Morgunblaðið - 30.10.1960, Page 1

Morgunblaðið - 30.10.1960, Page 1
II |Uí>íF0ílJíiWftí> tt Sunnud. 30. okt. 1960 Sumar við sundin £*.,... Ég hélt áfram að sikrifa af kappi, einkum smásögur og iýriskar greinar, sem ég seldi „Oslo Aftenavis“. í því blaði birtist „Sommer pá öen“. Það er ástarsaga í ijóðrænum prósa, gerð á fegurri norsku en mér hafði áður tekizt að rita og fyllt Ijúfum stemmingum frá Tjöme. Saga þessi fjallar um samveru okkar Esther Lian. Ég man kvöldið, sem hún kom. Garðar og skógarlundir ómuðu af söng, og þungur gróðrarilmur barst með kvöldsvalanum. Ég var að koma ofan af hvolnum og gekk beint í flasið á ungri stúlku við hornið á húsinu hans Hansens gamla. Við sluppum með naumindum við árekstur, og Hansen, sem sat á tröppun- um, kumraði hátt „Hvað er þér á höndum, stúlka mín?“ spurði hann. Ég nam staðar og starði inn í gríðarstór, mjúkblá augu und- ir jörpum brúnum og breiðu enni. Við mér blasti einnig smá- gert nef yfir amorsbogum blóð- rauðra vara, sem líktust alveg bókstaflega hálfútsprunginni rós. Hárið var ljóst með eilítið ösku- grárri slikju og eyrun eins og mótuð af meistara. Stúlkan var í meðallagi há, grannvaxin, en þó samtímis bústin vel, og af henni blómangan, er lagðist að vitum mínum likt og gullið ský. Það var einmitt líkt og loga- gylltur blær yfir henni allri, þótt hörundið væri hvítt. Kjóll- inn hennar var með gullslit og ekómir gulir. Hún var berfætt í þeim, og það sást alla leið upp fyrir hnén, en þau voru slíkt enilldarverk sköpunarinnar, að ég hefði vilja sjá þann karlmann, eem hefði látið, eins og hann eæi þau ekki! „Mamma bað mig að segja, að hún vildi ekki makríl á morgun", eftir Kristmann Guðmundsson Hér birtist kafli úr nýju bindi af ævisögu Kristmanns Guðmunds sonar. Bókin kemur út innan skamms hjá Bókfellsútgáfunni. — Halldór Pétursson myndskreytti kaflann fytrir Mbl. og verður þar nokkra daga“. Ég hafði heilsað stúlkunni. Nú vakti ég máls á því, að veðrið mætti teljast gott, og að þetta væri að öllu samanlögðu fallegt kvöld. — Hún brosti öðruvísi en allt annað fólk: andlitið breyttist lítið sem ekkert, en samt ljómaði það, eins og kveikt væri Ijós á bak við augun og bjarmann legði í allar áttir. — „Fyrirgefðu", sagði ég síðan. „Ég hef víst gleymt að kynna mig. Ég heiti Kristmann Guðmunds- son“. „Esther Lian“, sagði hún, og aftur lagði bjarmann af :\ndliti hennar. Ég vissi nokkur deili á henni. Móðir hennar sem var ekkja, átti hús á Tjöme, og þar dvöldust þær á sumrin. Kannske voru þær frá Tönsberg eða Drammen, það er ekki vert að segja frá þvi. Húsið þeirra stóð undir klettum á miðri eynni vest arlega, alþakið villtum vínviði, rósum og öðrum klifurgróðri. Garðurinn var óvenju vel hirt- ur, fullur af blómum og ungum trjám. Ég hafði einu sinni geng- ið þar framhjá, og út um glugg- ann barst til mín fegursti lútu- leikur, sem ég hef nokkru sinni heyrt. „Eruð það þér, sem leikið á lútu?“ spurði ég í hálfgerðri ör- væntingu, því að stúlkan bjóst ... gekk beint í flasið á ungri stúlku við hornið á húsinu hans Hansens gamla sagði hún við Hansen, og röddin var eftir öðru hjá henni, gull- in, mjúk og ómræn, eins og bún væri að raula lag. „Hún setlar til Tönsberg í fyrramálið til farar og ég rnátti ómögulega missa hana. „Já“, svaraði hún steinhissa. „Hvernig vitið þér það?“ „Hafmeyjarnar í Lönguvík sögðu mér frá þvi; þær koma upp úr djúpinu á kvöldin til að hlusta á þig“. Hún hafði fallegan undrunar- svip, og nú varð hún alveg grall aralaus. — „Hafmeyjarnar — hvernig?“ spurði hún stamandi. „Það skal ég segja þér, ef við eigum samleið?" „Hvert farið þér?“ „Þá leiðina, sem þú gengur!" Fyrst hristi hún höfuðið, því að hún skildi hvorki upp né niður, síðan kinkaði hún kolli. Það er indælt að vera ástfang- inn, jafnvel þótt það sé ekki að- dragandi neinna stórtíðinda. Allt í einu birti yfir lífi mínu, er um nokkurra vikna skeið hafði verið heldur dapurlegt. Áður en við Esther skildum þetta kvöld, hafði hún lofað því að fara með mér á Ormelethótel kvöldið eft- ir. Þar var jafnan gleði og glaum ur ,dans stiginn fram yfir mið- nætti og gnægtir víns og matar á boðstólum. Ég hafði farið þang að stöku sinnum til að borða og horfa á skemmtan annarra, en sjaldan tekið þátt í henni. Nú breyttist þetta: Það var líkt og einhver töfradís hefði snert mig með sprota sínum, og aftur varð gaman að lifa. Fyrsta kvöldið okkar Esther Lian var fullt af rólegri og heil- brigðri gleði eins og allar okkar samverustundir sumarið 1928. Ég hafði verið hálfsmeykur um, að klukikan mín væri of sein og var því kominn nokkuð á undan á- ætlun, þangað sem við höfðum ákveðið að mætast, rétt fyrir vestan hótelið. En hún hafði þá líka verið snemma á ferð, og réði ég af því, að hana myndi einnig hafa langð til að sjá mig aftur. Ég hafði sæmileg peninga ráð og veitti henni vel, en þær mæðgur voru fátækar og fannst henni því nokkuð til um rausn mína. Við sátum á svölum, er sneru að fögrum garði. Rökkvað var og búið að kveikja á marg- litum ljóskerum, sem hengu í trjánum hér og þar. Allt um kring heyrðist hlátur og hávært tal, en við gáfum því engan gaum, við horfðum hvort á ann- að. Ég tók naumast eftir öðru en henni. Er við höfðum lokið góðri máltíð með víni, fórum við að dansa. Það var gott að faðma að sér þessa fallegu stúlku, sem ang aði öll af. blómum og og kven- leika, og fyrir bragðið átti ég dálítið erfitt með að ná dans- taktinum til að byrja með. En þetta lagaðist skjótt. Allt í einu var sem álagahamur félli af mér og sjálf hljómlistin fyllti taugar mínar; við liðum um gólfið, eins og við stæðum á teppinu fljúg- andi. Hún smaug nær mér og hallaði enni sínu að vanga mín- um, mér þótti sem við værum ein og allt í kringum okkur garð urinn Eden. Við vorum fyrstu elskendurnir á hinni fögru jörð, sem Ijómaði við okkur, ósnert og nýsköpuð, hreinþvegin í ljósi og dögg á fyrsta morgni tímans. Loks varð hlé, hljómsveitin hætti að leika. Við horfðumst í augu eitt andartak og roðnuðum. dálítið, því að við uppgötvuð- um hið sama og Adam og Eva, þegar Drottinn kallaði til þeirra: við vorum nakin og sáum hvors annars þrá. Við reikuðum út á svalirnar. Ég fleygði peningum i þjóninn, og síðan héldum við áfram niður í garðinn og út í nóttina, sem var döggvot og mild af brúnu myrkri. Blærinn utan frá sundunum gældi við andlit okkar eins og ástaratlot. Laufið á aspatrjánum við veginn titraði með þessum létta, lifandi ómi sem fylgir blæöspinni, þegar hreyfir andvara. hún kunni. Allmörg þeirra hef ég ekki heyrt síðan. Ósjaldan var gjálfur öldunnar við fjöru- grjót eða kletta undirspil tónlist- ar hennar. Og stundum gægðist hvítt eða rauðleitt tungl gegnum laufið niður til okkar, þegar við sátum um nætur milli hinna gróðursælu hæða á Tjöme. Enn get ég fundið snertingu grannr- ar handar hennar, er hún strauk hár mitt og kinnar; það voru heitar, þurrar hendur, sem áttu bæði mýkt og styrk og komtu blóðinu til að syngja í æðum mín um. Hún var ekki margmál, en sumt af því, er hún sagði, geyirn ég enn í minni: „Höndin þin hef- ur vöknað“ sagði hún eitt sinn og hélt áfram, án þess að rödd- in breyttist: „Hvað er hamingj- an, veiztu það? Er það bara þessi stund okkar núna, eða það sem gerðist í nótt? Er ekki hægt að eiga þessa gleði? Hvers vegna er þetta aJltaf liðið eins og leift- ur? Við hlökkum til stundarinn- Hún var að leika á lútuna sína Við fórum út af veginum og gengum yfir dökkrautt smára- engi. Enn héldumst við í hendur eins og börn, og hjörtu okkar fundu hvort annað í handtakinu. Við gengum og gengum stein- þegjandi og urðum vot af dögg- inni allt upp að hnjám. Skógur- inn ilmaði kringum okkur, og nokkru síðar fór himinninn að roðna í austrinu yfir bládimmri skógarrönd handan við sundið. Þá stóðum við á klettahæð rétt fyrir norðan Ormelet. Það birti skjótt, og ég sá, að varir henn- ar höfðu fölnað. En þær voru heitar og þurrar, er ég snertj þær með munni mínum. Svo héldum við áfram að horfa á sólaruppkomuna. Vindinn hafði aukið eilítið, sjórinn inni í sund- unum var eins og straumur af svörtum perlum. Þennan morgun festi ég ljós- rautt blóm af rósarunnanum mín um í fallega hárið hennar. Og angan blómsins blandaðist stúlku ilmi í vitum mínum, meðan við vorum að sofna. Við skildum naumast í nokkr- ar vikur Og allan þann tíma lét- um við, eins og annað fólk væri ekki til. Leiðir okkar um eyjuna lágu oftast burtu frá annarra brautum, en við slepptum ekki hendi hvors annars, þótt við mættum einhverjum. Oft hafði hún lútuna sína með sér, og minn isstæðar eru mér þær stundir, er við sátum saman í paradís okkar og hún lék fyrir mig lögin, sem ar, áður en hún kemur, og síðan er hún horfin, eítir er aðeins minningin um það, sem naumast var“. Hún sagði þetta á hæðinni fyr- ir ofan Lönguvík. í grasinu hjá okkur voru fjólublá blóm. Ég fann ekkert svar, en snerti brjóst hennar með hendi mdnni og fann, hversu villt hjartað barðist inni fyrir — „Hvers vegna slær það svona hratt?“ spurði ég. Þá greip hún með sterku höndunum sín- um um hnakka minn og beygði mig niður að sér. Stundum fórum við á bað- strendurnar, þar sem við hurf- um í mannfjöldann, hálfnakið fól'k, sem ljómaði af ánægju yf- ir lifinu. Þar var hlátur og gleði, söngur og hljóðfærasláttur, en sjórinn blikaði í sólskininu og pastelblár himinn hvelfdist yfir. Oftast fundum við okkur þó af- skekkta staði, hljóðar víkur, girt ar gnæsklettum. Þar lágum við nakin í sólarhitanum og fundum ástúð hinnar miklu Móður nátt- úru gæla við hverja taug. Þess á milli óðum við út í blásvalt hafið eða lékum feluleik í sefinu. Ég minnist sólskinsdags í garð- inum heima hjá henni. Hún var að leika á lútuna sína. Tónun- um rigndi yfir mig, og ég horfcji á hina hvítu, ótrúlega lipru fing ur, sem dönsuðu háttbundinn dans á strengjunum Hún sat með hljóðfærið í fanginu, og laufið yfir höfðum okkar óf mynztur Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.