Morgunblaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.10.1960, Blaðsíða 16
16 MORGUNm AÐIÐ Fimmifjdagur 27. okt. 1960 þinni, voru Endicott yfirlækni að kenna. Skurðstofu-hjúkrunarkon an sagði Clay Brock frá því, og hér hefurðu alla söguna, eina og hann skrifaði Elísu hana. Phyllis dró æ örar andann, eft ir því, sem hún las lengra. Hnén skulfu undir henni, þegar hún settist á stólinn. Ó, Newell Paige hafði ekki gert það! Hann hafði tekið á sig sökina, til þess að hlífa manninum, sem hann lesk- aði og virti! Og Sonja hafði farið til þess að vita, hvað Endicott mundi segja, þegar gengið væri á hann. Hún hafði enn ekki ráðið það við sig, hvernig hún aetti að snúast í málinu, en eitthvað vildi hún gera. Þegar Phyllis hafði lokið við bréfið, dró hún stólinn út að glugganum og byrjaði á því aftur . . . Dásamlegt! Dásamlegt! Þá var barið létt á hurðina og frú Gibson kom inn. Phyllis þaut á fætur, stakk arminum undir arm fru Gibson og sagði með rödd, sem skalf af gleði: — Það er frá Sonju . . . einn vinur okkar er . . . hefur fengið gleðilegar fréttir . . . Það er svo gott, að maður getur varla trúað því . . . Eg skal segja þér það, þegar við höfum tíma, því að það er löng saga. — Það verður gaman að heyra, sagði frú Gibson, ofurlítið stríðn- islega. — Sagðirðu vinur? Þú ættir að sjá sjálfa þig í speglin- um! Þú ert alveg hrífandi, telpa mín . . . maður getur bara alveg séð himininn opnast og smáengia hamast í klukkustrengjunum þangað til augun ætla alveg út úr þeim . . . nei, þú platar ekki Maudie gömlu frænku! Phyllis faðmaði hana að sér, og sagði, að hún væri hreinasta gull! — Eg hlýt að geta hjálpað til við eitthvað niðri, sagði Phyllis og reyndi að komast niður á jörð ina aftur. — Víst ekki! Eg kom bara til að sækja þig í matinn. Kannski þú viljir heldur fá hann hingað upp? Auvitað viltu það, eins og þú lítur út. Eg skal segja Idu j af því. En er þessi tík *kki fyrir þér hérna? Sylvia stóð með fram lappirnar uppi í gluggakistunni og horfði út. Það fór talsvert fyrir henni í ekki stærra her- bergi. —Eg held nú síður. Eg elska hana! — Nei, rétt eins og er, væri víst sama þó að heili hestur væri hér inni, ef hann væri til, sagði frú Gibson glettnislega. — Eg yrði vitlaus ef ég ætti að hafa hana kring um mig, svona dag og nótt. Eg vildi óska, að eigandinn kæmi bráðum að sækja hana. Og Frank er á sama máli. Það er of- mikill ábyrgðarhluti. Og nú, þeg- ar fer að kólna er engin ástæða til að láta hana vera hér niður- frá. —Kólna?spurði Phyllis og skildi ekki, hvað hin var að fara. Frú Gibson gekk út að dyr- um og hélt áfram: — Já, hann var eitthvað hræddur um, að hún kynni að verða stungin af . . . eitruðum flugum eða þessháttar. En nú eru þær allar í holum sín um . . . eða hvar það nú er sem þær eru á veturna. Morgunverðurinn kom nú upp til Phyllis — ágætur matur, en hún hafði enga hugmynd um, hvað hún var að borða. Augu hennar ljómuðu og hún dró and ann ört af ánægju. Hausinn á Sylviu hvíldi í kjöltu hennar, og tíkin smjattaði ánægjulega við — Þú verður aff gera eitthvaff, maður. Ekki getum við staðið hér í alla nott! hvern gómsætan bita, sem henni var réttur. — Sylvia . . . ég veit nú nokk uð! sagði Phyllis grafalvarleg. — Hann heíur skilið þig hérna eftir til þess að flugurnar stingi þig ekki. Nú eru allar flugurnar dauðar, en hann sækir þig samt ekki, vegna þess, að okkur þykir svo vænt hvorri um aðra, og nú situr.hann aleinn þarna uppi í fjöllum og þráir þig. Vildirðu ekki gjarna fara til hans? Mikið yrði hann hissa! Hún stóð upp og gekk út að glugganum og Sylvia elti hana . . . Gibsonhjónin vildu losna við Sylviu og gátu ekki skilið, hvers vegna hann sótti hana ekki. Ne- well — það var fallegt nafn. Allt í einu datt henni nokkuð skcmmti legt í hug. — Eg ætla svolítið út að labba, sagði hún við frú Gibson, þegar þær hittust í forstofunni. — Það get ég vel skilið. Reyndu að ganga það af þér! Þær gengu nú eftir stígnum, sem henni var farið að þykja svo vænt um síðan sunnudaginn góða. Phyllis klifraði fimlega upp brekkuna, en Sylvia var eitt hvað eirðarlaus. Þegar þær komu upp á flata granítklettinn, stað- næmdist Phyllis. — Sylvia! sagði hún og benti upp eftir stignum. — Farðu og finndu hann! Sylvia stóð andartak kyrr og dinglaði rauða skottinu ákaft. Phyllis datt fyrst í 'nug að taka grein og reka hana með henni, en sá sig svo um hönd. Hún gekk til tíkarinnar og ætlaði að út- skýra málið með orðum, enda þótt lítt væri hugsanlegt, að skepnan skildi það . . . Hún féll á kné í visnu laufinu, lagði vang ann að silkimjúku eyranu á Sylviu og hvíslaði: — Nú verð- urðu að fara, heyrirðu það! Eg vil ógjarna vera án þín, en hann þarfnast þín. Farðu og finndu hann og þú mátt gelta að honum. ,,Eg elska þig“ . . . líka frá mér. Augu Phyllis voru tárvot, er hún stóð upp. — Farðu, Sylvia! skipaði hún í hörkutón. Síðan sneri hún sér við og gekk einbeittlega niður stiginn. Þegar hún heyrði ekkert hljóð að baki sér, leit hún við. Sylvia horfin. XVIII. Dr. Bruce Endicott gat ekki munað, hversu oft hann hafði gefið kaupsýslumönnum um sextugt það ráð, að minnka við sig vinnu ot fara sér hægar. Geislandi af lífsfjöri hafði hann gefið öðrum þessi góðu ráð og síðan flýtt ser í allt það marga, sem hann varð sjálfur að Ijúka við fyrir sólarlag. —Þér getið valið um tvennt, sagði hann. — Annað er að draga úr hraðanum, hitt er að staðnæmast alveg. Svo getið þér sjálfur ákveðið, hvort ráðið þér viljið taka. Þegar svo sjúkling- arnir, eftir hálfs mánaðar með- ferð, fóru að reyna að skrópa frá fyrirskipunum, eða finna eiai- hver sniðug brögð til að fara í kring um þær, hafði honum alltaf fundizt hann vera að fást við ó- vita og fyrir kom það, að hann hafði orð á því við sjúklingana sjálfa. En þegar Endicott komst í sömu aðstöðu sjálfur, fann hann, að það er ekkert í það varið að vera hálfgerður öryrki. Þá var helmingi betra, sagði hann, að f fara hreinlega í bælið og láta ' Endicott stóð upp, þegar dyrnar aðra stjana við sig. Að vera að | lokuðust hægt, og ’flutti tvo hæg- nafninu til starfandi og samt (indastóla að arninum. Hann von- horfa á aðra klaufast við verkin ' aði, að þetta yrðu skemmtilegar sín, var óþolandi. Og svo allar ! viðræður. Hann var orðinn þessar déskotans lífsreglur um, j breyttur með breyttum aðstæð- um. Fyrir einu ári hefði hann hik laust vísað hverjum manni á bug, sem hefði ætlað að fá viðtal við hann í heimahúsum. En nú var | hann orðinn þreyttur og einmana að hlaupa ekki hratt upp stiga éta ekki kjöt og fara í bælið kl. tíu . . . nei, þá var það skömm- inni til skárra að drepast og losna við það allt saman. Af hreinni örvæntingu hafði hann haldið fast í einstaka hlut, sem hann vildi ekki án vera, og læknarnir höfðu með tregðu gef ið honum leyfi til að reykja einn og feginn hverri tilbreytingu. ' Hann vonaði innilega, að þessi kona ætlaði ekki að fara að prakka upp á hann bókverki í tuttugu og sex bindum, eða neitt vindil, hálftíma eftir kvöldmat. 1 þessháttar. Áður fyrr höfðu ýms Það var svo hlægilegt og aumk- unarvert að horfa á hann sitja á hverju kvöldi í bókastofunni sinni og horfa á klukkuna og vís ana á henni, sem voru að draga dár að honum. Endicott var einn síns liðs í stóra húsinu. Konan hans var dáin og börnin gift og farin að heiman. Eignir hans, sem höfðu verið talsverðar, höfðu horfið í kreppuna, eins og aðrir forgengi legir hlutir. Samt hafði hann átt það mikið eftir, að hann gat hald ið þessu húsi og rekið það eins og áður. Það var heppni, sem hann mætti þakka guði fyrir. Hefði hann misst það, hefði það riðið honum að fullu. Klukkan var tiu mínútur yfir átta. Eftir stundarfjórðung mátti hann fá sér þennan vindil, sem var helzta meðalið hans við veikl uðum taugum. Hann dró að sér vindlakassann, valdi sér dýran Havanavindil og dró upp vasa- hnífinn sinn. Edwards, brytinn hans, kom hljóðlega inn. — Það er hérna ung kona, sem óskar að talf. við yfirlækninn. — Segir, að það hafi verið um- talað. Þetta var ekki nema satt, en hann hafði bara gleymt því. Það var líka heimska að fara að tala við þennan blaðasnáp. Skrif- stofumaðurinn í sjúkrahúsinu hafði komið með boðin til hans, afþví að sjálfur var hann önnum kafinn, og hann hafði svarað, að hann yrði í önnum allan daginn. Loks þegar frekar var gengið eft ir þessu, hafði hann svarað önug- lega: — Jæja þá, klukkan kortér var yfir átta, heima hjá mér — en ekki nema nokkrar mínútur. Nú var þessi kvenmaður kominn og hann varð víst að tala við hann. — Hún kemur of snemma, sagði hann önugur. — Lofum henni að bíða svolítið. En þegar Edwards ætlaði að fara út, sagði hann: — Hvernig lítur hún út? — Óvenju aðlaðandi, ef mér leyfist svo að segja. — Já, því ætlið þér megið ekki segja það, ef þér meinið það? Endicott læknir skar oddinn af vindlinum. Kannski það væri ekki sem verst að skrafa svolítið við laglega stúlku. Kvöldin voru ekki svo skemmtileg hjá honum. — Af hverju finnst yður hún svo aðlaðandi, Edwards? — Hún er mjög smekklega klædd. — Gott, láttu hana koma inn. Hann kveykti á eldspýtunni og bar hana að vindlinum. — Eg hef nú aldrei séð smekklega klædda blaðakonu, sagði hann og saug vindilinn ákaft. — En þér komið hérna inn klukkan hálfníu, Ed- wards, og losið mig við hana. „Læknirinn er beðinn að koma strax í sjúkrahúsið“, er það ekki? Edwards leyfði sér að brosa. — Já, það getur litið trúlega út. ! ir miklir menn setið í þessum stólum — frægir læknar og aðr ir merkismenn — og góðir vinir hans. Það kom kvalakippur í andlitið, er hann minntist þess j bezta þeirra allra — unga manns ins duglega, sem horfði á hann með svo einlægri aðdáun. Hann gekk afturábak frá arninum og tottaði vindilinn ákaft. I —• Ungfrú Duquesne! sagði Edwards hátíðlega. I ailltvarpiö a r i ú á . TRAIL, YOU’VE BEEN ASKED ENTERTAIH ME, PLEASE PONT BOTHER ...l’M NOT INTERESTEP/ Það er ekki ofsagt...Þetta er Gangi yðUr vel herra Blakely ! i Ungfrú Blakely, ég er hræddur ] ömurlegur staður ! um að yður leiðist hérna. Get ég nokkuð gert ?..Ég er enginn snillingur að leika tennis en það má reyna, eða..... Ef þú hefur verið beðinn að hafa ofan fyrir mér, Markús, skaltu ekki vera að gera þér það ónæði„....Ég hef engan áhuga á þvi ! Fimmtudagur 27. október 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). I 13.00 ,,A frívaktinni", sjómannaþáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 14.40 ,,Við, sem heima sitjum"; nýr heimilisþáttur (Svava Jakobsdótt ir B.A. hefur umsjón með hönd- um). 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Fyrir yngstu hlustendurna (Gyða Bagnarsdóttir og Erna Aradóttir sjá um tímann). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Söngvar frá fjarlægum löndumí Vaclav Kútséra og hljómsveit hans leika lög frá Suður-Ame- riku, Indónesíu og Suðurhafseyj- um. 20.30 Kvöldvaka: a) Lestur fornrita: Lárentíusar saga Kálfssonar; I. (Andrés Björnsson). b) Kvæði eftir séra Sigfús Guð- mundsson (Njörður P. Njarð- vík, stud. mag.). c) Islenzk tónlist: Guðmundur Jónsson syngur lög eftir Skúla Halldórsson; höfundurinn leik ur undir. d) Yfir vötn og sanda; — ferða- þáttur (Sigurður Jónsson frá Brún). 21.45 Islenzkt mál (Dr. Jakoh Bene- diktsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Upplestur: ..Félagarnir í stofu 13“, smásaga eftir Ingu Skarp- héðinsdóttur (Valdimar Lárusson leikari). 22.25 Kammertónleikar: Samleikur á fiðlu og píanó (Wolfgang Schnei derhan og Carl Seemann leika). a) Sónata í C-dúr eftir Paul Hindemith. b) Duo Concertant eftir Igo Stravinsky. 23.00 Dagskrárlok. Föstudagur 28. október 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.30 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (15.00 Fréttir. — 16.00 Fréttir og veður- fregnir). 18.00 Börnin heimsækja framandi þjóð ir: Guðmundur M. Þorlákssson kynnir eyðimerkurbúa í Arabíu. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Daglegt mál (Oskar Halldórsson, cand. mag.). 20.05 Efst á baugi (Haraldur J. Ham- ar og Heimir Hannesson annast þáttinn). 20.35 Píanótónleikar: Wilhelm Back- haus leikur ,,Waldszenen“ (Skóg armyndir) eftir Schumann. 21.00 Upplestur: Herdís Þorvaldsdótt- ir leikkona les ljóð eftir Jón Oskar og Jón úr Vör. 21.10 „Harpa Davíðs“: Guðmundur Matthíasson söngkennari kynnir tónlist Gyðinga; I. þáttur. 21.30 Utvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell; II. — (Hagnheiður Hafstein þýðir og les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Erindi um áfengismál (Gunnar Dal skáld). 22.30 I léttum tón: Frá sænska út- varpinu. I 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.