Morgunblaðið - 23.12.1960, Blaðsíða 3
w 9 000 * -0- r r * #■# * -f -0 # *#-0 *:* 0 * 00f0f\ *s
Föstudagur 23. des. 1960
MORr.VNnj 4Ð1Ð
3
i 0 m & \
Svipmyndir
úr
— Nei, þetta er næstsíðasta
jélaskipið, segir karlinn á
bryggjunni þegar við hittum
hann niðri við Lagarfoss, —
Goðinn kemur í kvöld og
h-ann verður sá síðasti.
Við prikum um borð í
Lagarfoss í krapaslabbi og
kuldanæðingi. Við komumst
fram að fremsta spili og
"klifrum upp til karlsins á
spilinu, eða >(vinsumannsins“,
eins og hann er kallaður fyr-
ir norðan.
— Eins og þú sérð allt á
„full speed“. Þetta er ágætt
spil, ja—á, segir hann Þor-
kell Þórðarson og dregur
ofurlítið seiminn. Hann lítur
ekki af vörunum, sem hann
er að draga með spilinu upp
úr lestinni eða „slengjunni“
eins og þeir kalla það.
— Er ekki kalt að norpa
svona?
— Jú, jæja. Það er öllum
kalt sem híma. Annars hefir
tíðin verði svo góð í vetur
að það hefir ekkert verið
kalt, segir Þorkell og horfir
niður í lestina þar sem
„slengjan“ er að fara af stað.
— Eruð þið ekki komnir í
jólaskap?
— Jú,jú. Við erum allir í
jólaskapi. Við erum yfirleitt
alltaf í góðu skapi. Slettist
stundum smávegis upp á vin-
skapinn, en það er undirems
rokið úr mönnum aftur.
— Ertu búinn að vera
lengi á spili?
— Já, nokkuð. Alltaf af og
til frá 1955.
Nú hrópa karlarnir neðan
úr lestinni.
__ Keli, vertu ekki að láta
veiða þig! Og Keli segir:
— Talaðu heldur við þenn-
an á „lúgunni“. Hann hefir
sjálfsagt margt að segja þér,
eða þéssir þarna upp í bryggj
unni. Já. Þeir tala heifmikið.
Ljósmj ndarinn mundar vél
ina fyrir framan Kela.
— Passaðu að „slengjan"
fari ekki í hausinn á þér,
iegir einhver við ljósmyndar-
ann. Hann dokar við og
smellir svo á Kela þegar öllu
er óhætt.
— Það koma sjaldan fyrir
slys hérna er það ekki?
— Jú, sem betur fer. Þetta
eru mest vanir menn.
— Ertu farinn að kaupa
jólagjafirnar?
— Nei. Maður dregur þetta
fram á síðustu stundu. Það er
nú þetta með aurana. Það er
nú ekki of mikið af þeim.
Maður gerir öll innkaupin á
Þorláksmessu. Þá fer maður
út.
— Hafið þið kannske ekki
tíma til að fara fyrr?
— Jú, en maður revnir
bara að halda í aurinn eins
lengi og maður getur, segir
Keli og brosir.
— Taktu mynd af mér
líka, er öskrað neðan úr lest.
En ljósmyndarinn anzar því
engu og við höldum af stað
á ný. Okkur er orðið kalt að
norpa yfir Kela, syo við
kveðjum og óskum gleðilegra
jóla.
Það er nóg að gera á Póst-
húsinu fyrir jólin. Á annarri
hæð vinnur fjöldi fólks að
því að lesa sundur póstinn.
Það situr umhverfis stór borð
og fyrir framan það iiggur
urmull bréfa.
— Eru þetta allt jólakort?
spurði blaðamaður laglega
stúlku, sem sat við eitt borð-
ið.
— Já, mest allt, og kannski
stöku ástarbréf.
— Nokkuð til mín?
— Við lesum ekki nöfnin á
bréfunum. Það mundi bara
tefja fyrir.
— Það er nóg fyrir okkur
að vita hvort bréfin eiga að
fara út á land, eða hvort það
eru innanbæjarbréf, sagði
stúlka við hliðina á henni.
— Við vitum bara ekki
alltaf hvert þau eiga að fara,
sagði ungur maður við enda
borðsins.
— Vantar oft heimilisföng?
— Það vantaði heimilisföng
á sjö hundruð bréf í fyrra.
Sjáou þetta til dæmis, það
Þorsteinn Viggósson og frú velja barnabækur.
stendur bara: Þrúður Guð-
mundsdóttir. Eða Björn Jóns-
son og frú. Ekkert meira. Á
sumum er ekkert nema frí-
merkið.
— Er ekki helzt að senda
jólasveininum svona bréf?
— Við höfum sérstakan
mann til að koma þessum
bréfum til skila.
— Heldurðu að það sé sent
meira a*f jólakortum núna en
Lögregluþjónn númer 134.
í fyrra?
— Já, þau eru áreiðanlega
fleiri, en minni bögglapóstur.
— Hvað vinnið þið lengi í
kvöld?
— Til miðnættis. Afgreiðsl-
an er eiginlega búin, en stöku
eftirlegukind er enn að koma
með jólakort.
— Lítið þið upp stúlkur,
sagði ljósmyndarinn, ég ætla
að taka mynd af ykkur.
En það var ekki fyrr en
blaðamaðurinn spurði hvort
þær væru nærsýnar, að þær
litu upp og brostu. Það var
eins og jólakveðja, en ekki
ástarbréf.
Við erum komnir upp á
hornið hjá Bókabúð Braga.
Þar stendur ungur lögreglu-
þjónn og baðar út öllum öng-
um. Bílarnir þjóta fram hjá
honum, ýmist norður, suður
eða austur.
bíl úti í Hafrtarstrætinu.
Erik hefir ekki tíma til að
skjóta að okkur nema setn-
ingu og setningu, því hann
verður stöðugt að vera að
hlaupa frá og stjórna umferð-
inni.
— Hefirðu lent í nokkrum
ævintýrum það sem af er?
— Nei, ég hef eiginlega
sloppið furðanlega vel. Eg hef
mest verið á næturvakt frá
því ég byrjaði.
— Engin slagsmál?
— Ekki stórkostleg. Svona
smávegis.
— Heldurðu að verði ekki
meira fjör í þessu á morgun?
— Jú, ég geri ráð fyrir því.
,— Þegar menn fara áð blóta
heilagan Þorlák?
— Já, þá verður sjálfsagt
„hasar“, einhver að minnsta
kosti. Annars er ég svo nýr i
þessu. Ég þekkj þetta ekki
vel ennþá.
Nú kemur dama á fólks-
vagni með gleraugu (þ. e.
daman) og snarstanzar fyrir
framan okkur. En hún á að
halda áfram og Erik gefur
henni hvatlega merki. Hún
„spýtir í“, svo fólksvagninn
spólar á malbikinu og eld-
glæringarnar standa af snjó-
keðjunum.
— Númer hvað ertu?“ kalla
ég til Eriks um leið og við
höldum af stað.
— 134, segir hann og ham-
ast við að stjórna umferðinni.
Hann l.citir Erik S*teinsson
og byrjaði í lögreglunni um
•íðustu mánaðamót.
— Hvað gerirðu með þessa
miða, sem eru þarna á frakka
erminni þinni?
— Þeir eru til þess að
hengja á bílana, sem hafa
•taðið of lengi við stöðumæl-
«na og svo fyrir bíla, sem er
ólöglega lagt, eins og til dæm-
is þessum græna þarna, segir
Erik og bendir á grænan fólks
Það var mikil ös í hinni
nýju og glæsilegu bókabúð AB
í Austurstræti, bókabúð Sig-
fúsar Eymundssonar. Nokkrir
strákar flettu myndablöðum
innst í verzluninni. Konur og
karlar handléku bækur og
gengu síðan að afgreiðsluborð
unum. Ung hjón með litla
stúlku stóðu við borð á miðju
gólfi, þar sem barnabókunum
er komið fyrir.
— Er sú litla orðin læs?
spurði blaðamaðurinn og vék
sér að pabbanum.
— Nei, en hún getur skoðað
myndir.
— Áttu fleiri?
— Já, það er önnur þarna
bak við konuna, en hún er
ekki læs heldur.
— Eruð þið að kaupa til jóla
gjafa?
Já, ég þarf að kaupa sjö
barnabækur handa systkinum
mínum.
— Er vandi að velja?
— Ja, það er hætt við að
einhver annar sendi þeim
sömu bækurnar, Shirley-bæk-
urnar og Hönnu-bækurnar
eru til dæmis mjög í tízku.
— Af hverju gefið þið þeim
þá ekki eitthvað annað?
— Það er hægt að skipta
bókunum, ef þau fá þær sömu
Enamh. á bls. 23.
Kell á spilinu.
mmm *-*'*-0‘* « m-m #
S1A K S T11 \ A li
Stefnulausir
Á það hefur verið margbent
hér í blaðinu, að stjórnarand-
stæðtngar væru stefnulausir í
efnahagsmálunum. Að vísu hef-
ur það ekki verið talið til
stórtíðinda, þó að kommún-
istar væru ekki að burðast
við að hafa sérstaka efna-
hagsmálastefnu. Þeirra iðja
væri hvort sem er niðurrif, ea
ekki uppbygging. Á hinn bóginn
höfðu menn ætlað, að Framsókn
arflokkurinn reyndi að marka
einhverja ákveðna stefnu, sem
hann hygðist berjast fyrir, sam-
hliða því, að hann berðist á mótl
viðreisninni.
Frá Framsóknarflokknum hef-
ur hinsvegar ekkert heyrzt í
þessu efni annað en „hringavit-
Ieysan“ svonefnda, þar sem f
senn átti að auka uppbætur og
draga úr þeim, auka f járfestingu
og minnka hana o. s. frv.
Stefnuyfirlýsing
í einu máli
En nú hafa stjórnarandstæð-
ingar birt sameiginlega stefnu-
yfirlýsingu í einu máli. Hún er
að vísu sett fram á nokkuð ó-
vanalegan hátt en þó svo skýrt
að ekki verður um villzt. Fram-
sóknarmenn og kommúnistar
höfðu samvinnu um kjör í hús-
næðismálastjórn á Alþingi. Það
út af fyrir sig vekur nú orðið
ekki mikla athygli, að náin sam-
vinna sé milli þessara flokka. En
hitt var eftirtektarvert, að á lista
þeirra voru nöfn beggja Guiu
bókar höfundanna, þeirra Hann-
esar Pálssonar og Sigurðar Sig-
mundssonar. Er því ekki um að
villast, að stjórnarandstæðingar
telja stefnu þeirra í húsnæðis-
málum í beztu samræmi við ósk-
ir flokka sinrra. Þess vegna verð-
ur ekki hjá því komizt að draga
þá ályktun, að kosningu þeirra
í húsnæðismálastjórn beri að
skilja sem endurnýjun á stefnu
ÍFramsóknarmanna og kommún-
ista, sem túlkuð var í Gulu bók-
inni á sinni tíð.
Gula bókin
Af þessum sökum er rétt að
rifja upp nokkur atriði úr Gulu
bókinni og Gula frumvarpimi,
sem lögfesta átti á vinstri stjórn
artímanum. Skal hér getið um
fátt eitt af því, sem þar var
boðað. en heykzt á eftir bæjar-
stjórnarkosningarnar 1958, þeg-
ar Sjálfsæðisflokkurinn fékk
nær 60% kjósenda í Reykjavík.
1) Húseigendum skyldi sam-
kvæmt Gulu bókinni bannað að
gera leigusamninga án atbeina
rikisins.
2) Ríkið skyldi ákveða upp-
hæð húsaleigunnar.
3) Banirað skyldi að scgja upp
húsaleigusamningum nema í und
antekningatilfellum.
4) Rikið svipti húseigendur
ráðstöfunarrétti yfir því hús-
næði, sem það telur þá ekki full
nýta eða skyldi þá til að borga
„leigu" fyrir sitt eigið húsnæði.
5) Upphæð sem svarar til 5 ára
leigu átti sá að greiða, sem vildi
rá.ða yfir sinu eigin húnæði.
6) Þá átti að setja á ríkiseinka
sölu fasteigna.
7) Húsnæðisskömmtun var
boðuð, þar sem íbúðastærð væri
takmörkuð við „þokkalega 3ja
herbergja ibúð á 60 ferm. og 4ra
herbergja á 80 ferm.“
8) Stofnuð skyldi byggingar-
vöruverzlun rikisins, sem fengi
aðstöðu til einokunarverzlunar
með byggingarefiri.
9) Lánveitingar skyldu tak-
markaðar og eingöngu varið til
opinberra íbúðabygginga en ein
staklingar skyldu engin lán fá til
að byggja sér húsiræði.
Þetta voru nokkur meginat-
riði Gulu bókarinnar, sem nú
er boðuð á ný af stiómarsnd-
stæðingum.