Morgunblaðið - 08.11.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.11.1960, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 8. nóv. 1960 MORGUNTILAÐIÐ 3 ★ EINS og áður hefur verið skýrt frá í blöðum, tfundu tollgæzlumenn mikið af smygl varningi f Lagarfossi, er skip- ið kom frá Ameríku sl. laug- ardag. Vamingurinn var fal- inn víðs vegar í klefum skips manna, aðallega njilli þilja. Leit að smyglvarningi í skip- inu hefur verið haldið áfram síðan og hefur aðallega beinzt að varningi í lestum skipsins. Á laugardag og í gær tók toll- gæzlan í vörslur sínar fjóra stóra trékassa, er henni virt- ust grunsamlegir. Einn þess- ara kassa var opnaður síðdeg is í gær og reyndist hann vera fullur af gerfibrjóstum, brjóstahöldurum, leikföngum og barnafatnaði. Kassinn var merktur fyrirtæki hér í bæ, sem verzlar með bifvélahluti. Tollþjónunum virtist kassinn Vantar virkilega svona mikið af gervibrjóstum á íslandi? (Ljósm.: 01. K. M.) Smyglhringur að verki? í upphafi grunsamlega stór til að innihalda bifvélahluti. Nokkru eftir að þessi kassi kom fram, fannst annar kassi merktur sama fyrirtæki og með sama farmskrárnúmeri. Hefur greinilega verið til þess ætlazt, að búið væri að koma fyrri kassanum undan, þegar sá síðari, rétti kassinn, kæmi fram, því hann var það mikla neðar í lestinni, að hann hefði ef til vill ekki komið frím fyrr en degi síðar, að minnsta kosti mörgum klukkutímum síðar. Þetta er mjög útreiknuð og lymskuleg aðferð, sem erfitt er að koma í veg fyrir, nema sá sem fylgist með því sem kemur upp úr skipmu sé þeim mun gleggri og minnist þess að kassi með sama núm eri hafi áður komið upp úr lestinni. Oft er skipt um menn í þessu starfi og gerir það eftirlit enn erfiðara viðfangs. ★ Það er einróma álit toll- gæzlumanna, sem unnið hafa að leitinni að smyglvarningi um borð í Lagarfossi, að til þess að smyglaðferð geti heppnast, hljóti að vera sam- band á milli þeirra sem sjá \un uppskipun varningsins hér hei-ma, og þeirra sem skipa honum út erlendis. Hvort smygluðu kassarnir eiga að hverfa á leiðinni frá skipinu í vöruskemmur eða eftir að þeir eru komnir í vörugeymslurnar, er ekki vitað, þar sem þeir uppgötv- uðust um borð í skipinu sjálfu. Það má fyrst og fremst þakka þeirri nýju aðferð toli- gæzlunnar, að fylgjast með varningnum niðri í lestunum, Vegsummerki tollvarðanna bera hann saman við afrit af farmskrá skipsms og slá upp grunsamlega kassa. Ef þetta hefði ekki verið gert að þessu sinni, ér óvíst að kassarnir hefðu komið fram. Hvort fyrirtæki þau, sem smyglvarningurinn var skráður á, eigi hér einhvern hlut að máli, er ekki vitað, þar sem rannsókn er ekki nærri lokið og öll kurl ef til vill ekki enn komin til grafar. Hvernig sem því er varið, er öruggt að skipshöfnin er ekki ein að verki, því hún hefur ekkert með út- eða upp- skipun farmsins í skipinu að gera. ★ Blaðamaður og ljósmyndarl Mbl. fóru í gær um borð í Lagarfoss, eftir að hafa tekið myndir af kassanum, sem bú- ið var að opna (hinir voru einnig merktir fyrirtæki hér í bæ, m. a. fyrirtæki, sem verzlar með kven- og barna- fatnað), og virtu fyrir sér vegsummerki á göngum aftur á skipinu, þar sem klefar há- seta eru staðsettir. Ljósmynd- arinn smellti mynd af lofti, sem tollverðirnir höfðu rifið þannig að loftrásin var ber. Hurð að einum hásetaklefan- um var rifin upp um leið og ljósmyndarinn smellti af og þrír skipsmanna birtust í gættinni. — Hvað eruð þið að gera? spurðu þeir. — Taka myndir, svaraði blaðamaðurinn, en ljósmynd- arinn stökk upp á þilfar til að koma ljósmyndavélinni úr allri hættu. — Það var eins og þið vær- uð að hlusta, sagði einn skips manna og gekk í áttina að blaðamanninum. — Er ykkur illa við að láta taka myndir? spurði blaða- maðurinn. — Já. — Hann hefur þetta starf, aumingja ljósmyndarinn, sagði blaðamaðurinn. — Blessaður, vertu ekki að tala við hann, sagði einn úr gættinni, það kemur allt í blaðinu á morgun, sem þú segir. — Þú hefur ekkert leyfi til að vera hérna, sagði sá á ganginum. — Það hefur enginn bannað mér það, svaraði blaðamaður- inn. — Þá banna ég það. — Það er of seint, við erum þegar búnir að taka mynd og . . . — Þið hefðuð vel getað verið þjófar, sagði sá á gang- inum. — Þjófar? — Já, það var stolið út- varpstæki í brúnni í gær, ann ar þjófanna náðist, en . . . — Ég er ekki hinn þjóf- urinn. — Þetta er bara blaða- mannsgrey, sagði sá í gætt- inni. — Ég hef skömm á blaða- mönnum, þeir eru alltaf með nefið niðri í því, sem þeim kemur ekkert við. — Til hvers heldurðu að maður hafi nefið? — Til þess að snýta sér, auðvitað. — Blessaðir. — Blessaður og komdu aldrei aftur. — Það er undir ykkur kom- ið! Sjálístæ ðisíélag Kópavotfs 10 ára SJÁLFSTÆÐI^FÉLAG Kópa- vogs hélt nýverið aðalfund sinn. Stjóm félagsins skipa. Axel Jóns son, formaður; Gísli Þorkelsson, Ármann Sigurðsson, Gísli Finns- son og Guðmundur Þorsteinsson. Varamenn. Gylfi Hinriksson og Sigurður Þorkelsson. Alfreð Gíslason, alþm. flutti mjög fróðlegt erindi á fundin- um um gang þingmála, sem eink um snerta Reykjaneskjördæmi. Hlaut ræðumaður mjög góðar Síldarlegt VESTMANNAEYJUM, 5. nóv. — Góðar síldarhorfur voru í dag. Einn hringnótabátanna var kom inn að landi með 150 tunnur, hin ir voru að kasta. Átta hringnóta- bátar stunda veiðarnar héðan og er aflinn frystur til beitu. - Bj.G. undirtektir fundarins, sem var fjölmennur. Sjálfstæðisfélag Kópavogs er 10 ára um þessar mundir. Stjórn félagsins hefur ákveðið að minn- ast afmælisins með skemmtun í Sjálfstæðishúsinu í Reykjavík, föstudaginn 25. þ.m. Sjálfstæðiskvennafélagið Edda, hélt einnig nýverið aðalfund sinn. Stjórn félagsins skipa: Að- alheiður J. Guðmundsdóttir, for- maður; Margrét Guðmundsdóttir, Aðalheiður Óskarsdóttir, Guðný Kristjánsdóttir og Aðalheiður Guðmundsdóttir. í varastjórn. Sóley Tómasdóttir og Ásta Guð- mundsdóttir. Handavinnukennsla á vegum félagsins hefst þriðjudaginn 8. þ. m. að Melgerði 1, Kópavogi. Verð ur fyrst í stað lögð áherzla á að kenna konum að búa til smekk- legar en ódýrar jólagjafir fyrir börn. Sinfóníuhljómsveirin leikur í kvöld Á TÓNLEIKUM Sinfóniuhljóm- sveitarinnar í kvöld gefst Reyk- víkingum tækifæri til að hlýða á rússneska fiðluleikarann Raf- ail Sobolevski. Hann leikur með hljómsveitinni fiðlukoncert eftir Aram Katschaturian, en sá konc ert hefur ekki fyrr verið leik- inn hér á landi. Verður án efa fróðlegt að hlýða á Sobolevski fara með þetta skemmtilega verk landa síns. Þá verður flutt annað nýstár- legt verk, Svíta nr .1 eftir Strav insky og loks fjórða sinfónía Beethovens. Hljómsveitarstjóri á tónleik- unum er Páll Pampichler, einn af austurrísku tónlistarmönnun- um, sem komu hingað fyrir nokkrum árum til að leika með hljómsveitinni og hafa ílengzt í landinu. Hann hefur nú íslenzk- an ríkisborgararétt. Tónleikarnir hefjast kl. 20.30. Síldin veiðist á Akranesbata AKRANESI, 7. nóv. — Yfir helg- ina hafa Akranesbátar landað alls 1370 tunnum síldar hér. 1 dag var mesti aflinn 500 tunnur, var það afli Höfrungs II, er fengið hafði þetta í einu kasti. Mestur afli á bát á sunnudaginn var 310 tunnur hjá Sigurði. Reknetjabát- ar eru sem fyrr með sáratreg- an afla. — Oddur. STAKSTEIMAR Móðuhar 5indin f fslendingasögu Arnórs Sig- urjónssonar segir m. a. svo frá Móðuharðindunum: „Hraurennslið eyddi með öllu mörgum jörðum í Vestur-Skafta- fellssýslu og skemmdi enn fleiri. Þó varð mikltu meira tjón af öskufallinu. Rigndi þá brenni- steini og alls konar ólyfjan yfir hinar næstu sveitir, og barst sú óhollusta með sandryki frá eld- stöðvunum um allt land. Gras spilltist og gerðist svo óhollt skepnum, að þær hímdu fóður- lausar um hásumar eða eirðu hvergi, urðu gular um granir og klaufir og vesluðust upp. Hey- fengur manna varð mjög lítill sumarið 1783 og þó enn verri að kostum. Á árunum 1783—’84 féllu um 11,5 þús. nautgripir eða um 53% ■ allra nautgripa fyrir harðindin, ■ um 190 þús. sauðfjár eða 82% | og 28 þús. hross eða 77%. Fjöldi manna komst á vonarvöl, flakk- aði sveit úr sveit í leit eftir ein- . hverýu til að seðja bráðasta hungrið. Allt var étið, sem tönn festi á, horket af hrossum, hund- ar, horn og skóbætur“. „Sagnfræði“ Karls Kristjánssonar Undir fyrirsögninni „Móðh- harðindi ríkisstjórnarinnar leggj ast yfir sveitir landsins“, birti Tíminn fyrir helgina eftirfarandi úr ræðu Karls Kristjánssonar á Alþingi: „Bóndi einn lét þau orð falla á mannfundi í haust, þar sem samankomnir voru menn, sem fylgt höfðu stjónrarflokkunum að málum: „Það er hart að þurfa að lifa móðuharðindi af manna höndium". — Kjósendur stjórnar- flokkanna, sem voru viðstaddir, létu þessum orðum bóndans ó- andmælt. Þessi tilbúnu móðu- harðindi hafa gengið yfir landið og öskudyngjurnar liggja hvar- vetna. Ein þeirra hefur lagzt yf- ir stofnlánasjóði landbúnaðar- ins“. Ræskingar upp um Laka „Þegar ég hefi“, sagði Karl, „hlustað á hv. ráðherra tala, hafa mér flogið í hug, út af orð- um bóndans, hendingar úr kvæði Jóns Helgasonar „Áfangar“: Eldflóðið steypist ofan hlíð, Undaðar moldir flaka. Þegar hin rámu regindjúp ræskja sig upp um Laka. Í Lakagíg voru upptök móðu- harðindanna. Ef skoðanir hv. menntamálaráðherra á landbún- aðimirn eins og þær hafa birzt i þessum umræðum, yrðu ráðandi stundu lengur í íslenzkum stjórn málum, mundu moldirnar flaka, sveitir mundu eyðast. í ræðum hans kemur fram það regindjúp óskilnings á landbúnaði, að líkja má við ræskingar upp nm Laka“. Pólitískt siðgæði Hvað segja þingeyskir bænd- ur um þennan málflutning full- trúa síns á Alþingi? Er þetta það pólitíska siðgæði, sem forystu- menn þjóðarinnar eiga að hafa að leiðarljósi? öll vonum við, að náttúruhamfarir eigi ekki eftir að leika þjóðina grátt, en Móðu- harðindin ætti enginn íslending- ur að hafa i flimtingum. Fram- sóknarmenn munu telja Karl Kristjánsson einn sinn gegnasta þingmann — hvað er þá um hina?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.