Morgunblaðið - 24.12.1960, Blaðsíða 2
2
MORGVTTfíl AÐIÐ
Laugardagur 24. fles. 1960
Prófessor Jóhann Hannesson:
ókin um veninn
1. Hvað þýðir Tao?
Um þetta hafa margir spurt,
fyrr og síðar. Og hinir lærðu eru
ósammála. Einn segir að Tao þýði
Guð og það er rétt í sumum sam
bondum, en ekki nærri öllum.
Annar þýðir Tao með alheims-
skynsemi. Og þriðji Kínafræðing-
urinn telur að Tao tákni „hinn
mikla veg alheimsins". Hinn
fjórði telur að nota beri gríska
orðið Logos (kk) til þess að
komast sem næst merkingu Tao.
Og víst er um það að þegar þýða
skal úr grísku á kínversku, þá
ber að jafnaði að þýða Logos
með Tao. Þannig er það í Jó-
hannesar guðspjalli, t. d. í inn-
gangi þess, sem er eitt af guð-
spjöllum jólanna. I upphafi var
Orðið, þ. e. ho Logos, verður á
kínversku: Taitzú jó Tao. —
Ymsir nota orðið „Vegurinn" og
verður sú þýðing ekki með rök-
um rengd og á vel við í hátíð-
legu máli. Enn aðrir vilja nota
orðið ,,náttúra“ og getur sú merk
ing átt við í sumum sambönd-
um í heimspekilegu máli, en ekki
þegar átt er við hina sýnilegu
náttúru, heldur eðli hlutaima.
T’AI CHÍ, alheimseggið, eins
og það er að finna í kín-
verskri skreytingalist. Hinn
svarti helmingur táknar öfl
jarðar og önnur kvenkyns-
öfl tilverunnar. Hinn hvíti
helmingur (stundum rauður)
táknar öfl himins og önnur
karlkynsöfl. Deplarnir, „aug-
un“ í frumlífverunum eru
stundum gerðir úr gimstein-
um þegar T’ai Chí er notað
í skreytingum, t. d. sem lág-
mynd.
Bezta lausnin virðist mér að
halda orðinu óþýddu og taka það
upp í vestræn mál sem karlkyns
orð, en Teh hins vegar sem kven
kyns orð. Þessa skoðun mina
byggi ég á notkun orðanna í
kínverskum eiginnöfnum, þar
sem Tao er algengt í nöfnum
pilta, en Tch i nöfnum stúlkna.
Annars verður að jafnaði ekki
séð á kínverskum orðum hvers
kyns þau eru, nema þegar um
fornöfn er að ræða og frum-
spekileg orð, eins og Yin (kvk).
Heitið á bók Lao-tze, Tao Teh
Ching, tel ég bezt þýtt með
„Helgiritið um Tao og Tch“.
Ching er ekki notað um venju-
lega bók, shú, heldur um sígilt
rit, einkum trúarlegs eða heim-
spekilegs eðlis.
2. Kenning Lao-tze um Tao
er í stuttu máli á þessa leið: Tao
er ósýnilegur, óheyranlegur og
ósnertanlegur. Hann hefir enga
undirstöðu (substantia), sem
hann hvílir á, heldur hvíla allir
hlutir að einhverju leyti á hon-
um — nema menn, sem hafa ver-
ið afvegaleiddir. Allt er út geng-
ið frá Tao. Hann smýgur hvar-
vetna inn. Tao heldur öllu við
og veitir öllu þann fullkomleik,
sem það er yfirleitt fært um að
taka við.
Maðurinn fylgir lögmáli jarð-
arinnar. Jörðin fylgir lögmáli
himinsins, himininn fylgir lög-
lcgmál. Þar sem Tao er að finna
máli Tao, en Tao er sjálfum sér
í sérleik sínum, hefir hann ekk-
ert nafn og er óumbreytanlegur.
Þar sem Tao birtist í hinum sýni-
lega heimi fyrirbæranna, hefir
hann nafn. í sérleik sínum er
hann kyrr, tómur og óumbreyt-
anlegur og alveg einstæður. I
virkni sinni streymir hann gegn
um allt, sem í heiminum er og
kemur tilgangi sínum fram á dul-
inn hátt, sjálfkrafa og fyrirhafn-
arlaust, nema þar sem honum er
veitt andstaða með illsku eða
heimsku, en til hennar verður
einnig að telja tómlæti um Tao.
Tao er frumorsök alheimsins
og fyrirmynd allra lifandi vera,
en einkum og sér í lagi fyrir-
mynd mannsins. Tao táknar einn
ig hið upprunalega ástand full-
komleika þegar allir hlutir voru
samstilltir I fullu samræmi og
höfðu sinn gang samkvæmt sínu
innsta eðli, en gott og illt var ó-
komið til sögunnar.
Hið æðsta markmið mannlegr-
ar tilveru er að hyggju Lao-tze
fóigið í þvi að endurfinna þann
upphaflega fullkomleika, er Tao
lét öllu í té meðan hann var í
heiðri hafður. En þessi fullkom-
leiki hefir einhvern tima og ein-
hvern veginn týnzt eða glatazt.
Annars væru menn ekki í þeim
vandræðum, sem þeir hafa verið
í og eru í allt til þessa.
I mannlífinu getur Tao tjáð
sig sem siðgæðileg meginregla
og er þá um Teh að ræða. En
Teh táknar jafnan mannkosti,
dyggð, manngöfgi, andlega hetju
lund, manngildi, hina sönnu
mennsku. Ekki er þó öllum gefið
að skilja að svo sé. En hafi ein-
hverjum hlotnazt sú heill að
höndla Tao þá kemur Teh sjálf-
krafa og eðlilega fram í lífi hans,
eins og vatn úr uppsprettulind.
Þegar Tao-maður lifir lífj sínu í
Teh, þá líkist hann einmitt vatn-
inu. Hann leitar hins lægsta stað
ar sem fundinn verður. Hann
hreykir sér ekki upp. Og eins og
vatnið í mýkt sinni leysir upp
harðan steininn, þannig fer sá
að sem hlotið hefir Tao. Hann
sundurleysir illsku og hörku,
fyrst í sjálfum sér, síðan í öðrum.
T AO
r e h
C H I N G
Þess vegna er Wú-wei, óvirknin,
aðgerðarleysið, betri en virknin.
Eí Tao á að koma þér til hjálpar,
þá verður þú umfram allt að
hafna allri ofvirkni og veraidar-
vafstri og leita kyrrðarinnar og
tomleikans. Þar sem offylling og
ofhleðsla er fyrir hendi, kemst
ekkert að sem sálunni má til
hjálpar verða. Þessvegna er sá
maður fjarlægur Tao sem ekki
þolir þögn, einveru og óvirkni,
því þetta eru skilyrði fyrir því
að maðurinn geti eignazt þann
tómleika og hreinleika í sálinni,
sem verður að vera fyrir hendi
ef Tao á að fá þar nokkra fót-
festu.
Hinir átta ódauðlegu holl-
vættir í Tao-trúnni voru
upphaflega menn, sem gerð-
ust óháðir heiminum og
fundu leyndardóma tilver-
unnar. Eftir að þeir öðluðust
hið ódauðlega eðli sitt, gerð-
ust þeir verndarvættir manna.
Myndir af þeim er víða að
finna í eir, fílabeini og postu
líni. — Guð langlífis er hinn
níundi í þessum flokki, en
telst venjulega sér.
Hér eru fjórir þeirra:
CHUNG LI CH’WAN, með
viftu, er hann notar til að
lífga menn úr dauðadái.
CHANG KUO LAO, með
bambushólk, er hann notar
til að kalla menn til fundar.
Hefir vald ósýnileikans.
LÚ TUNG PIN, með skúf og
sverð, er hann notar til eyð-
ingar óvætta.
TSAO KUO CHIU, tómhent-
ur. Verndarvættur leikara og
leiklistar.
Eitt megin-einkenni Tao Teh
Ching er hve oft merking veiga-
mikilla setninga orkar tvímælis.
Margir möguleikar eru fyrir
hendi að þýða á fleiri en einn
veg, þar sem margar setningar
eru „hálfsagðar" ef svo mætti
að orði kveða. Og sé ekki getið
í eyðurnar, þá verður þýðingin
svo sundurlaus að hún hlýtur að
skilja lesandann eftir í óvissu.
En nálega allir eru á einu máli
um það að fyrir höfundinum vak
ir að segja meira en í orðunum
felst.
Sterkar líkur eru fyrir því að
hinir elztu Tao-kennimenn hafi
gert ráð fyrir frumdjúpi miklu
í upphafi vega og hafi þá ekkert
annað til verið en þetta mikla
frumdjúp. En svo kom alheims-
eggið, T’ai Chí upp úr þessu djúpi
og úr því myndaðist heimurinn,
senniiega fyrir virkni einhverr-
ar gyðju, hvaðan sem hún hefir
nú komið. 1 T’ai Chí voru tvö
frumöfl, Yin og Yang, kvenkyns-
afl og karlkynsafl. I réttu sam-
ræmi þeirra var Tao fólginn.
Vera má að hin sterka staða,
sem samræmið hefir í allri kin-
verskri hugsun bendi til þess að
Tao hafi a. m. k. um skeið verið
talið hið upphaflega og eðlilega
samræmi milli allra hluta, en Tao
hafi svo orðið leyndardómur eftir
að þetta samræmi raskaðist.
Kvenkynið virðist til forna
hafa notið miklu meiri virðing-
ar en síðar varð í sögu Kína, þar
sem oss finnst vissulega að kúg-
un kvenna hafi verið mikil. Lao-
tze gerir alls ekki upp á milli
kynjanna. Það er m. a. sameig-
inlegt Taodómi og kristnidómi að
mikil áherzla er lögð á hina kven
legu mannkosti. Hernaðarleg
hreysti og harðneskja er í litl-
um metum höfð: „Hershöfðingi,
sem vegið hefir mikinn fjölda
manna, ætti að gráta gerðir sín-
ar í sekk og ösku“.
3. Ágrip af kenningum
Chwang-tze
Nýtt ljós fellur yfir margt í
j Taodómi þegar kemur að öðr-
um fremsta hugsuði stefnunnar,
sem er Chwang-tze. Hanr. er
einn hinn mesti ritsnillingur,
sem mannkynið hefir alið,
skemmtilegur, skapgóður, hæfi-
lega sérvitur, gæddur frábæru
hugarflugi og ímyndunarafli.
Til þess að veita nokkra upp
lýsingu um það, sem felst í
hinni heimspekilegu Taokenn-
ingu meðan hún stendur á há-
tindi sínum, verður sú aðferð
heppilegust, að mínum dómi, að
láta nokkrar tilvitnanir úr verk-
um þessa snillings tala sínu eig-
in máli. Því miður er ekki auðið
að sinni að tína til hinar snjöllu
sögur og líkingar ,heldur verður
að láta nægja nokkrar af mið-
lægustu hugmyndum hans um
Tao.
Þau trúarbrögð, sem ganga
undir nafninu Taodómur, eru
svo gjörólík hinni foru Tao-
heimspeki að lítið er sameigin-
legt þessum stefnum nema nöfn-
in ein. Töfrahyggjan tók öll völd
af hugsun og innsæi i Taotrúar-
brögðum síðari alda.
Chwang-tze segir um Tao:
„Þótt Tao hafi tilfinningu og
þrótt til tjáningar, þá er hann
óvirkur og án forms. Hann verð-
ur tjáður, en honum verður ekki
viðtaka veitt. Hann verður skil-
inn, en þó ekki augum litinn.
Rót hans er í sjálfum honum,
hann hefir haldizt við frá upp-
hafi vega, áður en himinn og
jörð áttu sér tilveru. Það er Tao
sem gerir anda að öndum og
veldur því að guðir eru andar.
Tao hefir framleitt himin og
jörð. Hann var ofar T’ai Chí,
(alheimsegginu), þó ber ekki að
hugsa sér hann háan, hann var
neðar T’ai Chí, þó ber ekki að
hugsa sér hann djúpan. Hann
var til á undan myndun himins
og jarðar, þó ber ekki að telja
hann langvarandi. Hann er allri
forneskju eldri, en þó ber ekki
að líta svo á hann (sem gamall
sé).“
„Hsí Wei fékk höndlað hann
og kom skipulagi á alneiminn.
Fú Hsí hlaut hann og eignaðist
því „eterinn" (Ch’í Mú, móður
andrúmsloftsins). Pólstjarnan
hlaut hann og hefir frá fornu
fari ekki fært sig úr stað. Sólin
og máninn hlutu hann og hafa
því aldrei hætt (að skína). Kan
P’í hlaut hann og eignaðxst þess
vegna Kwen Lun fjöllin. Feng I
hlaut hann og fer því allra sinna
ferða yfir stórfljótin. Chien Wú
hlaut hann og býr þvi á Tai
fjalli. Hwang Tí hlaut hann cg
þess vegna sté hann Upp yfir
ský himinsins. Chuan Hsú hlaut
hann og því dvelur hann I
Dimmuhöll. Yu Ch’íang hlaut
hann og því var honum falið
vald yfir norðrinu. Vesturgyðjan
(Hsí Wang-Mú) hlaut hann og
þess vegna hefir hún hásæti sitt
yfir eyðimörkum Vestursins;
engin veit hvar þær byrja né
hvar þær enda. P’eng Tzu hlaut
hann og lifði því (800 ár) frá
dögum Shuns fram á daga hinna
Fimm þjóðhöfðingja. Fú Yueh
hlaut hann og varð því ráðherra
Wú Tings keisara, réði þrisvar
yfir keisararikinu og skipar nú
stöðu sína meðal stjarnanna og
ekur um Vetrarbrautna og beit-
ir Bogamanninum og Sporðdrek
anum fyrir (vagn sinn).“
Af upptalningu þessara goð-
umlíku snillinga og goða verður
meðal annars séð að menn voru
ekki útilokaðir frá því að höndla
Tao þótt þeir tækju þátt í menn-
ingarlífinu. En það sem máli
skipti var á hvaða hátt menn
tóku þátt í því.
Aftur segir Chwang-tze: „Það
sem var á undan alheiminum,
var Tao. Tao gerir hlutina að
því, sem þeir eru, en er þó ekki
sjálfur neinn hlutur. Ekkert er
fært um að framleiða Tao. þó
hafa allir hlutir Tao í sér og
halda áfram að framleiða hann
án afláts".
Hvað veldur fráfalli manna frá
Tao?
Greinilegt er að Tao-snilJing-
amir gera ráð fyrir einhveiju
syndafalli, sem hefir orðið mjög
örlagaríkt og lokar flestum
mönnum leiðina að Tao. Þó eiga
menn sjálfir mikla sök á því að
Tao er þeim lokaður heimur. Af
fráfallinu leiðir óstjórn ríkja og
spilling menningar. Og hinsveg-
ar veldur óstjórnin og spilling-
in því að menn geta ekki fundið
Tao og eru honum frásnúnir.
Menning, lærdómur, uppeldis-
siðir og veizlulíf, einkum þó ó-
hóf og íburður, þetta leiðir bæði
til spillingar og heldur spilling
unni við. Menningin er ofhlaðin,
óeðlileg og spillt. Þess vegna
ber að forðast „fyllinguna” og
leita tómleikans, hreinleikans og
hins óbrotna lífs.
Enn segir Chwang-tze til
marks um þetta: „Yfirstjórn her
sveita er hin lægsta gerð dyggð^
ar. Verðlaun og refsing er hin
lægsta gerð uppeldis. Reglur og
lög eru lægsta gerð stjórnar-
fars. Músíkk og skrautklæði eru
Framh. á bls. 14