Morgunblaðið - 09.11.1960, Page 8

Morgunblaðið - 09.11.1960, Page 8
8 MORGWnr 4 010 Miðvikudagur 9. nóv. 1960 Höfum haft samráð við aðrar þjóðir ■ hvert sinn sem við hofum fært ut landhelgina LANDHELGISMÁLIÐ er enn rætt í efri deild Alþing- is. í blaðinu í gær lauk þar frásögn af umræðunum er dómsmálaráðherra, Bjarni Benediktsson, hafði lokið máli sínu. Næstur honum talaði Hermann Jónasson, 2. þm. Vestfjarða. — Á fundi deildarinnar í gær töluðu Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, og Sigur- vin Einarsson, 4. þm. Vest- fjarða. ingar kaemust ekki framhjá því, að í 'hvert skipti, sem við hefðum fært út landhelgi okkar hefðum við haft um það samráð við aðr- ar þjóðir. Samningsviðræður innan Atlantshafsbandalagsins Þá fór ræðumaður nokkrum orðum um þær viðræður, sem áttu sér stað um landhelgismálið innan Atlantshafsbandalagsins árið 1958. Kvað hann þær við- ræður hafa leitt mikið gott af sér, því vitað_ hefði verið, að margar þjóðir hefðu verið á- kveðnar að veiða innan tólf mílna eftir að útfærslan gengi i garð, en viðræðurnar hefðu leitt til þess, að Bretar hefðu orðið einir um þetta. Þá skýrði hann frá þeim samningsviðræðum, sem áttu sér stað sumarið 1958 um landhelgisútfærsluna, eins og nánar er vikið að annars staðar í blaðinu. Kvað ráðherrann það ekki vekja undrun sína þó kommúnistar hefðu skipt um skoðun á þessu máli og vildu nú engar viðræð- ur við aðrar þjóðir eins og þeir hefðu viljað fyrir 12 árum. Á þeim tíma, sem liðinn væri, hefði Atlantshafsbandalagið verið stofnað og nú vildu kommúnist- ar halda þannig á málinu, að sem mestir árekstrar sköpuðust við bandalagsþjóðirnar. Fyrra sjónarmiðið, að færa landhelgina sem mest út, hefði orðið að þoka fyrir þessu áhugamáli. Ummæli Hermanns í sumar og nú Þá vitnaði utanríkisráðherra í ummæli Hermanns Jónassonar á fundi utanríkismálanefndar nú í sumar. Hefði hann sagt þar að greinilegt væri, að Bretar væru að færa sig upp á skaftið í of- beldisaðgerðum sínum og mætti búast við stórslysum þá og þeg- ar. Jafnframt hefði hann spurt hvaða mótaðgerðum ríkisstjórn- in hyggðist beita, og borið fram tillögu um að við snerum okkur til Bandaríkjastjórnar með tii- vísun til varnarsamningsins og bæðum þá að vernda okkur fyrir Bretum í landhelginni. — Nú segði þessi sami þingmaður, að deila okkar við Breta væri úr sögunni og sagði ráðherra, að þess mundu fá dæmi í þingsög- unni, að sami maður segði þannt ig eitt í dag og annað á morgun. Afstað Lúðvíks og orð Rúts I niðurlagi ræðu sinnar fór | utanríkisráðherra nokkrum orð- um um þróun landhelgismálsins síðasta áratug. Drap hann bá m. a. á afstöðu Lúðvíks Jóseís- sonar, fyrrverandi sjávarútvegs- málaráðherra, er útfærsla land- helginnar kom fyrst til umræðu í hans ráðherratíð, en þá vildi Lúðvík halda fast við fjórar míi- ur eins og sagt er nánar frá ann- ars staðar í blaðinu. í lok mais síns minntist ráðherra á þau um- mæli Finnboga Rúts Valdimars- sonar, að íslenzkir sjómenn væru í stöðugri hættu og þá munaði því ekki um þó hættan af land- helgisdeilunni bættist ofan a. Væru þetta ein kuldalegustu um- mæli í garð íslenzkra sjómanna, sem heyrzt hefðu. Afstaða með Þórarni Sigurvin Einarsson andmælti viðræðunum við Breta, sem hann kvað hafa sýnt okkur hina mestu fúlmennsku. Vitnaði hann í um- mæli' Þórarins Nefjólfssonar, eins og sagt er frá þeim í ís- lendingasögu Jónasar frá Hriflu. Taldi ræðumaður, að við ættum að taka afstöðu með Þórarni, en gegn Bretum. Meginreglan brotin Hermann JónasSon kvað tvær meginreglur hafa gilt í meðferð landhelgismálsins síðustu tíu ár. Væri önnur reglan sú, að semja aldrei við nokkra þjóð um það ívenær, eða hve nikið við færð- ím landhelgi jkkar út, og hin -eglan hefði ver ð, að slaka ildrei, hvorki :ímanlega né i/aranlega, til um þær ákvarð- anir, sem eitt sinn hefðu verið teknar. Þá vék ræðumaður að þeim orðum dóms málaráðherra, að vinstri stjórn- in hefði viljað veita undanþágu frá 12 mílunum á árinu 1958. Kvað hann ef til vill einhverjar sérfræðilegar athuganir hafa far- ið fram um það atriði, en ef til- slakanir hefðu komið til greina 1958 þá hefði aldrei komið til mála að gera þær sem samning. Kvaðst ræðumaður harma það, að núverandi ríkisstjórn hefði brotið þá meginstefnu fyrrver- andi ríkisstjórna, að ræða ekki um landhelgisútfærslu við aðrar þjóðir. Rangt eftir baft Guðmundur í. Guðmundsson, utanríkisráðherra, var næstur á mælendaskrá og flutti ræðu sína á fundi deildarinnar í gær. Vék hann að einstökum atriðum, sem fram hefðu kom ið í umræðunum. Sagði ráðherra, að Finnbogi Rút ur hefði haft það rangt eftir sér, að landhelg- ismálið skyldi borið undir ut- anríkismála- nefnd áður en viðræður yrðu teknar upp við Breta. Þá leiðrétti hann ummæli, sem Þjóðviljinn hafði borið for- sætisráðherra fyrir í gær, þess efnis, að fullt samráð yrði haft við Alþingi um gang viðræðn- anna. Forsætisráðherra hefði að- eins sagt, að málið yrði borið undir Alþingi áður en fullnaðar- ákvörðun yrði tekin. Alltaf rætt við aðrar þjóðir Þá minntist utanríkisráðherra á þau ummæli Hermanns Jónas- sonar og Finnboga Rúts Valdi- marssonar, að ríkisstjórnin hefði með þessum viðræðum hrotið í bága við meginstefnu allra fyrr verandi ríkisstjórna. Minnti hann á ummæli Einars Olgeirs- sonar er landgrunnslögin voru sett 1948, en þá hefði Einar gert það að forsendu fyrir samþykki sínu, að athuga þyrfti undirtekt- ir annarra þjóða. Nú segði full- trúi þessa sama flokks 12 árum síðar, að það hefði alltaf verið meginstefna okkar, að ræða ekki við aðrar þjóðir um útfærslu landhelginnar, Stjórnarandstæð- — Alþingi Frh. af bls. X þýðuflokkurinn og ég efast ekki um, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi einnig verið þessu samþykk ur. Skyldu fá að veiða á seinni sex-mílunum Þetta símskeyti var sent til Atlantshafsbandalagsins frá rík- isstjórn íslands 18. maí 1958. í þessu skeyti býður íslenzka rík- isstjórnin, að ef bandalagsríki okkar vilji viðurkenna þegar í stað 12 mílurnar, vilji viður- kenna vissar grunnlínubreyting- ar gegn því að fá um nokkurra ára skeið að veiða takmarkað á seinni 6 mílunum, þá sé ríkis- stjórnin reiðubúin til að taka málið upp til endurskoðunar og athugunar á þeim grundvelli og það var látið fylgja með, að þessi orð okkar þýddu það, að ef Atlantshafsbandalagsríkin vildu á þetta fallast, þá myndi ríkis- stjórnin beita sér fyrir því, að inn á þetta yrði gengið hér heima líka. Þarna bjóðum við beinlínis upp á það að gera samkomulag um það við bandalagsríki okkar að haga ákvörðunum okkar í sam bandi við útfærslu fiskveiðilög- sögunnar með vissum hætti, sem þau geti fallizt á, ef þau vilja viðurkenna okkar aðgerðir." Landgrunnið út af Reykjanesi og Vestfjörð- um Þá rakti ráðherra samningsvið- ræðurnar sumarið 1958 og skýrði frá því, að 13. ágúst hefði stjórn- inni borizt tilboð frá bandalags- þjóðunum þess efnis, að þær féllust á að landgrunnið út af Reykjanesi og Vestfjörðum yrði friðað, en fiskveiðilandhelgin að öðru leyti ekki færð út þegar í stað. Þetta tilboð var þó ekki endanlegt og gagntilboðs óskað. Var málið athugað og rætt og varð niðurstaðan sú, að ekki þótti rétt að hverfa frá stefnunni um 12 mílurnar. Stefna Framsóknar „En þegar v.ið vorum að athuga þetta tilboð og ganga frá svar- inu, þá lýsti Framsóknarflokkur- inn því yfir, að hann væri reiðu- búinn að faíiast á þá lausn land- helgismálsins, að ef bandalag okkar vildi fallast á 12 mílna landhelgina, þá megi þeir fiska á seinni 6 mílunum næstu 3 árin, enda verði grunnlínum yfir Húnaflóa og fyrir austan Langa- nes og á einum stað við Suð- austurlandið breytt. Það var till. Framsóknarflokksins, að þessu tilboði Atlantshafsbandalagsins yrði svarað með því að hafna lausn málsins á áður nefndum grundvelli, en minna á okkar fyrra tilboð í því formi, sem ég nú hef lesið upp og bjóða fram Iausn málsins á þeim grundvelli. Sjálfstæðisflokkurinn fylgdist með þessum umræðum og ég hef ekki ástæðu til að efast um — miklu fn/kar vera sannfærður um, að hann var þessu einnig samþykkur. Þetta -varð til þess að við ákváðum, Alþýðuflokkur- inn og Framsóknarflokkurinn í samráði við Sjálfstæðisflokkinn hinn 20. ágúst 1958 að senda Ati- antshafsbandalaginu svohljóð- andi svarskeyti við þessu tilboði með leyfi hæstv. forseta: ★ „Höfum athugað fram- komna tillögu um lausn landhelgismálsins og getum ekki fallizt á hana og ekki borið fram neinar tillögur til lausnar málinu á þessum grundvelli, en minnum á okkar fyrri tillögu um viður- kenningu á 12 mílum gegn því, að erlendir veiði á seinni 6 mílunum um takmarkaðan tíma, enda verði grunnlínum breytt". ★ Þarna standa Alþfl. og Fram- sóknarfl. ásamt Sjálfstæðisfl. að því þann 20. ágúst 1958, að bjóða það til samkomulags við Atlantshafsbandalagið, að ef þjóðir þess vilji viðurkenna 12 mílurnar og fallast á vissar grunnlínubreytingar, þá séum við reiðubúnir til þess að heim- ila þeim að veiða á seinni 6 mílunum kringum allt landið um takmarkaðan tíma. Þetta til- boð, sem hér liggur fyrir, þarf engrar skýringar við. Reglugerð- in hafði verið gefin út 30. júní, Þrátt fyrir það standa þessir þrír stjórnmálaflokkar að því að gera bandamönnum sínum tilboð um það að hnika um takmark- — segir Braathen LUDWIG BRAATIIEN var hér á ferð um helgina. Hann er mörg- um íslendingum að góðu kunn- ur, hefur haft nána samvinnu við Loftleiðir og látið til sín taka í skógræktarmálum okkar. Braat hen hefur gefið um 60 þús. norskra króna til gróðursetning- ar. Enn hefur þetta fé ekki verið notað að fullu. Samt sem áður hafa nær 200 þús. plöntur verið gróðursettar fyrir þetta fé í Skorradal, í svonefndum Braat- hens-lundi, sem er 20—30 hekt- arar að stærð. Þá er verið að aðah tíma til á 12 mílunum, ef þeir vilja veita viðurkennmgu fyrir þeim. Þegar maður lítur á þessa staðreynd, er það enn furðanlegra að heyra hv. 2. þm. Vestf. fullyrða það hér í hv. d., að það hafi verið óhagganlegt í landhelgismáli íslendinga undan farandi tíu ár í fyrsta lagi að semja ekki við aðrar þjóðir um hvenær við færum út fiskveiði- landhelgina eða hve mikið og víkja ekki frá teknum ákvæð- um um útfærsluna. Hann, sem sjálfur hefur boðið að víkja frá settri reglugerð, hann, sem sjálf ur hefur boðið að hnika til um framkvæmdatíma á seinni 6 mílunum". Afstaða Lúðvíks innan V-stjórnarinnar Síðar í ræðu sinni rakti utan- ríkisráðherra þróun landhelgis- málsins og drap á fyrstu umræð- ur um það innan vinstri stjórn- arinnar. Las hann niðurstöð- ur greinargerðar, sem Lúðvík Jósefsson, þáverandi sjávarút- vegsmálaráðherra, ritaði sumarið 1957. Eru niðurstöður Lúðvíks á þessa leið: „Með sérstöku tilliti til þess að umrædd alþjóðaráðstefna er framundan um víðáttu land helginnar, þá tel ég rélt að fara að þessu sinni þá leið, sem meðfylgjandi uppdráttur sýnir, en hún byggir á breyttri grunnlínu og tíma- b/undinni útfærslu á 3 stöðum við landið. Með þessari leið breytum við ekki 4ra mílna reglunni að þessu sinni en ná- um hins vegar þeirri stækkun á friðunarsvæðinu, sem mestu máli skiptir“. Bréf Lúðvíks til Sjálf- stæðisflokksins Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn voru ekki hrifnir af þessum tillögum Lúð- víks, en hann sneri sér þá til undirbúa gróðursetningu í Ilaiukadal fyrir eftirstöóvarnar af gjöf Braathens. Á sunnudaginn fór Braathen með Hákoni Bjarnasyni ,skóg- ræktarstjóra, og nokkrum kunn- ingjum frá Loftleiðum upp í Skorradal til að skoða lundinn. — Mér leizt mjög vel á þetta, sagði hann. Eftir 3—5 ár verður hlíðin mjög falleg þarna í Skorra dalnum. Trén vaxa ört, eftir nokkra áratugi verður þarna mikill og stór skógur. — Þá verða skógar á fslandi víðar en í Skorradal, því að ég sé, að allmikið er unnið hér á SjálfstæðLsflokksins og segir m. a. á þessa leið í bréfi hans til Sjálfstæðisflokksins, sem er rit- að 15. október 1957: „Ekki er líklegt, að teljandi á- greiningur þurfi að verða um, hvernig stækkunin á að vera, en augljóst er, að mismunandi skoðanir eru uppi um fram- kvæmdartímann. Ríkisstj. hefur nú leitað eftir samkomulagi við stjórnarandstöðuna um fram- kvæmdir í málinu og þá alveg sérstaklega um framkvæmdar- tímann. Ríkisstj. leggur áherzlu á að heyra álit stjórnarandstöð- unnar um framkvæmdartímann, þvi að hún telur að ákveða beri hann þannig' að allir flokkarn- ir geti staðið saman í málinu. S j ávarútvegsmálaráðuney tið mun fallast á, að ákveða fram- kvæmdartímann strax að Genf- arfundinum loknum ef það er nauðsynlegt til þess að skapa samstöðu allra flokka um málið“. Vildu taka ákvörðun þegar Ég læt upplestrinum úr bréf- inu lokið ,en það kemur sem sagt greinilega fram hér, að sum arið og haustið 1957 erum við þar staddir í landhelgismálinu, að það er skoðun og till. sjútvrh. að við getum ekki ráðizt í út- færslu frá 4 mílunum en eigum að reyna að breyta grunnlínurm og friða 3 svæði fyrir utan 4 mílurnar, og hann tekur það fram, að hann er svo sannfærður um, að þetta sé sú sjálfsagða leið að ékki þurfi að ræða um annað en framkvæmdartíma og sérstak lega vill hann um það ræða, hvort við eigum að ráðast í þess- ar framkvæmdir fyrir Génfar- ráðstefnuna eða eftir. Það er at- hyglisvert, að sjútvrh. vill þarna haustið 1957 fara að slá því föstu, að svona hlutir skuli jafnvel gerðir eftir Genfarráðstefnuna meðan ekki er vitað, að hvaða niðurstöðu hún kemst. þessu sviði, þó það verði auð- vitað aldrei of mikið. Skógarnir geta skapað unddrstöðu að nýj- um iðnaði á íslandi; svipað því sem það er hjá okkur Norðmönn um. y — Við fellum nú 8 milljónir rúmmetra timburs á ári og bæt- um alltaf vel í skörðin. Timbrið gefur okkur mikinn gjaldeyri. Ég hef varið einni milljón norskra króna í minn skóg. Hann er fallegur, það get ég sagt með sanni. — En ég er ekki aðeins í skóg- ræktinni. Ég gef mig stöðugt meira að flugmálum. Á verk- stæði mínu í Sola vinna um 350 Framh. á bis. 17, Skógarnir veroa undirstaóa nýs iÓnaÖar á íslandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.