Morgunblaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 27 okt. 1960 Mnncinsnh 4ÐÍÐ 11 Rannsóknir fyrirhugaðar á áhrifum veðurs á fiska íslendingar taka þátt í þeim FISKIMENN hafa oft haldið því fram að fiskarnir í sjónum séu veðurnæmir, að öll veðra- brigði hafi fyrirfram áhrif á þá. Þar sem ýmsar aðstseður í sjón- um sem fiskar eru háðir, svo sem selta, hiti og straumar breytast með veðri getur verið að nokkuð sé til í þessu, eink- um á grunnslóð og má þá búast við, að það séu sérstaklega vind- arnir sem áhrif hafa á fiskana. Vísindamenn við hina frægu fiskifræðistofnun á Helgolandi eru nú að athuga staðhæfingar sjómanna um petta. Segir dr Gotthill Hempel starfsmaðitr stofnunarinnar að svo virðist sem nokkurt samband sé á milli veðurlags og aflabragða. í>ó er mjög erfitt að fá öruggar sann- anir um þetta. Samstarf fjögurra þjóða Nú er fyrirhugað að hefja skipulegar rannsóknir á því, hvort vmdar geti haft áhrif á fiskigöngur og yfirleitt á ferðtr og dreifingu fisksins í sjónum. Strax á næsta án fer sameigm- legur rannsóknarleiðangur, sem Bretar, Þjóðverjar, Norðmenr. og íslendingar standa að, á stúf- ana og kannar hvort kennmgar þýzks vísindamanns dr. U. Schmidt um þetta séu réttar. Eannsóknarskip frá þessum fjórum þjóðum munu gera veð- urfræðilegar, haffræðilegar og líffræðilegar rannsóknir eftir sameiginlegri áætlún. Dr. Schmidt hefur farið tvisv- ar á hverjum vetri til Norður Noregs og íslands á hinu þekkta þýzka rannsóknarskipi Anton Dohrn. Honum tókst að sann prófa munnmæli fiskimanna um það að miklu meiri ufsi er við Noreg í sunnanvindum en í norð anvindum. Það kom meira að segja í ljós, að fiskurinn hverfur á brott nokkrum klukkustund um áður en hann breytir ti! norðanáttar. Við ísland er þetta þveröfugt, þar aukast aflabrögð- in í norðanvindum. En svo mikii óvissa er um orsakir þessar, að Þin S EFTIRTALIN þingskjöl hafa ný- lega verið lögð fram á Alþingi: Þáltill. um auknar gjaldeyristekj ur af ferðamannaþjónustu. Flm. Ölafur Jóhannesson og Sigurvin Einarsson. Frv. um vega- og brúa sjóð. Flm. Halldór E. Sigurðsson o. fl. Frv. um að ríkissjóður taki á sig greiðslu á erlendum lánum, sem hvíla á Ræktunarsjóði ís- lands og Byggingarsjóði sveita- bæja Flm. Karl Kristjánsson o. fl. og tvö frv. um breytingu á vegalögum, frá þingmönnum Vestfjarða. Aímælis minnzt á ,,uppskeruhátíð44 HINN 5. nóvember n.k. er fyrir- huguð uppskeruhátíð Garðyrkju félags íslands. Eru þessar hátíðir fastur liður í starfsemi félagsins. Verður uppskeruhátíðin á þessu hausti helguð 75 ára afmæli fé- lagsins, en það átti afmæli í vor er leið, en þá er að sjálfsögðu slíkur annatími hjá garðyrkju- mönnum að enginn tími var til að halda afmælissamsæti. Þá kom aftur á móti út vandað og efnis- mikið afmælisrit Garðyrkjufé- lagsins. Uppskeruhátíðin verður nú i Skíðaskálanum. það gæti orðið fiskimönnum og vinnslustöðvum til hagsbóla ef hægt væri að fá örugga vitneskju og skilning á þessu. Ufsinn sem hér um ræðir lifir á 200 metra dýpi. Hvernig getur hann vitað niðri á slíku dýpi, að vindurinn ætli að breytast? Innri ölduhreyfing Annar þýzkur visindamaður dr. Krauss hefur framkvæmt rannsóknir á innri ölduhreyf- ingum hafsins og er það skoðun gætisafli þar. Næsta ár minnk- aði aflinn aftur á Labrador miðum, og virtist það enn í tengslum við veðurskýrslur, þvi að nú var vestanvindur ríkjandi. Síðastliðinn vetur breyttist veðr áttan enn, austanvindurinn tók enn á ný völdin og þar með jókst aflamagnið aftur verulega við Labrador. Athuganir þessar eru enn á byrjunarstigi og þarf miklu lengri tíma til sarcan- burðar og nákvæmari rannsókn- ir. Dr. Rodewald varar við því Þýzkir fiskifræðingar hafa síðustu ár rannsakað hvort skoð- anir fiskimanna um áhrif veðurs á fiska eru réttar. Rann- sóknirnar hafa farið fram á Anton Dohrn. Sýnir myndin skipið að sigla inn á Reykjavíkurhöfn. dr. Schmidts, að það séu þessar innri ölduhreyfingar sem gen ufsann næman fyrir veðrabrigð- um. Þessar ölduhreyfingar e~u lóðréttar og ná djúpt niður í haf ið, þótt þeirra verði ekki vart á yfirborðinu. Dr Krauss upp- götvaði, að hæð þeirra er nokk- ur hundruð metrar. eða marg- föld á við hæstu yfirborðsöidu. Þessar risavöxnu ölduhreyf- ingar þrýstast á landgrunnin og valda sterkum straumum við sjávarbotninn. Fiskarnir verða þessara strauma varir og forða sér undan þeim me ð þvi að synda hærra upp í sjóinn eða niður í djúpinu utan við lanci- grunnin. Dr. Krauss gerði samfellda at- hugun á þessu meðan storm- viðri geisaði við suðvesturhluta fslands og sýndi hún, að vindar eru næst á eftir sjávarföllum að alorsök þessarar innri bylgju- hreyfingar. Það hefur og komið í ljós, nð bylgjurnar fara hraðar en storm arnir sem valda þeim. Þannig verður fiskurinn þess var fyrir fram, að stormur er í. aðsigi Þetta þýðir, að v'eður á fjarlæg- um stað getur hoft meiri áhrif á fiskinn, en veðrið á þeim stað sem hann er. Þegar karfinn hverfur Enn einn þýzkui vísindamað- ur, dr. Rodewald við veðurstof- una í Hamborg hefur gert sam- anburð á veðurskýrslum og aflabrögðum á norðvesturhluta Atlantshafsins. Þar kemur m. a í ljós, að aust anvindur var rikjandi á þessu svæði 1958. Þá dró úr hrygningu karfa við suðvesturströnd fs- lands í stað þess færði hann sig til Labrador. Austanvindurinn bar hlýjan Atlantssjó að strönd um Labrador, en yfir honum iá kaldur sjór Labrador-straums- ins, sem er seltuminni. Karfinn kann vel við sig á slíkum blöndusvæðum og því varð á- að menn dragi of skjótar álykt- anir af þessu. Hann bendir og á það, að veðurlýsingar komi frá veðurskipum á yfirborði hafsins, en karfmn lifi í miklu dýpi og enn viti menn næsta lít.. ið um lifnaðarhætti hans. Þó virðist sem nokkuð samhengi hafi fundizt milli veðurfars og karfaveiða síðustu tvö ár. Ýmsa fleiri vitnisburði um slíkt samhengi iná benda á. T. d. virðist samhengi milli þorskafl- ans við Loíoten og úrkomunn- ar þar. Er talið að þetta stafi af því að í miklum úrkomum skiptist á í sjónum lög af söltum og ósöltum sjó. í öðrum tilfell- um hefur svo árum skiptir virzt ákveðið samband milli veður- fars og aflamagns, en síðan hef- ur það samband slitnað af ein- hverjum orsökum. Áhrif veðra á ungviðið. Áhrif veðurfars á ungviðið er sérlega þýðingarmikið. Stormar geta truflað ferðir fiskanna á hrygningarsvæðin og enn meiri áhrif geta þeir haft á fyrsta þroskastigum fisksins. á seiðin. Ákveðnir vindar bera seiðin á grynningar, með gnægð fæðu, en aðrir vindar geta borið þau til svæða þar sem uppvaxtarskil- yrði eru slæm, svo að þau drep ast. Dr. Hempel segir, að enn sé ekki tímabært að hefja veð- urspár tvö eða þrjú ár fram í tímann byggðar á veðurlýsing- um. Þó telur hann að grund- völlur sé að fást fyrir þessu varð andi þorsstofninn í Norðurhöf- um, vegna þess hve Noregs- straumurinn er ríkjandi á þessu svæði. En vitnesKja er fyrir þvi, að vindar hafi áhrif á Noregs- strauminn niður á 400 m dýpi. Þorskur hrygnir á Halanum. Veðurstofan í Hamborg hefur nú um langt skeið fengið veð- urlýsingar frá þýzkum togurum og eftirlitsskipum á helztu mið- unum og rýnt í þær til þess að fá heildarmynd af verðurlaginu á þessum slóðum. Svo virðist sem hvert svæðið hafi sitt sérstaka veðurfar. Við suðurströnd ís- lands brýsta sunnanvindar hlýi- um sjó upp að ströndinni, en út Vestfjörðum bera norðaustan stormar kalt loft og kaldan sjó með sér. Nú er það vitað að þorskurinn hefur flutzt norður á bóginn á síðustu árum vegna hlýnandi veðurfars og heíur verið reynt að skýra það svo að hinn hlýi Gotthill Hempel sjór hafi aukizt Og færzt norður á bóginn. En nú ber svo und- arlega við, að þorskurinn er einnig farinn að hrygna á Hal- anum út af Vestfjörðum í köíd- um sjó, sem hann ætti þó ekki að gera, ef kennmgin um hlýjan sjó væri rétt. Það virðist því sem það sé ekki hitastigið sem ræður hrygningarstaðnum, held- ur einnig önnur atriði. Þar getur m. a. ráðið þrengsli. Svo virðist sem margir þorskanna hafi ímugust á hinum þéttu fisk torfum á hlýrri. suðlægari slóð- um og kjósi heidur kaldari og þunnskipaðri svæði, þar sem samkeppnin um íæðuna er ekki eins hörð. Sterkir vestanvindar hafa stuðlað að því að auka aflamgn- ið í Eystrsalti síustu ár. Þeir hafa borið þangað saltan sjó úr Norðursjónum. Hefir það verið hollt fyrir þroska ungviðis og margra fisktegunda. Hmn salti þyngri sjór hefur sokkið til botns ins og þá ýtt upp botnsjónum, sem er ríkur af fæðutegundum. Það hefur aukið svifgróður og fisklíf. Þessi dæmi sýna hvernig sam- hengi er milli margra atriða á sviði fiskifræðinnar. Veðurfræð- ingar, haffræingar og líffræð- ingar taka nú nöndum saman um að rannsaka þetta flókna sam hengi. Dr. Hempel telur, að ár- angurinn af þessum rannsóknum muni verða sá að auðvelda fisk- leit, en hinsvegar muni enn ltða langur tími þar til hægt verð- ur að semja náKvæmar veiði. spár. Walther Theimer. Lontkssamíiand bakara AÐALFUNDUR Landssambands bakarameistara var haldinn dagana 14. og 15. okt. sl. Flutt voru mörg fræðsluer- indi á fundinum um ýmsar ný- ungar í þágu stéttarinnar. Stjórn sambandsins var öll endurkjörin, en hana skipa: Sigurður Bergsson, formaður, Reykjavík, Guðm. R. Oddsson, varaform., Reykjavík. Steindór Hannesson, ritari, Siglufirði, Stefán Thordersen, gjaldkeri, Reýkjavík, Aðaibjörn Tryggva- son, ísafirði, Hlöðver Jónsson, Eskifirði, Sigmundur Andrés- son, Vestmannaeyum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.