Morgunblaðið - 09.12.1960, Page 1

Morgunblaðið - 09.12.1960, Page 1
24 síður 47 árgangur 283. tbl. — Föstudagur 9. desember 1960 Prentsmiðia Morgunblaðsins varúö- arráðstafanir vegna komu de Gaulle fið Alsír Öfgamenn hvetja til allsherjarverkfalls París og Alsír, 8. des. •—■ (Reuter-NTB) — Á RÁÐUNEYTISFUNDI, sem haldinn var undir stjórn de Gaulle í dag, var ákveðið endanlega, að atkvæða- greiðsla um stefnu hans í Álsírmálinu fari fram 8. jan. nk. De Gaulle leggur af stað til Alsír snemma í fyrramál- ið, en þar hafa verið gerðar miklar varúðarráðstafanir vegna komu hans. Engu að síður óttast menn mjög, að öfgafullir hægrisinnar kunni að beita ofbeldi í einhverri mynd, jafnvel reyni að ráða forsetann af dögum. — Hafa margir ráðlagt de Gaulle að fresta förinni, en hann hyggst halda fast við áætl- anir sínar. Ráðuneytisfundurinn, sem stóð 1 þrjár klukkustundir, hófst skömmu eftir að umræðum lauk í franska þinginu um stefnu de Gaulle. Stóðu þær umræður í alla nótt og urðu mjög heitar. Varð tvisvar að fresta fundi um smástund er mönnum hitnaði um of í hamsi. í fyrra skiptið var fundi frestað, er einn af hægrimönn- um lét svo um mælt, að de Gaulle væri orðinn gamall og lúinn maður. 1 síðara skiptið sagði annar hægrisinni, að sér virtist andi Pierre Lavals svífa yfir þingbekkjum. Ollu þau um- mæli miklu róti, en Pierre Laval var sem kunnugt er, ráð- herra í síðari heimsstyrjöldinni og tekinn af lífi vegna sam- vinnu við Þjóðverja, skömmu eftir að styrjöldinni lauk. Hvatt til allsherjarverkfalls De Gaulle leggur af stað til Alsír snemma í fyrramálið. — Tvær þotur eru tilbúnar til ferðarinnar, en ekki verður ákveðið fyrr en á síðustu stundu með hvorri forsetinn fer. Gífurlegar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í Alsírborg, 16 þúsund manna lögreglulið kvatt út, ströng ritskoðun við- Framh. á bls. 2 Árás yfirvofandi úr tveim áttum Vientiane, Laos, 8. des. — (Reuter) —• SENN virðist draga til tíð- inda í Laos. — Pathet Lao- kommúnistar og hermenn Phoumi Nosavan sækja að höfuðborginni, Vientiane — hvorir úr sinni áttinni og má búast við árás þeirra í nótt. Að vísu segir Souvanna Pho- uma, forsætisráðherra, að Stevenson aðalfulltrúi Bandaríkjanna hjá Sþ. — Washington, 8. des. JOHN F. Kennedy, kjörinn for- seti Bandaríkjanna hefur boðið Adlai Stevenson stöðu fastafull- Adlaf Stevenson trúa Bandarikjanna hjá Sameln uðu Þjóðunum. Það starf metur Kennedy mcðal hinna mikilvæg- ustu í stjórn sinni og fyllilega til jafns við ráðherraembætti. Stevenson sagði fréttamönnium í dag, að hann hefði ekki sjálf- ur óskað eftir þessu embætti, en vildi hinsvegar gjarnan starfa í þjónustu Kennedys. Hann kvaðst mundu athuga boð hans gaum- gæfilega og gefa endanlegt svar í byrjun næsiu viku. Adlai Stevenson var sem kunn ugt er frambjóðandi demokrata til forsetakosninganna 1952 og 1956 gegn Eisenhower forseta. Fyrr i dag tók Kennedy á móti fjölda gesta. Þeirra á meðal voru David Lawrence ríkisstjóri frá Pennsylvaníu og ræddu þeir um stofnun nýs ráðuneytis sem fjalla mundi um vandamál hinna stærri borga. Tveim helztu stuðningsmöpn- um Kennedys, Byron Leslie White hagfræðingi frá Colerado og John Hookers. frá Tennesee, hafa einnig verið boðnar stöður í stjórn hans, en ekki hefur nán ar verið skýrt frá því hverjar þær stöður eru. Þá þykja líkur benda til þess, að Robert Kennedy verði skip- aður í embætti ríkissaksóknara. forystumenn Pathe Lao hafi lofað sér því, að hafast ekk- ert að fyrr en í fyrsta lagi í 124.583 atkv. munur ENN eru ekki að fullu kunn endaleg úrslit í forsetakosn ingunum í Bandaríkjunum. Er enn ólokið athugun á at- kvæðatalningu í 12 ríkj- um. Eins og sakir standa hef- ur Kennedy fengið 34.193.- 027 atkvæði eða 49,75%, en Nixon 34.068.444 atkvæði, eða 49,56%. Er því munur- inn aðeins 124.583 atkvæði, eða 0,19%. Aðrir frambjóðendur í kosningunum hafa fengið 474,710 atkvæði. fyrramálið, en íbúar borgar- innar eru mjög uggandi. Herinn í Vientiane hefur skorað á íbúana að veita alla hugsanlega aðstoð í barátt- unni við kommúnista. Hægrimenn Meginlið Nosavans er á leið gegnum frumskóginn til Vienti- ane og var, er síðast fréttist, í 120—130 km fjarlægð frá borg- inni. Hinsvegar lentu 60 fall- hlífarhermenn hans síðdegis í dag í tæpra 10 km fjarlægð austur þaðan. Phoumi Nosavan neitar af- dráttarlaust að talca þátt í vopna hlésviðræðunum meðan nokkur kommúnisti sé í stjórn landsins Barizt til síðasta blóðdropa Herinn í Vientiane gerði snemma í morgun ýtarlega leit að nokkrum Pathet Lao-mönn- um, sem þangað voru komnir til Framh. á bls. 2 VIÐ Skeiðvöllinn við Elliða- árnar hefur Fákur á undan- förnum 2 árum reist sér vand- að hesthús, sem tekur 112 hesta. Er það vafalaust stærsta hesthús landsins. — Á myndinni sést ung hestakona gefa gæðingunum sínum hey- tuggu í þessu hesthúsi. — Sjá nánar bls. 3. Bankavextir lækkaðir LONDON, 8. des. — (Reuter) BANKAVEXTIR voru lækkaðir í Englandi í dag um % niður í 5%. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að Bretar vilja veita þá að- stoð sem þeim er mögulegt, til þess að stöðva fjárstrauminn frá Bandaríkjunum. Risinn úr rekkju MOSKVA, 8. des. (Reuter). — Krúsjeff, forsætisráðherra Sovét- ríkjanna, sem legið hefur rúm- fastur vegna inflúenzu er nú ris- inn úr rekkju. Anastas Mikoyan skýrði frétta- mönnum svo frá í dag, að Kiú- sjeff sé kominn á fætur en iækn- ar hans banni honum ennþá úti- vist. Taldi Mikoyan líklegt, að Krúsjeff tæki til starfa að nýju eftir tvo til þrjá daga. Svíar ætla oð nota til síldveiða við Eftirfarandi frétt barst Mbl. í gærkvöldi frá Noregi: — Álasundi, 8. des. (NTB). Sænskir sjómenn munu hefja síldveiðar með flotvörpu í til- raiunaskyni- á svæðunum við fs- land, segir skipstjórinn á gæzlu- skipinu Garmi í skýrslu til „Fél- ags síldveiðimanna við ísland“. Samningsviðræður munu vera hafnar um að sænsku bátarnir fái leyfi til að leggja væntanleg- an afla upp í íslenzkum höfnum. í Noregi er einnig mikill áhugi á notkun flotvörpu til síldveiða, því hún getur oft veitt síld, þeg- ar of djúpt er á fyrir þau veiðar- færi, sem venjulega eru notuð. Skipstjórinn á Garmi segist skrifa þetta í skýrslu sína á grundvelli upplýsinga, sem hann hafi fengið hjá yfirmanni sænska hjálparskipsins Hanö. Ekki flugufótur Blaðið aflaði sér þeirra upplýs inga í gærkvöldi, að frétt þessi myndi algerlega úr lausu lofti gripin að því leyti, sem samninga umræður við íslenzk yfirvöld flotvörpu ísland snerti. Engar samningaviðræður ættu sér stað um það, að sænskir síldveiðibátar fengju hér upp- sátursaðstöðu. Einhvern tíma munu þeir hafa farið fram á það en fengið algert afsvar. Þá væri ekki vitað neitt um það, hvort Svíar, sem lítt hafa stundað veið ar hér við land upp á síðkastið, hygðust hefja tilraunaveiðar á Islandsmiðum, eins og 1 fregn- inni stendur. — Þess má að lok- um geta, að nokkrir íslenzkir bátar stunda nú síldveiðar með flotvörpu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.