Morgunblaðið - 23.12.1960, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.12.1960, Blaðsíða 17
Föstudagur 23. des. 1960 MORGV1SBLÁÐ1Ð 17 ■&- FAGRA LAIXiD eftir BIRGI KJARAIM *'■ Undurfögur bók *•'* Hugnæmt efni + Fróðleg og skemmtileg aflestrar BÓSK ALLRAR F JÖLSKYLDIJN NAR Páll Kolka: „Fagra land Birgis Kjarans, er sú bezta íslands- lýsing ,sem ég heí lesið, svo langs sem hún nær“. Jón Á Gissurarson: Birgir er sjáandi farandmaður og nátt- úrurýnandi. Sigurður Þórarinsson: „Þekktu landið þitt er gamalkunn hvatn- ing. Svo framarlega, sem hún má enn til hollráða teljast er bókin hans Birgis Kjarans holl lesning". Sigurður Einarsson í Holti: Birgir Kjaran á frásagnarhátt og tungutak, sem er eins og skapað fyrir þessa tegund bók- mennta. Það hlýtur að vera þjálfað meira en ætla mætti af því, að þessi er fyrsta bók hans. Eða það er meðfædd málsnilld erfð frá forfeðrunum og öguð í skóla strangrar smekkvísi. Jónas Þorbergsson: „Að öllum öðrum bókum ólöstuðum kemur „Fagra land“ inn í skammdegis myrkur jólanna eins og geisli frá liðnum sumrum". Guðmundur G. Ilagalín: „Bók- in er sem sé skrifuð af hrifni yfir dásamlegri fjölbreytni og fegurð tilverunnar, lífi hennar, litum og formum". rnwwwi; .m’.qww* .......'t’ • x^aa Jón Eyþórsson: Að öllu saman- lögðu er óhætt að óska Birgi Kjaran til hamingju með verk sitt, bæði sem höfundi og for- Ieggjara. Og þeirri ósk má hik- laust bæta. við, að sem flestir ferðamenn tileinki sér þá nátt- úruskoðun, sem bókin túlkar. Guðmundur Einarsson frá Mið- dal: „Fagra land er bók fyrir fjölskylduna, sérstaklega hollur lestur ungu fólki, sem á sér óljósa þrá eftir útivist og nátt- úrutöfrum”.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.