Morgunblaðið - 25.10.1960, Síða 20

Morgunblaðið - 25.10.1960, Síða 20
20 MORCVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 25. okt. 1960 káka við það . . . Það var víst ekki hægt að segja, að neinn sveitaþorpsbragur væri á svona rausn. Eí hún heyrði framvegis talað um smábæi, þá ætlaði hún að taka fram í og segja frá sinni reynslu af sumum þeirra. Þegar Phyllis hafði verið viku þarna í húsinu, spurði frú Gib- son hana, hvort hún kærði sig um að vera þar áfram sem gest- ur þeirra. Gerry hefði gott af því. Phyllis varð þessu tilboði fegin, en setti það aðeins upp, að hún fengi að borga fyrir dvöl sína þar. En þá greip Frank inn í samtalið og sagði: — Við Maudie erum að vísu engir ríkis- þubbar, en við höfum heldur efeki neitt greiðasöluhús. Eftir þetta óvænta svar hans, brosti hann góðlátlega og sagðist von- ast tU, að Phyllis gæti vanizt þeim smátt og smátt. — Það tekur nú alltaf dálítinn tíma fyrir Gerry að komast inn í siðmenninguna, en þér kunnið áreiðanlega að hjálpa henni til þess sársaukalítið. Stelpan hefur f alltaf% verið þægari með góðu en iilu. — Þér megið fara að henni al- veg eins og yður sjálfri þykir bezt, ungfrú Dexter, sagði frú. Gibson, brosandi. — Þér trúið því ekki, hvað hún er strax far- in að lagast á þessum stutta tíma. —Viljið þið hjónin þá ekki kalla mig Phyllis, meðan ég er hér? Þau urðu bæði öll að einu brosi og Frank tottaði vinduinn sinn af kappi, og. lýsti því sið- an hátíðlega yfir, að þeim mundi áreiðanlega koma vel saman. Nú kom Gerry heim og móðir hennar sagði henni strax ráð- stafanir þeirra. Fyrir viku hefði hún sagt: — Stórfínt! eða eitt- hvað í þá átt, en nú gekk hún yfdr gólfið með miklum yndis- þokka — því að hún hafði tekið eftir Phyllis og hennar fram- komu, með góðum árangri — og svaraði: — En hvað ég er fegin! og bar öll samhljóð vand lega fram, eins og þau væru of viðkvæm til að gleypa þau. Hr. Gibson stillti sig um að brosa og Phyllis leit ástaraugum á litlu stúlkuna. Varir mömmu henn- ar höfðu líkzt þessu, þegar hún talaði. ★ Það var kominn síðasti októ- berdagur og loftið var orðið kuldalegt. Það mátti finna, að veturinn var smátt og smátt að færa sig ofan úr skógivöxnum hæðunum við Boone-fjallið og niður til Wembleton, sem var eins og hlýr blettur í dalnum. Á sunnudögum var alltaf bor- inn fram viðhafnarmatur klukk an hálftvö, og að því loknu voru Frank og Maudie vön að leggja sig. Eftir klukkan fimm fór fjöl- skyldan aftur á stjá, og brátt varð húsið krökt af fólki. Það var gamall siður, að hús Gib- sons væri einskonar miðstöð fyr ir tíu eða tólf fjölskyldur af skárra taginu, þarna í Wemble- ton. í dag var Gerry í boði hiá vinstúlku sinni, svo að óvenju- leg kyrrð ríkti i húsinu. Þegar hádegisverðinum var lokið og og svefnherbergisdyrunum hafði verið lofeað, datt Phyllis í hug að fara út að ganga sér til hress- ingar. Sylvia horfði með vax- andi áhuga á hana meðan hún var að hafa fataskipti. og gat næstum ekki stillt sig, þegar hún sá þykku stígvélin koma fram úr skápnum. Það þurfti ekki langt að ganga til þess að komast út úr bænum. Greiðasti vegur.inn lá vestur, og Phyllis valdi sér þennan veg, sem var sagður vera góð afebraut í fyrstunni, en enda í sjö mílna fjarlægð sem mjór gangstígur að fjallakofa, sem þarna var eina mannvirkið. Það gæti verið gaman að ganga eins langt og mann lysti, en það gat verið of áhættusamt. Phyllis hafði áður gengið eftir þessum vegi, en aldrei lengra en svo, að hún gat séð húsaþökin í Wembleton. f dag hætti hún sér ofurlítið lengra, ekki sízt vegna þess, að tveir skólastrákar gengu fram á hana og horfðu með mikilli aðdáun á Sylvíu. Eftir það var hún ekkert hrædd og fannst þessi vegur bara skemmtilegur. Þegar hún hafði gengið hálfa mílu enn, tóku trén að loka fyr- ir útsýnið, svo að henni datt 1 hug, hvort ekki væri ráðlegast að snúa við. Á bessari stundu fannst henni það vandræðalegt að vera kona. Tvö hundruð skreí um lengra Var klettastallur til vinstri við veginn, þaðan sem var stórkkostlegt útsýni yfir Wembleton. Phyllis hætti sé nú samt þennan síðasta spöl og gekk upp á flata granítklettinn, þangað til vítt útsýni opnaðist yfir trátoppana. Hún gekk upp í ennþá meiri hæð, settist þar niður með armana um hnén og fannst hún vera svo einkenni- lega langt frá öllum og öllu. Sylvia settist svo þétt upp að henni, að hún gat fundið hitann af henni gegnum fötin. Það var Ijótt, að Sylvia skyldi ekki geta talað. Phyllis var með svo marg- ar mikilvægar spurningar á sam vizkunni, sem hún hefði viljað fá svar við. Eins var það vel til, að Sylvia sjálf vildi fá svar við einhverjum spurningum, eins og til dæmis þessari: — Hvar er hús bóndi minn og hversvegna skipt ir hann sér ekkert af mér leng- ur? Þessi ást tíkarinnar á henni var líka atriði, sem hana lang- aði að fá skýringu á. Gibson- hjónin höfðu verið hissa að verða hennar vör, en höfðu látið sér nægja það svar, að það væri aldrei að vita, hvað hundar hugs uðu. Þegar Phyllis hafði ætlað að spyrja Gerry með lagi, hvers- vegna Sylvia væri þama, hafði hún svarað, án nokkurs áhuga, að það ætti hana maður, sem héti Paige. Hann ætti heima þarna einhversstaðar uppi í skóg inum hjá eldri manni, sem héti Stafford, og kæmi stundum til þeirra að tala við pabba hennar. Einstöku sinnum borðaði hann með þeim, í vinnufötum og þykk um stígvélum. Órólegur maður, sem gæti aldrei setið kyrr. — Ég veit ekki, hvað þeir eru að gera uppfrá, hafði Gerry sagt. — Kannske eru þeir að veiða. Ég hugsa nú ekki, að þeir séu sérlega miklir veiðimenn, þó að hr. Paige sé lögulegur maður. Líklega eru þeir að fela sig fyr- ir einhverjum. Pabbi vill aldrei tala um þá og mamma segir, að mig varði ekkert um þá. Ég get nú ekki skilið, hvað þau sjá við þennan skituga Stafford, en þau umgangast hann eins og hann væri einhver ógnarmikill mað- ur, en annars getur mamma ekki þolað flakkara og beiningaroenn. í fyrra var hún að þrælast í að prjóna peysu. Ég hélt, að pabbi ætti að fá hana, en svo þegar til kom, gaf hún Stafford hana. Nei, spurðu ekki mig! Phyllis hafði einu sinni, rétt sem snöggvast héð hr. Stafford þegar hann var að fara. Hr. Gibson hafði kynnt þau, en þó að hann segði honum að þetta væri nýja kennslukonan þeirra, hafði hann ekkert sagt henni um þennan taugaóst.yrka gest. Hún gekk líka út frá því, að þetta mót væri sökin i því að Newell Paige hafði ekki komið þangað svo lengi. Stafford hefði auð- vitað sagt honum frá þessu og hinn vildi jafn auðvitað korn- ast hjá öllum vandræðum af að hitta hana. Um nokkurt sk’eið hafði Phyllis bæði óttazt og óskað að hitta hann, en þegar svo vikurnar liðu, án þess að hann gæfi frá sér nokkurt lífsmark, hvarf hvort- tveggja smám saman, óttinn og vonin. Það var bersýnilega ætlun hans, að þau skyldu ekki hittast aftur. Þar sem hún sat þarna á klett- inum varð hún gjörsamlega niður sokkin í drauma sína. Með furðu legu minni og fullkominni ná- kvæmni hugsaði hún um og upp- lifði hverja mínútu af þessum viðburðaríka degi, forðum. Hún sá í anda, hvernig þau höfðu hitzt hjá dómprófastinum. Hin einkennilegu viðbrögð hans, er augu þeirra mættust í fyrsta sinn, og órósemi hennar, þegar hún varð þess vör, að hann þótt- ist þekkja hana . . . og svo henn ar eigin tilfinningar . . . Hið skrítna mót þeirra i skemmti- garðinum, þegar Sylvia var að reyna að kynna þau hvort öðru, hik hennar þegar bíllinn stanz- aði við hliðina á þeim, ökuferðin til St Lawrence-gistihússins, og svo það, hve innilega' hann hafði horft í augu hennar, horft á var- ir hennar þegar hún talaði, og hendur hennar . . . rétt eins og hann hefði aldrei séð konuhönd fyrr. Hún hafði komizt í svo undarlegt skap, að hún hafði alls ekki vitað, hvað hún átti af sér að gera. Kinnar hennar höfðu verið brennheitar og hún hafði talað allt of ótt, til þess að geta leynt geðshræringu sinni. En svo varð hinu heldur ekki neitað, að hún hafði sjálf að lokum orðið forvitin að vita, hvað væri í raun inni að henni, og hafði horft snöggvast í augu hans, og þar séð eitthvað, sem jók henni svo hjartslátt, að hún var beinlínis hrædd um, að hann heyrði hjarta hennar slá. Allt í einu rétti Sylvia úr sér, hallaði undir flatt og lyfti ann- arri loppunni, rétt eins og hún væri að kveða sér hljóðs — sem þó hamingjan mátti vita, að var óþarfi, í þeirri grafarþögn, sem þarna var. — Hvað var það, Sylvia? spurði Phyllis órólega. Eitt bops — eitt hopp og Sylvia var horfin inn á milli trjánna. Phyllis stóð upp og elti hana. Hún gekk að rjóðrinu við stóra kletta stallinn, þar eð hún hélt, að þar væri þægilegra að standa, en í * u ó YOU GOOD LOOKIN' YOUNG 60CK, AHO WHEN YOU WANT TO, YOU HAVE QUITE A VMAY WITH OE LAPIESf 1 HOLP ONfi ; MINUTE, JOHNNY/ WHV ME? . tVE GOTTEN THE IOEA THAT BLAKELY WILL DO WHAT HI3 OAUGHTER SAYS. JOHNNY, SO WE’LL HAVE TO SEE THAT SHE 6NJOYS IT HERE/ I WELL, MY FREN’ L I SEE DAT MISTA K BLAKELEE CATCH FEESH -YOU SEE DAT MISS EVE . HAVE BEEG TIME... — Ég er kominn á þá skoðun, að Blakely geri eins og dóttirin vill, Jói, svo við verðum að sjá iuh að hún skemmti sér! — Jæja, kunningi, ég sé um að Blakely veiði . . . Þú sérð um að ungfrú Eva skemmti sér! | — Þú ert laglegur ungur ná- — Nei, bíddu nú hægur Jói! ungi og getur haft mikil áhrif Hvers vegna ég? J á konur, ef þú kærir þig um! í sama bili sá hún, hvað um var að vera. Hún staðnæmdist í sömu sporum með skjálfandi hnén og hlustaði á Sylviu, sem gelti eins og hún ætlaði vitlaus að verða. En þá sá hún þau koma. Sylvia hljóp á undan og sneri svo aftur til hans og sneri upp á allan skrokkinn, eins og frá sér numin, Hann var í þykkum vaðmálsbux um og háum stígvélum og með gamlan flókahatt niður fyrir augu. Magurt andlitið var dökkt af sólbruna. , « Þegar hann nálgaðist, tók hann ofan hattinn og brosti til að róa hana, rétt eins og hún væri dauð hræddur stelpukrakki, sem hann hefði hitt á einhverjum eyðistíg. En það var sami þjáningarsvipur inn í augunum, eins og daginn, sem hún skildi við hann. Phyllis var gripin iðrunar- kennd. Hún leið nákvæmlega eins og forðum í listasafninu, þeg ar hún vissi ekki, hvort hún ætti að fara til hans. Hún gekk til móts við hann, og þegar hún rétti honum höndina, greip hann hana föstu taki. Og augnatillit hans var svo fast, að Phyllis leit niður fyrir sig. SHÍItvarpiö l>riðjudagur 25. október. 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. —• 8.05 Morgunleikfimi. s- 8.15 Tón- leikar. — 8,30 Tréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar. 14.40 ,,Við, sem heima sitjum“; nýr heimilisþáttur (Svava Jakobsdótt ir B.A. hefur umsjón með hönd- um). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Tónlistartími barnanna (Jón G. Þórarinsson). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 í>ingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson cand. mag.). 20.05 Erindi: Ari fróði og forsaga ís- lendinga (Hermann Pálsson lektor). 21.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljóm* sveitarlslands í Þjóðleikhúsinu; fyrri hluti. Stjórnandi: Bohdan Wodiczko. a) ,,Egmont-forleikurinn“ eftir Beethoven. „ L b) Sinfónía nr. 88 eftir Haydn. 21.20 Raddir skálda: Smásaga eftir Jóhannes Steinsson, og ljóð eftir Jón Jóhannesson og Stefán Hörð Grímsson. — Flytjendur: Stein- dór Hjörleifssmi, Jóhann Hjör- leifsson, Jón Oskar og Stefán Hörður. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Framhald tónleika Sinfóníuhljóm sveitarinnar í Þjóðleikhúsinu. Einleikari: Rögnvaldur Sigurjóns son. — Píanókonsert 1 d-moll op. 15 eftir Brahms. 22.55 Dagskrárlok. Miðvikudagur 26. október 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna": Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Utvarpssaga barnanna: ,,A fíótta og flugi“ eftir Ragnar Jóhannes- son; II. (Höfundur les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 túngfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Upplestur: Séra Jón Thoraren- sen les úr nýrri skáldsögu sinni. „Marínu'*. 20.20 Islenzkt tónlistarkvöld: Karl O. Runólfsson sextugut 24. þ.m. — Flytjendur að verkum eftir tón- •káldið: Þorvaldur Steingríms* son, Jón Nordal, Sigurveig Hjaltested, Hjálmar Kjartansson. Einar Vigfússon, Jórunn Viðar# karlakórinn Kátir félagar, Sin- fóníuhljómsveit Islands og dr. Hallgrímur Helgason, sem flyt- ur einnig inngangsorð. 21.10 Vettvangur raunvísindanna: Ur sögu erfðafræðinnar (Örnólfur Thorlacius fil. kand. sér um þáitt inn). 21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; I — (Hagnheiður Hafstein þýðir og les). uh 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 „Rétt við háa hóla“: Ur ævisögg Jónasar Jónassonar bónda é Hrauni í Öxnadal, eftir Guðm. L. Friðfinnsson (Höf. les). 22.30 Djassþáttur, sem Jón Múli Arua- son sér um. . 23.00 Dagskráríok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.