Morgunblaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 18
18 MORCVNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 27. okt. 1960 Tékkneskt handkn attleikslib með 6 landsliðsmenn leikur hér Fyrsti leikurinn KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Víkingur á von góðra gesta. Ruza (t. ▼.), hinn frægi lands liðsmaður Tékka og fyrirliði landsliðs þeirra, sést hér ásamt Birgi Björnssyni, fyrir- liða íslenzka landsliðsins. — Myndin er tekin er Birgir veitti móttöku oddfána tékk- neska sambandsins, er lands- lið landanna mættust í heims- meistarakeppnir.ni 1958. Ruza hefur tekið þátt í 3 heims- meistarakeppnum, leikið 51 landsleik og i þeim skorað 135 mörk. er 3. nóvember Er það tékkneskt handknatt- Ieikslið, sem án efa má telja eitt bezta handknattleikslið, er sótt hefur íslendinga heim. Lið þetta kemur hing- að 3. nóvember nk. og leik- ur hér að minnsta kosti 5 kvöld — hið fyrsta verður á föstudag í næstu viku eða 4. nóvember. Móttökunefnd Víkings, en for- maður hennar er Árni Árnason, ræddi við blaðamenn í gær. — Sagði hún að Víkingur gengist fyrir þessari heimsókn en áður hafði HSRR gert áætlun um nið- urröðun heimsókna erlendra liða og átti Víkingur haustheimsókn í ár. — • Tékkneskir meistarar Liðið sem fyrir valinu varð til tslandsferðar er liðið T. J. Gottwaldov. Það er geysi- sterkt íþróttafélag sem rekur 23 deildir og hefur haft hand- knattleik á stefnuskránni í 40 ár. Liðið hefur 5 sin.num orðið handknattleiksmeistari Tékkó sióvakíu, eða árin 1947, ’48, ’51 og nú 1960. Meginkeppnin í tékkneskum handknattleik stendur milli þess og félagsi,ns Dukla Prag, en Dukla Prag hélt meistaratitlinum 1952— 1959. 1 síðustu meistarakeppnl Tékkóslóvakíu hlaut Gottwaldov 40 st., Dukla Fhag 35 st. og Sparta 27 stig. Slíkan ægishjálm bera tvö beztu liðin yfir öðrum — og landslið Tékka, sem er eitt sterk- asta landslið heims er nær ein- göngu skipað mönnum úr tveim félögum. Með Gottwaidov koma nú 6 menn sem leikið hafa í landsliði Tékka. • Góðir leikmenn í hópi Tékkanna eru 20 menn, þar af 16 leikmenn. í fararstjóm er form. félagsins og fleiri af æðstu og þekktustu handknatt- leiksmönnum Tékka. Liðið Ieikur hér að minnsta kosti 5 kvöld. Hið fyrsta verð- ur 4. nóv. gegn styrktu liði Víkings. Síðan leika þeir 6., 8., 10. og 13. nóv. gegja íslands meisturum FH, ReykjaVíkur- úrvali, tilraunalandsliði og taka auk þess þátt í hrað- keppnismóti. Margir leikmenn liðsins eru mjög þekktir handknattleiks- menn. Þekktastur er Ruza sem var í liði Tékka á heimsmeistara- keppni 1954, 1956 og 1958 en Tékkar hafa ætíð verið í röð fremstu þjóða þar, nú síðasta t. d. í öðru sæti — töpuðu í úrslita- leik gegn Svíum með 22 gegn 12. Ruza hefur leikið 51 landsleik og skorað í þeim 135 mörk. 1 síð- ustu meistarakeppni skoraði hann 68 af 320 mörkum Gott- waldov-liðsins. • Kærkomin heimsókn íslendi(ngar hafa einu sinni mætt Tékkum. Það var í síð- ustu heimsmeistarakeppni. Þá unnu Tékkar með 27 gegn 17. Þótti frammistaða ísl. liðsins mjög góð í þeim leik. Vonandi verður hún það einnig nú gegn þessu sterka tékkneska liði — og vonnandi verður heimsóknin lærdómsrík fyrir okkar menn. Marcel Gregorovic, einn af leiknustu mönnum tékkneska liðsins og landsliðs þeirra. — Körfuknaitleikskeppnin í kvöld í KVÖLD kl. 8 hefst að Háloga- landi körfuknattleikskeppni milli íslenzkra og bandarískra körfu- knattleiksmanna úr varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Tveir leikir verða háðir og keppa fyrst ÍR, íslandsmeistar- arnir og úrvalslið körfuknatt- leiksmanna, sem valið hefur hef- ir verið úr 150 manna hópi varn. arliðsmanna á Keflavíkurflug- velli. Síðari hálfleikurinn verður háður milli KFR og úrvaldiðs, sem valið hefir verið úr tveim efstu liðum körfuknattleiks- keppninnar á Keflavíkurflug- velli. Körfuknattleikur er sem kunn ugt er ein helzta íþrótta Banda- ríkjamanna. Meðal varnarliðs- manna hafa oft verið þekktar stjörnur körfuknattleiksins og úrvalslið þeira hefur oft komizt langt í körfuknattleikskeppninni sem háð er árlega innan varnar- sveita Atlantshafsbandalagsins. England vann Spán í GÆR kepptu England og Spánn í undankeppni heimsmeistara- keppninnar og fór leikurinn fram í Madrid. England vann leikinn 4:2, eftir að leikurinn hafði stað- ið 1:1 í hálfleik. Bæði liðin voru skipuð atvinnu mönnum, en það skal þó tekið fram að eingöngu Spánverjar skipuðu lið Spánar, þar sem Spánn gat lögum samkvæmt ekki notað hina erlendu knatt- spyrnumenn, sem skipa beztu lið Spánar svo sem Real Madrid og Barcelona. 1 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 Þegar hesturinn bjargaði riddar- anum fara í smá ökuferð. Þegar ég segi við, þýðir það, að átt er við alla fjölskyld- una, þ.e.a.s. Amalíu og mig og alla ungana, sem eru sjö eða átta, lauslega talið. Þá má ekki gleyma ömmu gömlu, sem er mamma Amalíu, og svo öllum frændunum og frænkunum, vinum og vandamönnum Að öllu meðtöldu vorum við 20— 30 manns. Gamli bílinn tekur að vísu ekki svo marga, en afganginn sett- um við á vagn, sem var bundinn aftan í bílinn með kaðli Ennþá vantaði þó sæti fyrir nokkra, en þeir settust þá bara upp á þakið, ofan á vélarhlíf- ina, eða utan á aurbrett- in. Það var orðið svo fullt í framsætinu, að þar var ekkert rúm fyrir mig, sem átti að stýra. Eg varð því að standa úti á brett- inu, en Óli, sonur minn, sat á gólfinu frammi í og steig á bensínið eftir þörfum. Allt var nú tilbúið og við lögðum af stað. Þeir sem sátu á vélarhlífinni æptu „víkið úr vegi“, og þeir sem voru á þakinu ráku upp sírenugól, eins og lögreglan eða brunalið ið væru á ferð. Fólk stanzaði og horfði á eftir okkur og sumir eltu. Bíll- inn fór ekki svo hratt, að hætta væri á, að þeir drægjust mikið aftur úr. Eins og gefur að skilja var bíllinn mjög hlaðinn. Amalía vegur rúm 100 kg., og svo var allt nestið og teppin og leikföngin handa krökkunum. Að maður nú ekki tali um allt fólkið Þegar við kom um út úr bænum, slitnaði vagninn aftan úr, og Óli, sem átti þá að stanza, var sofnaður með höfuðið á benzíngjöfinni. Vitan- lega gat enginn fundið bremsurnar inni á milli allra pakkanna og pinkl- anna, sem staflað var á gólfið. Fólkið í aftaní- vagninum æpti og kallaði en ekki dugði það til að vekja Óla. Hraðinn jókst nú og brátt vorum við komnir langt út í sveit. „Hérna væri gott að borða“, köll- uðu þeir, sem voru uppi á þakinu, en það var ekki hægt að stanza, því ÓIi svaf ennþá. Einhver sparkaði í end- ann á honum, svo hann vaknaði, en bíllinn stöðv aðist ekki að heldur, því að benzíngjafinn var nú orðinn fastur og allt í botni. Nú hófst ráðstefna um, hvernig stöðva átti bílinn. „ökum bara þar til benzínið er búið“, sagði einhver. Til allrar hamingju komum við nú að brattri brekku og á leiðinni upp hægði bíll- inn »vo á sér að allir gátu klifrað út. En þegar hann léttist jók hann aft- ur ferðina og það var með naumindum, að mér tókst að stökkva upp í og grípa stýrið. Framhald. ÆSIR og ÁSATRÚ 24. „Enginn af mínum mönnum vill glíma við aumingja eins og þig“, sagði Útgarða-Loki „en ég skal kalla á fóstru mína, hana Elli gömlu, hún hefur mörgum á kné komið, sem voru sterk- ari en þú“. Þá gekk kerling ein í höllina. Hún greip Þór 25. Eftir að glímunni milli Þórs og Ellí var lokið, gengu gestirnir til fangbrögðum. Því harð- ara, sem Þór sótti að henni, því fastari var hún á fótum. Loks tókst henni með brögðum að koma Þór á kné. Þá gekk Útgarða-Loki á milli og sagði, að nú væri full- reynt með þeim, og Þór þýddi ekki að etja kappi við fleiri af sínum. mönn- um. borðs. Daginn eftir héldu þeir heimleiðis, þegar að loknum morgunverði. Út- garða-Loki fylgdi þeirn á leið, og þegar þeir voru komnir út fyrir borgina, spurði hann Þór, hvort hann væri ánægður með heimsókn sína til Út- garðs. „Siður en svo*, sagði Þór, „jötnarnir hljóta að halda, að ég sé lítill fyr- ir mér“. „Nú skal ég segja þér eins og er“, sagði Út- garða-Loki, „þú hefur verið beittur sjónhverf- ingum. Skrýmnir jötunn, sem þú hittir í skóginum, var ég sájlfur. Þegar þú barðir mig höggin þrjú með hamrinum, skýldi ég mér á bak við fjall, — sérðu fjallið þarna með dalina þrjá? Það eru för in eftir hamar þinn“. ★ Skrítlur Kaupmaður: — Þessi húfa er úr því bezta katt. arskinni, sem hægt er að fá. Viðskiptavinurinn: — Þolir hún ekki að blotna í rigningu. Kaupmaður: — Vitan- lega. Haldið þér að kett- irnir gangi með regnhlíf. ★ Jóhann: „Af hverju ertu að vola?“ Litlibróðir: „Ég var að taka úr mér tönn“. Jóhann: „Það er þá nokkuð til að væla yfir, Pétur frændi tekur úr sér allar tennurnar á hverju kvöldi, án þess svo mikið sem að gretta sig“. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.