Morgunblaðið - 30.10.1960, Page 6

Morgunblaðið - 30.10.1960, Page 6
6 M ORGTJNni AÐIÐ Sunnudagur 30. okt. 1960 tJ TI í garði við hús eitt í Suður-Frakklandi lá ljós- hærð þokkagyðja á magan- um, allsnakin. Kvikmynda- tökumaðurinn smellti af í gríð og ergi og áður en langt um leið gat þessa allsnöktu þokkagyðju að líta á hverju breiðtjaldi heims. Þetta var kvikmyndin „Og Guð skap- aði konuna“ með Brigitte Bardot í aðalhlutverkinu og stjórnað af Roger Vadim, sem var þá 28 ára gamall og al- gerlega óþekktur Tekjur af myndinni urðu yfir 4,500,000 dollara, sem í rauninni þurfti engum að koma á óvart. En hvern gat grunað, að bak- hluti ungrar konu yrði upp- haf þeirrar listrænu endur- reisnar í franska kvikmynda- heiminum, sem virðist ætla að verða einn sterkasti þátt- ur í menningarlífi Evrópu eftir stríð. En í kjolfar þess- arar kvikmyndar komu aðr- ar, gerðar af „reiðum, ung- um mönnum Frakklands“ í trássi við andmæli almenn- ings og gagnrýnenda og í andstöðu við ríkjandi stjórn- arvöld. Er nú svo komið, að ekki er hægt að stöðva þá miklu öldu sköpunarkrafts, sem gengur yfir í kvikmynda- | „Nýja aldan“ (La Nouvelle Vague) rís hærra r*eð hverjum degi. Allir leikstjórarnir eru ungir menn — flestir innan við þrítugt og nokkrir jafnvel yngri en 25 ára. Enginn þeirra hafði áður stjómað nema smákvik- myndum. Þeir kosta miklu minna til mynda sinna en nokk- urn tíma áður hefur verið gert. Enginn þeirra hefur haft efhi á að ráða til sín hæst launuðu kvikmyndaleikarana, en sumir hafa gert stjörnui úr áður ó- þekktum leikurum. „Nýja aldan“ hefur lagt und- ir sig Evrópu og kvikmyndin . „Beardless Wonóers“ hlaut t. d. fyrstu verðlaun á kvikmynda- hátíðum í Cannes, Feneyjum og Fyrsta kvikmynd Aalains Resnais, Hiroshima Mon Amour, er nútíma ástarsaga, sem fjallar um japanskan mann og franska konu, þannig að minningar þeirra eru látnar skiptast á. Á myndinni hér fyrir neðan segir hún „Auðvitað verð ég kyrr í Hiroshima hjá þér“. Kvikmyndin „The 400 Blows“ er að miklu leyti byggð á ævi- sögu Truffauts sjálfs. Hún fjall- ar um tólf ára dreng, sem lendir í vandræðum í skólanum. Hann ákveður að strjúka að heiman, stelur ritvél úr skrifstofu föður síns, en þar er komið að hon- um. Faðir hans afneitar honum og afhendir hann lögreglunni. Drengurinn er síðan settur á betrunarhæli, en hann gerir til- raun til að strjúka þaðan. Hann hleypur sem fætur toga unz hann kemur að sjávarströnd og kemst þá ekki lengra. Von hans um frelsi er orðin að engu. And- lit drengsins er barnalegt, en auðnaráðið þreytulegt og gamalt er hann snýr við til þess að taka örlögum sínum og glíma við ver- öld, sem er honum ofraun. A- horfendum finnst þeir kannast við þessi ðrlög sem sín eigin. Marcel Camus, sem gerði myndina „Black Orpheus", er elztur forvígismanna þessarar nýju stefnu eða 48 ára gamall. Kvikmynd hans er gerð í Braz- ilíu og eru allir leikendurnir negrar. Sem uppistöðu kvik- myndarinnar notaði hann goð- sögnina um Orpheus og Evrid- ike. Myndin fjallar um ungan strætisbilstjóra, Orpheus, sem verður ástfanginn af ungri og undurfagurri sveitastúlku, Evrid ike að nafni, í þann mund er uppskeruhátíð er að hefjast. En Evridike er ofsótt af dularfull- um, svartklæddum karlmanni, sem að lokum veldur dauða hennar nóttina eftir hátíðina. Orpheus leitar ástmeyjar sinnar hvarvetna, en er að lokum sjálf- ur dreginn I dauðann af keppi- naut sínum og sameinast þar Evridike. gleymt, að þau elskast í fjölda- gröf í gíg andlegrar tortíming- ar. Hann segir henni frá Sprengj unni og hver áhrif hún hafði á fólk, sem hann þekkti og á sjálf- an hann. Hún segir honum frá persónulegum raunum úr eigin fortíð. Á hernámsárunum hafði hún orðið ástfangin af þýzkum hermanni, horft á er hann var myrtur, verið ofsótt í heima- landi sínu sem þjóðarskömm, misst vitið, og að lokum tekizt að komast undan til Parísar. Myndin er frámunalega vel gerð. Resnais hefur á meistara- legan hátt tekizt að sameina nú- tíð og fortíð þessara tveggja í eina listræna heild, þar sem allt skiptir máli og allt er hugsan- legt, jafnvel endurlausn úr hel- gripum fortíðarinnar. Hiroshima birtist ekki aðeins sem örlagavaldur, þar sem allar þjóðir geta mætzt í sátt, heldur einnig sem dularfullur helgireit- ur, þar sem kraftaverkið, sem felur í sér hjálpræði mannkyns- ins, getur átt sér stað. Nýja stefnan hafði nú hlotið hylli almennings og gagnrýn- enda, en fjármálamennirmr verum Frakklands. Marcel Camus gerði mynd- ina „Svarti Orfeus“ sem er i rauninni gamla sígilda sag- an um dæmdu elskendurna, en í brazilísku umhverfi. Marpessa Dawn leikur Evrédike og í mannþröng- inni á kjötkveðjuhátíð i Rio fellur hún í faðm Dauðans, sem er þar í líki óþreytandi og miskunnarlauss biðils. Það byrjaði allt með B. B. Berlín. Svo til á einni nóttu náði nýja stefnan undirtökunum og í fyrsta skipti í sögunni fjölmennti fólk til kvikmyndahúsanna til að horfa á kvikmynd, en ekki til að sjá einhverja sérstaka kvik- myndastjörnu. Þessi nýja stefna barst til Ameríku síðastliðið haust. Kvik- myndin „The Lovers" hlaut góða dóma hjá kvikmyndagagnrýn- endum, þótt siðferðispostular berðust af heift gegn henni, og kvikmyndin „The 400 Blows“ hlaut fyrstu verðlaun þar, sem bezta útlenda kvikmynd ársins. „Frakkland hefur tekið foryst- una í kvikmyndagerð“ er haft eftir ungum áhugamanni um kvikmyndir i París. Þétta er kannski of mikið sagt. En hitt er aftur á móti staðreynd, að ný gullöld í kvikmyndagerð er að hefjast í Frakklandi. Ber þar margt til. Frakkar eiga mjög færa tæknimenntaða menn og þeir hafa endurskipulagt fjár- stjóm kvikmyndaiðnaðarins. Ennfremur hefur stjórn de Gaulles veitt víðtæka ríkisstyrki til styrktar starfseminni, en rík- isstjórnin hefur á stefnuskrá sinni að efla listir í landinu. Forvígismenn nýju stefnunnar gerðu uppreisn gegn hefðbundn- um hugsunarhætti gömlu kvik- myndajöfranna. Þeir töldu sig ekk; hafa nóg svigrúm til að tjá sig eftir gömlu formunum. „Kvik myndin á að sýna raunveruleik- ann, daglegt líf fólks, tilfinning- ar þess og vandamál eins og þau birtast okkur í lífinu sjálfu". Þeessi skoðun forvígismanna nýju stefnunnar mætti auðvitað andspyrnu og fæstir spáðu þeim miklum frama á sviði kvik- myndagerðar. En þá gerðist það, að eiginkonu eins þessara ungu manna tæmdist arfur. Maðurinn hélt til fæðingarbæjar síns og gerði kvikmyndina „Le Beau Serge", sem vakti það mikla at- hygli, að honum var samstundis veittur ríkisstyrkur til að gera aðra. Var það kvikmyndin „The Cousins11. Báðar myndirnar voru frumsýndar í Farís í sömu viku og vöktu fádæma hrifningu. Nú fengu þessir ungu menn byr und ir báða vængi, urðu sér úti um peninga með einhverju móti og tóku að gera kvikmyndir. Næst kom kvikmyndin „The Lovers" eftir Louis Malle, en ástaratriði tveggja nakinna leikenda í þeirri mynd vakti mikla athygli sakir listrænnar meðferðar. Síðan komu þrjár kvikmyndir, sem segja má að hafi tryggt nýju stefnunni fylgi og fest hana í sessi. Eru það „The 400 Blows", eftir Truffaut, „Black Orpheus“ eftir Marcel Camus, og „Hiro- shima Mon Amour" eftir Alain Resnais. Litlu munaði að mynd þessi yrði aldrei fullgerð. Camus fékk enga peninga senda að heiman og hafði ekki ráð á öðrum næt- urstað en fjörunni í Brazilíu. Að lokum var það sjálfur forseti landsins, sem hljóp undir bagga með honum og veitti honum fjár hagsaðstoð. Camus segir svo frá, að myndin hefði aldrei orðið eins mikið listaverk, ef fjárhagsvand- ræði hefðu ekki steðjað að. Þá hefði hún verið of hroðvirknts- lega unnin. Kvikmyndina „Hiroshima Mon Amour" eftir Resnais telja Frakk ar sjálfir hátind nýju stefnunn- ar. Myndin fjallar um tvo elsk- endur, japanskan arkitekt og franska leikkonu og gerist á einni nóttu. Jafnframt því að lýsa þessari einu nótt í lífi þess- arra tveggja elskenda, lýsir hún fortíð þeirra beggja. Þau kynn- ast í Hiroshima, verða ástfang- in við fyrstu sýn og eyða nótt- inni saman. En þau fá aldrei l.ouis Malle, sem stjórn- aði myndinni ,Elskendurnir‘ hneykslaði marga með atrið um í líkingu við þetta á með fylgjandi mynd. Hann segir um þessa djörfu sögu um Madame Borary nútímars: „Þetta er ekki ósiðsöm mynd. Hún sýnir konu, sem finnur ást í eyðimörk ein- manaleikans“. streittust enn a móti. En nú tók ríkisstjórnin í taumana. Hún valdi þrjár kvikmyndir nýju stefnunnar til sýningar á kvik- myndahátíðinni 1 Cannes árið 1959. Frakkland gekk þar með stórfelldan sigur af hólmi. „Black Orpheus“ var valin bezta kvikmynd ársins. Truffaut var kjörin bezti leikstjórinn og „Hiroshima Mon Amour“ vann fyrstu verðlaun alþjóðasamtaka kvikmyndagagnrýnenda. Skoðun þessarar ungu manna, að kvik- myndagerð væri köllun, en ekki iðnaður, hafði unnið sigur. En Resnais sagði: „Þetta er aðeins byrjunin. Það verða yngri menn en við, menn, sem enn eru ekki komnir fram á sjónarsviðið, sem munu gera hina sönnu byltingu." SÍ-SLETT POPLIN (N0-IR0N) MINERVAo STRAUNING ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.