Morgunblaðið - 30.10.1960, Side 8

Morgunblaðið - 30.10.1960, Side 8
 ■***!*">*'•'• |>U' ’*»< ■- m -1» rffás^ ^j&taudi MORCUWBLAÐIB Sunnudagur 30. okt. 1960 Sunnudagur 30. okt. 1960 IIORGUNBLAÐ1Ð Menn voru almennt þeirrar skoðunar. að flugvélar yrðu aldrei sam- keppnisfærar við skipin Fleiri farþegar - lægri fargjöld FLUGFARGJÖLD munu lækka stórlega á næstu árum. Þessi þróun er þegar hafin, því það er nú orðið kappsmál flestra flugfélaga að hafa fargjöld eins lág og hægt er. Þá munu æ fleiri ferðast með flugvélum. Nýting farkostanna verður betri og hag- ur flugfélaganna að sama skapi. Xalandi tákn um straumhvörfin, sem eru a3 verða í samgöngumálum á Vesturlöndum, er það, a<V fyrstu sex mánuði ársins komu fleiri og fóru frá Bretlandseyjum með flugvélum en á skipum. Því er spáð, að innan tíðar verði flugfargjöld lægri en fargjöld með skipum — og þá verði það á hvers manns færi að ferðast með flugvélum, ekki aðeins stuttar vegalengdir innanlands, heldur milli landa og yfir höf. ★ ★ ★ í vor ákváðu IATA-flug- félögin verulega fargjalda- lækkun á ýmsum flugleið- um, m. a. yfir Atlantshaf. Enn frekari lækkun er boð- uð á næsta ári og í vor munu IATA-félögin enn koma saman og ræða næsta skrefið. Merk tíðindi á þessum vettvangi eru fargjaldalækk anir þær, sem brezka flug- félagið BEA hefur tilkynnt á innanlandsleiðum. Þar er um að ræða allt að 50% lækkun og gengur hún í gildi 1. apríl nk. Hér er þó eingöngu um að ræða lækk un á ferðamannafarrými. Jafnframt verður afnuminn afsláttur af farmiðum, þeg- ar keypt er fram og til baka. Þessir „tvöföldu" far- miðar verða þó ekki dýrari en áður. Heims- met JOHN F. DAVIS heitir flugmaðurinn og þotan hans er af gerðinni F4H-1, úr bandaríska flotanum. Hinn 25. september setti Davis nýtt heimsmet í 100 kíló- metra hringflugi og flaug hringinn á 40,9 sekúndum. Það samsvarar 2,237,26 km á klukkustund. Fyrra metið átti flugmaður úr banda- ríska flughernum og F-105b þota hans, 1,878,62 km á klukkustund. Lægsta gjaldið á bessari leið verður því fjögur sterlingspund, eða sem svar ar 424,00 íslenzkum krón- um. Nú er það 795,00 kr. Vegalengdin milli Glasgow og London er 554 km — og til samanburðar má geta þess, að milli Reykjavikur og Akureyrar er flugleiðin 250 km, en fargjaldið 455,00 krónur. Þessi mikla lækkun er BEA aðeins framkvæman- leg vegna þess hve farþega- straumurinn á innanlands- leiðum er orðinn mikill. — Það er orðið ódýrara að fljúga milli Glasgow og London en fara á fyrsta far rými járnbrautarlesta þessa sömu leið. Enn er lægsta fargjald með BEA liðlega 40,00 krónum hærra en gjaldið á öðru farrými með járnbrautarlest. En munur- inn á þægindum og hraða er sannast að segja ekki fjörutíu krónu virði. Slík er þróunkx í fluginu. Við bíðum og sjáum hvað setur. Hann sefur líka útvarpsefni fæstir hiusta er á? Hvaða það, sem í fljótu bragði mundu menn geta upp á ýmsu, en eftir að hafa athugað út- varpsdagskrána kæmi sennilega flestum saman um það, að þátturinn „Vik- an framundan“ sé fluttur hlustendum, þegar þorri íslendinga sefur. Þetta er á sunnud.morgnum kl. 9,30 sem nálgast að vera „fyrir allar aldir“ hjá mörgum. Virka daga hefst útvarpið með leikfimi, en á sunnudög- um er hún felld niður, sjálf- sagt vegna þess, að þá þurfa menn engin hjálparmeðul til að vakna, þeir sofa út. I stað-. inn er háttvirtum hlustendum sagt hvað útvarpið hefur að bjóða næstu viku, gagnlegur ' þáttur, sem mikði væri hlust- að á, ef hann væri t. d. fluttur kl. 2—3 aðfaranótt sunnudags. ur, í X-15 rakettuflugvél- inni. Þetta er ekki viður- kennt sem met, því X-15 fer ekki á loft af eigin rammleik. Hún er fest und- ir væng stórrar „móður- þotu“ og ekki sleppt fyrr en komið er upp í háloftin. Myndin er af Davis og líkani af þotu hans. Hann er hreykinn, það leynir sér ekki. Davíð, Goliat, hamarinn og Ásmundur. (Ljósm. Sveinn Þormóðsson). ,Eg er oröinn gamall S V E I N N Einarsson fil. kand. er einn þeirra, sem annast þennan þátt af hálfu „DAVÍÐ og Golíat — og hamarinn. Það fer vel á því, það er svo mikið af Davíðum og Golíötum þarna hjá Sameinuðu þjóðunum“, sagði Ás- mundur Sveinsson mynd höggvari. 1 höndunum hafði hann afsteypu af hamrinum fræga, sem hrökk í sundur í höndum Bolands, forseta Allsherjarþingsins, þegar Krúsjeff reif af sér skóinn og veifaði honum framan í heimsbyggðina. ★ ★ ★ Margir sendu Allsherjar- þinginu fundarhamar í stað þess brotna, eins og Mbl. hefur áður skýrt frá. Þegar síðast fréttist höfðu 10 hamrar borizt. Boland not- aði samt engan þeirra, held ur annan íslenzkan, sem gefinn var stjórnmálanefnd Allsherjarþingsins fyrir nokkrum árum. En nú er er ákveðið, að íslendingar gefi Allsherjar- þinginu hamar Ásmundar öðru sinni. Þetta er auð- velt, því Ásmundur var svo hygginn að taka afsteypu, enda þótt hann byggist ekki við að þörf yrði á öðrum eins. Ekki segist hann sjálfur geta gert nýja hamarinn. „Ég er orðinn svo gamall og slitinn", sagði listamað- urinn. „Það var erfitt að eiga við þetta palisander, sem ég notaði í hamarinn. Efnið var svo hart, að stundum gafst ég upp á að nota hnífinn og svarf þá með þjöl. Þetta er líka eini hamarinn, sem ég hef gert um ævina, ég geri ekki fleiri. Annars gætu þeir líka látið steypa hann í kopar, haft hann holan að innan. Þá yrði hamarinn ekki svo ýkja þungur. Ég veit ann- ars ekki hvað dugir á þessa háu herra þama hjá Sam- einuðu þjóðunum". Hvað gera þjófar? 1 FYRRAVETUR var sýnd- ur í Moskvu gamanleikur um þjófa og lögreglu. Lög- reglan var í leikritinu gerð heimsk og aulaleg — og þjófarnir léku alltaf á hana. Lögregla Moskvu- borgar mótmælti harðlega þessari móðgun við stéttina og þóttust höfundurinn og leikstjórinn góðir, því þeir héldu höfðinu. Þeir settust niður og endurrituðu leik- ritið. Hefur það aftur verið sett á svið, en nú er það lögreglan, sem leikur á þjófana. Ekki er þess getið, að þjófar hafi mótmælt, eins og lögreglan fyrr. Sveinn útvarpsins, og því spyrjum við hann: — Heldurðu að það sé mikið hlustað á ykkur á sunnudagsmorgnana? — Nei, sjálfsagt ekki eins mikið og við vildum, en þó held ég það séu fleiri en mann grunar í fljótu bragði. — Ertu ekki sjálfur syfj- aður, þegar þú ert að kynna dagskráratriðin? — Ég sef nú stundum á þessum tíma. En þegar ég segi frá vikunni framund- an, þá er það tekið upp á segulband á laugardögum. Langmestur hluti talaðs orðs er fluttur af segul- bandi nú orðið. -— Til þess að menn geti hlustað á sjálfa sig? — Nei, ég held nú síður! Það er fyrst og fremst vegna þess, að það auð- veldar bæði undirbúning og flutning dagskrárinnar. Það verður miklu meira öryggi í þessu, t. d. þegar um er að ræða samfelldar dag- skrár, nú. eða til að klippa burt einhverja delluna, sem maður lætur út úr sér. —. En hefurðu það þá á tilfinningunni, þegar þú talar inn á segulband, að einhver hlusti á þig? — Kannski er ekki rétt að spyrja mig að þessu, ég hef nefnilega aldrei talað beint, nema þegar ég fór með hestavísur í barna- tíma í gamla daga, þegar ég var sfex ára. Og því er ég búinn að gleyma. Annars er það stundum, að mér finnst ég vera að tala við hlustendur inni í stofunni hjá þeim, og stundum, þeg- ar ég hlusta sjálfur, þá finnst mér þetta vera ein- hver allt annar og óviðkom ÍSORAYA ætlar ekki I kvikmyndirnar. Hún hefur neitað tilboði frá Holly- wood, enda þótt leikstjórinn segði: Þetta er aðeins lítið hlutverk. Soraya svaraði: Ég hef ekki einu sinni „litla“ hæfileika. Hún er nú í Hollywood og drepur tím- ann. ★ ★ ★ Sem dæmi um þessa lækkun má nefna flugleið- ina London-Glasgow, sem margir fslendingar fljúga með BEA. Nú er fargjaldið aðra leiðina £ 7 lOs á ferðamannafarrými. Apríl- maí næsta ár verður það £ 5 5s, en þegar farþega- straumurinn er hvað minnst ur £ 4. Þetta nýja fyrir- komulag — að lækka far- gjaldið, þegar straumurinn minnkar, er haft til að jafna flutningana. — Júní- október verður gjaldið £ 6 15s og niður í £ 5 5s, en nóvember-marz £ 5 5s á máníxdögum til föstudaga. Yfir helgar £4. Davis var í 45,000 feta hæð (13,7 km), þegar hann setti metið, og sagði hann, að mesti hraði, sem hann hefði náð í hringnum hefði verið yfir 2,400 km. Viðurkennt heimsmet í beinu flugi er 2,454 km á klst. Það setti bandarískur flughersmaður i F-106 orr- ustuþotu í desember sl. — Mesti hraði, sem nokkur flugvél hefur náð, er 3,534 km á klst. og þar var að verki Joseph nokkur Walk- er, einnig Bandaríkjamað- Ungir elskendur Haustblíðan hefiur verið fá dæmamikil. Eitthvað fyrir unga elskendur að notfæra sér. Þau voru á gangi úti við Tjörn siðari hluta dags í vik unni, héldust í hendur og brostu í Iognblíðunni. Ung stúlka,, sem eitt sinn söng barnasálma, en nú dægur- lög. Helena Eyjólfsdóttir og unnustinn, Finnur Eydal, hljómsveitarstjóri. Þau eru nýtrúlofuð. — Ætla þau að giftast bráðlega? — „Það kemur sjálfsagt að því“, sagði Helena og varð undirleit. Svo héldu þau á- fram að horfa á endurnar á Tjörninni. Sveinn og húsið hans í hrauninu. — (Ljósm. Ól. K. M.) „Hér bý ég” Við spurðum Svein Torfa hve mikið húsið kostaði hann: „Ég segi ekkert um það. Húsið er ekki til sölu — og verður ekki. Hér ætla ég að búa. Nágrannar mínir eru sama sinnis. Við stöndum saman sem einn maður þó hann rigni eldi og brenni- steini“. ir alvöru um flugvöll á Álftanesi. Skrifaði hann heilsíðu grein í Morgun- blaðið til varnar húseign sinni og nágranni hans, Hjálmar R. Bárðarson, verk fræðingur, fylgdi fast á eft- ir með aðra grein. ★ ★ ★ Þarna í hrauninu eru ris- in allmörg mjög skemmti- leg hús, svo að sennilega eiga fleiri eftir að taka sér penna í hönd til að and- mæla flugvellinum. Það er heldur ekkert undarlegt þó heimilisfeður geri sitt til að koma í veg fyrir að stofu- gólf þeirra verði einn góð- an veðurdag grafið undir flugbraut, eða heimili þeirra svo nálægt fram- tíðarflugvelli Reykjavíkur, að hurðir gangi af hjörum, þegar flugförin hefja sig á loft. andi mér, sem er að tala. Maður þekkir ekki sína eigin íödd. — Svo það er kannski þess vegna að þú sefur á sunnudagsmorgnana? — Svo að maður fari ekki að býsnast yfir því, að Guð hafi ekki gefið manni betri útvarpsrödd. Við get- um sagt svo. „ÉG flyt ekki úr þessu húsi fyrr en í fulla hnef- ana. En það verður sjálf- sagt tekið eignarnámi, ef þeir ákveða að by-ggja flugvöll hér“, sagði Sveinn Torfi Sveinsson, verkfræðingur. Hann er nýbúinn að reisa sér myndarlegt og nýtízku- legt hús á Álftanesi. Mikill áhugi er á byggingu flug- vallar þar í stað Reykja- víkurflugvalíar. Hús Sveins Torfa yrði þá sennilega í miðri flugbraut, samkvæmt þeim tillögum, sem þegar hafa komið fram. ★ ★ ★ Sveinn brá skjótt við, þegar umræður hófust fyr-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.