Morgunblaðið - 09.11.1960, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.11.1960, Qupperneq 2
Á 2 MORCVTS EL AÐIÐ Miðvilcudagur 9. nóv. 1960 Erfitt að halda aftur af vcrkamönnum — segír Peter Henderson PETER HENDERSON, fram- kvSemdastjóri fiskiðnaðardeildar brezka flutningaverkamannasam bandsins, hefur dvalizt hér nokkra daga. Hann fór utan í morgun, en í gærkvöldi hafði tíðindamaður Mbl. tal af hon- um. Verkalýðsfélag mitt taldi ráð- lqgt að ég skryppi til íslands að ræða við íslenzka ráðamenn og 15 nýiar hiúkrunarkonur f LOK októbermánaðar braut- skráðust eftirtaldir nemendur frá Hjúkrunarkvennaskóla ís- lands: Aðalbjörg Árnadóttir frá Vopnafirði, Auður Fanney Jó- hannesdóttir frá Flóðatanga, Stafholtstungum, Borgarf., Birna Ásmundsdóttir Olsen frá Pat- reksfirði, Erla Þorgerður Ólafs- dóttir frá Patreksfirði, Guðlaug Benediktsdóttir frá Eskifirði, Guðrún K.S. Thorstensen frá Arnardal við ísafjörð, Gunnur Sæmundsdóttir frá Narfastöðum, Reykjadal, S.-Þing., Hulda Guð- finna Pétursdóttir frá Rvík, Margrét Jóhannsdóttir frá Rvík, Nanna Guðrún Henriksdóttir frá Rvík, Ólöf Snorradóttir frá Kristnesi, Eyjafjarðarsýslu, Sig- rún Daníelsdóttir frá Akranesi, Soffía Ólafía Níelsdóttir frá Hús ey, Hróarstungu, N-Múl., Svan- laug Alda Árnadóttir frá Hólma- vík, Þórunn Sigurborg Pálsdótt- ir frá Rvík. fá sem gleggsta hugmynd um af- stöðu þeirra hvað snertir land- helgisdeiluna. Fulltrúar beggja ríkisstjórnanna hafa ráeðzt við svo og brezkir og íslenzkir tog- araeigendur, m. a. þegar Mr. Cobley var hér á dögunum, en fulltrúar verkalýðsfélaganna í Bretlandi og á íslandi höfðu ekki hitzt. Þess vegna ákvað ég að fara. — í minni deild flutningaverka mannasambandsins eru um 110 þús. verkamenn, bæði venjulegir hafnarverkamenn svo og þeir, sem annast löndun úr fiskiskip- um. í tvö ár hafa yfirmenn á tog- urum reynt að egna verkamenn- ina tif aðgerða gegn íslendingum með löndunarbanni. Okkar fé- lag hefur alla tíð staðið gegn því, og beitt sér þessi tvö ár af alefli — og það hefur heldur ekki kom- ið, til neinna mótaðgerða. Mitt samband hefur og mun styðja viðleitni brezku stjórnarinnar til að ná samkomulagi við íslend- inga. En það hefur verið erfitt að halda aftur af verkamönnum þessi tvö ár. — ★ — Það er e. t. v. rétt að geta þess í sambandi við blaðaskrif um komu mína hingað, að það var einmitt Hannibal Valdimars son, sem bauð mér hingað fyrst- ur manna. Hann var fulltrúi á þingi Alþýðusambands Bretlands í Bournemouth í Englandi haustið 1958, einmitt þeg- ar íslendingar færðu út fisk- veiðilögsöguna og átökin hófust. Við rædduinst við og hann hvatti mig til að koma til íslands og kynna mér ástandið við fyrsta tækifæri. Þannig er og háttað málum í Alþjóða flutningaverkamanna- sambandinu, að við teljum okkur velkomna hver til annars hvenær Norskt björgunar- skip til íslands Alasundi, 8. nóv. — (NTB) — RITARI norska slysavarna- félagsins skýrði frá því í dag að björgunarþjónusta þess við ísland yrði aukin á næsta vori. Þá er ætlunin að senda til Reykjavíkur björg- unarskip til að hafa eftirlit við suð-vestur ströndsa, Tóinar slöngur AKRANESI, 8. nóv. — Enn hef- ur ekkert verið upplýst um það hverjir stóðu fyrir því að hleypa vatninu úr vatnsbóli bæjarins aðfaranótt 28. þ.m., en þá var bærinn vatnslaus í fimm klst. Slíkur leikur gæti orðið dýrt spaug, því eldsvoðar gera ekki boð á undan sér og lítið gagn er í slökkviliði með tómar slöngur. — Oddur. Dagskrá Alþingis DAGSKRÁ sameinaðs þings 1 dag kl. 1,30: 1. Jarðhitaleit og jarðhitafram- kvæmdir, Þáltill. 2. Fiskveiðar með netjum, Þáltill. 3. Hlutdeild atvinnu- greina í þjóðarframleiðslunni, þáltill. 4. Lán til veiðarfærakaupa, Þáltill. 5. Slys við akstur dráttarvéla, þáltill. 6. Umferðaröryggi á leiðinni Reykjavík— Hafnarfjörður, Þáltill. 7. Fiskveiðar við vesturströnd Afríku, þáltill. 8. Byggingarsamvinnufélög, þáltill. 9. Rykbinding á þjóðvegum, þáltill. 10. Hafnarstæði við Héraðsflóa, þáltill. 11. Milliþinganefnd í skattamálum .þáltill. 12. Byggingarsjóðir .þáltill. 13. Styrk ir til landbúnaðarins, þáltill. Vestmannaeyjar og á Græn- landshafi. Seinna verður skipið staðsett á Siglufirði til að annast norska síldarflotann. Einnig hafa Norðmenn í hyggju að hafa björgunarskip við Shetlandseyjar, en fullnað- arákvörðun hefur ekki verið tekin um það. Kostnaður við þessa auknu þjónustu verður talsverður, en norska slysavarnafélagið hefur nú aukinn ríkisstyrk. Útbreiðslufundir Á SUNNUDAG efndi Út’oreiðslu nefnd FRÍ til fræðslufundar um frjálsíþróttir á Akranesi. Guð- mundur Þórarinsson, íþrótta- kennari og stjórnarmeðlimur út_ breiðslunefndarinnar setti fund- inn og flutti síðan fróðlegt er- indi um þjálfun. Vilhjálmur Ein_ arsson íþróttakappi talaði næst- ur og ræddi einnig um þjálfun og sína persónulegu reynslu á því sviði. Var gerður mjög góð- ur rómur að ræðum Guðmundar og Vilhjálms. — Loks voru sýnd ar kennslumyndir, sem þóttu fróðlegar og skemmtilegar Sigurður Haraldsson, bæjar- gjaldkeri þakkaði ræðumónnum og kvaðst þess fullviss, að koma þeirra myndi verða til góðs fyrir frjálsíþróttir á Akranesi, en vaxandi áhugi er fyiir þeirri á- gætu íþrótt á Akraneú Fundur- inn var allfjölmennur og bótti takast vel í alla staði. sem <w. Ég hef líka fengið hinar ágætflstu móttökur héi' og notið góðrar leiðsögu Jóns S.igurðsson- ar, sem er fulltrúi Alþjóða flutn- ingaverkamannasambandsins hér. Ég hef hvarvetna orðið var við þá von manna, að takast megi að jafna deilur Islendinga og Breta. Ég er ánægður með för- ina, tel mig fróðari um grund- vallaratriðin og sé ekki eftir að hafa lagt upp í íslandsferð. — ★ — Að visu hef ég verið hér áður. Ég kom fyrst til íslands 1937. Þá var ég á togara hér við strönd- ina, var lagður í sjúkrahús á Patreksfirði og fékk þar hina beztu aðhlynningu. Nokkru eft- ir stríðslok var ég enn á togara hér og þurfti að leita læknis- hjálpar í Reykjavík. Nú er ég að vísu í öðrum erindagerðum, en viðtökur íslendinga eru jafnhiý- legar. — ★ — Þess má að lokum geta, að a föstudaginn ræða Henderson og nokkrir aðrir fulltrúar fiskiðnað- arins brezka við Soames, fisk- veiðimálaráðherra, og Hume lávarð, utanríkisráðherra, og skýra þeim frá viðræðunum við íslendinga. Guðm. E. Einarsson l\lýr aðalbókari í Utvegsbank- anum Á FUNDI bankaráðs Útvegs- banka íslands í gær var Guð- mundur E. Einarsson ráðinn að- albókari bankans. Guðmundur hefur starfað í Útvegsbankanum síðan 2. desember 1935 .Stundaði jafnframt nám í Verzlunarskóla íslands 1936—1937. Hann hefur undanfarin tæp tvö ár gengt að- albókarastörfum í veikindafor- föllum Einars heit. Kvaran. Guðmundur er fæddur í Reykjavík. Kennsla í hjálp í viðlögum fyrir almenning SLYSAVARNADEILDIN „Ing. ólfur“ í Reykjavík gengst fyrir því að haldið verði námskeið fyrir almenning í hjálp í við- lögum og fer það fram í Siysa- varnahúsinu á Grandagarði. Námskeiðið hefst næstk. sunnu dag kl. 2 e. h. með því að sýndar 'verða kvikmyndir um hina nýju lífgunaraðferð. Einnig fer þar fram kennsla. Síðan verðar þátt- takendum skipt í hópa, sem kennt • verður annaðhvort kvöld í næstu viku. Nauðsyniegt er fyrir deildina að vita, sem fyrst, hve mikil þátttaka verður í námskeiðunum og er fólk því beðið að tilkynna um það í síma Slysavarnafélagsins. Bókin „Hjálp í viðlögum“ verður not- uð á námskeiðinu. Almenningur í Reykjavik hef- ur ávallt sýnt mikinn áhuga fyr- ir slíkri fræðslu og mun enn reynast svo um þessi námskeið, sem eru ókeypis. Enga kommún- ista til Kongó segir Mobutu Leopoldville, Kongó, 8. nóv. — (Reuter) — J O S E P H Mobutu, herstjóri i Kongó, lýsti því yfir í dag að hann mundi aldrei samþykkja, að rússneskir og tékkneskir kommúnistar fengju að snúa aftur til landsins. Þá hélt Mo- butu því fram á blaðamanna- fundi að tveir yfirmenn úr Kongóher, sem farið hafi eftir fyrirskipunum embættismanna, „studdum af SÞ“, hefðu fengið 30 hermenn til að gera mis- heppnaða tilraun til að hertaka þinghúsið si. nótt. Sagði hann að með þessu hefðu SÞ „framið ástæðu til að afvopna Kongó- her. Kamitatu hefur neitað allri vitneskju um „árásina". Mobutu sýndi blaðamönnum 100 riffla, rúmlega 70 handvél- byssur og fleiri vopn, sem hann sagði að hermennirnir 30 hafi haft meðferðis. Hann sagði að foringjarnir tveir væru horfnir. Þá sagði Mobutu ennfremur: „Það er ég sem kem til með að kalla þingið aftur saman þegar nauðsyn krefur, ekki Sameinuðu þjóðirnar“. Kvaðst hann því að- eins vilja samvinnu við SÞ að þær sýndu honum traust. Day- al, fulltrúi SÞ, hefði ekki gert það og vildi Mobutu aldrei við afbrot gegn lýðveldinu“, lagði ekki fram neinar sannan- I hann tala framar. ir fyrir aðild SÞ að tilrauninni. '------------------- blíða“ „En sú HÚSAVÍK, 8. nóv. — Hér er logn og blíða, 10 stiga hiti. Fólk er léttklætt og létt í lund. „En sú blíða“, segir það. — Og varla nema von, því þann 8. nóvember í fyrra varð mikið mannskaða og fjárskaðaveður hér norðanlands. Þá týndist fé í fönn, fannst sumt dautt, en nú sést ekki snjór nema á fjallatindum. Bændur hafa samt enga trú á því að þetta veður haldist til eilífðar. Veðrabrigði geta oft verið snögg hér og þess vegna eru þeir komn ir með féð heim, en láta það samt út dag hvern. — Fréttar. Drengur fvrir M o RANNSÓKNARLÖGREGLAN hefur fengið til meðferðar um- ferðarslys er varð 27. okt. sl. Þá varð 8—-9 ára drengur fyrir sendiferðabíl á mótum ' Skafta- hlíðar og Stakkahlíðar. Hann taldi sig ómeiddan vera, er hann talaði við bílstjórann, og hafði bílstjórinn gefið honum 10 kr. og síðan ekið á brott. — Rann- sóknarlögreglan vill biðja bí'- stjóra þennan að koma til við- tals, því í ljós hefur komið að drengurinn hefur meiðzt. Steypa hverri stjórn, sem . . . í yfirlýsingu sinni varðandi kommúnista, sagði Mobutu: „Á meðan ég lifi, munu Rúss- arnir og Tékkarnir ekki snúa aftur hingað. Ég mun steypa af stóli hverri þeirri ríkisstjórn, sem hleypir þeim inn í landið“. Mobutu rak sendisveitir Rússa og Tékka úr landi fyrir tæpum tveim mánuðum. Mobutu sagði að herforingj- arnir tveir hafi hlýtt fyrirskip- unum Kamitatu, fylkisstjóra Leopoldville-héraðs, er þeir gerðu tilraun til að hertaka þinghúsið. Kvgð hann hermenn- ina hafa álitið sig vera að fara að fyrirskipunum Mobutus, en varðsveitir við þinghúsið hrakið þá burtu. Mobutu sagði að Kamitatu væri studdur af SÞ, sem vildu skapa innbyrðis átök meðal her- manna hans og fá þannig Normannslaget EINAR Farestveit, framkvstj., var endurkjörinn formaður þess 31. okt. sl. Aðrir í stjórnina voru kjörnir: Frú Ingrid Björns- son, varaform., Jan Garung, gjaldkeri, Arvid Hoel, ritari, og tOdd Didriksen, vararitari. NA /5 hnútar ¥: Snjókoma V Sfcúrir y////.Reqn- Kutíaskil H HetÍ / SV50hnúlar > úa fC Þrumur ////tvaV, Hihski! L IzsL Allmikil lægð er yfir Græn- Veðurspáin kl. 10 í gær- landi og hafinu suður af ís- kvöldi: landi. Veldur hun mjog hlyrn stormur og rigning j nótt en suðrægri átt hér á landi og sunnan eða SV kaldi og skúr- rigningu sunnan lands. Um ir á morgun. hádegið var hlýjast á Galtar- Faxaflói til Vestfjarða og vita, 12 st„ en annars var 8- miðil}: ^lihvaSS °SJÍgn‘ íng í nott en SV kaldi og 10 stiga hiti um allt land, sitúrir ú morgun. enda er ísland hlýjasta landið Norðurland til Austfjarða á þessu veðurkorti. Á Bret- og miðin: Allhvass SA og landseyjum er 5—8 st. hiti, 3 sumsstaðar rigning i nótt en st. í Danmörku og um frost- lygnir og léttir til á morgun. mark í Suður-Noregi. Á Ný- SA-land og SA-mið: Hvass fundnalandi 3 st .hiti og La- SA og rigning í nótt en SV brador er 3—12 st. frost. kaldi og skúrir á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.