Morgunblaðið - 23.12.1960, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.12.1960, Blaðsíða 13
Föstudagur 23. des. 1960 uoRcrwRraðið 13 Þórður Jónsson, Lálrum: Er eyðing miða auðna lands? Hugleiði<?g um dragnót^veHar ÞAÐ VAR á síðastuouum vetri, að ég skrifaði grein í Morgun- blaðið, þegar sá orðrómur var orðin nokkuð hávær, að nú ætti aftur að leyfa veiðar með drag nót. Eg taldi í þeirri grein, að ef þessar veiðar væru leyfðar, þá ættum við Vestfirðingar að mótmæla aliir sem einn. Margt hefir skeð síðan, meiri hluti þingmanna og ríkisstjórn leyfðu veiðar með dragnót, sam anb. lög þar um nr. 40 frá 9. júní 1960, og útvarpstilkynningu frá Fiskifélagi íslands, í sama mánuði. Eg hef ekki séð nein skrifleg mótmæli frá Vestfirðingum, en þeir mótmæltu samt drengilega, með því að þiggja ekki boð sinna þingmanna og ríkisstjórnar, um að hefja aftur veiðar með drag- nót, þær veiðar, sem reynslan var búin að sýna, að var rán- yrkja inn á flóum og fjörðum, og hefir átt stærstan báttinn í að eyða fiski af grunmiðum á Vestfjörðum. Patreksfirðingar og Táknfirð ingar voru þó á annarri skoðun, og virðast hafa óskað mjög eftir veiðunum. Airangt væri þó, að segja að sá hefði verið vilji allra Patreksfirðinga, því þaðan voru einnig send harðorð mótmæli. í ágústmánuði sendi ég aftur grein í eitt dagblaðanna, um sama mál, en ég er ansi hræddur um, að hún hafi einhversstaðar fallið hjá, og aldrei verið eytt á hana prentsvertu. Kannske var það réttmætt því ég fór ekki dult með andúð mína á þessu máli, og framkvæmd viðkom- andi laga, og ég bað í þeirri grein, og bið enn, hæstvirtan sjávarútvegsmálaráðherra og Fiskifélagið að uppiýsa opinber lega, á hvaða forsendum Patreks fjarðarflói var opnaður fyrir veiðum með dragnót, og hvem ig sú opnun var samræmd lög- um nr. 40 frá 9. júní 1960. Mér finnst, að við sem höfum mótmælt rányrkjunni, og þar með gereyðingu þessara miða, en sjáum hana samt í fram- kvæmd úr bæjardyrum okkar, mættum fá að vita, hvað veldur. Eg mun líka hafa minnzt á, hvaða þakkir við Vestfirðingar ættum að færa þingmönnum okkar fyrir þetta afrek þeirra, en það getur svo vel beðið þar til þeir koma næst í atkvæðaleit, en nóg um það. En nú er dragnótaveiðum lok ið að þessu sinni, og verður ekki annað séð en vertíðin hafi geng ið vel, þó sérstaklega með bol- fiskinn, þótt flatfisk ætti að veiða. Og ekki ætti að vera hætta á ofveiði, því þessar veið ar eru undir „vísindalegu eftir- liti“, sennilega þeirra sem veið arnar stunda. >að var til dæmis, haft eftir einum skipstjóranum við þessar veiðar í sumar, eftir að hafa fengití allmikið aí kola í nótina, er lítt var nothæfur vegna smæðar og hors, að það væri komið svo mikið af þessu, svo það hefði ekkert að éta, og eina ráðið væri að drepa þetta í hrönnum, svo það sem eftir lifði hefði nóg að éta. Að þess ar stöðvar væru ekki ennþá orðn ar færar um að veita kolanum lífsskilyrði, eftir síðustu eyði- leggingu með dragnót, það mun skipstjórinn ekki hafa leitt hug ann að, nei aðeins það, að fjölg- imin væri of mikil. Það hlógu margir að þessu. En þetta var ekkert til að hlæja að, þetta er það, sem fiskveiðar okkar undanfarin ár, í dag, og um ófyrirsj áanlega framtíð verða að súpa seyðið af, heimskulegum sleggjudómum og þekkingar- leysi, þeirra sem stjórna og hafa stjórnað okkar fiskveiðimálum. Að drepa sem mest af fiski, með öllum tiltækum ráðum, ung- viðið inn við bryggjurnar, sem stórfiskinn úti á miðunum, og nota til þess svo stórvirk tæki sem kostur er á, það telja þeir aðaiatriðið. Og enn, virðast þessir bless- aðir menn, trúa því í sínu úr- ræðaleysi eins og skipstjórinn, að það þurfi að drepa, drepa meira, til þess að tryggja fisk stofnum okkar lífsskilyrð: inn á fjörðum og flóum, og til þess var óragnótin leyfð. ömurleg staðreynd. Til dæmis áttu að vera komin mörg lög af kola í Faxaflóa, svo aðrir fiskar komust þar ekki að botni, svo þeir höfðu þar ekki lífsskiiyrði. En sennilega hefir dragnótabátunum í sumar, tekizt að lækka svolítið byng ina svo að þetta hafi lagast. En ég held, að nú fari mælir inn að verða fullur. Aflaleysi togaranna undanfarið, mun gefa þjóðarleiðtogum okkar vísbend ingu um, að ekki sé einhlítt, að leyfa veiðar með dragnót upp í landssteinum, til að bæta upp þá aflatregðu, sem alltaf í stærri og stærri stíl, er að gera vart við sig, vegna rányrkju á mið- um okkar. En þá orsökina munu flestir telja að valdi minnkandi afla, þrátt fyrir stærri skip og fullkomnari veiðarfæri. En því miður eru það alltof margir, einmitt af hinum ábyrgu mönnum, sem berja höfðinu við steininn, og vilja ekki viður- kenna þessa staðreynd í verki, en leita anarra og falskra skýr- inga. Til dæmis hef ég heyrt málsmetandi menn halda því fram í alvöru, að svartfuglinn sé hvað mesti bölvaldurinn í okk ar fiskstofni, hann taki margar fyllir sínar af þorskseiðum á dag. Mín dýrafræði nær ekki svo langt, að ég viti hvort eldri er, svartfuglinn eða þorskurinn. En hvortveggja var til fyrst þegar ég man eftir mér, og hefi ég haft nokkur kynni af báðum, og lifnaðarháttum þeirra. Eitt er víst, að meðan Halinn var fullur af fiski, þá var til svartfugl. Meðan Selvogsbanki og' hraunið moruðu af fiski þá var til svartfugl. Meðan allir firðir og flóar, þar á meðal ísa fjarðardjúp, voru fullir af fiski, þá var til svartfugl. En hefir þá svartfuglinum fjölgað svo mjög á síðustu árum, að át hans af seiðum þorsksins, gæti svo að segja breytt öllum þessum mið um í auðn? Sjálfsagt veit enginn, hversu mikið hefir farizt, og ferst í þeirri olíu, sem fór um höfin á stríðsárunum og síðan, en það er á flestra vitorrði að það hafi verið gífurlega mikið, svo ætla mætti að heldur væri um rýrnun að ræða á svartfugls stofninum, enda sjást þess greini lega merki, minnsta kosti við Látrabjarg. Nei, það er alrangt, svartfugl inn ræður þar engu um, svo neinu nemi, skaparinn sá honum fyrir annari og betri fæðu, enda finnst honum þorskseiði vond, og étur þau ekki nema hann eigi ekki anarra kosta völ. En svo er stundum um ungfugl, sem er að flækjast inni á fjörðum og upp við land að hausti til. Þegar sú gullvæga og sanna setning varð til, „Friðun miða framtíð lands“ og var hyllt af þjóðinni á eftirminnilegan hátt, þá mun þjóðin hafa trúað því, að forystumenn hennar væru á sama máli. En hún hefir senni- lega reiknað skakkt. Setningin hlýtur að hafa hljómað sem öfug mæli í eyrum sumra þeirra manna, sem þjóðin valdi sér að leiðtogum um sama leyti, til þess hafa verk þeirra bent siBan. Þeirra skoðun virðist vera, ef dæma skal eftir verkunum. Eyð ing miða er auðna lands. Látrum 8. des. 1960. BORGIN í snjó og jólalykt. Búðagluggarnir stara á veg- farendur. Vegfarendur stara í búðagluggana. Snjórinn stynur undan fótunum. Stun- urnar heyrast ekki á götun- um. Keðjur bílanna dansa. Snjórinn spýtist til beggja hliða. Eins og skítugt og sundurkramið hræ. Hangi-p kjötslykt úr opinni kjörbúð.p Namm, namm. Grenilyktin stígur til himins. Snjórinn|i| féll í nótt. Meðan borgin svaf. Mjúklega settist hann áÆ húsþökin. Hvítur draumur. Inn í nóttina. Sögur um menn ina. Ást þeirra og sorg. Með-| an borgin svaf. Bílflauta gell- ur. Borgin opnar augun.f Karlar og konur ganga út í daginn. Skilja spor sín eftir í snjónum. Eins og minningu. :|| Unz snjórinn treðst í sundur. Umbúðir jólanna í öskutunn- unni. Árekstur. Enginn nu idd ist. Fljótið streymir. Hvert? I Austurstræti. Laugavegur. 11 í snjd Hvert? Þessar götur. Æðar líkamans. Dagur gleðinnar, þrá. Þessar götur gegnum vitundina. Fyrsta ástin í port- inu. Slökkviliðið. Þessar göt- ur. Borg stritandi lífs og dauða. Snjórinn hvítur draumur. Himininn blátt barnsauga. Dreymir um mennina. Ást þeirra og sorg. Hvíta eins og snjó. i.e.s. Ferðir SVR um hátíðarnar Þorláksmessa: Ekið til kl. 01:00 Aðfangadagur jóla: Ekið á öllum leiðum til kl. 17:30 Ath. á eftirtöldum leiðum verður ekið án fargjalds, sem hér segir: Leið 2 — Seltjarnarnes: Leið 5 — Skerjafjörður: Leið 13 — Hraðferð Kleppur: Leið 15 — Hraðferð Vogar: Leið 17 — Hraðferð Austurbær—V esturbær: Leið 18 — Hraðf. Bústaðahv.: Leið 22 — Austurhverfi: Blesugróf—Rafstöð—Selás— Smálönd: Jóladagur: ^ Annar jóladagur: Gamlársdagur: Nýársdagur: Kl. 18:32, 19:32, 22:32, 23:32 Kl. 18:00, 19:00, 22:00, 23:00 Kl. 17:55, 18:25, 18:55, 19:25 K1 21:55, 22:25, 22:55, 23:25 Kl. 17:45, 18:15, 18:45, 19:15, Kl. 21:45, 22:15, 22:45, 23:15 K1 17:50, 18:20, 18:50, 19:20 K1 21:50, 22:20, 22:50, 23:20 Kl. 18:00, 18:30, 19:00, 19:30 K1 22:00, 22:30, 23:00, 23:30 K1 17:45, 18:15, 18:45, 19:15 Kl. 21:45, 22:15, 22:45, 23:15 Kl. 18:30, 22:30, Ekið frá kl. 14:00—01:00 Ekið frá kl. 09:00—24:00 Ekið til kl. 17:00 Ekið frá kl. 14:00—01:00 Vilja eingöngu skuttogara Þ Æ R fréttir berast fra Ham- borg, segir Fishing News í síð- ustu viku, að Þjóðverjar séu að hætta við hina gömlu gerð tog- ara. — Allir eru að taka upp notkun skuttogara og þeir sem höfðu nýlega gert samninga um smíði á venjulegum togurum hafa fengið þeim samningum breytt í skuttogara. Breytingin hefur orðið svo skyndileg og mikil, að þýzkir útgerðarmenn eru farnir að kalla togara af eldri gerð „nútíma brotajám“. Aðalástæðan fyrir þessari um- byltingu er sú, að erfiðara reynist að fá sjómenn á eldri togarana. Þeir vilja helzt vera á skuttogurum. Jólátré í Bílduda] BlLDUDAL, 21. des. — Hér stendur nú uppljómað 15 m. hátt jólatré, en það er gjöf til kaup- túnsins frá Arna Jónssyni stór- kaupmanni í Reykjavík. Hefur hann um nokkurt árabil sent hingað slíka jólakveðju, og sýnt með því óvenjulega ræktarsemi við æskuslóðir sínar sem Bílddæl ingar þakka af alhug. — ★ — I vetur munu tveir bátar róa héðan, 40 tonn hvor. Nú eru rækjuveiðarnar hættar, en í nið- ursuðuverksmiðjunni eru miklar annir, því 20—30 stúlkur, sena þar starfa, vinna nú við niður- suðu á vmiskonar matvælum. I — Hannes Lækjarbotnar: Upplýsingar í síma 12700 Ath. Akstur á jóladag og nýársdag hefst kl. 11 og annan jóladag kl. 7 á þeim leiðum, sem að undaniixuu nefur verið ekið á kl. 7—9 á sunnudagsmorgnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.