Morgunblaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 6
6 MORGTIN*tL 4 fí'Ð Sunnudagur 15. jan. 1961 Ragnhildur Pétursdóttir Háteigi — Minning FRÚ Ragnhildur Pétursdóttir í Háteigi andaðist hinn 9. þ.m. á áttugasta og fyrsta aldursári. Út- för hennar fer fram frá Dóm- kirkjunni árdegis á morgun. Með Ragnhildi er fallin frá þjóðkunn húsfreyja og kvenskör ungur, sem um margra áratuga skeið hafði mikil afskipti af menningarmálum kvenna. Hún var fædd í Engey hinn 10. febrúar 1880, dóttir Péturs bónda í Engey Kristinssonar og konu hans Ragnhildar Ólafsdóttur frá Lundum. Ragnhildur ólst upp á hinu fjölmenna heimili í Engey. Eng- eyjarbændur stunduðu jöfnum höndum búskap og útræði. Einn- ig voru þeir annálaðir skipa- smiðir. Á nítjándu öldinni smíð- uðu þeir báta með nýju lagi, Eng eyjarlaginu, og breyttu seglaút- búnaði svo að hægt var að sigla beitivind á bátum þessum. ^ Húsfreyjiímar í Engey höfðu nóg að gera í bernsku Ragnhild- ar, því að jafnan voru 20—25 manns í heimili auk vertíðar- manna og geskoma mikil. Akur- nesingar leituðu þá oft vars í eyjunni og biðu þar byrjar svo dögum skipti. Pétur faðir Ragnhildar missti heilsuna 33 ára gamall og lézt 35 ára og var Ragnhildur þá aðeins 7 ára. Það var lán heimilisins, að Ragnhildur móðir hennar var hin skörulegasta kona og veitti heim- ilinu forstöðu með mikilli prýði, ásamt tengdaforeldrum sínum. Fimm árum eftir lát fyrri manns síns giftist hún Bjarna Magnús- syni, skipstjóra, sem var meðal hinna fyrstu, sem próf tók við Stýrimannaskólann í Reykjavik. ? Á æskuheimili sínu varð hin unga mær fyrir hollum áhrifum og sannaðist hér, „að lengi býr að fyrstu gerð“. Ragnhildur var hinn mesti fjör- kálfur í uppvextinum og þótti henni gaman að láta sjóða á keip- um í siglingu milli lands og eyj- ar. Hún var svo kjarkmikil, að hinurn eldri og gætnari þótti nóg um. Á æskuárunum fór hún til Noregs og sótti þar fyrst lýðhá- skóla og síðan kvennaskóla. Eft- ir að hún kom heim gerðist hún farandkennari í húsmæðra- fræðslu á vegum Búnaðarfélags íslands austanfjalls, og síðan kennari við Kvennaskólann í Reykjavík. Hún var um tíma á- hugasamur þátttakandi í Ung- mennafélögunum. Hinn 18. júlí 1911 giftist Ragn- hildur Halldóri Kr. Þorsteins- syni skipstjóra. Varð fljótlega myndarbragur á heimili þeirra hjóna og gestkvæmt mjög, jafnt af frændfólki, vinum og kunn- ingjum og þeim ,sem áttu erindi við húsbændurna og hélst það allt til æviloka hennar. Þau hjón ráku um mörg ár kúabú í Háteigi, sem þá var utan við bæinn ,en ekki inni í miðri byggðinni eins og nú er. Kom það í hlut húsfreyjunnar að ann- ast búreksturinn, og tókst með þeim ágætum, að kýrnar í Há- teigi voru í mörg ár meðal nyt- hæstu kúa í landinu og mjólk þeirra mjög eftirsótt. Á heimilinu í Háteigi hefur um áratugaskeið verið stundað- ur vefnaður til heimilisnota og í mörg ár fékkst húsfreyjan við út- skurð á tré með góðum árangrL Ragnhildur hafði allt frá æsku árum sínum hinn mesta áhuga á menningarmálum kvenna og sjálfstæðismálum þjóðarinnar. Gætti þar eflaust áhrifa frá móð ur hennar og vinkonum Engeyj- arfólksins, Þorbjörgu Sveinsdótt- ur og Ólafíu Jóhannsdóttur, syst- urdóttur Þorbjargar, en þær voru sem kunnugt er frumherjar í kvenréttindamálum hér á landi og einnig framarlega í þjóðfrels- isbaráttunni. Auk kennslustarfa, sem Ragn- hildur hafði á hendi á yngri ár- um, veitti hún um árabil for- stöðu námskeiðum fyrir ungar stúlkur og húsmæður. Hún átti með frú Guðrúnu Briem og Sig- urði Sigurðssyni búnaðarmála- stjóra sæti í milliþinganefnd Búnaðarfélags íslands árin 1927 til 1928. Nefndin skilaði ítarlegu áliti og voru tillögur hennar teknar upp af Búnaðarþingi ár- ið 1929, sem áskorun til Alþingis. Má segja að húsmæðrafræðsla í landinu hafi síðan í höfuðdrátt- um mótast af tillögum þessum. Ragnhildur var aðaldriffjöðrin í að koma upp Húsmæðraskóla Reykjavíkur og í skólanefnd þess skóla. Hún var ein af þeim konum, sem höfðu forgöngu um stofnun Kvenfélagasambands ís- lands og fyrsti formaður þess. Einnig var hún í stjórn Sam- bands íslenzkra Heimilisiðnaðar- félaga. Hún var éfhn af stofnend- um Bandalags kvenna í Reykja- vík og lengi formaður í Hinu ís- lenzka kvenfélagi, sem stofnað var af Þorbjörgu Sveinsdóttur. Hún var varabæjarfulltrúi í bæjarstjórn Reykjavíkur í tvö kjörtímabil. Pétur faðir Ragnhildar var af hinni kunnu Engeyjarætt, sonur Kristins bónda og skipasmiðs í Engey Magnússonar og konu hans Guðrúnar dóttur Péturs bónda og skipasmiðs í Engey Guðmundssonar bónda í Skild- inganesi Jónssonar. Kona Péturs eldra var Ólöf dóttir Snorra bónda og skipasmiðs í Engey Sigurðssonar og hafði sá ættlegg- ur búið í Engey frá því á 17. öld. Ragnhildur móðir Ragnhild- ar í Háteigi var dóttir Ólafs bónda á Lundum í Stafholts- tungum og Ragnhfldar Ólafsdótt- ur frá Bakkakoti (Hvítárbakka). Foreldrar Ólafs á Lundum voru Ólafur bóndi á Lundum Þorbjarn arson bónda á Lundum Ólafsson ar og Ragnhildur Hinriksdóttir bónda á Reykjum í Tungusveit Eiríkssonar. Skeoch, háskólakennara í King- ston í Kanada, Kristín, gift Þór- arni Bjömssyni, framkvæmda- stjóra og Guðný, gift Teiti Finn- bogasyni, stórkaupmanni. Eins og Halldór, maður Ragn- hildar, hefur jam sína daga verið meðal helztu brautryðjenda í sjávarútvegi landsmanna, eins var Ragnhildur meðal fremstu kvenskörunga sinnar samtíðar. Var því engin furða þegar þau hjón lögðu saman að heimili þeirra yrði eitt hið rismesta og víðkunnasta í landinu. Fylgdust þar að skörungsskapur og gest- risni húsráðenda, húsakynni, bún aður allur og heimilisbrágur. Ragnhildur átti því láni að fagna að sjá æskuhugsjónir sínar * Ragnhildur Pétursdóttir. Myndin er tekin þegar hún er 29 ára. Eru þetta allt alkunnar ættir, sem hér er ekki rúm til að rekja nánar. , ) Ragnhildur var ein af fimm Engeyjarsystrum. Eru fjórar þeirra af fyrra hjónabandi móð- ur hennar, þær Guðrún, ekkja Benedikts Sveinssonar alþingis- manns, Ragnhildur í Háteigi, Ól- afía og Maren, ekkja Baldurs Sveinssonar, blaðamanns. Kristín heitin, fimmta systirin, var kona dr. Helga Tómassonar og dóttir Ragnhildar Ólafsdóttur og seinni manns hennar. Dætur Ragnhildar og Halldórs eru: Ragnhildur, gift Lawrence í kvenfrelsis og þjóðfélagsmálum rætast. Nú er húsfreyjan og kvenskör- ungurinn fallin frá eftir langt og viðburðaríkt ævistarf. Eftir er minningin um góða og göfuga konu, sem fjölmargir minnast með þakklæti. Sveinn Benediktsson. t ÞAÐ var sorgarfrétt, þegar ég frétti, að Ragnhildur Pétursdótt- ir væri orðin mikið veik, því að ég hefi átt því láni að fagna að njóta vináttu frú Ragnhildar í áratugi. Fyrstu minningar mínar um hana eru frá heimsókn henn- ar til foreldra minna. En þangað kom hún oft, oð ræddi við föður minn um skipulagningu hús- mæðrafræðslunnar og samtök og félagsmál kvenna. Oftast sat ég úti í horni og hlustaði, en frú Ragnhildur vildi láta mig taka þátt í samræðun- um, sem alltaf voru fræðandi og mótuðust af áhugamálum beggja þótt þau greindi á um ýmis at- riði. Stundum beindi hún máli sínu til mín • og vildi vita álit mitt, en þó ég hefði þá lokið hús- mæðrakennaraprófi hafði ég litla reynslu og hafði ekki ákveðnar skoðanir á hennar hugsjónamál- um. Þessar umræður í stofunni heima urðu mér ómetanleg hvatn ing til starfa. Persónuleiki frú Ragnhildar, óvenjulega glæsilegt yfirbragð, hreint svipmót og eldlegur áhugi, gerði það að verkum, að hún hafði sérstakt lag á að hrífa aðra með sér, þegar rætt var um henn ar hugsjónamál, en þau voru mörg og öll í þá átt að auka menntun húsmæðra á sem víð- tækustum grundvelli svo að menning íslenzkra heimila væri sem mest. Frú Ragnhildur nam hús- mæðrafræði veturinn 1907—1908 í Noregi og fékk til þess styrk frá Búnaðarfélagi fslands. Var það ekki lítil viðurkenn. ing á þeim árum, enda fannst henni sjálfsagt, þegar heim kom að ganga í þjónustu þess félags, því að með því móti kvaðst hún geta sinnt áhugamálum sínum um fræðslu kvenna og einnig endurgoldið styrkinn. Veturinn eftir heimkomuna ferðaðist hún um Suðurland og hélt námsskeið í sveitunum. Höfðu slík námsskeið ekki verið haldin á Suðurlandi áður. Oft heyrði ég frú Ragnhildi tala um þessa umferðakerinslu, sérstaklega þegar við yngri vor- um að kvarta, þótt við riefðum öll nútíma þægindi. Frú Ragnhildur var fyrsti kennari hússtjórnardeildar Kvennaskólans í Reykjavík. Sú deild tók til starfa ánð 1909. Gegndi hún því starfi til ársins 1911, en það ár giftist hún Hall- dóri Kr. Þorsteinssyni skipstjóra og síðar útgerðarmanni í Háteigi. Eftir að frú Ragnhildur giftist hætti hún kennslu en tók að sinna félagsmálum kvenna. Hélzt áhugi hennar á þeim málum jafn an síðan. Að sjálfsögðu fylgdist ég af Framhald á bls. 23. • „Góa kefur • t t • f Lt snjo a snjo Ferskeytlan virðist enn eiga rík ítök i hugum Islendinga, sem sézt m. a. af því, hve margir menn hafa lagt orð í belg um vísu Stefáns Olafsson ar og Bólu-Hjálmars. Enn hef- ur Velvakanda boriz-t bréf þar sem ný tilgáta er sett fram um þessa vísu. Bréfið fer hér á eftir: — Ut af orðaskiptunum „um gamla vísu“ vil ég leyfa mér að skjóta fram þeirri til- gátu, hvort ekki hafi orðið, í munni alþýðu stafabrengl í öðru orðj fyrstu hendingar, þannig að g komi í stað k. Hefði hendingin þá upphaf- lega hljóðað svo frá Hjálmars hendi: „Góa kefur snjó á snjó“. Sögnin að „kéfja“ er alþekkt enn og myndin kefur kemur allvíða fyrir í fornu máli. Hjálmar á Bólu hafði sjaldan rímgalla á dýrkveðn- um vísum og lét ógjarnan rímið skemma hugsun þá, er í vísunum fólst. Og sjaldan virðist hann vera í orðahraki. Aftur er algengt um vísur, sem liggja á allra vörum, að þær taki breytingum, en sjald an til bóta. Vísuna heyrði ég jafnan hafða þannig: „Ofan gefur snjó á snjó“, en efa eigi að Þorsteinn Magnússon fari með rétt mál, því hann er mjög athugull um rétt rím. Þessi tilgáta mín er aðeins til athugunar og getið þér get- ið hennar í pistlunum, ef yður sýnist. — M. P. FERDINAIMP ☆ í • Þeir kvöldust ógurlega G. G. skrifar á þessa leið m.a.: — Úti var unaðsfagurt vorkvöld. Það var hlýtt í lofti og náttúran öll gróandi. Hvar vetna blöstu við græn, grasi- gróin tún og friðsæld vor- kvöldsins umvafði allt. A þessu fagra löngu liðna vorkvöldi var ég úti á skemmtigöngu ásamt annarri ungri stúlku. Ferðinni var heitið frá Akranesi og inn á Langasand. Þegar inn á sand- inn kom, blasti við óhugnan- leg sjón. Fjöldi sjófugla var um alla fjöruna og þeir kvöld- ust ógurlega. Þeir höfðu feng. ið á sig olíu. Stúlkan, sem með mér var, þekkti mann, sem átti byssu. Við fórum til hans og báðum hann um að bregða skjótt við. Hann gerði það og skaut alla þá fugla, sem kvöldust í fjör- unni, og batt þannig enda á líf, sem lifað var í svo ógur- legri kvöl, að því verður ekki með orðum Iýst. Nú rétt fyrir áramótin gerð- ist þetta sama, er fjöldi fugla lenti í olíu og leið hinar hræði legustu kvalir. Ekki veit ég hvað gert var til að binda endi á kvalir þeirra, en mig lang- ar til að koma þessum hug- leiðingum á framfæri, þó seint sé, ef það mætti verða til þess að fljótt og vel yrði brugðið við næst þegar slíka atburSi ber að höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.