Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 3
Laugardagur 24. des. 1960 IUORCriyvtlAÐIB 3 j Twain t.v., Holbrook t. h. Kímniskáldið lézt sem bðlsjnismaður „ALLAR amerískar nútímabók- menntir eru runnar frá bók Mark Twains, „Stikilsberja Finnur“, ■egrir Hemingway" og hann bæt- ir við: „Ef þér lesið hana, verðið þér að hætta, þegar þrælnum Jim er stolið frá drengjunum. Það er hinn raunverulegi endir, það sem á eftir kemur eru að- eins málalengingar. Þetta er sú bezta bók, er við höfum eignazt. ÖH amerísk ritverk eru af henrri komin. Þau voru engin áður og síðan hefur ekkert eins gott komið fram“. Nú eru liðin fimmtíu ár frá því, að ameríska kímniskáldið Mark Twain lézt á landareign sinni „Stormfield" í Connecti- cut. Það mun eflaust koma flest- um á óvart, að þrátt fyrir mikla frægð, dó hann lífsleiður, ein- mana og bitur. Það voru hvorki peninga- óhyggjur né bókmenntalegar •hyggjur, sem gerðu síðustu ævidaga hans bitra, heldur per- •ónuleg vonbrigði. Hann hafði misst sína nánustu og hafði það á tilfinningunni, að hann stæði minnisstætt frá barnæsku, Mark | Twain. í>að höfundarnafn varð síðar heimsfrægt, eins og kunn-| ugt er. Blað Mark Twains Blaðið, Territorial Enierprise, er gefið út ennþá. Nú er aðalnafn þess Blað Mark Twains. Það er til húsa við aðalgötu Virginíu- borgar og hefur háskólinn í Nevanda látið festa brons- plötu við inngang þess til minningar um rithöfundinn. Hér var upphaf framabraut- ar hans og í byggingunni eru varðveittar ýmsar áþreifan- legar minjar um hann. Eitt her- bergi er útbúið með hlutum frá þeim tíma, er hinn ungi Samuel Clemens notaði höfundarnafn sitt í fyrsta sinn. A meðal þeirra er skrifborðið, sem hann sat við, þegar hann undirritaði fyrstu greinina með því. Virginíuborg hefur breytzt mikið frá þeim tíma, er Mark Twain hóf starfsferil sinn þar. Hann sá borgina vaxa á fáum ár- um og verða stórborg með 30— Ein síðasta myndin, sem tekin var af Twain. með tvær hendur tómar við graf ir þeirra. Æviminningar hans, sem hann lauk við að rita nokkrum mánuðum áður en hann dó, eru í heild sneyddar þeirri glóð gamansamrar at- hygli, er hafði gert hann vinsælan og mikils metinn. Óvenjuleg „amerísk" framabraut Hann var fæddur í borginni Hannibal í Missouri og hið rétta nafn hans var Samuel Langhorn Clemens. Hann reyndi fyrir sér á ýmsum sviðum, t. d. sem hafn- sögumaður á Mississippifljóti. Það var þaðan, sem hann fékk höfundarnafnið, er síðar varð heimsfrægt. Mark Twain þýðir „tveir faðmar" og var hróp, sem bergmálaði, þegar hafnsögumenn irnir mældu dýpið. Mjög ungur lét hann heillast •f aavintýrinu í ,,hinu gullna vestri“, þar sem menn urðu ótrú- lega fjáðir á skömmum tíma í hinum auðugu gull og silfur hér- uðum. Hann hélt til Virginíu borgar, norðarlega í Nevada og hóf gullgröft, þó með öðrum ár- angri, en hann hafði dreymt um. Hann var óheppinn í námunum og ekki leið á löngu þar til hann gerði sér grein fyrir því hve mik- ið happdrætti þetta var og hætti. Þá sneri hann sér til blaðs þar i staðnum, Territorial Enterprise og falaði vinnu. Hann fékk hana og byrjaði að skrifa. Auk þess að vera fréttaritari, skrifaði hann ýmsar hugleiðingar í léttum tón, undir heiti, sem honum var 40 þús. íbúa, sem flestir voru luðnir um lófana. Þar voru glæsi leg gistihús, fjöldi íbuðarmikilla samkomustaða, bankar, veitinga- hús og einbýlishús stórlaxa. Hann lifði þá tíð, er skammbyssu skotin og hvellirnir, þegar tapp- ar voru teknir úr kampavíns- flöskum, smullu hverir í kapp við aðra og auðæfi manna jukust í sama hlutfalli og hinir göfugu málmar, sem grafnir voru úr jörðinni. A stað, sem fyrir fáum árum hafði verið fullkomlega í eyði, óx blómleg borg. Ævintýr- ið stóð þó ekki lengi. Þegar silf- urnámurnar höfðu verið1 unnar til hins ítrasta, yfirgáfu menn borgina og að lokum var ekkert eftir nema hús í niðurníðslu, draugaborg, með aðeins 4—500 íbúa. Ungi blaðamaðurinn Mark Twain Þegar hinn ungi Samuel Clem- ens var ráðinn fréttaritstjóri við dagblað bæjarins, var öldin önn- ur. Til eru bréf, sem hann skrif- aði móður sinni, er búsett var í St. Louis og sagði henni frá daglegu lífi sínu. Skyndi- lega gerði hann hlé á og skýrði frá, að hann hefði einmitt heyrt skot neðan af götunni. Hann fór út til þess að athuga hvað um væri að vera, kom aftur og hélt áfram með bréfið: „Það voru tveir vinir mínir, sem voru skotn ir í hjartastað, þeir eru báðir látnir". Það var líka á þessum tímum, að maður var skotinn til bana á billjardstofu. Spilamennirnir létu það ekkert á sig fá, þótt þeir þyrftu af og til að klofa yfir hinn látna, til þess að geta haldið áfram að spila í kringum borðið. Það var ekki fyrr en í dögun, að þeir sendu skilaboð til likskoðunarmanns bæjarins. Ritstjórarnir í borginni gátu alltaf átt von á því, að fólk, sem þótti sér misboðið á einn eða annan hátt í blöðunum, skoraði þá á hólm. Mark Twain varð einu sinni fyrir þessu, þó að einvígi væru raunverulega bönnur. Hvað hann snerti urðu úrslitin þau, að hvorugur aðil- inn særðist, en þeir urðu báðir að flýja borgina í skyndi. Hann dvaldi því aðeins nokkur ár í Virginíuborg, en síðar þegar hann hafði náð heimsfrægð voru margir þar, sem notuðu sér það. Nú er eins og áður er sagt, skrif- borð hans til sýnis í húsi blaðs- ins, sem stendur við eina götu borgarinnar og ber hún nafn hans. Mark Twain sótti efni í margar sögur sínar til dvalarinnar í Virginíuborg og þeirrar reynslu, sem hann öðlaðist þar. Lýsingarn ar eru svo fráleitar og óvægileg- ar að heimurinn veigraði sér í fyrstu við að trúa því, að þær ættu sér stoð í raunveruleikan- um. Til dæmis má taka söguna um manninn, sem fór inn í skot- færaverzlun, til þess að kaupa Skrifborff Twains og fleiri hiutir, sem varffveittir eru til minningar um hann í húsi Therritorial Enterprise. byssu og vildi fá að reyna hana, áður en hann gerði út um kaup- in. Skotfærasalinn hlóð byssuna og sagði: „Þetta er bezta byssa, sem þér getið fengið fyrir þetta verð, farið út og reynið hana á manninum, sem gengur þarna hinu megin á götunni“. Kímniskáldiff lézt sem bölsýnismaffur Mark Twain skrifaði margar bækur meðan hann var ung- ur og óþekktur og vildi þá eng- inn gefa þær út. Er hann hafði náð heimsfrægð voru þær dregn- ar fram í dagsljósið. Það ein- kennilega gerðist, að jafnvel rit- dómarar ásökuðu hann um að endurrita verk sín, þegar þeir lásu fyrstu bækur hans, sem gefn ar voru út á þennan hátt. Eins og áður er sagt varð Mark Twain ekki aðeins frægur í Ameríku, heldur varð hann heimsfrægur, sökum síns sér- stæða kímnistíls. Undarlegt er aff Frh. á bls. 15. Eftir 50 ár MARK TWAIN var frægur rithöfundur, en hann gerði meira en að skrifa, hann ferð- aðist um Bandaríkin og Evrópu, las upp úr verkum sínum og vandaði mikið til flutningsins. Nú, fimmtíu ár- um eftir dauða hans, má sjá aldraðan mann með úfið hár, í hvítum fötum, með stóran svartan vindil, er kemur frarn á leiksvið og les upp úr verk- um Twains. Þessi maður er uridursamlega líkur kímnis- skáldinu í útliti og einnig er látbragðið það sama. Rödd skáldsins berst út í salinn, hann dregur seiminn, lengd þagnanna er hnitmiðuð, og gefa þær flutningnum sér- stakt gildi. Maður þessi kom fyrst fram á Broadway 1959 og hrós uðu gagnrýnendur honum ó- spart fyrir hve vel honum hefði tekizt að búast gerfi skáldsins og hve frábærlega honum hefði tekizt að líkja eftir rödd hans og framkomu. Þetta er ungur leikari, Hal Holbrook að nafni. Hann hef- ur nú ferðast víða bæði um Bandaríkin og Evrópu, búizt gerfi Twains og lesið upp úx: verkum hans við mikla hrifn- ingu. Holbrook er aðeins 35 ára, en hann tekur á sig gerfi Twains eins og hann leit út er hann var sjötugur. Holbrook hefur eytt 12 ár- um i það að lifa sig inn í hlut- verkið, og það tekur hann 3 Vz klukkustund að búast gerfi skáldsins. Hann segir: „Ég hef athug- að allar myndir, sem ég hef getað fundið. Viss einkenni koma þar í ljós, t.d. hvernig Hal Holbrook hann hallaði höfðinu fram og sýndist horfa niður á fólk, ekki upp, hátíðlegt yfirbragð, en í augunum prakkaralegur glampi. Þessum eiginleikum og einkennum kynntist ég af myndunum og einnig dapur- leik, djúpum og duldum, en hann var þarna samt. Á sum- um myndum kemur hann jafn vel greinilega í ljós“. Áður en Holbrook kom fram í fyrsta sinn, var Mark Twain aðallega þekktur sem höfundur verkanna Stikils- berja Finnur og Tom Sawyer og hafa þær bækur verið þýddar á 42 tungumál. Hol- brook vakti forvitni manna á hinum óþekktari verkum Twains og voru þau dregin fram í dagsljósið. Á síðustu tvemur árum hafa, fyrir utan , óteljandi blaðagreinar veriff birtar greinar um skáldið í 41 tímariti, gerðar hafa veriff tvær kvikmyndir, 32 bækur gefnar út, bæði nýjar útgáfur af verkum Twains og bækur sem ritaðar hafa verið um hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.