Morgunblaðið - 08.11.1960, Side 6

Morgunblaðið - 08.11.1960, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 8. nov. 1960 Börnin í Brattahlíð í Grænlandi. (Ljósm.: Magnús Jóhannss.) Fyrirlestur utn ískndsbyggðir í Grænlnndi hjó Ferðnfélnginu FERÐ SÚ, sem farin var til Eystri byggðar á Grænlandi sl. sumar á vegum Ferðaskrifstofu rikisins og Flugfélags íslands, virðist hafa verið ákaflega vel heppnuð. Far- arstjóri í þessari ferð og aðal- hvatamaður hennar var Þórhall- ur Vilmundarson menntaskóla- kennari. Á kvöldvöku Ferðafé- lagsins nú á fimmtudagskvöld, mun Þórhallur flytja erindi um Islendingabyggðirnar á Græn- landi og áðurnefnda ferð til Eystribyggðar og sýna margar litskuggamyndir máli sínu til skýringar. Athygli skal á því vakin, að þessi kvöldvaka byrjar hálftíma fyrr en venja hefur verið eða kl. 20,30, en húsið verður opnað kl. 20 og dansi verður hætt kl. 24. Næturgöltur og morgunleti ís- lendinga er leiður þjóðarlöstur og væri ekki úr vegi að fleiri fylgdu þvi fordæmi Ferðafélagsins að byrja samkomur eitthvað fyrr en áður, þar eð tíma kvöldfrétta hef- ir nú verið breytt, og hætta þeim fyrr. Háðulegar ófarir kommúnista í verkalýðsfélagi Hellissands Einstæð misnotkun kommúnista á valdi ASÍ VERKALÝÐSFÉLAGIÐ Aftur. elding á Hellissandi hélt aðal- fund sl. sunnudag. Var liér um endurtekinn aðalfund að ræða þar sem fyrri fundur, sem hald- inn var í október, hafði verið úrskurðaður ólöglegur af komm- únistum í miðstjórn A. S. í. Ástæða þeirrar furðulegu á- kvörðunar mun hafa verið sú, að kommúnistum tókst ekki að fá fulltrúa félagsins til alþýðusam- bandsþings kjörna úr sínum hópi á þeim fundi. Jórundur Þórðarson úr hópi lýðræðissinna í félaginu hlaut kosningu. Út af þessum óföru.n fengu kommúnistar samherja sína í Alþýðusambandinu með aðstoð þekkts lögfræðings kommúmsta til þess að búa til tylliastæöu, sem þeir notuðu síðau eins og áður er sagt til þess að ógilda fyrri fund og það sem þar hafði farið fram. Er félagsmenn mættu til fundar á sunnudag, sáu þeir að kommúnistunum í félagsstjórninni hafði borizt liðs- auki. Var þar kominn Kristján nokkur Jensson frá Ólafsvík, æðsti prestur kommúnista á Snæfellsnesi í verkalýðsmáálum. Skýrði formaður félagsins fund- inum frá því, að þeir hefðu pantað hann til þess að kenna heimamönnum hvernig þeim bæri að haga sér á þessum l'undi, svo þeir gætu talið allt iöglegt í Alþýðusambandinu. Kvað hann það ákveðið að Kristján skyldi stjórna fundinum, enda hefði hann skeyti upp á það frá Hannibal. Þessu mótmæltu fé- lagsmenn harðlega, og kröfðust þess að þáttur kommúnista í fé- lagsstjórninni í sambandi við hina tilbúnu kærubréfaskipti, og annað yrði upplýst, jafnframt bentu þeir á að skipun Kristjáns sem fundarstjóri á aðalfundi félags, sem hann væri ekki með- limur í, væri algert eindæmi og styddist hvorki við lög félagsins né heldur lög A. S. í. Varð fátt um svör af hálfu Kristjáns og kommúnista og ekki þorðu þeir að lesa klögubréfin né annað sem miðstjórn A. S. í. og þeim hafði farið á milli í málinu. Var það mál manna ef-lr fund- inn, að oddvitinn á Hellissandi, sem er kommúnisti, og ekki í verkalýðsfélaginu, hefði samið klögubréfið og sent það Hanni- bal. Að umræðum loknum úr- skurðaði svo formaður féiagsins að Kristján Jensson skyldi stjórna fundinum svo sem skeytl Hannibals bæri með sér, og var síðan gengið til kosninga. Úrslit kosninganna urðu þau, að frambjóðendur iýðr<x>ðis- sinna til stjórnarkjörs og ann- arra trúnaðarstarfa voru kjörnir með yfirburðum, fengu frá 42— 49 atk. í stjórnarkjöri, en fram- bjóðendur kommúnista frá 3 og upp í 23 atkv. Fyrrverandi for- maður, kommúnisti, l,eó Ottóss. fékk aðeins 4 atkv. í stjór.i voru kjörnir Asmel Helgason Jör- undur Þórðarson, Júlíus Þórar- insson, Almar Jónsson og Cirus Danelíusson. Varastjórn: Guðm. Einarsson, Maríus Guðmundsson. og Sigurjón Illugason.. Trúnað- armannaráð: Danilíus Sigurðs- son, Sigurður Guðnason, Magn- ús Helgason og Steingrímur Guðmundsson. Endurskoðer.dur; Lúðvíg Albertsson og Ingi Ein- arsson. Við fulltrúakjörið til þings A.S. í., sem fram fór á eftir sigruðu lýðræðissinnar einnig gtæsilega. og var kjörim Jörund ur Þórðarson og til van Júiíus Pórarinsson. grestanna Sveinn Sveinsson frá Fossi skrifar enn nokkur orð um tóriið og fer bréf hans hér á eftir: — Guðmundur Guðgeirsson hárskeri í Hafnarfirði, skrif- ar smágrein i Morgunblaðið vegna smágreinar, sem ég skrifaði í sama blað um tón prestanna. Það er í sjálfu sér ekkert út á það að setja þó við séum ekki sammála, en skoðanamunur okkar á þessu málefni er þó æði mikill. En þar sem greinarhöfundur kemur inn á trúmál mín fyrr og síðar, er hann með bolla- Jeggingar og sleggjudóma út í hött, eins og við mátti bú- ast, þar sem við höfum aldrei laman verið. En hvað sem trúmálum okkar beggja líður, þá finnst mér ekkert á móti þvi að ræða um fyrirkomulag og fram. kvæmdir við hvaða stofnun sem er og ailar breytingar, sem tíminn leiðir i ljós, að til bóta geti orðið. Kirkjusókn er í greinilegri afturför og virðist því ekki úr vegi að ræða það sem kann að standa til bóta hjá kirkjunni. Enda þótt ég þekki greinar höfund ekkert, geri ég ráð fyrir, að hann myndi fljótt breyta til í sinni iðngrein, ef hann sæi, að þær breytingar væru til stórbóta miðað við nútíma tækni. Og hví þá ekki að láta það sama gar.ga yíir kirkjusiðina? Breytingar á þeim gætu fært nýtt fjör í safnaðarlífið og orðið tii þess, að kirkjan íengi fleiri starfs- menn og fleiri áheyrendur, en á hvoru tveggja er mikil þörf. • Blessunarorft biskups Svo kemur greinarhöfund- legan kyndil, sem lýst hafi þjóðinni gegnum margar 'þrengingar. Þetta er mikið sagt, því sumir þeirra áttu líka bölbænir. svo sem sögur greina. Sjálfsagt hafa bisk- uparnir alltaf verið eins og aðrir menn, misgóðir og orðið á yfirsjónir eins og öðrum breyzkum mönnum. Og skal ég nú nefna eitt dæmi af mörgum, sem sagan greinir: • Fékk ekkiaðlesa mmmm^mmnmmmmmmmmm^mmm^mnmmmm^m- frá altari Fyrir nokkrum árum var ungur guðfræðingur, mikils- virtur fyir gáfur, hegðun og virðuleik 1 framkomu allri. Hann tók prestskapinn af köllun, en honum var ekki gefin söngröddin, og þegar til kom, átti hann mjög erfitt með að tóna. En hann var svo mikill sómamaður, að hann vildi ekki standa fyrir alt- ari kirkjunnar, söfnuði sínum ef til vill til angurs og leið- leyfi til að lesa orðin af munni fram, en þurfa ekki að tóna þau. En biskupinn lagði ekki blessun sína yfir þá bón, sem varð til þess, að þessi mæti maður hætti við prestsskap- inn og fékk sér aðra stöðu, sem líka var mikilvæg fyrir mannlífið í þessu landi. — Þeirri stofnun, sem fékk þenn an mæta mann í sína þjón- ustu, varð það til svo mikils sóma, að frægt varð um alit land. Þetta dæmi sýnir, að æðstu menn þjóðanna eru ófull- komnir eins og aðrir menn. Það er því aum trú að trúa á þá eins og væru þeir guðir. Ég geri ekki ráð fyrir að skrifa meira um þetta tón- mál. Hef sett fram mína skoð un á því og er orðinn of gam- all til að gera það að kapps- máli. Prestastétt landsins með sinn ágæta biskup í farar- broddi ræður svo hvort málið verður tekið á dagskrá eða ekki á þeirra næstu lands- fundum. Sveinn Sveinsson, (frá Fossi). Syngjum alltaf fyrir fullu húsi Frá söngtör Karlakórs Reykjavíkur SYNGJUM alltaf fyrir fullu húsi. Þrettándu hljómleikarn ir voru í gærkvöldi í Fair- mont í Minnesota, skrifar fréttaritari blaðsins með Karlakór Reykjavíkur á hljómleikaferð um 36 borgir Norður-Ameríku. Laugardaginn 15. og sunnu- daginn 16. október sat kórinn hóf í Minneapolis í boði Íslend- ingafélagsins þar. Valdemar Björnsson, fjármálaráðherra, sá um móttökurnar, en alls voru í veizlunni 170 íslendingar, kór- inn meðtalinn. Ræður voru flutt ar og kórinn söng nokkur lög og að síðustu islenzka þjóðsöng- inn. Er karlakórinn kom til Bea- ver Dam í Wisconsin komu um 40 landar frá Chicago til að heilsa upp á hann og færðu kórnum blómvönd frá Islend- ingafélaginu þar. Lofsamlegir dómar Fréttaritarinn sendir mikið af blaðaúrklippum, sem sýna að kórnum hefur hvarvetna verið mjög vel tekið og að hann hlýt- ur mjög góða dóma gagnrýn- enda. Ekki verður rúm til að taka hér nema örfáar setningar úr þessum dómum, enda eru þeir flestir á einn veg, mjóg lofsamlegir. Mont Vernon News í Ohio hrósar kórnum t. d. fyrir gott jafnvægi og falleg blæbrigði raddanna undir stjórn Sigurðar Þórðarsonar. Sandusky Register í Ohio skrifar: Skarpvitur tónlistar- unnandi hefur valið þessa söng- skrá úr hinum auðuga sjóði beztu karlakóralaga heimsins. — Það er ógerningur að rita um ágæti hvers einstaks verks og flutning þess. Af ígrundun hef- ur verið tekið tillit til margvís- legs smekks þeirra, sem dá þess háttar tónlist og efnisskráin var sungin af þvílíku öryggi og skilningi að enginn gat yfirgef- ið tónleikasalinn óánægður. Listagagnrýnandi hjá The News í Goshen í Indiana, er þó ekki alveg sammála hvað laga- val snertir. Honum finnst efnis- skráin fullmikið valin með til- liti til amerískra hlustenda, og kennir Columbia Artist Manage ment að nokkru leyti um. Segir hann efnisskrána nær eingöngu samansetta af 19. aldar lögum og þau fáu 20. aldar lög, sem Framh. á bls. 23 FERDINAND ☆ \0,, '-rj> '!&•$&// 7/ // / / J ? / y /

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.