Morgunblaðið - 05.11.1960, Qupperneq 17
Laugardagur 5. nóv. 19G0
MORCUNRLAÐIÐ
17
Heymjölsverksmiðja í
Höfðakaupstað?
Þar eru góð skilyrði tyrir hendi
til sliks reksturs
NOKKUÐ hefir verið rætt og
ritað um vinnslu heymjöls hér
á landi undanfarið og nú hefur
SÍS riðið á vaðið og hafið fram-
kvæmdir til heymjölsvinnslu í
stórum stíl. Ennfremur er boðuð
álitsgjörð frá Rannsóknarráð:
ríkisins um vinnslu heymjöls og
væntanlegra heymjölsverksmiðju
ríkisins. Ekkert hefur verið látið
uppi, hvar slík verksmiðja ætti
að vera, en af blaðaskrifum mætti
aetla, að Rangárvallasýsla væri
heppilegasti staðurinn, og vel má
iþað vera. En nú hefur SÍS verið
á undan ríkinu og hafið undir-
búning á byggingu heymjöls-
verksmiðju þar, svo mér finnst
f>að væri ekki skynsamlegt að
byggja tvær verksmiðjur svo til
hlið við hlið þar sem heymjölið
yrði væntanlega notað um allt
land og ef til vill flutt út.
Svo hagar til, að hér norður í
Höfðakaupstað, er stór síldarverk
smiðja, sem ríkið á. Hún hefur
staðið að heita málítið sem ekk-
ert notuð frá byggingu og vonir
manna hér um að þessi verk-
smiðja yrði lyftistöng í atvinnu-
lífi kaupstaðarins og héraðsins,
orðið að engu. Mikill áhugi er
nú hér fyrir því að nýta þessa
verksmiðju, en tiltölulega mjög
lítill kostnaður er við að útbúa
hana þannig, að verksmiðjan geti
unnið heymjöl. Ég ætla að taka
þetta til frekari athugunar.
I>egar verksmiðjan er staðsett,
þarf einkum að taka til athugun-
ar þrjú atriði, en þau eru, hrá-
efnisþörfin, vinnslan og sala af-
urðanna. Til þess að hægt sé að
reka verksmiðju með hagnaði,
og við skulum vona að forráða-
menn ríkisins séu komnir yfir
það stig, að kasta peningum okk-
ar í botnlausa hít hallareksturs-
ins, þarf hráefnið að vera ódýrt
og ótakmarkað, vaxtakostnaður
má ekki vera of mikill þ. e. ekki
má bera of mikið í verksmiðjuna
sjálfa og síðast en ekki sízt, að-
gangur að nægilegum markaði.
Ef við tökum þessi atriði til
athugunar hvert fyrir sig, þá
lítur það þannig út:
1. Ríkið á allt land í Höfðakaup
stað. Þar eru nú þegar tugir, ef
ekki hundruð hektara framræstir
og uppþurrkaðir og álíka mikið
land, sem leigt hefur verið til
ræktunar og er þegar ræktað.
Auk þess á ríkið prestsetursjörð-
ina Höskuldsstaði, en þar eru
víðáttumiklir melar, sem ekki
þarf annað en að sá í og bera á.
Landrými er því nægilegt og sam
kvæmt skýrslu, sem birtist í Tím-
anum fyrir nokkrum árum, og
mig minnir að hafi verið eftir
Pál Zophoníasson, man ég ekki
betur en að ræktaði hektarinn í
Húnavatnssýslu gæf- mesta töðu
á öllu landinu. Svo að þessu leyti
er Höfðakaupstaður ekki aðeins
sambærilegur heldur betur sett-
ur en aðrir staðir á landinu.
2. Ég vil ekki fullyrða um, að
hve miklu leytj hægt er að nota
síldarverksmiðjuna sjálfa og vél-
ar hennar til heymjölsvinnslu.
Menn, sem ég álít að ættu að vita
hvað þeir eru að segja, telja
kostnaðinn lítinn við viðbótarvél-
ar og breytingu á verksmiðjunni.
Hitt er staðreynd, að hér er nægi-
legt geymslurúm fyrir afurðir.
Orka er hér nægileg og mannafli
til þess að vinna við verksmiðj-
una. Og við skulum leggja á-
herzlu á, að þá verður nýtt tug-
milljóna fyrirtæki, sem vart hef-
ur verið sett í gang enn. Ég tel
að þessi liður hljóti einnig að
vera Höfðakaupstað hagstæður.
3. Þegar kemur að því að koma
vörunni á markað, þá hefur
Höfðakaupstaður slíka yfirburði,
að það eitt ætti að nægja, jafn-
vel þótt báðir hinir liðirnir væru
til muna óhagstæðir. Þá tek ég
það sem staðreynd, að SÍS er að
koma sér upp heymjölsverk-
smiðju á Rangárvöllum.
Við skulum hafa það í huga,
að síldarverksmiðjan stendur á
hafnarbakkanum, þannig að
flytja má afurðirnar beint í skip,
þær sem fara ættu austur um
land. Og flutningur heymjöls tií
flestra bænda í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslu ætti að vera
ódýrari en flutningur frá verk-
smiðju t. d. Gunnarsholti og tii
hafnar í Reykjavík. Því allar lík-
ur eru til þess að Reykjavík verði
notuð fyrst um sinn sem útskip-
unarhöfn.
Heymjöl frá verksmiðju SÍS
verður eðlilega notað fyrst og
fremst um Suður- og Vesturland,
en frá Höfðakaupstað um Norður
og Austurland, þar til þörfin kall
ar á fleiri verksmiðjur. Svona
myndi það vera, ef eðlilegir við-
skiptahættir væru í heiðri hafð-
ir, en svo gæti einnig gamli upp-
bótahugsunarhátturinn gripið
Sambandið og forsvarsmenn
þessa ríkisverksmiðjumáls og
verksmiðjunum tveimur tillt upp
hlið við hlið, fjárhag þjóðarinn-
ar til stórkostlegs óhags.
Ég vil ennfremur bæla nokkr
um orðum við, sem gera staðsetn
ingu verksmiðjunnar æskilega í
Höfðakaupstað. Þar er unnið síld-
armjöl í verksmiðjunni og það
er vel hægt þótt síldarverksmiðj-
an vinni jafnhliða heymjöl. Þarna
má því hafa kjarnfóðurblöndu og
flytja inn óunnið korn og mala
það í kvörnum síldarverksmiðj-
unnar. í þessu sambandi má
minna á það, að miklu verðmæti
er fleygt í sjóinn á ári hverju
frá sláturhúsum. í Húnavátns-
sýslum og Skagafjarðarsýslu er
sennilega slátrað hátt í 150 þús.
fjár' á hausti auk stórgripa. Ef
því, sem nýtilegt er úr þessurc
skepnum en nú er kastað, væri
breytt í mjöl mætti nota slíkt i
kjarnfóðurblöndu, að vísu ekki
nema 3—5%, en þarna hlýtur að
vera um þjóðhagslegan sparnað
að ræða.
I Húnavatnssýslu rignir yfir-
leytt ekki mikið. Þannig að lang-
Fréttir nr
Stykkishólmi
Stykkishólmi 3. nóv.
HAUSTSLÁTRUN er nú senn
lokið í Stykkishólmi. Á vegum
Kaupfélags Stykkishólms var alls
slátrað 12.150 fjár á sex stöðum.
Vænsta dilkinn, sem vó 26.9 kg ,
átti Bjarni Lárusson verziunar-
maður í Stykkishólmi.
í verzlun Sigurðar Ágústssonar
var slátrað um 6000 fjár, og er
það mikil aukning frá í fyrra, en
þá var slátrað þar milli 4 og 5
þús. Meðalþungi diika var líkur
og í fyrra, en þá var hann við
meðailag. Endanlegar tölur eru
ekki enn fyrir hendi.
Afli sæmilegur
Afli hefur verið sæmilegur á
trillubáta og gæftir í október
ágætar.
Kjartan Ó. Bjarnason kom til
Stykkishólms sl. mánudag og
sýndi myndir, sem hann hefur
tekið hér í Breiðafjarðareyjum.
Einnig sýndi hann myndir frá
Svíþjóð og Ólympíuleikunum. Að
sókn var ágæt og góður rómur
gerður að sýningu hans, enda
eru myndirnar afbragðs vel teka
ar. Héðan fór Kjartan ti] Ólafs-
víkur. — Fréttaritari.
ir óþurrkakaflar eru sjaldgæfir.
Verksmiðja staðsett í Höfðakaup-
stað þarf því ekki að eyða mik-
illi orku í að þurrka rigningar-
vatn úr nýslegnu grasú.
Ef einhver vandkvæði vseru á
því að koma upp ræktun í nægi-
lega ríkum mæli nú þegar, ma
fá hráefni með því að bændur
leggi inn nýslegin hey og taki
svo mjölið út aftur. Greiði að-
eins vinnslu. Þessu er varpað
fram til athugunar.
Ég rita þessar línur vegna þess,
að hér er á ferðinni mikið hags-
munamál, ekki aðeins fyrir Höfða
kaupstað, heldur einnig Húna-
vatns- og Skagafjarðarsýslur og
raunar má segja allt Norður og
Austurland. Ef til vill lít ég um
of á hið jákvæða en gleymi ókost
unum við heymjölvinnslu í Höfða
kaupstað, en þá er því til að
svara, að Ágúst Jónssön, raf-
virkjameistari sem að öllum öðr-
um ólöstuðum á þó mestan þátt
í því að farið er að hugsa um
heymjölsvinnslu hér af alvöru,
hefir litið hér á aðstæður og lit-
izt vel á þær.
Að lokum þetta: Heymjöls-
vinnsla er enn á byrjunarstigi og
þess vegna ekki rétt að festa
of mikið fjármagn í byggingum,
sem ef til vill verða ekki til fram
tíðarnota. Hins vegar verður allt-
af not fyrir ræktað land, hvort
sem það er unnið norður í Húna-
vatnssýslu eða suður á Rangár-
völlum. Ég vil því leggja til og
beina þeirri áskorun til ráða-
manna ríkisins, að nýta verk-
smiðjuna í Höfðakaupstað til hey-
mjölsvinnslu og nota þá peninga
sem sparast við það, miðað við
stofnkostnað nýrrar verksmiðju,
heldur til framhaldsrannsóknar
á nýtingu innlendra fóðurefna
til framleiðslu kjarnfóðurs til
notkunar innanlands og til út-
flutnings.
Jón ísberg
Aðstoð
við aldraða
AUÐUR AUÐUNS upplýstl á
fundi bæjarstjórnar í gær, að
væntanlega yrðu lagðar fyrir
| næsta fund bæjarráðs niðurstöð-
ur af athugunum stjórnar Héilsu
verndarstöðvarinnar á möguleik
um til að taka hér upp sérstaka
starfsemi til aðstoðar öldruðu
fólki, sem býr í heimahúsum og'
fremur vill vera þar en á eili-
heimilum. Slík aðstoð er veitt
í ýmsum löndum og hefur mál-
ið nú verið til athugunar hér
síðan í sumar.
Guðmundur Guðbrandsson
Nokkur minningarorð
Fæddur 5. ágúst 1886.
Dáinn 4. október 1960.
Guðmundur Guðbrandsson var
fæddur á Sámstöðum í Laxár-
dal 5. ágúst 1886. Foreldrar
hans voru Guðbrandur Guð-
brandsson og Margrét Guð-
mundsdóttir.
18. maí 1912 giftist Guðmund-
ur eftirlifandi konu sinni Sig-
ríði Einarsdóttur Þorkelssonar
bónda á Hróðnýjarstöðum. Þau
eignuðust börn, þrjár dætur og
tvo syni. Þau heita: Jófriður,
Kjartan, Margrét, Ingiríður og
Ragnar.
Guðmundur mun hafa byrjað
búskap á Leiðólfsstöðum árið
1913 á hálfri jörðinni á móti
Bjarna Hallgrímssyni, stjúpföð-
ur sínum. Bjó hann þar síðan til
1948 eða í 35 ár. Eitt ár mun
hann svo ha'fa verið á Saurum
í Laxárdal áður en hann flutti
hingað suður til Reykjavíkur.
Öll sín búskaparár starfaði
Guðmundur mikið að félags-
Hyggin móðir! Hinn erfiði
starfsdagur gefur henni engan
tíma til að bjástra við van-
gjöfula kúlupenna. Þess vegna
velur hún hinn frábæra Park-
er T-Ball . . . hinn nýja kúlu-
penna sem gefur strax, skrifar
mjúklega á allan venjulegan
skrifflöt, og hefir allt að fimm
sinnum meiri blekbyrgðir.
POROUS-KULA EINKALEYFI PARKERS
Blelciö streymir um kúluna og matar hin-
ar fjölmörgu blekholur . . . Þetta tryggir
að blekið er alltaf skrifhæft í oddinum.
Parker Í&H kúlu|,enni
A PRODUCT OF
Ý
THE PARKER PEN COMPANY
9BII4
málum í sveit sinni. Hann Yar
yfir 20 ár deildarfulltrúi í kaup-
félagi Hvammsfjarðar. Einnig
var hann formaður búnaðar-
félags Laxdæla um langt skeið,
og formaður Fiskiræktar og
veiðifélags Laxdælinga frá því
félagið var stofnað og þar til að
hann fluttist burt úr sveitinni,
enda var hann brautryðjandi
þess.
Snemma mun hafa borið á því
að hugur Guðmundar hneigðist
meir til smíða en búsýslu; þó
vann hann mikið á þeim tíma
að byggingum og túnrækt á bú-
jörð sinni Leiðólfsstöðum. Hefur
honum þó stundum að líkindum
verið eitthvað svipað innan-
brjósts gagnvart gyðju listar
sinnar og 'Stephani G. Stephans-
syni, er hann orti um sjálfan
sig og Ijóðdísina:
„Þú helgaðir stritinu hraustleik
og dag,
mér hríðar og nótt og þreytu".
Það var baráttan milli skyldu-
starfanna og listhneigðanna.
Guðmundur var gæddur sf-
vakandi athyglisgáfu og fóru
smáatriðin sízt fram hjá honum,
sem mörgum finnst lítið til
koma, en geta þó stundum orðið
aðalatriði á leiksviði lífsins, og
svo var hann mikill unnandi
fegurðar að eðli, að hvorki orð
né gerðir lét hann frá sér fara
nema með ágætum væri, eins og
öll hans smíði vitnar um.
Mér leið alltaf vel í návist
Guðmundar, en þó sérstaklega
ef ég var einn með honum, því
þá fannst mér hann njóta sín
bezt og vera skemmtilegastur.
Guðmundur var ekki lærður
maður, en hann var það sem
meira var, hann var með mennt-
uðustu mönnum í þessa orðs
sönnustu merkingu.
Á þeim árum sem Guðmundur
var að alast upp var margt ó-
líkt því sem nú er. Það var eig-
inlega annar heimur. Skilyrði
til lærdóms voru mjög af skom-
um skammti hjá öllum fátækari
ungmennum á þeirri tíð, enda
varð það hlutskipti Guðmundar,
eins og svo margra annarra
efnilegra manna á þeim tíma að
fara á mis við allan lærdóm í
þeirri grein sem hugur hans og
hæfileikar stóðu til. En þrátt
fyrir slík skilyrði auðnaðist
Guðmundi að ná framar ýmsum
þeim sem lærðir voru. Sönnuð-
ust þannig á honum ljóðlínur
Klettafjalla-skáldsins:
„Sá lendir stundum hæsta hlut,
sem hefur keypt hann dýrast".
Jóh. Ásgeirsson.
Smurt brauð
og snittur
Opið fra kb 9—15 ) e. h.
Sendum heiin.
Brauðborg
Frakkastig 14 — Simi 18680.