Morgunblaðið - 08.11.1960, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.11.1960, Blaðsíða 16
16 MORCJinni *fílÐ Þriðjudagur 8. nóv. 1960 Sá, sem tók gráan vetrarfrakka í misgripum i ÁSAKLtJBBNUM, Tryggvagötu 10, á laugardaginn var, er vinsamlegast beðinn að skila honum á sama stað eða hringja í síma Z-Zi-SO. UPPBOD sem auglýst var í 96., 99. og 100. tbl. Lögbirtingablaðsins 1960 á húseigninni nr. 19 við Bergstaðastræti, hér í bæn- um, eign dánarbús Elíasar F. Hólm, fer fram eftir ákvörð un skiptaréttar Reykjavíkur á eigninni sjálfri föstudag- inn 11. nóvember 1960, kl. 2 V2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. N auðungaruppboð sem auglýst var í 93., 97., og 99. tbl. Lögbirtingáblaðsins 1960 á rishæð húseignarinnar nr. 4 við Shellveg, hér i bæn um, þingl. eign Þorsteins Jónssonar, fer fram eftir kröfu Boga Ingimarssonar hdl., Áma Guðjónssonar hrl. og Baldvins Jónssonar hrl., á eigninni sjálfri fimmtudaginn 10. nóvember 1960 kl. 2V2 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Finnskur - Birkikrossvtóur Nýkomið: Birkikrossviður 4 — 5 — 10 m/m. Brennikrossviður 4 m/m. Furukrossviður 4 — 5 m/m. Harðtex 1/8” GYPTEX- gipsplötur V2” \ Wisaplötur — plasthúðaðar Borðplast Veggspónn (ekta harðviður) Harðviður: Brenni og eik. Lilíehammer — reykjarpípur hafa hlotið viðurkenningu fyrir gæði. Þessar ágætu reykjarpípur tást í ýmsum gerðum hjá: K.EA. Akureyri, Verzl. Ásgeör aiglufirði, Verzl. Matthíasar Svemssonar Isafirði, Verzl. Bristol Reykjavík. Einkaumboð: ÞORSTEINN J. SIGURÐSSON Símar 12585, 14335. P.O. Box 706 Reykjavík. Tvær athugasemdir Herra ritstjóri! Vegna frásagnar frá bæjar- stjórnarfundi, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, vildi ég mega biðja yður að birta eftir- farandi: Það er lýgi verkstjórans, að Jón sonur minn hafi lofað að vinna verk það, sem verkstjór- inn notaði sem átillu til brott- reksturs. Jóni var tilkynnt að kveldi, að hann ætti að fara i skottúr daginn eftir, en verk- efni ekki tilkynnt. Það er, eftir venjulegri málvenju, allt annað en skotverk með hættulegu áhaldi, sem mörg slys hafa staf- að af, og það dauðaslys. Það er sérstök reglugerð um meðferð og vinnu með þessum verkfærum. Vinnustaðurinn er nefndur hættusvæði. Og því er, eða ætti að vera, skylt að tryggja verkamanninn fyrir slys um á sér og öðrum, mönnum og verðmætum. Það hafði verkstjórinn ekki gert. Hann hafði því enga heim ild til að skipa Jóni að fram- kvæma verkið, sem heldur ekki var viðkomandi iðn hans, sem hann var ráðinn til, trésmiði. En verkið var að skjóta 2000 naglaskotum í húsveggi og garða, til þess að festa mæling- arpunkta. Þar sem áhættan við verkið var mikil, hafði Jón fullan rétt til að krefjast áhættuþóknunar, og einnig neita að vinna verkið. Og verkstjórinn viðurkenndi það raunverulega, með því að bjóða öðrum manni 300 krónur á dag í bílkostnað, ef hann vildi vinna verkið, sem sá þó ekki þáði. Verkstjórinn þarf ekki að lá öðrum, þó þeir vilji fá hærri laun fyrir hættulega vinnu. Sjálfur hefur hann tvöföld eða þreföld laun trésmiða. Forstöðumaður Áhaldahúss bæjarins er ámælisverður fyrir Lækningastofu hefi ég opnað að Mánagötu 13. Sími 13884. Viðtalstimi kl. 17—18, laugardaga kl. 13—14. BJÖRN L. JÓNSSON, læknir. Framreiðslunemar óskast Nokkrir ungir reglusamir menn (þó ekki yngri en 16 ára) geta komist að í framreiðsluiðn nú þegar. Allar uppiýsingar gefnar í Klúbbnum Lækjartúni 2 eftir kl. 2 í dag. Engum uppl. svarað í síma. Afgreiðslumaður Vanur kjötafgreiðslumaður óskast í kjörbúð nú þegar. Aðeins reglusamur og duglegur maður kemur til greina. Hátt kaup. Uppl. í sífna 35220. Þorvaldar Thoroddsens Fjórða og síðasta bindið er komið út. í þessu bindi lýkur frásögn af rannsóknaferð- um Þ. Ph. um landið, er hann fór á árunum 1882--1898. Enginn maður hefur þekkt landið betur en Þorvaldur og enginn hefur miðlað þekkíngu sinni út til þjóðarinnar umfram hann Ferðabókin er kjörgripur, sem enginn má án vera — hún er í orösins beztu merkingu bók allra landsmanna. Snatbj örnJj ónss cm&Cb.h.f THE ENGUSH B00KSH0P að gefa út uppsagnarbréf, án þess að hafa kynt sér málsástæð ur. Hann hefur ekki gætt skyldu sinnar. Framkoma bæjarstjórnar er harla einkennileg. Slíkt hefði ekki hent í borgarstjóratíð Bjarna Benediktssonar og Gunn ars Thoroddsen. Vitanlega er Jón neyddur til málsóknar, vegna óréttmætrar atvinnusviptingar og álits- spjalla. Ég efa það ekki, að Trésmiðafélagið veitir honum þar drengilega aðstoð. „Gjafir eru ykkur gefnar, feðgum, og eru þið litlir dreng- ir ef þið launið engu”, sagði Bergþóra forðum. En hart er það fyrir mig, gamla sjálfstæðishetju, að syn- ir mínir eiga hvergi skjól, nema hjá kommúnistum. Hannes Jónsson. ★ Frá Áhaldahúsi bæjarins hef- ur blaðinu borizt eftirfaran<\i athugasemd: Umræddur starfsmaður var I byrjun septembermánaðar sl, beðinn að taka að sér það verk- efni að festa mælingarmerki úi kopar á hús víðsvegar um bæ- inn. Er þetta verk unnið á þann hátt, að notuð er svonefnd naglabyssa til festingar merkj- anna. Sérstök réttindi þarf til þess að fara með slíkt verkfæri og hefur umræddur starfsmaður þau, enda hefur hann áður að eigin ósk notað það í starfi sínu við Áhaldahúsið. I þetta sinn lofaði starfsmað- urinn í fyrstu að vinna verkið án þess að gera krSíu um að fá fyrir það hærra kaup en greitt er fyrir slíka vinnu samkvæmt gildandi töxtum. Er verkið skyldi hefjast, gerði starfsmað- urinn hins vegar kröfu til, að sér yrði greidd áhættuþóknun, en því var að athuguðu máli neitað, enda er ekki kunnugt um, að slík áhættuþóknun sé greidd fyrir vinnu sem þessa. Fyrir liggur vottorð frá Ör- yggiseftirliti ríkisins, þar sem fram kemur, að festing á mæli- plötum með naglabyssu ,.sé ekki hættulegra starf en annað, er gert er með slíku áhaidi, ef settum reglum er fv!gt“. Starfs- menn Áhaldahússins eru sb^sa- tryggðir svo sem skylt er skv. gildandi reglum. Auk þess hefur bæjarsjóður sérstaka ábyrgðartryggingu tii þess að mæta hugsanlegu tjóni, er starfsmenn kunna að valda í störfum sínum. Eftir að umræddur starfsmað- ur hafði neitað að yinna verk þetta fyrir samningsbundið kaup, var til þess fenginn ann- ar trésmiður frá Áhaldahúsinu og hefur hann til umráða eigm bifreið, sem hann hefur notað við starf þetta. Fær hann að sjálfsögðu greiðslu fyrir bifreið- ina miðað við notkun hennar, Um verkstjóra Trésmiðastof- unnar skal það tekið fram að hann tekur laun skv. gildandi samningum og ekkert þar fram yfir. Þar sem áður hafði borið á því, að nokkuð hafði á skort um samvinnu viðkomandi starfs manns við verkstjóra Trésmíða- stofu Áhaldahússins var starfs- manninum af áðurgreindu til- efni sagt upp starfi með lög- legum fyrirvara og er enginn vafi á heimild vinnuveitanda í þessu efni um þá menn. sem ekki eru fastráðnir starfsmenn bæj arins. Happdrœtti Háskóla Islands Á fimmfudag verbur dregið i 11*. flokki. — 1,211 yinningar að fjárhæd 1,555,000 krónur. — Á morgun eru seinustu forvöð oð er.durnýja. Happdrœtti Háskóla íslands

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.