Morgunblaðið - 25.10.1960, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.10.1960, Qupperneq 24
ívar Guðmundsson Sjá bls. 3. íþróttir Sjá bls. 22. 77 unglingar teknir fyrir 35 innbrot KEFLAVÍK, 24. okt. — Lögreg’— an í Keflavík hefur handtekið 11 unglinga, sem uppvísir eru orðnir að 35 innbrotum, stórum og smáum á árinu, sem er að líða og fyrra ári. eru þetta drengir á aldrinum 14 eða 15 ára og upp undir tvítugt, frá Keflavík, Hafnarfirði og Reykja vík. Tvö innbrot voru framin í Keflavík fyrir helgina og leiddu þau til handtöku drengjanna, en einhverjir af þeim eru gamlk kunningjar lögreglunnar. Á fimmtudag var brotizt inn í Kaupfélagið og stolið miklu magni af sígarettum, einhverju af úrum og fatnaði o. fl. Á laug- ardag var svo brotizt inn í hrað- Fárveikur maður sóttur tíl Grænlands Dr. Snorri Hallgrímsson fór me5 Birni Pálssyni í erfitt sjúkraflug SLÖKKVILIÐIÐ er þarna að I storfum við að slökkva eld í l skipi. Þetta er í þriðja skiptið, / sem kviknar í því og ekki mik ið 'éftir sem getur brunnið. í>ó er tjónið ltið. Þetta er upp- gjafaskipið íslendingur, sem liggur í Kleppsvíkinni. Það er hægt að komast þurrum fót- um út í það á fjöru og þá þykir krökkunum gaman að leika sér þar. Það eru sjálf- sagt þau sem völd eru að i- kveikjunni og því að bruna- liðið verður að leggja á sig erfiði og eyða peningum í að ráða niðurlögum eldsins. Myndina tók Sveinn Þor- móðsson um kl. hálf fimm í • gær. Söngsljórinn heiðursborgori í Winnipeg BLAÐINU hefur borizt eftirfar- ?,ndi skeyti frá fréttaritara sinum á ferðalagi með Karlakór Reykja víkur um Norður-Ameriku. Er það dagsett sl. laugardag. I gær sátum við hádegisverðar- boð borgarstjóra Winnipegborg- ar. Og í gærkvöldi söng kórinn fyrir 4000 manns. Borgarstjóri hélt ræðu í hléi og gerði Sigurð Þórðarson, söngstjóra, heiðurs- borgara í Winnipeg. Ein,nig af- henti hann Gísla Guðmundssyni, fararstjóra, heiðursmerki. í dag sátum við hádegisverð- arboð Þjóðræknisfélagsins. Var söngstjóra veitt æðsta heiðurs- merki Manitobafylkis. t kvöld sy,ngjum við aftur í Winnipeg, en á morgun í Arborg og Gimli. — Ragnar. KLUKKAN laust fyrir hálf- tíu í gærkvöldi lenti hin tví- hreyfla sjúkraflugvél Björns Pálssonar hér á Reykjavíkur- flugvelli, eftir velheppnað sjúkraflug til veðurathugun- arstöðvarinnar Daneborg. — Þangað var sóttur danskur maður með blæðandi maga- sár. — Upphaflega fór amerísk her- flugvél í þetta flug á sunnudag- inn en varð frá að snúa, þar eð ekki var talið á það treystandi að hún gæti lent þarna norður- frá, en Daneborg er um 200 km fyrir norðan Meistaravík eða norður undir 75. breiddarbaug. Danska sendiráðið fékk Björn Pálsson flugmann til þess að reyna að komast á flugvél sinni. Lögðu Björn og aðstoðarflugmað ur hans Kristján Gunnlaugsson upp um klukkan 11 í gærmorg- un. Þar sem sjúki maðurinn var talinn ákaflega illa haldinn, var próf,- Snorri Hallgrímsson yfir- læknir fenginn til að fara með flugvélinni. Hafði hann m.a. með ferðis allmikið magn af blóði. Leit að flugvellinum Staður sá er okkur var gefinn upp og við skyldum lenda á, reyndist þegar til kom, yfirgefinn sagði Björn Pálsson. Veiðimannahúsin stóðu tóm, en við þau voru 12 moskusnaut. Síðan hófst leitin að „flugvell- inum“. — Eftir klukkustundar leit úr lofti, flugum við inn yfir sjálfa veðurathugunarstöðina í Daneborg og þar sáum við að af- mörkuð var flugbraut í hið þrönga undirlendi. Þar lentum við heilu og höldnu, rétt áður en myrkrið skall á. Það mátti ekki öllu tæpara standa. Sjúklingurinn Svend Petersen beið okkar klæddur og ferðbú- inn. Eftir skamma viðdvöl var lagt af stað til Reykjavíkur og höfðum við viðkomu í Meistara- vík, til að taka benzín. Þar var bezta veður og 15 stiga frost. Þetta var í stuttu máli frásögn Björns Pálssonar flugmanns, sem svo bætti því við að ástæðan til þess að þeir hefðu þurft að eyða klukkustundarflugi í að leita að flugvellinum, hefði verið sú að staðarákvörðunin var röng, sem símsend var frá Grænlandi. Blæðandi magasár í 10 daga Próf. Snorri var hinn hressi- legasti er hann steig út úr flug- vélinni og heilsaði Ege sendi- róðsritara við danska sendiráð- ið. Sagði yfirlæknirinn að leitin hefði verið þess virði úr því að þeir sáu moskunautin hjá veiði- mannakofunum. Yfirlæknirinn sagði að í veðurathugunarstöð- inni væri enginn læknir, og hinn sjúki væri búinn að vera með blæðandi magasár í 10 daga sam- fleytt. Sjúklingurinn var að von- um grár og gugginn, er hann lagðist í sjúkrakörfuna fyrir ut- an flugvélina, en síðan var hann settur í sjúkrabíl, sem að lítilli stundu liðinni var kominn upp að Landsspítala. Langjökull tefst í Crimsby Fjölmennur fundur um landhelgina á ísafirði Bjarni Benediktsson hélt framsöguræðu BenecLktsson, dómsmálaráðherra’ kom hingað til ísafjarðar í gær og flutti ræðu um landhelgis- málið á fjölmennum fundi Sjálf- stæðismanna hér í bæ. Matthías Bjarnason bæjarfull. trúi setti fundinn og bauð fund- arfólk veikomið. Fundarstjóri var Guðfinnur Magnússon, og Jón Páll Halldórsson fundarrit- ari. Þvínæst flutti dómsmálaráð- herra ræðu sína. Hann ræddi af festu og réttsýni þetta mikla hagsmunamál íslendinga og um leiðir, er leitt gætu til farsællar lausnar í framtíðinni fyrir þjóð- ina. Var ræðu hans mjög vel fagnað. Er hann hafði lokið máli sinu tóku nokkrir til máls. Lýstu þeir yfir fullu trausti á aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar í þessu máli og því að viðræðurnar við Breta yrðu til þess að máiið leystist til hags fyrir land og þjóð. Húsið var fullskipað og áheyr- endum bæði héðan úr bæ og úr nærliggjandi sveitum og kaup- túnum. — G. K. LANGJÖKULL er í Grimsby og var ráðgert að hann losaði þar i dag á sjötta hundrað tonn af hraðfrystum fiski. Málsvari yfir- manna á togurum í Grimsby lýsti yfir megnri vanþóknun á þessum fiskinnflutningi íslendinga, taldi Aðoliundui Heimdollor AÐALFUNDUR Heimdallar F. U.S. verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu á miðvikiudagskvöld kl. 20.30. Á dagskrá verða venju- leg aðalfundarstörf. Tiilögur upp stillingarnefndar um stjórn fél- agsins fyrir næsta kjörtímabil eru til sýnis í skrifstofu félags- ins dag hvern kl. 15—19. sama máli gegna með togara og flutningaskip. Ekkert var svo unnið við Lang jökul í gær. Ekki munu togara- menn þó hafa komið í veg fyrir uppskipun, heldur mun skortur á verkamönnum hafa valdið töf- inni. Ef allt gengur eðlilega tek- ur ekki nema tvo daga að losa farminn og stóðu vonir til að hægt yrði að byrja í dag. Lang- jökull er m. a. með 100 tonn af flatfiski, þar af er töluvert af heilfrystum kola. Jökulfell hefur einnig tafizt í Bretlandi. Það hefur legið í Hull í átta daga og beðið þess, að hægt yjtði að skipa upp 300 tonnum. Ástæðan er sú, að und- anfarið hefur staðið verkfall hafn arverkamanna í London og þar af leiðandi hefur fjöl^a skipa verið stefnt til annarra hafna, m. a. við Humberfljót — og hafa verkamenn ekki haft undan. frystihúsið Jökul og stolið 700Ö krónum í peningum. Á laugardag voru þrír pilt- anna fluttir inn til Reykjavíkur í gæzlu, þar sem lögreglan í Keflavík hefur ekki rúm fyrir nema átta. Hafa yfirheyrzlur staðið yfir síðan á laugardag með fyrrgreindum árangri, og eru sumir piltanna enn í gæzru. Rarmsókn olíu- málsins að ljúka RANNSÓKN olíumálsins svo- kallaða fer nú senn að ljúka og verða niðurstöður af rannsókn málsins og öll gögn væntanlega send ákæruvaldinu í næsta mán- uði, að því er Guðmundur Ingvi Sigurðsson tjáði blaðinu í gær. Fer málið til dómsmálaráðu- neytisins og einnig utanríkis- ráðuneytisins þar sem það hef- ur dómsvald á Keflavíkurflug- velli, og málið byrjaði þar. Vikurkaupmenn í heimsókn ÞJÓÐVERJINN Karl Luder frá Kiel, sá sem ætlar að vinna vik- urgjall í hrauninu við Hafnar- fjörð og flytja það út, kom til landsins sl. sunnudag ásamt 7 Þjóðverjum öðrum. Með Lúder voru að þessu sinni fonistumenn frá samvinnu byggingarfélaginu Neues Heim- at, og munu þeir ætla að kaupa vikurinn af honum í byggingar. Var ferðin hingað farin til að sýna þessum mönnum hráefnið í hrauninu. Þjóðverjarnir fóru utan í morgun. Þór lóðaöi á mikla síld t FYRRAKVÖLD varð varð- skipið Þór vart við mjög stór- ar síldartorfur á Selvogs- banka, allt frá Selvogsvita og langleiðina að Þrídröngum. Voru torfurnar allt að ein sjó- míla á lengd og á 25—45 m dýpi. Var þetta tilkynnt Vest- man,naeyjabátum. Blaðið spurðist fyrir um það í Vestmannaeyjum, hvort nokkrir bátar hefðu farið á staðinn, en svo mun ekki hafa verið. Aðeins einn Vestman,na eyjabátur er kominn með rek- net á síld í Faxaflóa. Aðrir eru að búa sig undir að halda af stað. Síðan um helgi hafa Akra- nesbátar fengið um 1000 tun,n- ur 832 tunnur á sunnudag og um 200 tunnur i gær. Afla- hæsti báturinn á sun^nudag var Höfrungur II með 435 tunnur. Flestir Akranesbátar veiddu síldina 45—50 mílur frá Garðskaga. 9 reknetabátar komu til | Sandgerðis í gær með samtals ( 304 tunnur sildar. Mu,ninn var hæstur með 93 .annur, Sig I urvon 60 og Mumm 46.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.