Morgunblaðið - 09.11.1960, Side 18
18
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 9. nóv. 1960
fyrsta sinn
á stdrum velli
Landsli&ið leikur við Tékkana í
íþrótfahúsinu á Keflavíkurvelli
HÚSNÆÐISV ANDRÆÐIN
hefta framfarir handknatt-
leiksins hér á landi — og
reyndar annarra knattleikja
innanhúss.. Við getum ekki
háð landsleiki í neinu is-
lenzku húsi. Við erum ekki
'samkeppnisfærir vegna hús-
næðisvandræða. Góð erlend
lið geta ekki sýnt listir sinar
í íþróttinni vegna lítils rúms.
En þó verður það í fyrsta
sinn á sunnudaginn, að ís-
lendingum gefst kostur á að
sjá handknattleik á fullstór-
um velli. Tékkneska liðið,
sem hér er í boði Víkings,
leikur þá gegn landsliðinu og
fer leikurinn fram í hinu
nýja íþróttahúsi varnarliðsins
á Kefiavíkurflugvelli. — Það
hús var tekið í notkun i vor
— kostaði yfir 16 milljónir
í byggingu.
* HVAÐ GETA MEISTARAR
TÉKKA?
Leikurinn á sunnudaginn
fer fram á vegum Handknatt-
leikssambandsins. — Hann er
fyrsti „stórleikur" sem núver-
andi landslið ísjands fær fyrir
þátttöku sína í heimsmeistara-
keppninni síðar í vetur. Þetta
verður ágæt reynsla fyrir liðið
— mótstaðan af líkum styrk-
leika og liðin, sem íslendingar
mæta erlendis.
í annan stað verður þessi
leikur án efa skemmtilegur
vegna þess að þarna gefst Tékk-
unum tækifæri til að sýna allar
listir sínar. Hálogalandssalurinn
hefur reynzt þeim of þröngur —
hann heftir allt spil og getur
beinlínis orðið til þess að lakara
lið standi mun betra liði fylli-
lega á sporði. Hindranirnar, sem
af þröngum sal leiða eru allar
til tjóns fyrir betra liðið og
hinú lakara 1 hag.
★ GÓÐUR
SAMANBURÐUR
Hvort þetta góða tékkneska
lið — sem nú ber nafnbótina
handknattleiksmeistarar Tékkó
slóvakíu — getur meira en
fram hefur komið í Háloga-
landi, fæst svarað á sunnudag-
inn. Þá gefst einnig tækifæri til
að bera saman getu okkar
manna móti Gottvaldov annars
vegar og getu Dana móti Dukla
Prag, en það lið er nú á keppn-
isferð um Danmörku, eins og
segir annars staðar á síðunni.
Þann samanburð er æskilegt að
fá, því Dönum munum við mæta
í fyrsta eða öðrum leik er til
heimsmeistarakeppninnar kem
ur. Þessi tvö tékknesku lið eru
mjög svipuð að styrkleika og
samanburðurinn því raunhæfur.
En slíkur samanburður er að-
eins raunhæfur á fulistórum
velli. Leikurinn suður frá hefst
kl. 3 síðdegis og gilda aðgöngu-
miðarnir sem vegabréf inn á
flugvöllinn.
Elliott er krýndur kon-
ungur 1500 m hlaupara
Er í sérflokki á
afreksskránni
1500 m hlaupið er sú grein
frjálsra íþrótta, sem hvað
vinsælust er meðal áhorf-
enda. — Á síðari tímum er
þessi grein orðin einskonar
spretthlaup, slíkum hraða
hafa hinir beztu náð í hlaup-
inu. Heimsmetið, sem nú
gildir, er 3.35.6, en það jafn-
giidir um 14.4 sek. á hverja
100 m hlaupsins.
♦ I RÓM
Krýndur konungur 1500 m
hlaupara í dag er Ástralíumað-
urinn Herbert Elliott. Hann gerði
ekki aðeins að vinna bezta afrek
ársins á vegalengdinni, heldur
setti hann Olympíumet og heims-
met. Það gerðist í Róm sama dag
og Vilhjálmur stóð í eldrauninni
í úrslitum þrístökksins.
Fagnaðarlæti fullskipaðs
Olympíuleikvangs voru gífurleg
meðan hlaupið stóð. Þáu upphóf
ust þegar um 800 m voru búnit
og Elliott skaut sér fram í fyrsta
sæti — og jók hraðann stöðugt.
Hann tók 7—800 m endasprett
og sigraði með meiri yfirburð-
um en átt hefur sér stað í þess-
ari grein á Olympíuleikum um
áratugaskeið. Allur vafi sem
kann að hafa leikið á því hver
var beztur í heimi í þessari grein,
hvarf á þeirri stundu.
O EINSTAKT KRAFTAVERK
Það er afar sjaldgæft að
heimsmet séu sett í hlaupi
sem þessu þegar fyrst og
fremst er keppt um gull, silf-
ur eða bronz. Olympíukeppní
í þessari grein mótast af bar-
áttu um sætin — síður um
tímann. Menn geyma sér mest
Vel ger&ir kennsluþœttir
í frjálsum íþróttum
Frjálsíþróttasambandið heí
ur starfandi „Útbreiðslu-
nefnd“ sem hefur það hlut-
verk að • kynna frjálsar
íþróttir og efla veg þeirra á
állan hátt. Hafa störf nefnd-
ar þessarar á liðnum árum
án efa haft mikil áhrif fyrir
íþróttagreinina — og mættu
fleiri greinar taka þetta upp
á jafn árangursríkan hátt.
Um síðustu helgi boðaði nefnd
in tvo útbreiðslufundi. þar sem
rætt skyldi um þjálfun og kunn
ur íþróttamaður sagði reynslu
sína í þessum efnum og öðrum
á íþróttaferlinum. Fundimir
skyldu vera á Akranesi og Sel-
fossi. Þeim síðari varð að vísu
að fresta vegna veikinda. En
hér er þarft spor stigið og von-
andi verða slíkir fundir margir.
Þá er á vegum nefndarinnar
nú útkomnir kennsluþættir í
þremur greinum, langstökki,
kúluvarpi og spretthlaupum. Er
þetta byrjun á kennsluþattum
í öllum greinum. Bæklingarnir
eru vel úr garði gerðir, stuttir,
vel frágengnir á prenti, með
góðum skýringarmyndum og
ágripi af reglum og kennsluað-
ferðum. Má ætla að hér sé um
mikinn feng að ræða fyrir þá er
vilja læra réttar aðferðir í við-
komandi greinum og eiga erfitt
með að ná til þjálfara — enda
eru þættirnir einkum miðaðir
til notkunar í dreifbýlinu.
Hér er vissulega um virðing-
arverða tilraun til útbreiðslu-
starfsemi að ræða. Birtum við
hér mynd þá er fylgir kennslu-
þættinum í kúluvarpi. Samskon-
ar teikning fylgir öðrum þáttum
ásamt leiðbeiningum o. fl. Vel
af stað farið.
Hér sjást úrslit 1500 m hlaupsins á Rómarleikunum. Elliott
slítur snúruna um 10 m á undan næsta manni, Jazy, Frakk-
Iandi. Myndin gefur nokkuð ógreinilegt bil milli manna vegna
þess að hún er tekin með aðdráttarlinsu, en hvítu strikin
sýna 5 næstu metrana við marklínu.
til lokasprettsins og þar stend
ur venjulega barátta sem er
fádæma hörð. Slíkt skeði ekki
nú — slíkir voru yfirburðir
Ástralíumannsins.
♦ AFREKASKRÁIN
Elliott er í sérflokki í þessari
grein. Það sýnir afrekaskrá
heimsins í greininni á þessu ári.
Hann sleit líka snúruna á
Olympíuvellinum nálega 10 m
á undan næsta manni.
Framfarir hafa orðið gífurleg-
ar í þessari grein, sem öðrum á
síðari árum. Meistarar og heims-
frægir menn í greininni fyrir 15
árum, eru eins og skussar miðað
við afrekin í dag. Um það talar
afrekaskráin sínu máli, en hún
fer hér á eftir.
3.35.6 Elliott, Ástralía
3.38.4 Jazy, Frakkland
3.38.6 Waern, Svíþjóð
3.38.7 Valentin, Þýzkaland
3.38.8 Rozavölgyi, Ungv.l.
3.40.5 Vamos, Rúmeníu
3.40.9 Burleson, Bandgr.
3.41.3 Hermann, Þýzkal.
3.41.4 Moens, Belgía
3.41.5 Kovacs, Ungverjal.
3.41.5 Bernard, Frakkl.
49,05 í kringlu-
FRJÁLSÍÞRÓTTAMENN halda
enn áfram við keppni — og eru
þar kringlukastarar einir að
verki. í gær efndu þcr til
keppni og varð þá árangur ad-.
miklu lakari en í síðustu viku
er hin góðu afrek voru unnin.
Sigurvegari í gær varð Ilall-
grímur Jónsson A, kastaði 49,05.
2. varð Friðrik Guðmundsson
KR 46,64 m, 3. Jón Pétursson KR
45,10 m og 4. Þorsteinn Löwe IR
44,33 m.
V*
'|ÍAST " FRASPYRNA
V^Líi P
STAÐA FYRIR ÚTKAST
bOLSKRÚFA ^ FOTARETTUR qtkast JAFNVÆGISSKREF