Morgunblaðið - 25.10.1960, Qupperneq 6
6
MORCVlSBLAÐItí
ÞrHJjudagur 25. okt. 1960
„Prestasögur'7 Oscars
Clausens í 2. útgáfu
í>ér mun ekki þyngjast geð
þó hann stytti daginn,
því haustið flytur meyjar metf
myrkrinu inn í bæinn.
íslend-
inga-
heimili
í Osló
I FIMMTAN ÁR hefur frú
Guðrún Brunborg unnið að
iuknum menningartengslum
Islands og Noregs. Með mikl-
um dugnaði hefur hún stofn-
að sjóð til minningar um son
sinn Olav Brunborg, sem lét
i lífið í þýzkum fangabúðum í
/ síðustu heimsstyrjöld. Eru
tekjur sjóðsins notaðar til að
styrkja íslenzkan stúdent til
náms við Oslóarháskóla. Þá
hefur frú Brunborg einnig
stofnað sjóð til styrktar norsk
um stúdentum á íslandi. Hún
hefur fest kaup á 10 herbergj
um I Stúdentabænum í Sogni,
þar sem íslenzkir stúdentar
geta búið meðan þeir eru við
nám í Noregi.
Samtals hefur frú Brunborg
safnað í þessa stúdentahjálp
verðmæti sem nemur 200—
250.00 norskum krónum.
Studentsamskipnaden í Nor-
egi hefur nú í þakklætisskyni
við frú Brunborg kostað inn-
réttingu á samkomuherbergi
fyrir íslenzka stúdenta í Osló.
og var herbergið afhent sl.
miðvikudag.
Meðfylgjandi mynd er tekin
við afhendinguna. Þar eru frú
Guðrún Brunborg (tii vinstri)
Haraldur Guðmundsson sendi-
herra íslands í Noregi (til
hægri) ásamt þrem íslenzkum
stúdentum sem nú eru við nám
í Osló, en þau eru (talið frá
vinstri) Guðrún Bieltvedt,
/ens Tómasson og Sigriður
Guðmundsdóttir.
Regnhlítabúbin flutt að
Laugav. II
HIN þekkta verzlun „Regnhlífa-
búðin“, sem lengi hefir verið til
húsa á Laugavegi 19 fluttist ný-
lega á Laugaveg 11. Þar sem búð
in er nú til húsa, hafa menn
löngum leitað annarra erinda en
að kaupa regnhlíf handa kon-
unni sinni — því að þar hefir
Mortensen rakari stundað sína
iðju um margra ára skeið.
Sl. laugard. bauð frú Lára Sig-
geirsdóttir blaðamönnum að
skoða hina litlu og snyrtilegu
verzlun sína á fyrrgreindum
stað. — Auk þess sem þar eru
seldar „heimatilbúnar“ regnhiíf.
ar af hinum fjölbreytilegustu
gerðum, eru þar fáanlegar hvers
konar snyrtivörur, og plastvörur
ýmiss konar.
„Regnhlífabúðin“ er gamal-
kunnugt fyrirtæki, sem fyrr
segir, — hefir starfað nær ald-
arfjórðung, eða 24 ár.
KOMIN er út önnur útgáfa auk-
in af „Prestasögum“ eftir Oscar
Clausen x tveimur bindum. Sagna
þættir Clausens af íslenzkum
prestum hafa átt miklum vin-
sældum að fagna ,en hafa verið
ófáanlegir að undanförnu. Höf-
undur rifjar þar upp sögu og
örlög liðinna alda og lýsir sér-
stæðum og ólíkum einstaklingum
í sterku ljósi aldarfarsins. Oft
skiptast á skin og skuggar í presta
sögum hans, ýmsir sögumennirnir
komast til frægðar, auðs og valda,
en margir verða að una kröppum
kjörum fátæktar og kúgaðrar
alþýðu og ná aldrei þroska.
í fyrra bindinu eru þættirnir
þessir: Ásmundur prestur á
Hvanneyri, Smávegis frá sér-a
Birni í Sauðlauksdal, Séra Einar
„prestlausi" í Grímstungu, Frá
séra Einari á Stað, Séra Erlendur
á Þæfusteini, Feðgarnir í Hjarð-
arholti, Séra Guðmundur í Vatns
firði, Frá séra Stefáni Hannes-
syni á Valstrýtu, Þrír prestar
undir Jökli, Frá séra Hallgrími
Thorlacius, Séra Galdra-Mangi,
Prestur í Hjarðarholti og sýslu-
maður í Dalasýslu, Einkennilegur
Grímseyajrprestur, Séra Jón I
Stapatúni, Séra Sigurður gamli
aðstoðarprestur á Staðastað,
Álögin á Þorskafirði og drukkn-
un séra Friðriks, Frá séra Tuma
Aukin umferðarfrœðsla
Áskorun bifreiðaeftirlitsmanna
AÐALFUNDUR félags ísl. bif-
reiðaeftirlitsmanna var haldinn í
Reykjavík 15. og 16. október sl.
Mættir voru á fundinum allflest-
ir bifreiðaeftirlitsmenn landsins.
Á fundinum voru rædd um-
ferða- og öryggismál er varða
störf bifreiðaeftirlitsmanna.
Bjarni Kristjánsson, vélaverk
fræðingur, flutti á fundinum fróð
legt erindi um hemlabúnað vél-
knúinna ökutækja og tæknileg-
ar nýjunga í öryggis- og hemla-
búnaði.
Meðal ályktana, var samþykkt
áskorun til Umferðarnefndar
Reykjavíkur. þess eðlis, að auk-
in yrði nú þegar fræðs'a fóiks
í umferðamálum í blöðum, út-
varpi og kvikmyndahúsum (í
hléum) og með útgáfu vasabck-
ar með leiðbeinxngum um um-
ferðarmerki og umíerðarreg:-
um.
Fundurinn skorar á ökumenn
og almenning, vegna hinna tíðu
og ajvarlegu umferðarslysa, að
gjöra sitt ýtrasta til að sporna
við svo óhugnanlegu ástandi.
Stjórn félagsins var endur-
kosin, hana skipa: Formaður
Gestur Ólafsson, ritari Pálmi
Friðriksson, gjaldkeri Sverrir
Samúelsson og meðstjórnendur,
Bergur Arnbjörnsson, Akranesi
og Svarar Jóhannsson, Akureyri.
.Oscar
Clausen
í Flatey, Riddarinn í Hvammj og
skáldið á Laugum, Tveir Helga-
fellsprestar, Séra Ögmundur „Is-
landtröll“, Smásögur af ýmsum
prestum, Frá Grímseyjarprestum
og Tveir Reykjadalsprestar á 18.
öld.
í síðara bindinu eru þessir
þættir: Frá séra Hjálmari á Hali-
ormsstað og séra Guðmundi föður
hans, Ömurleg örlög tveggja
Helgafellspresta, Séra Mála-
Ölafur, deilugjarn guðsmaður,
Guðsmaður, lagarefur og prang-
ari, Gífuryrtur og óstýrilátur
guðsþjónn, Prestur í flóknu barna
faðernismáli, Séra Jón „dettir",
Bardagamaður og guðsþjónn,
séra Eiríkur úr Mörk, Harðleik-
inn ístrubelgur, Klerkurinn með
kollhettuna, ötull sjómaður gerist
prestur, Guðsþjóni misþyrmt,
Bróðir fógetans, Maddama
Galdra-Manga, Tveir mikilsvirt-
ir prélátar Strandamanna, Ein-
faldur klerkur, ea örlátur,
Galdra-klerkurinn á Felli, „Fá-
tæktin var mín fylgikona", Feðg-
arnir, sem voru ráðsmenn Hóla-
stóls fyrir 600 árum, Séra Hannes
,illi“ á Staðarbakka, Mikill
bóndi, en minni guðsmaður,
„Öreiga guðsmaður flýr „úr
Fjörðum“ og Prestur og grenja-
skytta.
ísafoldarprentsmiðja gefur bæk
urnar út.
♦ Ógætilegur akstur
Slysaaldan á þessu hausti
hefur mikið verið rædd að
undanförnu. Er ekki nema
gott um það að segja er menn
hugleiða slysin og orsakir
þeirra, væntanlega með það
í huga hvernig frekari slysum
verður afstýrt. Skyldi maður
ætla, að slysafráásagnir blað
anna yrðu til þess, að bílstjór-
ar ækju varlegar en áður og
hver um sig hefði í huga, að
ekki yrði hans sök ef illa tæk-
ist til.
Á sunnudaginn var Velvak
andi á ferð með strætisvagni
sem ók inn Suðurlandsbraut.
Skyndilega hemlaði bílstjór-
inn og staðnæmdist vagninn
svo snöggt, að farþegarnir
hentust til í sætum sínum og
ungur drengur, sem sat hjá
föður sínum rétt aftan við
miðju vagnsins, hrökk fram
úr sætinu, rann fram eftirgólf
inu og hvarf undir næsta sæti.
Sem betur fór slasaðist dreng
urinn ekki svo að séð yrði, en
faðir hans ætlaði að láta
lækni líta á hann.
Orsök þess, að bílstjcrinn
hemlaði svo snöggt var sú, að
vörubíll beygði skyndilega í
veg fyrir strætisvagninn og
munaði ekki nema hársbreidd
að bílarnir rækjust saman
þrátt fyrir skjót viðbrögð
strætisvagnabíls-,jóráns. „Var
ekki stefnuljósið á að aftan?“
spurði bílstjórinn þegar stræt
isvagnstjórinn kom út txi að
tala við hann. „Nei, það var
ekkert stefnuljós aftan á bíln-
um hjá þér“, svaraði hinn.
♦ Lán að ekki fór ver
Eins og áður segir, tókst svo
lánlega til, að ekkert slys varð
þegar strætisvagninn sncgg-
hemlaði. En það var hrein
heppni, að svo vel tókst til og
hefði litli drengurinn "ekir.t
á járnfætur sætisins í stað
þess að renna á milli þeirra
gat hann stórslasazt. I þessu
tilfelli var orsökin sú, að vöru
bílstjórinn ók í veg fyrir
strætisvagninn án þess að
gefa út stefnuljós, eða þá að
þau hafa verið biluð án þess
hann vissi af því. Sýnir þetta
litla dæmi hve margs þarf að
gæta í umferðinni og á hve
miklu veltur að hver einasti
maður, sem hreyfir bíl, sýni
fyllstu aðgæzlu og tryggi jafn
an að farartækið sé í góðu
lagi.
• Skammdegi og
]mnglyndi
FERDIIM AIMÍt
☆
Skammdegið verður jafnan
áþreifanlegra með hverjum
deginum sem líður og þegar
klukkunni hefur verið seink-
að þeir verða þunglyndir 1
ið komið fyrir alvöru. Marg-
ir menn eru þannig gerðir,
að þeor verða þunglyndir I
skammdeginu og meðan ljósa
kostur þjóðarinnar var af
skornum skammti gekk þetta
þunglyndi svo langt hjá sum-
um, að þeir voru vart hei’ir
á geðsmunum yfir myrkustu
vetrarmánuðina. Svo bráði af
þeim aftur með hækkandi sól.
Rafmagnsljós úti og inni gera
a. m. k. borgarbúum skamm-
degið bærilegt, en þó er eins
og einhver kvíði læsi sig um
sálina hjá mörgum mannin-
um þegar skammdegisnóttin
leggst af þunga yfir landið.
Aðrir fagna skammdeginu
og sjá aðeins hinar jákvæðu
hliðar þess eins og þessi gamia
staka ber með sér:
\
w/\