Morgunblaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 15. jan. 1961
Utg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgveiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Asknftargjald kr. 45.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 3.00 eintakið.
LÍNAN FRÁ MOSKVU: „LINNU-
LAUS STÉTTABARÁTTA"
jglöðunum hefur nú borizt^
ályktun fundar komm-
únistaleiðtoganna, sem Krist-
inn Andrésson og Einar Ol-
geirsson sóttu í Moskvu. —
Ályktunin er send út frá
rússneska sendiráðinu og
kennir þar margra grasa.
v í henni er þess krafizt, „að
' sérhver kommúnistaflokkur
ræki þá samábyrgðarskyldu
sína að halda í heiðri mats-
gerðir þær og ályktanir ....
sem bróðurflokkarnir hafa
komið sér niður á sameigin-
lega á ráðstefnum sínum“.
j( íslenzkir kommúnistar eru
þannig bundnir af þessari
furðulegu ályktun, sem sjálf-
sagt mun allmikið rædd á
næstunni.
I Sérstök ástæða er til að
vekja athygli á einu atriði
ályktunarinnar um þessar
mundir, en það er þar sem
segir að þróast þurfi „víð-
tæk og linnulaus stéttabar-
átta“. Á þann hátt einan
megi vænta þess að komm-
únistar nái fram áformum
sínum um að undiroka heims
byggðina og eyðileggja efna-
hags- og fjármálakerfi
frjálsra þjóða.
þ Það fer þannig ekki leng-
ur milli mála, hverjum er
verið að þjóna, ef kömmún-
istar gera tilraun til að efna
hérlendis til pólitískra verk-
falla. En spurningin er þá
aðeins: Ætla Framsóknar-
menn líka að þjóna þeim
herra, sem stjórnar gerðum
íslenzkra kommúnista?
HJÁLPUM
HUNGRUÐUM
Tlauði kross íslands hefur
ákveðið að beita sér
fyrir fjársöfnun til hjálpar
hungruðum og þjáðum í
Kongó. Þar ríkir nú ægileg
hungursneyð, svo að böm og
fullorðnir deyja þar unn-
vörpum úr hungri og veik-
indum, sem eiga rætur sínar
að rekja til skorts á eggja-
hvítuefni.
y 1 fiski er sem kunnugt er
mikið eggjahvítuefni og er
skreið því hin heppilegustu
matvæli, sem hægt er að
senda þessu fólki. Þrátt fyr-
ir almenna velmegun hér á
landi, höfum við notið mikils
stuðnings annarra þjóða. —
Ættum við nú að sýna sam-
úð okkar með þeim, sem
þjást og styrkja verulega
þessar lofsamlegu aðgerðir
^ Rauða kross íslands.
„SAMTÖK HER-
NÁMSANDSTÆÐ-
INGA"
oskvulínan nýja segir:
„í löndum, þar sem
heimsváldasinnar hafa kom-
ið sér upp herstöðvum, ber
að herða baráttuna fyrir af-
námi þeirra stöðva“.
Þjóðviljinn skýrði frá því
í fyrradag, að tveir sendi-
menn ferðuðust nú um land-
ið til að framkvæma þessa
skipun. Athyglisvert er, að
annar þeirra er sonur for-
seta Alþýðusambands Is-
lands. Morgunblaðið hafði
spáð því, að sú liðskönnun,
sem kommúnistar hyggðust
framkvæma, áður en þeir
legðu út í pólitískt allsherj-
arverkfall, sem þá dreymir
um, mundi verða fram-
kvæmd á vegum hinna svo-
nefndu „samtaka hernáms-
andstæðinga“.
Kommúnistar munu líka
telja það þjóðráð að tengja
þetta tvennt saman úr því að
hlutverk það, sem Moskva
hefur fengið þeim til fram-
kvæmda hérlendis, er ein-
mitt það tvennt að reyna að
koma varnarliðinu úr landi
og eyðileggja fjárhag þjóð-
arinnar með „linnulausri
stéttabaráttu“.
Hitt er svo allt annað mál,
að hvorugt af þessu mun tak
ast, sérstaklega ekki þegar
landslýð öllum er ljóst,
hvers eðlis baráttan er. —
Þjóðin hefur sýnt, að hún
var fús til að takast á herð-
ar nokkrar byrðar til að
reisa við fjárhag þjóðarinn-
ar og hún mun ekki láta
kommúnista eyðileggjá þann
árangur, sem orðinn er. Á
sama hátt er yfirgnæfandi
meirihluti þjóðarinnar stað-
ákveðinn í að búa við frelsi
en ekki ok heimskommún-
ismanns. Þess vegna erum
við fúsir til að leyfa banda-
mönnum okkar afnot Kefla-
víkurflugvallar til sameigin-
legra varna lýðræðisríkj-
anna meðan þeirra er þörf.
SJÓMENN GEGN
VERKFALLA-
STEFNU
F Trslitin við stjórnarkjör í
Sjómannafélagi Reykja-
víkur voru mjög ánægjuleg.
Lýðræðissinnar bættu við
sig atkvæðamagni, en komm
HINN 4. janúar sl. setti Mo-
hammed konungur í Mar-
okkó ráðstefnu sex Afríku-
ríkja og eins Asíuríkis, sem
hann hafði boðað til í Casa-
blanca. í setningarræðunni
lofsöng hann mjög tilkomu
„persónuleika Afríku“, eins
og hann orðaði það. Ráð-
stefnan stóð aðeins níu
klukkustundir, en að henni
lokinni höfðu fundarmenn
fundið réttu lausnina á flest-
um vandamálum Afríku. —
Það eina sem þurfti að gera
í Kongó var, að þeirra dómi,
að sleppa Lumumha lausum
úr fangelsi Mobutus og gera
hann aftur að forsætisráð-
herra, flytja alla belgíska
hermenn burt úr landinu,
kalla aftur saman þingið í
landinu og banna algjörlega
allan klofning, eins og þann
únistar töpuðu frá síðasta
stjórnarkjöri.
Er þetta örugg vísbending
um það, að sjómenn í Reykja
vík vilja ábyrga forystu í
stéttarfélagi sínu og eru and-
vígir kenningum kommún-
ista, um að nú eigi að hefja
pólitísk verkföll til þess að
torvelda viðreisn atvinnulífs-
ins. Vonandi gera kommún-
istar sér ljóst, hvern lær-
dóm ber að draga af þessum
úrslitum og leggi þess vegna
ekki út í verkfallsbaráttu,
sem öllum hlyti að verða til
stórtjóns, sérstaklega þó sjó-
mönnum og verkalýð. j>-
að Katangahérað vill vera
sjálfstætt ríki.
SKILYRÐI GERB
Sendu þeir Hammarskjöld
þessa lausn sína með þeim um-
mælum að ef hann ekki sam-
þykkti hana, áskildu þeir sér
rétt til að kalla heim herlið það
er þeir hafa lánað SÞ í Kongó,
en það mun vera þriðjungur
alls herliðs SÞ þar. Einnig
sögðust þeir þá hafa rétt til að
veita Lumumba beinan stuðn-
ing, ef ekki yrði farið að ósk-
um þeirra. Ekki virðist þó
fljótt á litið auðvelt fyrir þessi
ríki að senda Lumumba liðs-
styrk, því ekkert þeirra er á
landamærum Kongó
AFRÍKURÁÐ
Á ráðstefnunni var svo stofn-
að Afríkuráð, sem á að annast
sameiginlegar varnir álfunnar
gegn „árásum“. Var öðrum
Afríkuþjóðum boðin aðild, en
virtust ekkert sólgnar í að vera
með. Fjarverandi voru m. a.
Nigería, Eþíópía, Líbería, Túnis,
Súdan, allar fyrri nýlendur og
verndarsvæði Frakka og Breta,
að Ghana einu undanskildu. —
Enginn fulltrúi var þama frá
dr. Verwoerd í Suður-Afríku né
frá Sir Roy Welensky í Rho-
desíu.
OF SEINIR
Ráðstefnan fór ekki eins vel
af stað og áformað hafði verið.
Fresta þurfti setningunni um
einn dag, því ýmsir fulltrúanna
komu of seint. Ferhat Abbas,
forsætisráðherra útlagastjórnar-
innar í Alsír, lagði af stað í
leiguflugvél frá Spáni, en varð
að snúa við vegna vélbilunar.
Kwame Nkruma frá Ghana, Sé-
kou Touré frá Guineu og Mo-
bido Keita frá Mali lögðu degi
of seint af stað frá Conkary,
höfuðborg Guineu, þar sem
þeir höfðu átt viðræður fyrir
ráðstefnuna.
HERSKIPIN TÝNDUST
Gamal Abdel Nasser forseti
Arabíska sambandslýðveldisins,
kom siglandi til Casablanca á
snekkju sinni A1 Hurriyah
(frelsi), daginn sem ráðstefnan
átti að hefjast. Hann hafði lagt
af stað frá Kairó í fylgd með
tveim egypzkum herskipum, en
þau voru ekki með þegar hann
kom til Casablanca. Var sagt að
herskipin hafi orðið eldsneytis-
laus á leiðinni og verið dregin
til hafnar á Spáni. Nasser var
þó ákaft fagnað, er hann sté á
land, þótt engin væru herskip-
in. Skotið var viðhafnarskotum
og Mohammed konungur kom
sjálfur niður að bryggju til að
taka á móti höfðingjanum.
Blaðamaimaíund-
um Kennedys
sjónvarpað
Palm Beach, Florida, 12. jan.
— Reuter. —
JOHN F. Kennedy mun halda
fyrsta blaðamannafund sinn sem
forseti hinn 25. þ.m. — fimm
dögum eftir að hann tekur form-
lega við embætti. Verður þá I
fyrsta skipti sjónvarpað beint af
blaðamannafundi, sem forseti
Bandaríkjanna heldur. Verður sá
háttur að líkindum hafður á
framvegis.
— ★ —
Blaðamannafundir Eisenhow-
ers hafa verið teknir upp á „sjón
band“ og „gefnir út“ fyrir sjón-
varp síðar. Pierre Salinger, blaða
fulltrúi Kennedys, sagði í dag,
að 'undirbúningi að því að sjón-
varpa fyrsta blaðamannafundi
hins nýja forseta væri nú lokið.