Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 12
12 MORCinvnr jðið Laugardagur 24. des. 1960 . E IR M U N U sennilega fáir íslendingarnir, sem komnir eru tii vits og ára, er ekki hafa einhvern tíma lesið ævin-ýrasöguna frægu um Róbínson Krúsó. Hún hefur löngum verið mikið eftirlæti unglinga, og þá fyrst og fremst hraustra og ævintýragjarnra drengja, um heim allan að segja má. Nú eiu liðin rúm 240 ár síðan Róbínson Krúsó — eða ..Iiife and Strange Surprising Andventures of Robin- son Crusoe“, eins og sagan hét upphaflega — kom fyrst ut áiið 1719. Hún náði þegar í stað gífurlegum vin- sældum og síðan hefir hún verið gefin út aftur og aft- ur bæði á frummálinu og í þýðingum á ótal tungumál- um — í þúsundum og aftur þúsundum eintaka. Það er svo ekki síður til marks um vinsældir sögu- efnisins að út hefur komið ótalinn fjöldi eftirlíkinga og endursagna í ýmsum löndum, og hafa þær meira að segja víða náð enn meiri útbreiðslu og vinsældum en sjalf fiumsagan. i stæðan til þess, að hér verður nú hripað niður litils háttar um „sögu“ skáldsögunnar Róbín- sons Krúsós er fyrst og fremst sú, að um þessar mundir eru liðin 300 ár frá fæðingu höfundarins, Daniels Defoes, en það er fyrst og fremst þessi saga, sem haldið hefir nafni hans á lofti, meðal alls almennings a. m. k. Raunar er ekki alveg tvímælalaust, hvenær Defoe fæddist, en í flest- um heimildum mun þó fæðingar- ár hans vera talið 1660. (Sums •taðar segir 1659 — annars stað- ar 1661). Ekki hefir verið mikið um tilhald vegna þessa afmælis, þrátt fyrir hinar gífurlegu vin- sældir umræddrar sögu höfund- arins. Liggja vafalaust m. a. þær ástæður til þess, að Defoe hefir ekki getið sér neina varanlega frægð af öðru en þessu eina verki, svo sem fyrr segir, — og «vo hitt, að fjöldi fólks víða um heim setur ekki nafn Defoes í samband við Róbínson Krúsó, þar sem það eru fyrst og fremst stælingar og endursagnir hinnar upprunalegu sögu og höfundar þeirra, sem gert hafa Róbínson *ð frægri persónu í ýmsum lönd- um. Parmes loðinbjörn Það er ekki aðeins, að margir hafi gert beinar endursagnir eft- ir sögunni - með sömu persónum og líkri atburðarás — heldur má «egja, að upp af Róbínson Krúsó hafi sprottið heil bókmennta- grein, hrakningasögur, sem bera greinilegt svipmót af . sögu Defoes. — Vert er að geta um það í þessu sambandi, að þessi •agnagrein hefir komið nokkuð ▼ið íslenzkar bókmenntir. Þann- ig vill til, að fyrstu þýddu skáld- •ögurnar í nýjum stíl, sem út eru gefnar hér á landi, eru einmitt *f þessu tagi. Hér er um að ræða tvær sögur, sem prentaðar voru á Hólum árið 1756, og nefnast þær „Sagan af Gústav Land- krón“ og ,,Sagan af Berthold hin- um engelska". Fyrrnefnda sagan er þýzk að uppruna og hin ensk, en báðar eru þær þýddar úr dönsku, og er þýð- andinn séra Þorsteinn Ketilsson, prófastur í Vaðlaþingum í Eyja- firði. — í framhaldi af þessu er svo þess að geta, að fyrsta frum- samda, íslenzka skáldsagan á síð- ari öldum, „Sagan af Parmes loðinbirni", er einnig í „Róbín- son-stíl“ — og er raunar greini- legt, að hún hefir orðið til fyrir áhrif frá fyrrgreindum þýðing- um, einkum sögunni um Bert- hold. — Sagan hefir verið samin einhvern tíma á 3. fjórðungi 18. aldar, elzta handritið af mörg- um, sem til eru, er frá 1775. Þetta er saga um hrakninga manns í ókunnu landi, en stað- hættir benda mjög til þess, að höfundur hafi haft Grænland í huga, er hann samdi verk sitt. — Ekkert höfundarnafn er á sög- unni, en hins vegar benda sterkar líkur til þess, að höfundurinn sé séra Jón Bjarnason, prestur á Ballará á Skarðsströnd (1721 1785). Vitað er, að sr. Jón þekkti Hólaútgáfuna frá 1756, og svo var hann mikill áhugamaður um Grænland — vildi jafnvel að ís- lendingar gerðu það að nýlendu sinni, og hafði sjálfur um tíma hug á að setjast þar að. „Sagan af Parmes loðinbirni" var fyrst prentuð í Reykjavík árið 1884, síðan var hún gefin út vestanhafs, 1911 (Gimli í Kanada), og loks í Vestmanna- eyjum, árið 1943. Merkur blaðamaður En snúum okkur nú aftur að manninum, sem kom öllum ,,Róbinson-bókmenntunum“ af stað og markaði þannig óbeint spor í sögu íslenzkrar sagnagerð- ar. Saga Daniels Defoes, bæði sem rithöfundar og manns, er nokkuð séstæð og býsna broguð að ýmsu leyti. Reyndar eru.ekki til fyllilega samfelldar og ýtar- legar upplýsingar um lífsferil hans (enda verður hann ekki rakinn hér að ráði), en það, sem kunnugt er, virðist bera þess vott, að maðurinn hafi átt í ýms- um brösum um dagana og ekki látið sér allt fyrir brjósti brenna. — Hann var sonur trúrækins slátrara í Lundúnum, og mun faðirinn hafa óskað þess helzt, að hinn gáfaði sonur sinn gengi menntaveginn og gerðist kirkj- unnar þjónn. Eðli hins unga Defoes stóð hins vegar alls ekki til slíks. Varð fremur lítið úr menntun, því að hugur hans hneigðist fremur til starfs og ævintýra en bóka- grúsks. Gekk Defoe í herþjón- ustu á unga aldri, en vann síðar hin ólíkustu störf. Hann gerð ist prjónlesmangari, tígulsteina- brennari, bókari hjá tollþjónust- unni o. fl. o. fl. Varð gjaldþrota, fór úr landi og flæktist um skeið um meginland Evrópu, einkum á Spáni og í Portúgal. Þegar hann sneri heim á ný tók hann loks til við skriftir fyr- ir alvöru — og ritaði til að byrja með einkum bæklinga og greinar um stjórnmálaleg efni. Með einum bæklinga sinna („The Shortest Way with the Dis- senters",- 1703), sem var napurt háð og gagnrýni á ýmislegt sem miður fór hjá hinum æðstu í þjóð félaginu, bakaði hann sér óvild Önnu drottningar. Var Defoe þá settur í gapastokkinn (sbr. Ijóð hans, „Hymn to the Pillory", 1704) og síðan fangelsaður í tvö ár — og reyndar var það ekki í eina skiptið sem hann kynntist við svartholið. Meðan hann sat í fangelsinu, hóf hann útgáfu tíma- ritsins ,,The Review“ (1704), fyrsta enska tímaritsins, sem hægt er að nefna því nafni. Segja má, að Defoe hafi verið einhver áhrifamesti maðurinn á frum- skeiði brezkrar blaðamennsku. — Eins og fyrr segir, skrifaði Defoe mjög mikið um pólitísk efni, en ekki virðist sannfæring hans í þeim efnum hafa verið mjög föst fyrir, eða þá — sem ýmsir hafa raunar haldið fram — að hann hafi verið býsna fús að selja hana hæstbjóðanda. Svo mikið er víst, að hann var ekki við eina fjölina felldur á þessu sviði og var ým- ist málsvari „whigganna" eða „toryanna". — ★ — En hvað sem annars má um Defoe og skrif hans segja, var hann mjög hugmyndaríkur og furðulega afkastamikill rit- höfundur. Auk allra þeirra blaða greina, bæklinga og bóka, sem komu á prent meðan hann lifði, fannst mikill fjöldi ýmiss konar handrita í fórum hans, þegar hann lézt, árið 1731. Að vísu er ekki ljóst úm sumt af því, hvort það eru raunverulega verk Defoes, en eigi að síður munu þau ritverk, stór og smá, sem sannanlega eru eftir hann, skipta hundruðum. Og ekki vantar fjöl- breytnina, því að segja má að maðurinn hafi skrifað um allt milli himins og jarðar — og í hinum margvísleguwéu formum. Þannig leit hann út — sam- kvæmt samtímateikningu — hinn hugmyndaríki og afkasta- mikli rithöfundur, Daniel Defoe, sem frægur hefir orðið um allan heim af sögunni um Róbínson Krúsó — Önnur þekktasta skáldsaga hans er „Journal of the Plague Year‘*, en auk þess má nefna sögurnar „Captain „Singleton“, „Moll Flanders“ og „Memoirs of a Cavalier“, sem telja má eins konar fyrirrenn- ara hinna sögulegu skáldsagna sir Walters Scotts. Fyrirmyndirnar í>að er eftirtektarvert og nokk- uð sérstakt um rithöfund, að Defoe hefur ekki skáldsagnagerð fyrr en hann er kominn fast að sextugu — en það eru svo einmitt hinar tiltölulega fáu skáldsögur hans, skrifaðar á örfáum árum, að því er virðist (a. m. k. koma þær allar út á árabilinu 1719— 1724), sem varðveitt hafa nafn hans frá gleymsku meðal ail- mennings. Og þetta á þó lang- an hátt standa jafnfætis fyrsta hlutanum, og þekkja þá nú varla neinir lengur nema bókmennta- fræðingar. Yfirleitt er talið, að Defoe hafi raunverulega atburði til fyrir- myndar í öllum skáldsögum sín- um — beint eða óbeint. Þannig er og um Róbínson Krúsó. Enda þótt sú saga verði ekki rakin með fullri vissu, er þó talið nokkurn veginn víst, að Defoe hafi fengið hugmyndina að þessari marg- frægu ævintýrasögu sinni, er hann frétti af furðulegri reynslu skozks sjómanns, sem árum sam- an hafði lifað einn og yfirgefinn á eyðieyju undan vesturströnd Suður-Ameríku. — Má segja, að þeir Defoe og þessi skozki sjó- maður hafi gert' hvor annan dauðlegan, því að ólíklegt er að nafn hins síðarnefnda hefði lif- að, ef það hefði ekki með svo sérstökum hætti verið tengt sögu Defoes. Á eyðieyju Hann hét Alexander Selkiik, þessi skozki sæfari. Hann var yngstur sjö bræðra — og segir sagan, að honum hafi verið spáð því á unga aldri, að hann ætti eftir að lenda í miklum ævintýr- um. Hvað sem spádómi þeim líð- ur, er víst óhætt að segja, að margur mundi gera sig ánægðan með minni ævintýri en Selkirk komst í. •— Einhverjar sögur hafa verið uppi um það, að Sel- kirk hafi verið brösóttur nokk- uð og ekki nein sérstök fyrir- mynd um guðsótta og góða siði. Hvað sem um það er, fór svo, er hann var stýrimaður á skút- 'unni „Cinque Port“, árið 1704, Teikningin sýnir Róbínson á unga aldri, ásamt föður sínum — í Kaupmannahöfn. Þar Iét Þjóðverjinn Grabner Róbínson eiga heima í hinum fyrstu útgáfum sínum af sögunni. Síöar flutti hann þó söguhetjuna til Englands. helzt við um þá bók, sem hér er á dagskrá, fyrstu, stærstu og langþekktustu skáldsögu hans — Róbínson Krúsó. Sagan „sló í gegn“ þegar í stað, eins og fyrr segir, og áður en árið var liðið kom út annað bindi og á næsta ári hið þriðja. En þessir tveir síð- ari hlutar verksins þykja á eng- $0CCN CD BCKI §ÖCUNNI að honum varð hastarlega sund- urorða við skipstjóra sinn — og var þá settur á land á eyðieyju og skilinn þar eftir. Segja heim- ildir ýmist, að hann hafi sjálfur í fússi krafizt þess að verða sett- ur þarna á land, eða þá að skip- stjórinn hafi þannig losað sig við hann með valdi. „Marooning'* (að setja menn á íand á eyði. strönd) var hreint ekkl svo óvenjulegt fyrirbæri á þessum tíma. Samkvæmt hinum ströngu sæferða-lögum, skrifuðum og óskrifuðum, réðu skipstjórnar- menn nánast lífi og limum sjó- bÍMSOH fÚSÓ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.