Morgunblaðið - 09.12.1960, Page 2

Morgunblaðið - 09.12.1960, Page 2
2 MORCVyfíLJÐIÐ FSstudagnr 9. des. 1960 Skákmennirnir fúru sárdánægðir — sagði Friðrik við heimkomuna FRIÐRIK Ólafsson kom heim í gaerkv. eftir frækilega frammi- stöðu á svæðamótinu í Hollandi. Hann lét vel yfir sér, enda varla annað hægrt — eftir sigur- inn. „Það er ólíklegt, að mótið verði ógilt þó kommúnistaríkin krefjist þess“. sagði hann í stuttu viðtali við Mbl. „Ef svo yrði er ég alls ekki viss um að ég mætti þar til leiks. Sama er að segja um þá hina, sem tefldu á þessu móti“. ★ „Upphafið var, eins og mörg- uni er e. t. v. kunnugt af frétt- um ,að Hollendingar neituðu a- þýzka skákmanninum Uhlmann lun landvistarleyfi samkvæmt sérstökum samningum við V- Þjóðverja. Skákmenn hinna kommúnistaríkjanna voru þá komnir til Hollands". ★ „Alþjóðaskáksambandið ákvað þá «ð veita Uhlmann undanþágu, heknilaði honum þátttöku í milli svæðamótinu án þess að hann tefldi í svæðamótinu. Sam- þykktu fulltrúar kommúnista- ríkjanna þetta og virtust harla ánægðir. En tveimur dögum síð- •r kom babb í bátinn. Fulltrúarn ir frá kommúnistaríkjunum voru þá orðnir annarrar skoðunar og var ljóst, að það voru ekki þeir sjálfir, sem mótuðu þá stefnu". „Hótuðu þeir að fara heim með alla sina menn og kröfðust að mótið yrði ógilt vegna fjarveru Uhlmanns. Var þeim þá gert það tilboð, að þeir héldu sitt eigið mót og síðan fengju þrír efstu úr Gjöf til Rvíkur Á FUNDI Bæjarráðs Reykjavík- ur fyrir skemmstu var lagt fram bréf frá utanríkisráðuneytinu, þar sem skýrt er frá því, að Vil- hjálmur Finsen, sendiherra, sem nýlega er látinn, hafi ánafnað Reykjavíkurbæ glitofin vegg- teppi, 17 að tölu, til varðveizlu í væntanlegu ráðhúsi. Blaðið leitaði sér nánari upp- lýsinga um teppin hjá Lárusi Sigurbjörnssyni. Kvað hann þetta mundu vera safn glitofinna söðuláklæða, sem tíðkuðust hér fyrr á timum, og gætu þau ekki verið yngri en frá árunum 1860 —1880, því að þá hefði gerð slíkra áklæða verið hætt. Áklæð- in hafa verið notuð sem rúm- ábreiður og veggteppi til híbýla- prýði. Þessi 17 áklæði koma til landsins með Gullfossi næst, og sagðist Lárus álíta gjöf Vilhjálms mjög mikils virði, því að söðul- áklæði af þessari gerð a. m. k. eru mjög fáséð. Niöurgreiðslur nema 303 millj. á næsta ári Stefna ber að afnámi niðurgreiðslna í áföngum NIÐURGREIÐSLUR eru hár liöur í útgjöldum ríkisins. í framsöguræðu sinni við 2. umræðu fjárlaga gaf Magnús Jónsson eftirfarandi upplýs- ingar um niðurgreiðslur á næsta ári og benti á hver nauðsyn okkur væri á að losna við niðurgreiðslurnar: „Gert er ráð fyrir, að kostn- aður við niðurgreiðslu á vöru- verði verði um 303 millj. króna á næsta ári. í spamaðarábend- ingum meirihluta nefndarinnar, er beint þeim tilmælum til rík- isstjórnarinnar að hún athugi, hvernig hægt muni vera í áföng um að losna við niðurgreiðsl- una. Niðurgreiðslurnar eru mik- iivæg aðstoð við neytendur, lem ekki er hægt að hverfa frá nema á löngu tímabili. Miðað við það, að jafnvægi komist á í efnahagsmálunum, hlýtur hins ▼egar að verða að stefna að af- námi niðurgreiðslna í áföngum og reyna þá jafnframt að létta tollabyrðina. Ýmsar aðrar þjóð- ir, sem langt voru komnar á þessari braut hafa síðustu árin Dagskrá Alþingis BAGSKRA Sfri deiidar: 1. Soiuskatt- w, frv. 1. umr. 2. Réttindi og skyldur hjóna ,frv. 2. umr. Dagskri NeOri deildar: 1 VeC, frv. 1. umr. 2. Alþjóftlega framfarastofnun- in. frv. 1. umr. S. Atvinna vi« si«l- ingar, frv. Frh. 3. umr. 4. FræSslu- myndasafn rikisins, frv. — Frh. 2. wir. S Varskip landsins Irv. 1. umr. Ef deiidin ieylir. ÍANAíShnútor f < SVS0hnútor X Sofúiomo » Úli 7 Stirir K Þrumur 'tfífr.r+s*- /Zv/truii KuUntit "LS HituM H Hmi 1 verið smám saman að hverfa frá niðurgreiðslunum og er vert að kynna sér, hvernig að hefur verið farið í þessum löndum“. báðum hópunum að taka þátt í millisvaeðamótinu, þ. e. þremur fleira en ella. Þessu var líka hafn að. Fórú fulltrúar kommúnista- ríkjanna heim við svo búið, skák menn þeirra sármóðgaðir, þó þeir segðu ekki mikið. Júgóslavar slógust í hópinn, ekki vegna sam- stöðu við hin kommúnistaríkin, heldur vegna þess að þeir héldu, að mótið væri þar með farið út um þúfur“. ★ „Við, sem eftir vorum, biðum og vildum ekki byrja að tefla fyrr en við fengjum skýlausa yf- irlýsingu um að mótið væri full- gilt. Forseti Alþjóðaskáksam bandsins, Rogord, varð við til- mælum okkar og gaf út yfirlýs- inguna, enda hafði hann þá geng- ið æði langt í sáttatilraunum sin- um. Ég vil taka það fram, að skáksambandið er algerlega ó- pólitízkt“. „Ég hef því enga ástæðu til að ætla, að mótið verði ógilt, enda stendur Rogord og fellur með yfirlýsingu sinni. Líka vegna þess, að kommúnistaríkjunum er ekki hagur í að „sprengja,, Al- þjóðaskáksambandið á þessu máli, því þá mundu skáksam- böndin e. t. v. verða tvö og áróð- ursáhrif hinna ágætu skákmanna Rússa ekki jafnvíðtæk og nú“, sagði Friðrik. NÚ eru aðeins eftlr tvær sýn- ingar á leikriti Kambans ,4 SkáIhoIti“ og verður næst sið asta sýningin annað kvöld. Leikurinn hefur þá verið sýnd ur 23 sinnum. Siðasta sýningin verður svo n.k. miðvikudag og verður | það síðasta leiksýning Þjóð I leikhússins fyrir jól. Myndin er af Val Gíslasrni 1 og Kristbjörgu Kjeld í hfut- i verkum sínum. Mobufu hyggst hindra vöruflutninga LEOPOLDVILLE, 8. des. (Reut- er, NTB) — Mobutu herforingi í Kongó gaf aðalflutningafélaginn í Kongó fyrirmæli þess efnis, að allir byrgðaflutningar fyrir lið Sameinuðu þjóðanna nema flutn- Starf rafmagns- stjóra laust Á FUNDI Bæjarráðs Reykjavík- ur, sem haldinn var á þriðju- daginn, var samþykkt að aug- lýsa starf ramagnsstjóra laust til umsóknar með umsóknarfresti til 6. jan. n.k. Austanátt í vœndum Á KORTINU sést smálægð suður af íslandi, og er hún að eyðast og hverfa. Hins vegar er djúp og kröftug lægð kom- in í Ijós austur af Nýfundna- landi. Mun hún hreyfast norð austur eftir og lenda sunnan við ísland. Þvi er gert ráð fyr- ir vaxandi austanátt hér á landi í dag. Veður er nú gott og milt um allt land, víðast 4—5 stiga hiti. í Reykjavík eru 3 stlg, Lund- únum 2, Kaupmannahöfn 0, 5 í Osló og 3ja stiga hiti í New York. Veðnrspáin kl. 18 í gær- kvöldi: SV-land, Faxaflói og miðin: Hægviðri í nótt en vaxandi austanátt síðdegis á morgun. Breiðafjörður til SA-l«nds og miðin: SA eða austan gola, milt og úrkomulíttð. ingar matvæla skuli vera háðir ákvörðunnm stjórnar hans. Aðalfulltrúi Sameinuðu þjóð- mim í Kongó Indarjit Rikhye hefur mótmælt þessu harðlega og segir Mobutu þar með reyna *ð lama alla starfsemi Samein uðu þjóðanna í landinu. Rykhe sagði í dag við frétta- menn, að þegar haft væri í huga þau mannsiíf og allt það fé, sem varið hefur verið á vegum sam takanna til að reyna að koma á lögum og reglu í landmu væri það minnsta, sem krafizt yrði, að stjórn landsins reyndi að gera liði SÞ léttara um vik, en því væri sannarlega ekki að heilsa Kvaðst hann mundu vísa málinu til Hammarskjölds frkvstj., ef þessum fyrirnaælum yrði fram- fylgt. Þá sagði Rikhye, að sU ákvörðun Arabalýðveldisins og Júgóslavíu, að kveðja heim her- lið sitt í Kongó gæti haft hinar uggvænlegustu afleiðingar. Ar- abahermennirnir eru 550 talsins og haf a að mestu verið við störf í norður Ekvator-héraðinu. Júgóslavarnir hafa hinsvegar verið í flugþjónustu, einkum vöruflutningum. Er það mjög bagalegt ef þeir fara, þar sem svo er ástatt, að vegna mann- eklu eru aðeins sex af ellefu C-119 flutningavéium samtak anna í notkun. Herlög í Oriental Stjórn Mobutu tilkynnti í gær kvöldi, að herlög væru nú gild- andi i Oriental héraðinu, þar sem fylgi Lumumba er mest. Kveður Justin Bomboko, utanríkisráð- herra hvem þann mann uppreisn ■armann er brýtur þau lög. Ekki þykir ljóst hvernig núverandi stjórn muni takast að framfylgja þessum herlögum. AKRANESI, 8. des. — Hér var landlega sl. sólarhring. 4—5 hringnótabátar fóru á veiðar í dag. Einhverjir bátar eru að bú- ast á línuveiðar. Heimaskagi rær sennilega á morgun með línu. — Oddur. — Laos Framh. af bls. 1 vopnahlésviðræðna. — Nokkrir þeirra fundust og voru hand- teknir, en aðrir komust á brott úr borginni og með þeim fór Kong Lae, sá er fyrst gerði byltingu í Laos og kom Sou- vanna Phouma til valda. Herinn hafði þá þegar dreift flugritum um borgina með áskor unum til íbúanna um að veita alla hugsanlega aðstoð í barátt- unni við kommúnista. Þar sagði að sérhver hermaður væri fús að verja síðasta blóðdropa til þeirrar baráttu. Virðist herinn í borginni tryggur Souvanna Pho- uma; hann tók völd á öllum mikilvægum stöðum í borginni snemma í morgun, en Phouma segir þáð hafa verið nauðsyn- legt vegna baráttunnar fyrir hlutleysi borgarinnar. ' Fylgjast hvor með öðrum Þrátt fyrir loforð nokkurra Pathet Lao-foringja um að bíða átekta yfir nóttina, óttast stjórn- in í Vientiane mjög árás þeirra. Vitað er að þeir kommúnistar Og hægrimenn fylgjast hvor með öðrum að svo miklu leyti sem þeim er unnt og að þeir eru vísir til að keppast um að verða fyrri til árásar. — Alsír Framh. af bls. 1 höfð og leitað vandlega í bif. reiðum og flugvélum evrópskra manna. Engu að síður eru menn mjög uggandi um að til tíðinda dragi. Um það bil 100 alþekktir öfgaf ullir hægrisinnar hurf u frá heimilum sínum I borginni I gær og er talið að þeir hafi far- ið til Boufarik, sem er rúmlega 100 km suður af Algeirsborg, en þar er miðstöð andstæðinga da Gaulles. Snemma í morgun varð mikil sprenging í ráðhúsinu í Oran og urðu þar miklar skemmdir. —. Fransk-alsírska fylkingin hefur drerft flugritum um borgir off sveitir og hvatti til allsherjar- verkfalls og mótmælaaðgerða. Ýmsir aðilar hafa ráðlagt de Gaulle að fresta för sinni til Alsír, því að fyrrgreindir afc. burðir og dvöl Lagaillardes á Spáni auka ótta manna við að hægrisinnaðir öfgamenn bruggi forsetanum banaráð. — En de Gaulle hyggst halda fast við sínar fyrri áætlanir. Tíðir árekstrar og eitt slys ERFIÐLEGA gekk mörgum bíl- stjórum í gær að hemja farar- skjóta sína á silkihálum götum borgarinnar. Var það einkum í úthverfunum, því að um miðbik bæjarins voru götur flestar auð- ar. Framan af degi urðu þó eng- ir árekstrar, en er rökkva tók. var þegar farið að tilkynna þá. í gærkvöldi vissi lögreglan um 7 árekstra, fremur smávægilega flesta, og tveir höfðu ekið á stöðu mæla. Það slys varð á galnamótum Grensásvegs og Hvammsgerðis um klukkan 7 í gærkvöldi, að 7 ára telpa varð fyrir bíl. Hún mun hafa skorizt eitthvað og var flutt á Slysavarðstofuna. Mjiðsli henn ar munu ekki hafa verið alvar- leg. Lögreglu- bíllinn valt AÐFARANÓTT miðvikudags vildi það til inni á Múlavegi í mikilli hálku, að ein lögreglu- bfreið valt á svellbunka út af veginum og skemmdist eitthvað. Ekki munu aeið^í orðið á mönnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.