Morgunblaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 1
20 síður 47 árgangnir 246. tbl. — Fimmtudagur 27. október 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsini Þýzkir flug- menn yfirheyrðir Bonn og London, 26. okt. (NTB-Reuter) ALLIR flugmenn þýzka flug hersins, sem voru í flugi á þriðjudagsmorgun hafa nú verið yfirheyrðir i sambandi við það hve nærri þeir hafi komið Comet-þotu Elísabet- ar Bretadrottningar á leið hennar frá Kaupmannahöfn til London. En flugmcnn Bretadrottningar halda því fram að tvær orustuþotur, merktar þýzka járnkrossin- um, hafi flogið háskalega nærri drottningarvélinni. Rannsóknum er svo til lokið í Vestur-Þýzkalandi og verða nið- urstöður þeirra lagðar fyrir sam- eiginlega nefnd til athugunar. — Talið er að sú nefnd ljúki ekki athugunum sínum fyrr en eftir nokkra daga. Margra þjóða vélar Talsmaður varnarmálaráðu- neytis Vestur-Þýzkalands sagði í dag að um það leyti er háska- flug þetta átti sér stað hafi margar vestur-þýzkar og annarra þjóða flugvélar verið á þessum slóðum, en vildi ekki gefa upp þjóðerni vélanna nánar. Þýzka ríkisstjórnin hefur til- kynnt brezka sendiherranum í Bonn að hún harmi þetta atvik, og það án tillits til þess hvort í Ijós kemur að flugmennirnir hafi verið þýzkir eða annars þjóð- ernis. Að minnsta kosti eitt þýzkt þýzkt dagblað, óháða blaðið Der Mittag, lýsir í dag yfir sannfær- ingu sinni um að flugmennirnir hafi verið þýzkir. Á réttri flugleið Talsmaður varnarmálaráðu- ineytisins skýrði frá því í dag að fiugleið Comet-þotu Bretadrottn ingar hafi verið tilkynnt með fjögurra daga fyrirvara, og hafi öllum deildum þýzka flughersins verið tilkynnt um hana. Hafi drottningarvélin nákvæmilega haldið flugáætlun, sagði hann. Pranz-Josef Strauss varnarmála ráðherra hefur fyrirskipað ná- kvæma rannsókn og sagt að ef hinir seku reynist vera Þjóðverj- ar, verði þeir látnir sæta ábyrgð. Kommúnistar vilja verkföll en ekki kjarabætur MORGUNBLABIÐ hefur að undanförnu nokkr um sinnum vikið að því, að ýmsar leiðir væra færar til að bæta kjör launþega, án þess að skerða hag atvinnuveganna. Hefur blaðið skor- að á málgagn kommúnista, sem allra manna bezt þykjast berjast fyrir hag verkalýðs, að taka upp umræður um það mál. Frá Þjóðvilj- anum hefur þó hvorki heyrzt hósti né stuna, enda segin saga að kommúnistar missa ætíð málið, þegar rætt er um raunverulegar kjara- bætur og þjóðfélagslegar umbætur. i tillögum sínum um endurbætur á hög- um launþega, hafði Morgunblaðið m. a. hlið- sjón af áliti hagfræðings norska alþýðusam- bandsins, sem hér var í sumar á vegum laun- þegasamtakanna. Morgunblaðið benti á, að með bættri vinnutilhögun og heilbrigðu samstarfi launþega og vinnuveitenda væri hægt að bæta vinnuafköstin svo, að verulegar kjarabætur gætu fengizt án þess að hag fyrirtækjanna væri stefnt í voða. Við töldum að ítarlega rannsókn ætti að gera á því, hvort ekki væri hægt að hækka nokkuð dagvinnukaup gegn því að lækka eftirvinnu- og næturvinnukaup og reyna þannig að koma í veg fyrir, að verkamenn þyrftu að vinna lengur en venju- legan vinnudag til að njóta sæmilegs lífsfram- færis. Þá var bent á, að ákvæðisvinnufyrir- komulag ætti að taka upp sem víðast og mætti gjarnan hafa það í því formi, að sérstök við- bótarlaun væru greidd þeim, sem færu fram úr ákveðnum afköstum. Loks var svo mælt með því, að sem víðast yrði leitazt við að koma á vikukaups- og mánaðarkaupsgreiðslum. Cm þessi mál er rætt í forystugrein blaðs- ins í dag. Handrifin Ijósmynduð Kaupmannahöfn, 26. okt. Einkaskeyti til Mbl. grá Páli Jónssyni. 1 FRUMVARPI dönsku stjórnarinnar til fjárlaga, sem lagt var fram í þing- inu i dag, er meðal ann- ars gert ráð fyrir þriggja ára fjárveitingu til ljós- myndunar á handritum úr safni Árna Magnússonar. Lagt er til að veittar verði samtals 30.000 dansk- ar krónur á þrem árum (ísl. kr. 166.000,—). Áður hafa verið veittar og notaðar 45.000 d. kr. í þessum tilgangi, en aðeins er lokið við Ijósmyndun þriðjungs ritanna. Herinn fluttur frá Leopoldville Leopoldville, 26. október. (NTB-Reuter) MOBUTU hershöfðlngi sam- þykkti í dag að flytja herlið sitt burt úr blökkumanna- hverfum Leopoldville og fyr- irskipaði því að dvelja um kyrrt í herbúðum utan borg- arinnar. — Verður flutningi hersins lokið á fimmtudag. Undanfarna daga hefur hvað eftir annað komið til átaka milli herliðs Mobutus og íbúa Leopoldville og hafa Framhald á bls. 19. Ljóðskdldið Saint John Perse hlaut bókmenntaverð- laun IMobels Prins úrkynjunarinnar, segir Quasimodo Marseille, 26. október. — (NTB-Reuter) FRANSKA Ijoðskáldinu Saint-John Perse voru í dag veitt Nobels- verðlaunin í bókmenntum. Perse er 73 ára. Hann hóf ljóðagerð árið 1909 og kom fyrsta bók hans út tveim árum seinna. Hafa lióð hans verið þýdd á fjölda tungumála. Meðal annars þýddi T. S. Elliott nokkur ljóða hans á ensku. Gagnrýnendur telja ljóð Perse hafa haft grundvallaráhrif á ljóðlist nútímans. Við bókasafn Bandaríkjaþings Perse starfaði í utanríkisþjón. ustu Frakka frá 1914 til 1940, og var einn helzti sérfræðingur þeirra í málefnum Asíu. Þegar þýzki herinn réðist inn í Frakk. land árið 1940, flýði hann til Bandaríkjanna og hefur búið þar síðan. Hann er ráðunautur bókasafns Bandaríkjaþings i Washington varðandi franska ljóðagerð. Átti ekki von á þeim Þegar tilkynnt var að harvn hefði hlotið Nobelsverðlaunin í bókmenntum, var Perse staddur á Riveraströndinni í Frakklandi. Vissi skáldið ekki fyrr en nokkr um tímum eftir að úthlutunin hafði verið tilkynnt í Stokk- hólmi að honum hefði verið veitt verðlaunin. Þegar blaðamenn til kynntu honum um úthlutunina, kom það honum mjög á óvart. „Ég heyrði að vísu orðróm um það í gærkvöldi að til mála kæmi að ég hlyti Nobesverðaun in, en ég átti sannast að segja ekki von á því“, sagði hann blaðamönnunum. Löridunum hætt HULB, 26. okt (NTB-Reuter): — Tilkynnt hefur verið í Hull eft- ir áreiðanlegum heimildum að hætt verði að flytja íslenzkan fisk til Bretlands með flutningaskip- um þar til umræðum um fiskveiði lögsöguna lýkur. Samtök togarasjómanna í Bret- landi hafa mótmælt þeirri ráð- stöfun að senda slægðan fisk með flutningaskipum frá íslandi eftir að islenzkir togaraeigendur hættu löndunum í Bretlandi í bili. í dag var 1200 kössum af fiski frá íslandi landað í Hull og ann- ar farmur er á leiðinni, en full- yrt er að þetta séu síðustu farm- arnir, sem sendir verða þar til viðræðum lýkur. Saint-John Perse Ummæli Quasimodo Perse lét í ijós ánægju sína yfir því að ljóðskáld hlyti nú Nobelsverðlaunin. ,,Það er undir stöðuatriði að ljóðagerð sé met- in að verðleikum og ég tel þá ráðstöfun fyllilega í anda Nób- els.“ Fjöldi rithöfunda og gagnrýn- enda hefur látið í ljósi ánægju sína yfir því að verðlaunin voru veitt Perse. ftalinn Salvatore Quasimodo, sem hlaut verðlaun- in á síðasta ári, lýsti því hins- vegar yfir að Perse væri einn af prinsum úrkynjunarinnar í bók- menntum Evrópu. „Þótt hann sé hinsvegar girðingar (en Quasi- modo er talinn vinstrisinnaður), rétti ég samt með ánægju hönd mína út til hans“, sagði Quasi- modo. Árnaðaróskir Formaður rithöfundasambands Evrópu, ítalinn Giovanni Batt- Framn. á bis. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.