Morgunblaðið - 08.11.1960, Side 15

Morgunblaðið - 08.11.1960, Side 15
Þriðjudagur 8. nóv. 1960 MORGTll\fíl AÐIÐ 15 Coldwafer eykur sölu á tibúnum réttum lír 9 millj. í 20 millj. pund á tveimur árum Eigin framleiðsla fyrlrtækisins tryggir blokkasölu UPPI á 20. hæð Chrysler- skýjakljúfsins mikla í New York er skrifstofa fyrirtæk- isins „Coldwater Seafood Corporation“. Þótt það beri amerískt nafn og heimilisfang þess sé í New York, er þetta alis- lenzkt fyrirtæki, dóttur- og sölufélag Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Starf Jóns Gunnarssonar Það var stofnað árið 1947. Tveimur árum fyrr eða í byrjun 1945 hafði Jón Gunnarsson kom- ið til Bandaríkjanna á vegum Sölumiðstöðvarinnar í markaðs- leit. Hann rfékk sér í fyrstu eins herbergis skrifstofukytru niðri við Wall Street. Það var ekkert áhlaupaverk, sem þess ungi ís- lenzki verkfræðingur hafði tek- izt á hendur, að ryðja íslenzkum fiski braut inn á erfiðasta og samkeppnisharðasta markað heims. Hann komst að vísu fljótt að því, að það var auðvelt að selja mikið magn af „nafnlaus- um“ fiski á lágu verði til stórra dreifingarauðhringa, — en hann komst líka að því, að þessir stóru aðilar voru frægir fyrir að taka upp á því eftir nokkurra ára við skipti, að þvinga verðið enn meira niður, eða jafnvel stöðva kaupin skyndilega og snúa sér annað, þegar þeim bezt hentaði. Hann ákvað því fljótt að setja markið hærra, að vinna hinum íslenzku afurðum markað undir eigin vörumerki, sem bandarísk- ir neytendur skyldu læra að þekkja og treysta. í því var hm mikla þraut fólgin, það hefur kostað mikið erfiði og gengið upp og niður, en ef það tækist að fá slíka fótfestu á bandaríska mark aðnum, þá verður hann um leið bezti og öruggasti markaður okk- ar. Jón Gunnarsson hefur sagt framleiðendunum heima, á hverju ári, og oft á ári hvað til þess þurfi fyrst og fremst. „Það er að útrýma göslarahættinum". Þannig hefur hann oft þurft að segja framleiðendunum heima til syndanna og fengið orð á sig að vera orðhvatur og harðleik- inn. „Þið getið selt nær ótak- markaðan fisk í Bandaríkjunum — ef þið vandið fiskinn — en ef þið ekki nennið að vanda ykkur, — ja þá skuluð þið ekkert vera að hugsa um bandaríska mark- aðinn þá getið þið selt' fiskinn i minkafóður fyrir mér“. Þessi og mörg önnur ámlnn- ingarorð Jóns heyrði ég á ferð- inni til Randaríkjanna fynr nokkru, en ég fann það um leið, að frystihúsamennirnir í hópn- um kunnu að meta og virða sum beittu orðin. Sjálfir eiga þeir mest undir því að vöruvöndun sé sem rækilegust. Það er eilíf barátta við skemmdir, bein, orma, en fyrir beztu nýtingu fisksins og vandvirknislegri pökkun og frystingu. Ég efast um að frystihúsin í S. H. hefðu náð þeim árangri í þessu sem raun ber nú vitni, ef ekki hefði einstöku sinn- um sviðið undan beittum orðum Jóns Gunnarssonar. Og nú um 15 árum eftir að hann steig hér fyrst á land sem um- boðsmaður S.H. skundar hann inn í anddyri Chrysler-bygging- arinnar með 9 útvegsmenn og 2 blaðamenn heiman af íslandi á hælum sér og ætlar að sýna þeim, hvað áunnizt hefur. Við þrengjum okkur allir í ein um hóp inn í lyftuna, sem tekur á sig rykk líkt og eldflaug og er komin á örskotsstund upp á tuttugustu hæðina. Árni, Pálmi og Margrét Við komum inn í rúmgott og bjart skrifstofuhúsnæði með stór um gluggum til norðurs og aust- urs. Þar blasa við m. a. bygging ar Sameinuðu þjóðanna og ýms- ar fleiri stórbyggingar og í norðri hinn mikli skógivaxni skemmti- garður Central Park. í skrif- stofu þessari vinna um 30 manns og virtist okkur skrifstofufólkið vera mjög önnum kafið, enda ekki óeðlilegt, þar sem nú fer í hönd mesti fisksölutíminn í Bandaríkj unum. Þarna kynnti Jón okkur fyrir þremur stjórnendum skrifstof- unnar, tveimur ungum íslending- um: Árna Ólafssyni, sem stjórn- ar fisksölu í austanverðum Bandaríkjunum og Pálma Ingv- arssyni, sem hefur vestara sölu- svæðið og umsjón með fiskverlc- smiðju fyrirtækisins í Nanticoke. Skildist mér, að mörk sölusvæð- anna væru einhversstaðar um Missisippi-fljótið. Höfðum við orð á því í gamni að þannig væru þeir Árni og Pálmi búnir að skipta Bandaríkjunum á milli sín í Skálholts- og Hóla-biskups- dæmi. Sá þriðji sem annast yfir- stjórn skrifstofuhaldsins er ung bandarísk kona, Margaret Clams er, venjulega kölluð Margrét. Hana þekkja margir hér heima. síðan hún heimsótti Island fyrir tveimur árum. Hún er glaðleg og Við settumst nú allir inn í skrifstofu Árna Ólafssónar. Kvaðst Jón Gunnarsson hafa hitt þennan unga mann í Chicago fyrir nokkrum árum. Stjórnaði hann þá bandarískri fish-sticks verksmiðju í St. Louis. Eftir nokkur kynni hafði Jón spurt hann hvort hánn vildi ekki koma að vinna hjá S.H. Og Árni svar- aði játandi, — af því. að Stellu konu hans fannst hún vera nær íslandi í New York en í St. Louis. Tímabilið 1955 til 1959 Árni gaf okkur íslenzku ferða- löngunum nú yfirlit yfir rekstur Coldwater-fyrirtækisins og mið- aði við tímabilið frá 1955. Á því ári urðu þáttaskil í starfseminni með því að þá byrjaði Coldwater sölu á tilbúnum réttum frá verk- smiðjunni í Nanticoke. Reyni ég hér að drepa lauslega á það helzta: Heildarsölumagnið í Banda- ríkjunum 1955 var 24.3 milljónir punda, en 1959 var það 44 millj. punda. í þessu er innifalið bæði flök, blokkir og tilbúnir réttir. Flök og blokkir; Af þeim seld- ust 1955 um 23 millj. pund en 1959 seldust 35,2 millj. Tilbúnir réttir: Árið 1955 eða fyrsta framleiðsluár þeirra í Nanticoke seldust 700 þús pund Árið 1959 seldust 9.4 milljón pund. Enn er því við að bæta að áætlað er að á þessu ári seljist 14.5 milljón pund af tilbúnum réttum og á næsta ári er áætl- að að salan gæti komizt upp í 20 milljón’ pund. Þetta er eins og allir sjá geysileg aukning og það er einmitt á þessu sviði, sem Coldwater væntir sér langmestr- ar aukningar í framtíðinni. En til þess að sú aukning geti haldið áfram fer það að nálgast að koma verði upp nýrri fiskverksmiðju í Bandaríkjunum. Okkar eigin stærstu kúnnar Þessi sama þróun kemur fram í því, að sala á fiskblokkum hef- ur aukizt frá 1955 til 1959 úr 5 milljón pundum í 20 milljón pund og er sýnilegt að hún mun aukast stórkostlega á þessu ári og í framtíðinni. Þetta er ein forkur dugleg og virðist eiga ráð faldlega vegna þess að blokkirn- við hverjum vanda. I ar eru efniviðurinn fyrir verk- Elnn af neytendapökkum Coldwater með vörumerkinu „Ice- Iandic“. Umbúðir utan af soðnum ýsuflökum með rækjusósu. Fiskurinn og sósan eru í plastpokum. Húsmóðirin tekur pok- ana og sýður þá í 12 mínútur. Síðan þarf ekki annað en klippa gat á þá og maturinn er tilbúinn á diskinn. Pottur- inn þarf engan uppþvott. Húsmæðrum sem vinna úti finnst þetta mjög þægilegt. smiðjuna. Verksmiðjan í Nan- ticoke tók árið 1955 um 650 þús. af þeim 5 milljón pundum, sem Coldwater seldi þá, en 1959 tók hún 7,4 millj. pund af þeim 20 milljón pundum af blokkum sem þá seldust. ,,Við erum þannig að verða okkar eigin stærstu kúnnar“, sagði Árni. Hann benti og á að þetta væri lang hagkvæmasta þróunin. Blokkframleiðslan væri hagkvæmust fyrir frystihúsin heima og þegar verksmiðja Cold- water framleiddi úr henni til- reiddan mat, fish-sticks og fisk- kökur, bæri neytendapakkning hennar hið íslenzka vörumerki inn á borðið til húsfreyjunnar. Þannig yrði fylgzt með vöru- gæðunum heim í hús til neyt- endanna. Arni viðurkenndi hinsvegar, að nokkur samdráttur hefði orð- ið í sölu á flökum. Af þeim hefðu selzt 17 milljón pund árið 1955 en 15 milljón pund árið 1959 Þessi lækkun stafar af því, sagði hann, að árið 1958 lentum við í vandræðum með birgðir. Við átt um engan steinbít og karfann I heimsókn í skrifstofu Coldwater í New York. Talið frá vinstri: Jóhann Sigfússon frá Hafn- arfirði, og á bak viff hann: Árni Ólafsson, Einar Steindórsson frá Hnífsdal, Margaret Clamser, Jóhannes Stefánsson frá Norðfirffi og Pálmi Ingvarsson. vantaði í byrjun bezta sölutím- ans. Þetta varð til þess að marg- ir kaupendur hættu hjá okkur. Þeir vilja geta keypt allar teg- undir á sama stað, þorsk, ýsu, karfa, steinbít, lúðu og kola. Ef þær eru ekki til allar í einu, þá er hætta á að sumir hverfi frá okkur. Bað Árni viðstadda frysti húsamenn, að athuga þetta vel, þeir mættu alls ekki vanrækja steinbítinn eins og gert var í hittifyrra. Þó bætti hann því við að önnur ástæða væri sam- verkandi um minnkun á flaka- sölum og það væri að neyzlu- hættir Bandaríkjamanna væru að breytast. Tilbúnir réttir væru að verða vinsælli. Blokkirnar og fiskverksmiðjurnar virtust vera framtíðin og á það ættu íslend- ingar að leggja megináherzluna. Metsala í september Ac Við teljum, sagði Árni Ólafs- son, að starfsemi okkar hér i Bandaríkjunum hafi verið braut ryðjendastarf á margan hátt. Þetta er í fyrsta skipti, sem fram leiðsla íslands er seld í stórum stíl í öðru landi, af Islendingum sjálfum og undir vörumerki þeirra. Á" Við urðum fyrstir útlendra þjóða til að koma upp okkar eig- in fish-stricks vérksmiðju 1 Bandaríkjunum. Þetta er einn- ig fyrsta fish-stricks verksmiðj- an, sem íslendingar eiga sjálfir í öðru landi. Á- Slík markaðsaðferð gefur ekki aðeins meiri inarkaðsöryggi, heldur muji hún einnig gefa okk ur meiri fjárhagslegan ávinning en nokkur önnur markaðsaðferð. ★ Hann gat þess, að í sept. sl. hefðu heildarsölu Coldwater i Bandaríkjunum bæði á hráum og soðnum fiski numið 1,5 milljón dollurum, sem væri hærri mán- aðarsala en nokkru sinni fyrr og bjartsýni væri mikil og rökstudd um áframhaldandi aukningu. ★ Fiskneyzla í Bandaríkjunum er aðeins um 10 pund á mann á ári, en fólksfjöldinn eykst um 4 milljónir manna á ári. Þetta gerir um 40 milljón punda neyzluaukningu á ári. Þonnig aukast markaðsmöguleitoarnir stórlega með hverju ári sem líð- ur, svo að fremur er hætta á Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.