Morgunblaðið - 05.11.1960, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.11.1960, Qupperneq 20
20 MORCVNTtLAÐIÐ Laugardagur 5. nóv. 1960 — Eg datt um kampavíns- kassa í myrkrinu, sagði hún hreykin við Mary. Þetta var ekki nema trúlegt, því að milli míns herbergis og foreldra minna voru tvö fataherbergi, þar sem ‘voru geymdir axlarháir hlaðar af kampavínskörfum, Mary Dempsey var vel læs á loftvogina, sem sýndi samkomu- lagið á heimilinu. Þegar pabbi hætti að vera út af eins hræddur við mig og fyrst, tók hann mig í fangið öðru hvoru. En þegar hann kom þjótandi inn til mín og sagði. — Má ég snöggvast lána hana Treepee? og hvarf svo af skyndingi inn til mömmu, þá vissi Mary hvað Jdukkan sló. Pabbi ætlaði að nota mig sem friðarfána. Og þegar hann svo kom með mig aftur, ofsakátur, iagði mig í rúmið og kyssti mig góða nótt, þá vissi hún, að allt var í lagi — í bili, að minnsta kosti. Mörgum árum seinna, þegar ég sjálf leið allar helvítis kvalir, sagði mamma: — Við pabbi þinn hefðum átt að kynnast þegar við vorum svo sem tveggja ára göm ul — þá hefðum við kannske get að vanizt hvort öðru. Mamma þjáðist af sífelldum ó- róa, sem gaf henni engan stund- legan frið. Hún átti í stöðugum bardaga við djöful, sem hún gat ekki sigrazt á. Enda þótt hún væri uppalin samkvæmt evrópsk um höfðingjareglum, sem töldu fína fólkið vera sérstaka stétt, þá barðist hún gegn þessum regl um hvað sjálfa hana snerti, en fyrir þeim, hvað mig snerti. Hún lét mig aldrei gleyma því, að Oelrichsættin væri framarlega í hópi fína fólksins, hvort heldur hérlendis eða erlendis. Móðir móður minnar — bless uð amma gamla Tibi — var borin og barnfædd í Vínarborg, dóttir riddarans Karls F. de Loosey, sem var .í utanríkisþjónustunni og var sendur sem aðalræðis- maður fyrir Austurríki-Ungverja land. Tibi amma óx upp við hirð Franz Jósefs keisara. Þegar hún var krakki, lék hún fjórhennt með Franz Liszt, og á fyrsta dans leikunm sínum hafði hún Hein- rich Lichtenstein fursta fyrir herra, og til dánardægurs síns átti hún armband, sem einn að- dáandi hennar, Ludwig Victor erkihertogi, yngsti bróðir keisar- ans, hafði gefið henni. Þegar Tibi var tvítug — árið 1878 — kom hún til Bandarikj- anna, og giftist svo þar Charles May Oelrichs frá Baltimore. Oelricharnir, sem voru umboðs menn ffrir Norddeutscher Lloyd skipafélagið höfðu flutzt til Am- eríku árið 1780. Charles afi minn var í móðurætt kominn af May- ættinni í Maryland, gamalli ætt, þar sem karlmennirnir voru fræg ir fyrir dugnað sinn og fríðleik, og urðu flestir ef ekki allir aðmír álar eða stjórnmálamenn. En afi minn varð hvorugt. Eftir að hafa reynt sig við sveitabúskap í Oel- richs, S-Dakota — sem var kennt 'við ættina — keyti hann sér sæti í kauphöllinni í New York, og ár um saman, áður en hann fluttist til Newport, stóð hann fyrir eig in víxlarafyrirtæki. Árið 1890 lenti hann í kreppu og var þá orðinn ekki rétt. vel stæður, á Newport mælikvarða reiknað, en þar var þá saman kominn mestur fjöldi auðmanna á einum stað, sem þá þekktist í Ameríku. Stundum rugluðu . blöðin afa saman við eldri bróður hans, Her mann, og þá var afi vanur að reka upp hrossahlátur og segja: — Nei, kallar mínir, þið eigið víst ekkert erindi við mig, held- ur einhvern ríkan Oelrich! Char- les afi og Tibi amma bjuggu í indælu gulu húsi í einni af ó- fínni götunum í Newport, en Her mann í stóru marmarabákni, sem kallað var Rósaklettur, þar sem Tessie kona hans ríkti í konung- legum glæsileik, og þarna var einn aðal-samkomustaður fxna fólksins. Húsið var sagt vera meira en tveggja milljón doll- ara virði og í því voru tuttugu og tvö svefnherbergi, hvert með sér baðherbergi. Engu að síður voru nægileg efni á æskuheimili mömmu til þess að hún gæti haft í kring um sig sérstaka þjónustu stúlku og bryta. Kynningarveizl an hennar, 1908, var viðburður meðal fína fólksins það árið. Hún var uppstökk, áberandi falleg, þvei-úðug, jafnvel hneykslan- leg — hún var rekin úr Brearly skólanum fyrir að hella viskíi í súpu einnar kennslukonunnar — hún 'var fegurðardrottningin í Newport, sem jafnvel hertogar voru á hælunum á, auk heldur smærri aðalsmenn. Viku eftir að mamma komst í fullorðinna tölu, fór hún til Paris ar að heimsækja Lily systur sína. Lily var falleg, ekki síður en mamma, og svo var hún með aðalstitil í þokkabót. Hún var hertogafrúin af Mecklenburg, þar eð hún hafði gifzt inn í hliðar grein af Hohenzollernættinni. Lily fræka hafði hinar og þessar fyrirætlanir með mömmu. Hún efndi til veizlu, þangað sem hún bauð, sem borðherra systur sinn ar einhverjum eftirsóttasta ein- hleypingnum í allri álfunni, markgreifanum af Anglesey. En svo bilaði vagninn hans á leið- inni, svo að hann náði aldrei í veizluna, en mamma lenti við hliðina á Leonard Thomas, frá Fíladelfíu, sem var embættis- maður í ameriska sendiráðinu í París. Thomas, sem þá var rúm- lega þrítugur, kurteis, greindur og forríkur, las fyrir hana ljóð, ók henni á ofsahraða út um sveit ir Frakklands í Panhard kapp- akstursbílnum sínum, bauð henni í óperuna og á aðrar leik- sýningar — og fékk jáyrði henn ar. Þau giftust sama árið. Sem unga frú Thomas lifði maxnma eins og drottning. Svart ur og gylltur Rolls Roycebíll var alltaf til taks handa henni. Hún fór í veizlur, sem haldnar voru fyrir prinsinn af Wales, og þá kvöldverðarboð hjá Alexander, stórhertoga af Rússlandi. Franski tízkumálarinn Paul Helleu mál- aði andlitsmynd af henni, og kall aði hana „fegurstu konu Ame- ríku“. Svo dvaldist hún á víxl eftir árstíðum í New York — Southampton — Palm Beach og á meginlandinu. En svo eftir að Leonard og Robin fæddust, hljóp fjandinn í mömmu. Þetta fína fólk gat auð vitað verið ágætt það sem það náði og þessir tignu herrar, sem fýlltu sali hennar voru sjálfsagt fullgóðir, en henni leiddist þetta bara. — Gæti ég'bara fengið eitt hvað, sem eitthvert gagn og kjarni er í! sagði hún einhvern- tima við vinkonu sína. Og ekki batnaði þegar ófriðurinn brauzt út og Leonard Thomas varð að fara í herinn. Blanche Oelrichs Thomas hvarf nú af sjónarsviðinu og Michael Strange kom í staðinn. Hún klippti hárið á sér stutt. Hún gekk um göturnar í Newport með vindling í munninum, en slíkt var alveg óheyrt af konu. Hún klæddist karlmannsbuxum og karlmannshatt bar hún á höfði — barðastóran hlemm. Hún tók að yrkja ljóð og skrifa leik rit, sækja listamanna- og rithöf undasamkomur í Greenwichþorp inu. Hún kastaði sér út í kven- réttindahreyfinguna. Hvítklædd og berhöfðuð gekk hún upp eftir Fimmtutröð í broddi fylkingar fyrir fjölda kvenna, sem æptu: „Gefið ðkkur kosningarrétt!" Áð ur en þessari byltingarstarfsemi mömmu lauk, hafði hún reynt sig sem ljóðskáld, leikritahöfund ur, leikkona, rithöfundur, fyrir- lesari og stjórnmálamaður. Þegar pabbi hitti hana í leik arasamkvæminu, var hann líka kominn í vandræði með sjálfan sig. Fyrsta hjónabandi hans, með Katherine Harris, var lokið; því lauk með skilnaði eftir sjö ár. Velgengni hans á leiksviðinu full nægði honum ekki; hann hafði viljað vera málari en ekki leik ari. Mörgum árum seinna sagði hann við mig í trúnaði: — Mér finnst ég deyja í hvert sinn sem ég smyr á mig þessari málningu, til þess að koma fram fyrir fólk, eins og fífl og bjáni. Hann hafði lært ‘ málaralist í London, reynt að mála leikhúsaugiýsingar í New York, jafnvel teiknað skop- myndir fyrir Arthur Brisbane, hinn mikla Hearst-ritstjóra Even ing Journals í New York. En ættarerfðimar urðu yfir- sterkari. í fjóra liði í Englandi og Ameríku höfðu verði leikarar í ættinni. Lionel bróðir hans, Ethel systir hans og föðurbróðir þeirra John Drew, voru öll í leik listinni. En sjálfur steig hann ekki fæti á leiksvið fyrr en haivn var tuttugu og eins árs. Einhver smáleikari, sem vann m^ð Ethel frænku í leikflokki, sem þá var staddur í Fíladelfíu, var kallaður burt vegna dauðsfalls heima hjá honum. Þá símaði Ethel til pabba að koma þangað með fyrstu lest frá New York. Þá var Brisbane einmitt búinn að réka hann fyrir að vera ekki búinn með timbur mennina sína um hádegi, og hann var fjárþurfi, svo að hann fór til Fíladelfíu. Tveim árum seinna gerðist svo það, að faðir hans og afi minn, Mauriee Barrymore dó í geð- veikrahæli. Hann var geysilega fyndinn og lífsglaður maður, með mikla lyst á lífinu, og hafði ver ið átrúnaðargoð leikhúsgesta um langt skeið. Eftir jarðarförina slóst pabbi í hópinn með Ethel. En brátt kom þar, að ekki mun aði hársbreidd, að leikstjórinn, Daniel Frohman, ræki hann fyrir drykkjuskap. Ethel hjálpaði hon um þá til að rétta sig við og bein línis neyddi hann til að leika með sér í Brúðuheimili Ibsens. Og nú fór hann að vekja athygli hjá leikdómurunum. Svo fór hann úr einu leikritinu í annað og náði hámarkinu sem Hamlet, en þeirrar sýningar er enn minnzt af þeim, sem sáu. Mamma og pabbi urðu að bíða næstum þrjú ár áður en þau gátu gift sig. Þegar Leonard Thomas — Já en mamma. Þegar ég kemst í Iandsliðið, þá minnistu þess með gltði, hve snemma ég komst upp á lagið með að hitta í mark! í Ú ð TM AFRAID THGRE AR0NT MANY FI6H 1N THIS AREA, MR. TRAIt, BUT I'LU BE GLAD TO TRY YOUR RLUS AWHILE BEFORE WE LEAVE/ - hprtí; I'M SORRY THIN6S TURNED OUT THE WAY THEY DID, MR. MALOTTE/ Tf ■ MR. BLAKELY, YOU WON'T BE LEAVING ON THE PLANE UNTIL NOON TOMORROW... l'D UKE TO CARVE A . PLUG OR TWO FOR YOU TO TRY ON THE FISH IN THE MORNING BEFORE YOU GO/ GOOt>... l'LL GET TO WORK/ "wf wt t--— -] — Mér þykir leitt að máiinu skyldi lykta þannig, Jói! — Herra Blakely, þér farið ekki fyrr en með hádegisvélinni á morgun. Ég vildi gjarnan fá að skera út gervibeitu sem þér gætuð reynt í fyrramálið áður en þér farið! — Ég er hræddur um að lítið sé um fisk hérna Markús. En ég skal með ánægju reyna beituna yðar áður en ég fer. — Ágætt. Það er þá bezt að hefjast handa! kom heim af vígvellinum, sagði mamma — sem hataði óhrein- skilni og undirferli — honum, strax fyrsta kvöldið, að hún elsk: aði Jack Barrymore. Thomas varð auðvitað hneykslaður, en vildi ekki trúa þessu og datt ekkj annað í hug hug en þetta væri bara augnabliks „skot“. Sendi hana svo til Kalifomíu til að gleyma og jafna sig. En pabbi el ti hana þangað. En þá nam Thomas hana á brott og fór með hana í aðra brúðkaupsferð, i þeirri von* að getað bjargað hjónabandinu, vegna drengjanna. En sú tilraun, mistókst. Og þá tók Charles afi til við hana. Að giftast Jack Barrymore, sagði hann, væri vís glötun. Að vísu væri náunginn hæfileikamaður, en algjörlega á- byrgðarlaus og svallsamur, bendli aður við konur og áfengi og gæfi opinberlega fjandann í allar siða reglur beirrar stéttar, sem hún. tilheyrði. Og síðast en ekki sízt, væri hann leikari. En hafi Charles gamli afi verið járnkarl, var mamma úr stáli. — Það var alveg sama hvað þú seg- ir, ég fer mínu fram jafnt fyrir því, sagði hún. Og loks kom að því, að Thomas gaf eftir skilnað- inn en bætti við: — Þú átt eftir að koma til mín aftur, Michael. Og það munaði minnstu, að hann yrði sannspár. Meðan mamma var að bíða eftir lögskilnaðinum í Frakklandi, fannst einhverjum Oelrichnum það tímabært að skrifa henni, að John Barrymore, sem þá var að jafna sig eftir það, sem blöðin kölluðu „tauga- þreytu“, hefði sézt slagandi full ur úti á götu. Þegar pabbi hafði ekki heyrt frá mömmu í firnm daga, fór hann að síma til hennar í ósköp um: „Ó, elskan mín, hvað í herr ans nafni getur gert þig svona kalda við mig . . . ? Eg hef skrif að þér bréf, sem voru eins og sið ustu kvalaóp hinna fordæmdu í dal dauðans, og rifið þau sundur aftur . . . En hún var þögul eftir sem áð ur_ Hann hafði lofað henni að drekka ekki, og það loforð hafði hann svikið. Vissi hann þó vel, að áfengið hafði orðið föður hans að aldurtila. Þetta gat hún ekki fyrirgefið honum. En pabbi kastaði sér flötum niður. — Ó, elskan mín, ég hef beðið og þreyð og bölvað eftir þér alla ævi mína, eins og skip- brotin sál á eyðiströnd . . . ó, í guðs nafni, trúðu því, að framtíð arvegur þinn er stráður smáögn um af hjarta mínu handa þér að ganga á, svo að fætur þínir þurfi gjíltvarpiö Laugardagur 5. nóvember 8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir). 14.30 Laugardagslögin. — (15.00 Fréttir). 15.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn- laugsson). 16.00 Fréttir og veðurfregnir. 16.05 Bridgeþáttur( Stefán Guðjohn- sen). 16.30 Danskennsla (Heiðar Astvalds- son). 16.55 Lög unga fólksins (Jakob Möíl- er). 18.00 Utvarpssaga barnanna: ,,A flótta og flugi", eftir Ragnar Jóhann- esson: III. (Höf. les). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Tómstundaþáttur barna og ung- linga (Jón Pálsson). 19.00 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Tónleikar: Symfonie Espagnole (Spænska sinfónían) eftir Lalo (Arthur Grumiaux fiðluleikari og Lamoureux-hljómsveitin leika Jean Fournet stjórnar). 20.25 Leikrit: „Astarsaga prófessors- ins“ eftir James M. Barrie. — Þýðandi: Hjörtur Halldórsson. — Leikstjóri: Baldvin Halldórsson, Leikendur: l>orsteinn Ö. Step- hensen, Helga Bachmann, Her- dís Þorvaldsdóttir, Guðbjörg t>or bjarnardóttir, Inga Þórðardóttir, Þóra Friðriksdóttir, Valur Gísla- son, Ævar Kvaran, Jón Aðils, Róbert Arnfinnsson og Jón Sig- urbjörnsson. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Dansög, þ.á.m. leiur Lúdó-sex* tettinn. Söngvari: Stefán Oiafs* son. 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.