Morgunblaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 27. okt. 1960 MORGVNhLAÐlÐ 3 ★ Á ÞESSU hausti hefur verið tekið upp ný kennsluaðferð í Englandi, sem virðist ætla að |§ valda heilmiklu uppnámi. Ekki af því að hún ætli ekki að gefast vel, heldur af því að 1 kennarinn er alltof lagieg stúlka fyrir skólastrákana að horfa á, að því er sumum finnst. Hér er um að ræða frönsku- kennslu í ensku gagnfræða- skólunum. Sú nýbreytni hef- ur verið tekin upp í, kennsl- unni, að framburðurinn er kenndur með hjálp sjónvarps- ins. Aðalpersónan á sjónvarps tjaldinu er Nicole, 17 ára gömul skólastelpa og aðrar persónur eru foreldrar henn- ar, afi hennar, sem dekrar við hana og frændi hennar, sem er mesti vösólfur. Fjölskyldan er svo látin sýna á sjónvarps- tjaldinu líf venjulegrar franskrar fjölskyldu og tala saman — hægt og skilmerki- lega — u'm það sem ein fjöl- skylda ræðir um, við morgun- verðarborðið, við störf sín, þegar hún situr saman á kvöld in o. s. frv. Og strákarnir 1 ensku skólunum horfa og hlusta á, þar sem þeir sitja í kennslustofunum sínum og læra hvernig sagt er á •■+ r Kennsluaðferðin reynist vel En kennarinn of fallegur frönsku: Veux-tu-mepasser- le susrier? (Viltu rétta mér sykurkarið) eða aðrar álíka gagnlegar setningar úr dag- lega lífinu. Á eftir fer kenn- arinn svo í málfræðina með nemendum. Franska á sjónvarpstjaldinu Þetta virðist alveg prýðileg aðferð til að kenna tungumál. Og það er reyndar ekki nýtt að kenna gegnum útvarp eða sjónvarp í Englandi. BBC byrjaði að útvarpa kennslu- stundum árið 1924 og sjón- varpið hóf kennslu 1957, mest í landafræði og stærðfræði. Með aukinni notkun sjónvarps hefur kennslan færzt í aukana og nú byrjað á málakennslu. Skólastrákarnir, sem eru 13 til 14 ára gamlir, urðu ákaf- lega hrifnir, þegar.Nicole og fjölskylda hennar fóru að kenna þeim hagnýta frönsku í sjónvarpinu. Þetta var rétt eins og að fara í bíó. Og þeir fóru að sitja fyrir henni og fá hana til að skrifa nafnið sitt í afmælisdagbækur þeirra. Skólastglpurnar komu líka, til að sjá þessa sjónvarpsstjörnu. En þá fannst sumum eldri Englendingum skörin vera far in að færast upp á bekkinn í hinum virðulegu skólum „Mr. Chris“. í einu dagblaðanna var talað um „Nicole, þessa Brigitte Bardot skólanna“ og hneykslunaraldan tók að rísa. En sjónvarpið hafði vaðið fyr- ir neðan sig. Þættirnir höfðu þegar hlotið náð fyrir augum eftirlitsnefndar og búið var að tryggja fylgi kennara, eink um þeirra yngri. Strákarnir horfa og læra Nicole, sem öllu uppnáminu veldur, er í rauninni 19 ára gömul, gift ungum áströlskum námsmanni. Hún heitir Marie France Gresset, fædd í Súdan, en alin upp í Frakklandi hjá mömmu sinni, afa og ömmu, þar eð hún missti föður sinn mjög ung. Þegar hún var 11 ára gömul lék hún í franskri kvikmynd og hlaut lof fyrir. Þess vegna datt henni í hug að leita atvinnu hjá sjónvarp- inu brezka, þegar hún var gift námsmanni í London og þurfti að vinna. Hún hentaði ljóm- andi vel í kennslukvikmynd- ina, þar sem hún er frönsk. Og þess vegna er hún orðin kennslukona í enskum gagn- fræðaskólum og skólastrák- arnir horfa á hana fullir aðdá- unar, um leið og þeir læra sína frönsku. Söngvarar frá Paraguay koma í Stork-klúbbinn SPÆNSKIR og suður-amerískir söngvar hafa undanfarin ár verið ákaflega vinsælir í Evrópulönd- unum. Hér hefur fólki þó lítill kostur gefizt á að hlusta á slíkan söng. Á þriðjudagskvöldið, 1. nóv., fær Storkklúbburinn, sem er til húsa í Framsóknarhúsinu, slíka skemmtikrafta. Eru það hinir þekktu Los Paraguayos, fjór ir hljómlistarmenn frá Paraguay, sem leika á strengjahljóðfæri og syngja. Síðan í sumar hafa þeir oft heyrzt i Ríkisútvarpinu, m. a. sungið lagið Malaguena. Los Paraguayos leika Suður- Ameríska söngva og aðra latneska söngva. Þeir komu með stórum söngflokk frá heimalandi sínu til Spánar, en urðu þar eft- ir og hafa undanfarin tvö ár skemmt í ýmsum löndum Evrópu, nú undanfarið í Finnlandi, þá Danmörku, París og þann 30. þ.m. syngja þeir í brezka sjónvarpið og koma svo hingað. , Storkklúbburinn hefur síðan hann tók til starfa ávalt haft ein- hverja skemmtikrafta á kvöldin, t. d. hafa skemmt þar Ævar Kvaran, Áróra og Emilía, Ómar Ragnarsson, Karl Guðmundsson, Klemenz Jónsson og Kristín Ein- arsdóttir. Og fyrstu vikuna í nóvember skemmta svo hinir þekkktu Los Paraguayos. Þeir syngja þar á kverju kvöldi nema miðvikudagskvöld, þegar fyrir- hugaðir eru hljómleikar, og koma þeir fram í 40 min. á kvöldi. Verður opið á venjulegum kaffi- húsatíma og selt inn. Matargestir fá þó afslátt af inngangseyri. Olsen ekki sinnissiiíkur BJARNE Olsen, norski sjómað- urinn, sem ákærður var í sum- ar á Seyðisfirði fyrir morð á skipsfélaga sínum, hefur undan- farið verið í geðrannsókn í Nor- egi. Leiddi rannsókn í ljós að Olsen hvorki var né er sinnis- sjúkur, en talið að hann höfi verið utan við sig af ölvun þeg- ar glæpurinn var framinn. Mál hans verður tekið fyrir hinn 12. des. nk. og verða þá leidd fram 20 vitni og þrir lækn- ar. Vei’ði hinn kærði sekur fundinn, má dæma hann til allt að átta ára fangelsisvistar. STAK8TEII\1AR Við frömdum „ósæmi- legustu eiðrof“ Þjóðviljinn ræðir í for.vstu- grein í gær um það, er vinstri stjórnin hafði heitið því að reka varnarliðið úr landi, en samdi siðan við Bandaríkjamenn um áframhaldandi dvöl þess haust- ið 1956 „um ófyrirsjáanlega framtíð“. — Um þetta segir blaðið: „Eru það einhver ósæmileg. ustu eiðrof íslenzkrar stjórn- málasögu og því sízt að undra, þótt aðstoðarhermálaráðherra Bandaríkjanna telji Guðmund sérstakan einkavin sinn. „Vinir" Bandaríkjanna í hersetnum lönd um eru einmitt menn af slíku tagi“. Samkvæmt íslenzkum stjórn. skipunarlögum hafa ráðherrar það úrræði til þess að firra sig ábyrgð á stjórnarathöfnum að segja af sér og ber þeim að gera það, ef þeir telja stjórn þá, er þeir eiga sæti í, fórna mikilvæg. um hagsmunum eða breyta öðru vísi en samræmzt geti þeirra skoðunum. Kommúnistar áttu tvo ráðherra í vinstri stjórninni, kempurnar Lúðvík Jósefsson og Hannibal Valdimarsson, og þeir sátu sem fastast eftir að samið hafði verið við Bandaríkjamenn. Þeir bera því nákvæmlega sömu ábyrgð á samningagerðinni og Guðmundur í. Guðmundsson og aðrir ráðherrar vinstri stjórnar- innar og eru þar með að dómi Þjóðviljans „óoæmilegustu eið- rofsmenn íslenzkrar stjórnmála- sögu“. Dálaglegir verkalýðsleiðtogar f þeirri kröfugerð miðstjórnar Aþýðusambands tslands, sem birt er á öðrum stað í blaðinu, segir m. a.: „Allir eftirvinnutaxtar verði afnumdir og öll vinna, sem unn. in er umfram dagvinnu verði þannig greidd með 100% álagi á timakaup“. Eftirvinnukaup er nú greitt með 50% álagi og hafa þeir, sem bera hag verkalýðsins fyrir brjósti, lagt til að reyna held- ur að lækka eftirvinnu og næt- urvinnuálagið en hækka þess i stað dagvinnukaup, svo að sem flestir geti lifað á dagvinnunni. Kommúnistar fara þveröfugt að, þeir segja að kaupi því, sem at- vinnuvegirnir geti staðið undir, eigi að skipta enn óhagkvæmar fyrir verkalýðinn. þ. e. a. s. að dagvinnukaup verði tiltölulega lægra og eftirvinnukaup tiltölu- lega hærra. Með öðrum orðum, leggja á það megináherzlu að lengja vinnudag verkamanna, þannig að þeir geti ekki lifað af dagvinnukaupi, heldur verði all ir að vinna yfirvinnu. Ljjótur dómur um vinstri stjórn f gær stendur eftirfarandi í Þjóðviljanum, þegar rætt er um ItiIIögur Alþýðuflokksmanna í launamálum: „Þar kennir ýmissa kynlegra Ígrasa, til dæmis er talið að kaup máttur launa fyrir 8 stunda vinnudag fyrir efnahagsráð- j stafanir ríkisstjórnarinnar hafi verið slíkar að nægt hafi til að ! framfleyta meðalf jölskyldu". | Kaupmáttur launa var þá svip aður og hann gerðist beztur á vinstri stjórnar tímanum og kommúnistum finnst það alger- Iega fráleitt að vinstri stjórninni j hafi tekizt að tryggja meðalfjöl. skyldu nokkurn veginn nægilegt til að lifa af. Við teljum að fólk hafi komizt sæmilega af, en hitt er rétt að það hefði þá og mí getað haft það betra hefði aldrei ' ríkt vinstri stefna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.