
staðreynd, að það eru allmörg
ríki í Austur-Evrópu, sem njóta
ekki fullkomins frelsis".
Fundi slitið
Við þessi ummæli ruku full-
trúar kommúnistaríkjanna enn
einu sinni upp með skarki og
látum. Rúmenski fulltrúinn krafð
ist þess að mega gera athugasemd
Krúsjeff reif skóinn af fæti sér
í annað sinn og veifaði honum
og barði í borðið.
En nú greip forsetinn til sinna
ráða. Hann lýsti því yfir. að fundi
Úrslitaleikurinn
gleymdist
í GÆRKVÖLDI var kvikmynd
frá leikjum heimsmeistarakeppn
innar I knattspyrnu sýnd í
Tjarnarbíói á vegum Knatt-
spyrnusambands íslands.
Knattspymuunnendur fjöl-
menntu á sýningu myndarinnar,
þó að aðgangseyrir væri 25 kr.
Kvikmyndinni var afarvel tek-
ið og oft mátti heyra ánægjuklið
fara um salinn, er knattspymu-
snillingarnir sýndu listir sinar í
vandasömum og spennandi
augnablikum leikanna.
StemiminaLn meðal sýningar-
gesta var að ná hámarki, er sýn-
ingum frá undanúrslitunum lauk
ELLEFU Framsóknarþingmenn
hafa sameinazt um flutning laga
frumvarps um breytingu á lög-
unum um efnahagsmál frá 20.
febr. sl. Lúta breytingarnar ann-
ars vegar að ákvæðum um-
ræddra laga um vex-ti, sem þeir
leggja til að lækkaðir verði hið-
ur í 8% útlánsvextir og 5,5%
vextir af afurðavíxlum. Hins veg
ar eru svo í frumvarpinu kveðið
á um niðurfellingu þess ákvæðis
efnahagsmálalaganna, sem mæl-
ir fyrir um, að 50% af sparifjár-
aukningunni í viðskiptabönkun-
um, sparisjóðum og innlánsdaild
um skuli leggjast inn í Seðla-
bankann. í alllangri greinargerð
með frumvarpinu telja flutnings-
menn hér m.a. vera um að ræða
„ráðstafanir, sem knýjandi er að
koma í framkvæmd nú þegar til
væri slitið og sló fundarhamri
um leið með slíkum krafti í borð-
ið að hann braut hann.
í morgun var haldið áfram
fundi Allsherjarþingsins. Þegar
Boland forseti gekk til forseta-
sætis var honum fagnað ákaflega,
aðeins fulltrúar Rússlands og
■jeppríkjanna sátu þögulir í sætum
sínum. Krúsjeff einn barði í borð
sitt til að sýna vanþóknun sína
á Boland sem forseta.
Umræðum var síðan haldið
áfram um þá tillögu Rússa, að
nýlendukúgun skyldi beint rædd
á Allsherjarþinginu án þess að
þurfa að fara fyrst í stjórnmála-
nefndina. í umræðunum kom í
Ijós, að enginn hafði neitt við
það að afchuga, að slíkar um-
ræður yrðu á Allsherjarþinginu.
Hinsvegar snertu margir í ræð-
um sínum við þeim atburðum,
sem gerðúst í gær í fundarsaln-
um.
unþóknun svertingjans
Forseti Gineu, Sekú Túre flutti
áhrifamikla ræðu þar sem hann
studdi það að nýlendukúgun
skyldi rædd á Allsherjarþinginu.
Hinsvegar lýsti hann megnri van-
þóknun yfir framkomu Krúsjeffs
og Rúmenans í gærkvöldi, sem
hefði verið móðgun við samtök
SÞ. Hann skoraði á Krúsjeff að
forðast það að gera nýlendumálin
að áróðursmáli.
Fulltrúar Bandaríkjanna og
Bretlands, þeir Wilcox og Orms-
by-Gore lýstu yfir fylgi við að
nýlendumálin yrðu rædd af Alls
herjarþinginu. Eftir það var ekk-
ert því til fyrirstöðu, að tillaga
Rússa um slíka umræðu væri sam
þykkt með lófataki.
Krúsjeff hélt einnig ræðu á
fundinum í kvöld. Hann vék þar
að þeirri tillögu að mál banda-
rísku njósnaflugvélanna U-2 og
RB-47 yrðu ræddar á Allsherjar-
þinginu. Hann krafðist þess, að
fulltrúar Bandaríkjanna bæðu
Rússa opinberlega afsökunar á
njósnafluginu. Sagði hann að ef
þeir bæðu afsökunar væri hægt
að vænta þess, að ástandið í al-
þjóðamálum batnaði.
og ljós var kveikt í salnum. Álitu
menn að um einhverja smávægi-
lega bilun væri að ræða og biðu
nokkra stund eftir að sýning frá
úrslitaleik keppninnar Sviþjóð:
Brazilía myndi hefjast. En öllum
til sárra vonbrigða var sýning-
unni lokið og menn urðu að yfir
gefa húsið án þess að fá að sjá
myndina alla.
Áður en kvikmyndasýningin
hófst hélt Benedikt Jakobsson,
íþróttakennari fyrirlestur uni
líkamsþjálfun og þá aðallega í
sambandi við þjálfun kriatt-
spyrnumannsins.
þess að draga nokkuð úr því öng-
þveiti, sem framundan er“. Þeir
lýsa ennfremur því mati sínu, að
þær aðfarir, að „frysta helming
sparifjárins" séu nú „ásamt
vaxtaokrinu og öðru, sem gengur
í sömu átt .... vel á veg komn-
ar með að skapa allsherjarupp-
lausn og stöðvun í atvinnu- og
framleiðslulífi landsmanna". —
Flutningsmennirnir eru þeir Ey-
steinn Jónsson, Jón Skaftason,
Halldór Ásgrímsson Halldór E.
Sigurðsson, Björn Fr. Björnsson,
Einar Ágústsson, Ágúst Þorvalds
son, Björn Pálsson, Garðar Hall-
dórsson, Gísli Guðmundsson og
Skúli Guðmundsson.
— Alþingi
Framh. af bls. 8
hafi þegar lokið sveinsprófi í
starfsgreininni eða séu þegar
ráðnir til verkstjórnar hjá ein-
hverjum aðila. Þá skulu þátttak-
endur hafa unnið í 1 ár eða leng-
ur við starfsgrein sína og hlotið
fullnægjandi menntun að dómi
námskeiðisstjóra. Frekari skil-
yrði er ráðherra heimilt að setja
í reglugerð, er semja skal um
nánara fyrirkomulag námskeið-
anna og önnur nauðsynleg atriði.
Afglöp LúÖ
víks vítt
Á ALMENNUM fundi háskóla-
stúdenta, sem haldinn var í gær-
kvöldi um landhelgismálið, báru
kommúnistar fram tillögu um að
stúdentar skoruðu á Alþingi að
samþykkja frumvarp stjórnar-
andstöðunnar um að reglugerð
Lúðvíks Jósefssonar frá 1958 urp
útfærslu landhelginnar verði
gerð að lögum.
Á fundinum kom fram við-
aukatillaga svohljóðandi: „Jafn-
framt harmar fundurinn að ráð-
herra sá, sem gaf út fyrrnefnda
reglugerð, sá ekki ástæðu tiL að
breyta með henni grunnlinu-
punktum landhelgi íslands“.
Þessi viðaukatillaga var sam-
þykkt með yfirgnæfandi meiri-
hluta atkvæða, en tillagan í
heild var síðan felld.
Fyrr á fundinum hafði verið
samþykkt tillaga um landhelgis-
málið almenns éfnis, flutt af
nokkrum svokölluðum óháðum
stúdentum. Var þar m. a. talið,
að „ekki komi til mála að semja
um neinar tilslakanir innan 12
mílna fiskveiðilögsögu". Þurfti
heldur ekki að óttast ofbeldis-
hótanir Breta, „enda gætu íslend
ingar sótt þá til saka á alþjóða-
vettvangi, ef í odda skærist að
nýju“. — Tillagan var samþykkt
af 70 stúdentum á um 120
manna fundi, en háskólastúdent-
ar eru nú um 800 talsins.
Slys á Akureyri
AKUREYRI, 13. okt, — Slys varð
í gær á gatnamótum Kaupangs-
strætis og Eyrarlandsvegar. —
Bjarni Jónsson, vélstjóri á vél-
skipinu Súlan, var á reiðhjóli og
varð fyrir bíl. Hlaut hann slæmt
fótbrot og var fluttur í sjúkra-
hús.
Þá gerðist það óhapp í gærdag,
að bíll frá Siglufirði valt út af
veginum hér norðan við bæinn,
á Moldhaugnahálsi. Farþegar
sluppu ómeiddir en bíllinn varð
fyrir skemmdum. —• St. S. Sig.
Innilegustu þakkir færi ég öllum þeim er með heim-
sóknum, gjöfum og vinarkveðjum glöddu mig á sextugs
afmælinu 8. okt. s.l.
Guðmundur Jónsson, Baldursgötu 20.
Móðir okkar
SIGRÍÐUR STEFANSDÓTTIR
frá Bakkakoti í Leiru, andaðist 13. þ.m.
Börnin
Móðir okkar
SIGURLAUG HANNESDÓTTIR
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag kl. 3 e.h.
Fyrir hönd vandamanna.
Hjálmar Ilafliðason, Martcinn Sivertsen.
Hjartanlegustu þakkir sendum við öllum vinum og
kunningjum, sem á margvíslegan hátt auðsýndu okkur
hluttekningu við andlát og jarðarför konu minnar og
móður
VALGERÐAR G. NORÐDAHL
og vottuðu henni virðingu sína. Starfsfélögum við toll-
gæzluna þökkum við kærlega hlýhug þeirra og samúð.
Har. S. Norðdahl og börn.
Þökkum inniiega auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og jarðarför
VIGFÚSAR GUÐJÓNSSONAR
Fljótum.
Vandamenn.
Lœgri vexti og meiri lán