Morgunblaðið - 08.11.1960, Blaðsíða 8
8
MORCUNRLAÐIÐ
Þriðjudagur 8. nóv. 1960
— Aldrei horfid frá 12 mílum
Frh. af bls. 1
hálfu íslendinga. Þad er því al-
gerlega rangt, þegar gefið hefur
verið í skyn í þessum umr., sem
hafa átt sér stað hér í deild að
undanförnu, að nú sé um það að
ræða að gera að engu 12 mílna
fiskveiðilögsögu eða slaka þar til.
Þvert á móti er eins og ég segi
óhagganlega forsenda af okkar
hálfu, að hún sé viðurkennd.
Hitt er svo allt annað mál, að
við ráðum því, hvernig við not-
um þennan rétt okkar. Er þar
skemmst að minnast þess ríkis,
sem hefur haft forystu um 12
mílna landhelgi, ekki eingöngu 12
mílna fiskveiðilögsögu heldur 12
mílna landhelgi, Sovét-Rússlands,
að það hefur gert samning við
Breta og heimilað þeim takmark-
aðar veiðar innan þessara 12
mílna. Með engu móti er hægt
að halda því fram, að á þennan
veg hafi Kússar aísalað sér 12
mílna landhelgi, enda dettur það
engum í hug. Það er alviður-
kennt, að þeir hafi 12 mílna land-
helgi og það mun meira að segja
hafa komið fram hér í umr. eða
á það minnzt, að gert var ráð
fyrir því, að þó að gagnstæð
regla hefði verið samþykkt á
Genfarráðstefnunni, þá myndu
Rússar hafa haft hana að engu.
Fordæmi Rússa
En þeir hafa kosið þann hátt
að beita forræði sínu yfir þessari
12 mílna fiskveiðilandhelgi á
þann veg, að heimila erlendu ríki
tímabundnar og takmarkaðar
fiskveiðar innan hennar. Þetta
hafa þeir vafalaust gert af því
að þeir töldu sér slíka réttinda-
veizlu til hags. Það hefur ekki
heyrzt, að þeir hafi fengið nein
fiskveiðiréttindi í staðinn, en
hvort þeir hafa fengið hagkvæma
verzlunarsamninga við Breta eða
einhver önnur hlunnindi, er mér
ekki kunnugt um. Af Rússa hálfu
var því berum orðum lýst yfir
við þessa samningsgerð, að hún
fæli ekki í sér neinn afslátt af
hálfu þeirra varðandi fullveldi
þeirra innan þessarar 12 mílna
landhelgi. Það er beiting þeirra
á þeirra eigin fullveldi, sem kem-
ur fram í því, að þeir veita öðru
ríki viss réttindi innan landhelg-
innar, alveg á sama veg, eins og
maður afsalar sér ekki eignar-
rétti á húsi, þó að hann leigi ein-
hverjum herbergi í húsinu um tak
markaðan tíma og vegna þess
að hann telur sér það henta df
einhverjum ástæðum. Hann er
jafnt eigandi hússins þrátt fyrir
það þó að hann veiti öðrum
manni þennan afnotarett.
Það er nauðsynlegt, að menn
geri sér þetta ljóst vegna þess að
engum hefur komið til hugar að
hvika í nokkru frá þeirri sam-
þykkt, sem hér var gerð 1959 um
fulla fiskveiðilögsögu íslendinga
að 12 mílna markinu. En ein-
mitt vegna þess, að við höfum
full umráð yfir þessari fiskveiði-
lögsögu, getum við ráðið því sjálf
ir, það er beiting á okkar rétti,
hvort við heimilum öðrum ein-
hver takmörkuð, tímabundin fisk
veiðiréttindi innan þessara
marka. Það haggar ekki á neinn
veg réttargrundvellinum og dreg-
ur ekki á neinn veg úr okkar full
veldi á þessu lögsögusvæði að
því leyti, sem við höfum tileink-
að okkur það, sem er einungis
varðandi fiskveiðarnar.
Breytileg
fiskveiðilöggjöf
Annað mál er ,hvort menn telja
hyggilegt að veita cðrum slík
réttindi innan fiskveiðilögsögunn
ar. Það verður ekki um það deilt,
að við höfum heimild til þess að
veita þau, ef við viljum og það
haggar ekki rétti okkar yfir fisk-
veiðilögsögunni, það minnkar
ekki okkar fiskveiðilögsögu, en
hitt kann, eins og ég segi, að
vera umdeilanlegt, hvort það er
hyggilegt á nokkurn veg að veita
öðrum slík réttindi? Um það get-
ur mönnum sýnzt sitt hvað.
Þetta er á sjálfra okkar valdi,
alveg eins og við höfum sjálfir
haft um það mismunandi regl-
ur, að hve miklu leyti erlend skip
mættu umþótta sig innan íslenzkr
ar fiskveiðilögsögu. Ný löggjöf
var um það sett rétt eftir 1922
með miklu strangari ákvæðum
heldur en áður giltu. Síðan hafa
stimdum verið veittar með sér-
stöku lagaákvæði og samningum
undanþágur frá þeim reglum,
sem þar voru settar, en þrátt fyr-
ir það datt engum í hug, að við
værum að svipta okkur ákvörð-
unarvaldinu eða skerða á nokk-
urn hátt okkar fullveldi, hvorki
yfir landhelgi né landi. Alveg
eins erum við ekki að skerða
okkar ákvörðunarvald eða okkar
fullveldi, jafnvel þó að við kynn-
um að teija það skynsamlegt að
heimila öðrum ríkjum einhver
tímabundin, takmörkuð fiskveiði
réttindi innan 12 mílna fiskveiði-
lögsögunnar.
Könnum samnings-
möguleika
Það verður ekki metið, svo rétt
sé, hvort skynsamlegt sé að gera
slíka samninga nema því aðeins,
að íhugað sé, hvers eðlis sú deila
er, sem við eigum nú í við Breta
og þá að sjálfsögðu ekki heldur
nema íhugað sé, hvers eðlis þeir
samningar eru, sem kunna að
verða gerðir.
Um þá samningsgerð er það að
segja, sem áður hefur komið
fram, að hún hefur enn ekki ver
ið hafin. Það hefur einungis ver-
ið, eins og ég sagði í minni fyrri
ræðu, kannað, hvort unnt væri
að gera samninga um viss atriði.
Menn hafa þreifað hver á öðrum,
en sjálf samningsgerðin er ekki
einu sinni hafin. Engin tilboð
hafa verið gerð af hálfu hvorugs
aðila og að sjálfsögðu kemur það
ekki til mála, að ísland verði á
nokkum hátt bundið, nema því
aðeins að fullt samráð hafi verið
haft við Alþingi fslendinga, eins
og margoft hefur verið yfirlýst.
Það hefur komið fram, m.a. verið
marg sagt af mér, að það lá í
loftinu og var vitað á Genfarráð-
stefnunni, að þá gátum við samið
um viðurkenningu á 12 mílna
fiskveiðilögsögu okkar, ef við
veittum öðrum 5 ára fiskveiðirétt
innan þessara lögsögu. En þeir
samningar voru aldrei gerðir,
þeir voru ekki einu sinni hafnir.
Ríkisstjórnin hefur talið nauðsyn-
legt til skýringar málinu að
kanna nú, með hverjum hætti sé
hægt að ná samningum til að
eyða deilunni við Breta. Niður-
staða þeirrar könnunar liggur
ekki fyrir enn og skal ég því ekki
rekja það mál frekar í einstök-
um atriðum en ég gerði í minni
fyrri ræðu.
Önnur
fiskveiðihlunnindi
Eg vil einungis taka það fram
vegna missagna, sem átt hafa sér
stað, bæði í blaðafrásögnum og
jafnvel í ræðum hér á Alþingi,
að þegar ég talaði um að veita
tímabundinn takmarkaðan fisk-
veiðirétt innan okkar 12 mílna
fiskveiðilögsögu og lagði áherzlu
á, að það værum við, sem leyfið
gæfum til þess, þá tók ég það ber
um orðum fram, og alveg ótví-
rætt, að það væri gert — að það
gæti því aðeins komið til álita af
minni hálfu, að önnur fiskveiði-
hlunnindi kæmu í staðinn, sem
tryggðu okkar rétt betur eða a.
■m. k. jafnvel eins og 12 mílna
fiskveiðilögsagan. Og stæðu þó
slíkir samningar af okkar hálfu
ekki nema um mjög stutt ára-
bil. Þetta er berum orðum skráð
í minni ræðu og ekkert um að
villast. Ég talaði þarna fyrst og
fremst um önnur fiskveiðihlunn-
indi og þá ekki eins og hv. þm.
Reykjaneskjörd. Finnbogi R.
Valdimarsson talaði hér um,
hlunnindi á þann veg, að við
ættum að hafa frið á einhverjum
svæðum innan þessara 12 mílna,
heldur vitanlega um fiskveiði-
hlunnindi .tan 12 mílna fiskveiði
lögsögunnar núgildandi. (Gripið
fram í af Finnboga R. Valdimars
syni). Já, ég heyrði ósköp vel,
hvernig hv. þm. lagði út af um-
mælunum og því verra er, ef
hann hefur haft ummælin fyrir
sér, að hann skyldi svo misfara
með þau í sinni túlkun. Það hefði
verið sök sér, ef hann hefði ekki
lesið þau. (Gripið fram í). Allt
liggur fyrir, sem ég hef sagt í
þessu máli, og ég hef ekki oftalað
mig í því og færi betur, að svo
væri einnig um háttvirtan stjórn
arandstæðing.
Hitt er svo rétt, s?hi fram kom
hér í ræðu hjá einum þm., að
að lokum verður það auðvitað
metið, ef til samninga kemur,
sem enginn getur sagt enn, þá
verður það metið, hvernig til
tekst, og það er bezt að vera með
sem minnsta spádóma um það á
þessu stigi. Slíkir samningar eru
þess eðlis, að það er ekki hægt
að ræða einstök atriði þeirra fyr-
ir fram á opnum þingfundi. aÞð
vita allir þm. ofur vel, en málið
verður lagt fyrir þm. eins og
áður hefur verið lýst, áður en
til úrslitaákvarðana kemur.
Bjarni Benediktsson
Höfum við hag af að
eyða deilunni?
Þá kem ég að því, hvort deil-
an við Breta sé þess eðlis, að við
höfum hag af því að eyða henni.
Og þá er rétt að rifja það upp
enn og aftur, að deilan við Breta
er nú orðin efnislega i sjálfu sér
ekki lengur um gildi-12 mílna íísk
veiðilögsögu til frambúðar, held-
ur um hitt, hvort eigi að veita
þeim heimild til þess að umþótta
sig svo að þeir fáist til að una
við breytinguna. Þeir hefðu
vafalaust verið fáanlegir á Gen-
farráðstefnunni, til þess að semja
um 5 ára frest. Það töldum við
ekki aðgengilegt. En hversu
lengi er hætta á, að þessi deila
geti staðið, ef ekki eru gerðar
sérstakar ráðstafanir til þess að
eyða henni og hvaða tjón kann
þessi deila að vera búin að valda
okkur áður en henni lýkur, ef
ekki er að gert? Það er atriði,
sem við verðum að meta.
í því mati tjáir ekki að fara
eftir því, þótt við teljum að Bret
ar hafi rangt fyrir sér, hafi beitt
okkur ofbeldi, hafi komið öðru
vísi fram en skyldi. Um þetta
erum við öll innilega sammála,
og það ætti ekki að þurfa að
verða ágreiningsefni okkar í
milli. En því miður er það oft
svo í mannlegu lífi, að menn
verða að taka hlutunum eins og
þeir eru, þó að þeir séu öðru vísi
en við kysum, byggja verður á
staðreyndunum, eins og þær eru,
þó að þær séu ekki eins og við
vildum, að þær væru.
Er lítillækkandi að
semja?
Það er að vísu talað um það
af sumum, að það sé lítillækk-
andi fyrir litla þjóð að sættast
við aðra, sem hafa beitt hana
ofbeldi. Það má vel vera, að það
.sé lítillækkandi. En þó að mjög
ólíku sé sarnan að jafna, þá hygg
ég, að þair séu ekki margir, sem
taki undir það að Finnar hafi t.
d. lítillækkað sig með því að
semja við Rússa og una því sam-
bandi á milli þeirra tveggja
ríkja, sem nú er. Við vitum, að
meginþorri Finna vildi fremur
kjósa að vera í öðru nágrenni og
óskaði að geta strokið um frjáls-
ara höfuð heldur en finnska þjóð
in gerir. En engin hefur orðið til
þess að vefengja, að hún gerði
rétt, þegar hún sættist við Rússa
og það sé hin eina skynsamlega
og framkvæmanlega stefna, sem
valin var af hálfu finnskra
stjórnmálamanna.
Eins er það, að við verðum
auðvitað að minnast þess í skipt-
um okkar við Breta, að svo ógeð-
felld, sem þau hafa verið á marg
an veg í þessari deilu ,þá hafa
þjóðir fyrr og síðar komið fram
á svipaðan veg og Bretar hafa
gert gagnvart okkur. Það er að
vísu liðinn tími sums staðar, en
sums staðar ekki. Það fer náttúr-
lega eftir því, hvar menn eru
staddir í heiminum.
Hvað bauð Hermann
1958?
Mestu máli skiptir, að í þessari
deilu erum við nú þegar búnir
að sigra að megin stefnu til. Þeg
ar Bretar hófu sitt herhlaup til
íslands 1. september 1958 ,þá var
það ekki til þess að knýja okk-
ur til stutts samningstímabund-
ins réttar þeim til handa um fisk
veiðar innan 12 mílna. Ég hygg
meira að segja og það geta þeir
ráðherrar, sem voru í þáv.
hæstv. ríkisstjórn betur upplýst
en ég, hygg, að það hafi legið
fyrir af hálfu þeirrar hæstv. rík-
isstj., að hún mundi þá hafa ver-
ið fús til þess að semja við Breta
um einhvern tímabundinn rétt
þeim til handa til fiskveiða inn-
an 12 mílnanna, ef það væri ein-
ungis mjög takmarkaður tíma-
bundinn réttur. Það vildu Bret-
ar þá alls ekki fallast á. Þá kröfð
ust þeir eilífrar sögulegrar
kvaðar. Þá kröfðust þeir þess að
mega fiska a.m.k. upp að 6 míl-
um um alla framtíð. Nú eru þeir
gersamlega horfnir frá þessari
kröfu, sem var meginkrafan og
aðaldeiluefnið. Þannig að ég
hygg, að þeir séu nú þegar reiðu
búnir til þess að samþykkja þá
skilmála, sem íslenzka stjórnin
lét fala á árinu 1958.
Það hefði einhvern tíma ekki
þótt léleg endalok á baráttu eins
minnsta ríkis í heimi við þriðja
mesta stórveldið, ef að lokum
baráttunnar væri svo komið, að
stórveldið vildi fallast á þá frið
arsáttmála, sem smáríkið setti áð
ur en baráttan hófst. Það hefur
heldur aldrei verið talið skynsam
legt að láta hita baráttunnar
egna sig svo upp að gleyma því,
hver vSr tilgangurinn og hvað
fyrir mönnum vakti í fyrstu.
Finnbogi sleppir sér
Það er að vísu sagt nú, að
þessi deila við Breta skipti okk-
ur ekki miklu máli. Og þó eru
jafnframt notuð sterk orð um
það, hversu svívirðilegt ofbeldi
þeirra og ágangur sé. En ég verð
að segja, að mér fannst það held
ur kaldranalega mælt af hv. þm.
Reykn. hér um daginn, þegar
hann sagði: „íslenzkir sjómenn
eru hættunum svo vanir, að það
munar ekki mikið um, þó að
þessi hætta verði lögð á þá til
viðbótar. Guð gefi, að ekki ræt-
ist, að sú hætta þurfi að verða
lögð á þá til viðbótar. Það eru
ærnar hættur hér af höfuðskepn
um, þó að við umfram lífsnauð-
syn aukum ekki þá hættu ,sem
okkar sjómenn leggja sig dag-
laga í. (Finnbogi R. Valdimars-
son: Hæstv. ráðh. gleymdi þessari
hættu allt árið 1959. Forseti:
Ekki samtal. Ég bið hv. þm. að
hafa stjórn á sjálfum sér). Ég
held, að þessi hv. þv. geri betur
með því að koma með skrifaðar
ræður eftir viku vinnu, heldur
en að vera að gjamma fram í.
Það væri þá frekar von, að hann
gæti eitthvað sagt um þetta af
viti.
Það verður því miður ekki um
deilt, að þessi hætta er fyrir
hendi, og sá, sem neitar að horf-
ast í augu við það, hann van-
rækir sína skyldu. Hún getur
leitt til þess, að þessi deila magn
ist og verði alvarlegri heldur en
nokkrir af okkur, sem hér erum
inni, í raun og veru viljum, því
að auðvitað vitum við það öll,
að enginn vill, að óþörfu, leggja
þessa hættu á okkar sjómenn. Ef
hér yrði manntjón, og ég minni
á það, að það var guðs mildi, að
svo skyldi ekki verða á sl. sumri,
þá væru sköpuð þau atvik, sem
eins og ég segi gera það að verk-
um, að málið að verulegu leyti
kæmist úr okkar höndum og
yrði mun alvarlegra og örlaga-
ríkara heldur en okkur hefði ór-
að fyrir.
Þar tjáir ekki að kenna öðrum
aðila um og segja: Ja, hann gæti
gætt sín betur. Við verðum að
horfa á atburðina eins og þeir
eru og sem góðir og skynsamir
menn gera okkar varúðarráðstaf-
anir fyrirfram en ekki bíða
þangað til ófarnaðurinn er yfir
okkur kominn.
Löndunarbann
Það er einnig óvefengjanlegt,
að löndunarbannið í Englandi er
okkur mjög til tjóns. Hv. þm.
Reykn. (Finnbogi R. Vald.)
sagði raunar, að það væri skoð-
un sín og margra, að löndunar-
bannið skaðaði okkur ekki. Við
vitum það að vísu, að okkur
tókst að komast framúr löndunar
banninu árin 1952—1956. En all-
ir vitum við, að það varð okkur
til tjóns, enda var mikil áherzla
á það lögð af hálfu allra ríkis-
stj. að fá því löndunarbanni
eytt. Og það var eitt af fyrstu
verkum hæstv. vinstri stjórnar-
innar að semja um það við Breta
að það skyldi úr sögunni. Það
liggur í augum uppi, að einkan-
lega togaraútgerð okkar og tog-
bátaútgerðinni er það verulegur
hnekkir og getur ráðið úrslitum
um möguleika hennar til starf-
rækslu nú á næstu mánuðum og
vissum árstímum meðan deilan
stendur, hvort unnt er að sigla
til Englands eða ekki. Þetta veit
hver einasti maður, sem eitthvað
er kunnugur útgerð og háttum
við sjávarsíðu hér og þarf ekki
að fjölyrða um.
Vafásöm matsatriði
Við skulum játa það hreinlega,
að við höfum ríka hagsmuni af
því, að þessi deila hverfi. Hitt
er annað mál, að við erum sam-
mála um það, að þó að þeir hags-
munir séu ríkir, þá er það ekki
óendanlegt, sem við getum innt
af hendi í staðinn til að fá deil-
unni eytt. Það gat aldrei komið
til mála, að við veittum Bretum
eilífðar sögulegan fiskveiðirétt
innan 12 mílna fiskveiðilögsögu
til þess að fá deilunni eytt. En ef,
og ég segi ef, ef einungis er um
það að ræða, að Bretar sætti sig
nú við það sama, sem þeir nei:-
uðu að sætta sig við sumavið
1958, en við hefðum þá talið mik
inn sigur í þessu máli og ef ein-
ungis er um svo skamman frest
að ræða, að hámark hans sé 5
ár og þó helzt eitthvað verulega
skemmri tími, sem um er að
ræða, og ef við fáum önnur fisk
veiðihlunnindi fyrir utan 12
mílna fiskveiðilögsöguna núgild-
andi, sem sé jafnmikils virði a.
m.k. eins og þau fiskveiðihlunn-
indi, sem við þennan takmaric-
aða tíma veitum Bretum innari
fiskveiðilögsögunnar, þá vil eg
kanna alla þá samningsmögu-
leika til hlítar áður heldur en
þeim er hafnað.
Ég tek það skýrt fram, að enn
er þetta mál ekki svo ljóst, að
unnt sé að segja, að þessi kjör
séu fáanleg, en ríkisstj. telur það
þess virði að kanna til hlítar,
hvort þau séu fáanleg og hvort
nokkrir afarkostir fylgi þá, sem
Framh. á bls. 17,