Morgunblaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 15.01.1961, Blaðsíða 20
20 MORGVTSBLAÐIÐ Sunnudagur 15. jan. 1961 komst að veggnum, teygði út angana, sveiflaði þeim með mikl um yndisþokka, til beggja hliða, sneri síðan við og skreið hægt og hægt yfir loftið aftur. Ég fyrtist við þetta og sagði: — I>ú hefur alls ekkert hér að gera. Reyndu að hafa þig burt. Snáfaðu burt. Eftir andartak leit ég snöggvast á loftið aftur. Krabbinn var horfinn. ' Jæja, hugsaði ég. I>að var þó elltaf léttir. En Diana, nú geng- ur þetta of langt. Þú veizt ósköp vel, að þarna var enginn krabbi. Þetta er bara taugar og jmynd- un og áhyggjur og ofmikill drykkjuskapur. Diana mín, nú er tími til kominn að taka sig saman í andlitinu. Þú hefur drukkið stöðugt vikum saman. Þetta gengur ekki, Diana: Ég var enn að æpa að sjálfri mér, |>egar ég sofnaði aftur, jafn snögglega og ég hafði vaknað. Daginn eftir var ég hræddari ; en ég vildi kannast við, jafnvel fyrir sjálfri mér. Ég sagði Bob ekki frá neinu. Ég hugsaði með mér, að ekki gæti þetta verið i dellan. Getur maður fengið deil- ; una þegar rnaður er ekki nema þritugur? Er það ekki nokkuð snemmt? Svo mikið hef ég ekki drukkið og heldur ekki svo lengi. Ég sé ekki ofsjónir og i heyri ekki ofheyrnir. p • Én þetta, sem ég hafði séð, hræddi mig samt nægilega til þess, að ég snerti ekki áfengi í marga daga á eftir. t Það var ekki eimiungis lát mömmu, sem hafði komið mér á fyllirí, heldur líka vaxandi peningaáhyggjur. Ég fékk í mag ann í hvert skipti sena ég hugs- aði- til fjármálanna minna. Hing að til hafði ég ekki þurft annað en rétta út höndina eftir þvi, sem ég þurfti á að halda, og ég hafði aidrei hugsað nánar um það, þvj| að uppspretturnar voru svo ma^gar. En nú höfðu allar þær pppsprettur skyndilega yrði gert upp, en það yrði aldrei fyrr en eftir tvö—þrjú ár, og þomað upp. Ég hafði unnið mér inn næstum tvö hundruð og fimmtíu þúsund dali í Holly- wood, og það var farið, sömu- leiðis arfurinn eftir Robin, líf- rentuna var ég búin að fá lánað út á eins og hægt var og við Bob höfðum eytt því öllu eins og það lagði sig. Ég gat búizt við einhverju, þegar bú mömmu hann aldrei ófriðsamur nema veitzt væri að mér. Þá var hann fljótur að koma mér til hjálpar og gefa hverjum á hann, sem dirfðist að segja, að Diana Barry more væri drukkin — hvort sem 'það var leiksviðsþjónn, leik- stjóri eða hver annar sem var. Lengst af, eftir því sem leið á daginn, breyttiet góðlyndi Bobs í máttleysi og syfjur. Hann var nú mikið tii hættur að ganga Já, það er ekki nema blákaldur sannleiki/ (Úr kvikmyndinni, er sýnd verður í Austurbæjarbíói). yrði líklega aldrei mikið, sökum hins geysilega kostnaðar við legu hennar og útför. Og Bob hafði engar tekjur, ekkert sparifé, enga atvinnu. Allt í einu voru peningarnir orðnir svo óskaplega mikilvæg- ir, ekki sem leikfang til að hafa í höndunum, heldur sem nauð- syn, til þess að standa undir fæði, fötum og þaki yfir höfuðið. Og svo fórum við Bob að rífast út af peningum. Það var annars erfitt að rífast við Bob. Hann var góðlyndur, hægur og þótt hann væri, eins og pabbi, stund- um óstyrkur á fótunum, var Eg er alveg að verða búinn að láta niður í mína tösku! milli leJkstjóranna, þar sem hann óttaðist þá auðmýkingu, sem afsvari fylgdi, og héit sig því mest heima. Og hvað mig snerti þá gat einn Barrymore ebki gengið frá manni til manns í atvinnuleit. Það gerði enginn, sem eitthvert nafn hafði. Það voru umboðsmennirnir, sem sáu um nafnkunna fólkið, en þeir voru bara farnir að tregðast. Enginn leikstjóri hafði lyst á endurtekningu á Ansonia-þætt- inum. Þegar ég hitti Bób í fyrsta sinn, sagði hann. — Ég er alveg kominn út úr öllu. Ég vil, að þú vitir það. Ég hummaði það fram af mér. — Það er ég líka, sagði ég glaðlega. En þá átti ég enn einhverja aura. Yonirnar fyrir hönd okkar Bobs voru miklar og allar uppi í skýjunum. Við ætl- uðum að leika hjónapar, alein, og verða fræg fyrir leik okkar. En þá var mér ekki ljóst, að orð Bobs voru bókstaflega sönn. Hann var búinn að gefa alla von frá sér. En nú, þegar fjármálaáhyggj- urnar voru komnar til sögunnar, sá ég ekkert hlægilegt við á- standið hjá okkur. Ég fór að selja hitt og þetta. Robin hafði arfleitt mig að nokkrum verð- mætum nýtízku málverkum. Ég seldi þau fyrir milligöngu Ted Paokhams. Ted gerði dálítið að slíkri umboðssölu fyrir fínt fólk og seldi fyrir það alllt frá list- munum, niður í kjóla, sem einu sinni hafði verið komið í, og minkaskinnsteppi. Ein af mynd- um Robins, sem var tvö þúsund dala virði, fór fyrir sjö hundruð. — Þarftu þess arna? spurði Ted, vandræðalegur, í hvert sinn, og ég sagði: — Já, ég þarf þess. En auðu rúmin á veggjunum voru mér kvöl. Ég þaut út og keypti fjölda af ódýrum myndum, til þess að þekja þau með. Þegar þeir peningar voru eyddir, tók ég að veðsetja skart- gripina mína. Fyrst fór demanta armbandið mitt og síðan gull- falleg næla með rúbínum og safírum og demöntum, sem Jimmy Olark hafði gefið mér, eftir kynningarveizluna mína; hann var einn af tilbiðjendum mínum þá. (Mamma hafði sagt: — Þetta er svo smekklegt, að ég ætla að lofa þér að taka við því). Þar næst var það stórkost- lega fallegur kross, settur dem- öntum, sem pabbi hafði gefið mömmu á fyrsta giftingarafmæl inu þeirra og sjálfur teiknað. Ég veðsetti þetta allt, en hugg- aði mig við það, að ég rnyndi leysa það út aftur, þegar bú mömmu hefði verið gert upp. Bob horfði á þetta, miður sín af gremju. — Æ, fjandinn hirði þetta; hraut loksins út úr hon- um einn daginn. — Allt, sem þér hefur þótt svo vænt um, og nú þarftu að selja það, af því að ég get ekki unnið fyrir þér. — Svona vil ég ekki láta tala um þetta, sagði ég. En hann hélt áfram að ásaka sjálfan sig. — Ef ég bara væri sá maður, að ég gæti eitthvað gert .... ef ég hefði nokkra sjálfsvirðingu .... Þetta nægði til þess að koma mér út úr jafnvægi. Þessi ör- vænting hans gerði mig hrygga og síðan grama yfir því, að ég skyldi vera hrygg. Ég vildi ekki vorkenna Hmanninum mín- um og aumka hann: — Já, það er ekki nema blá- kaldur sannleiki! hvæsti ég framan í hann. — Ef þú værir einhverskonar maður, þyrfiti ég ekki að vera að þessu. Þá mund- irðu fá þér eitthvað að gera, ef efcki á Broadway, þá annars Sflíltvarpiö Sunnudagur 15. janúar 8.30 Fjörleg músík í morgunsárið. 9.30 Fréttir. 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Vikan framundan. 9.35 Morguntónleikar: a) ..Erbarm dich mein, o Herre Gott“, kantata eftir Buxte- hude (Margot Guilleaume, Ernst Max Lúhr og Musik- krunde-kórinn syngja; Marie Luise Becchert leikur á org- el og stj. kór og hljóðfæra- leikurum). b) Walter Gieseking leikur á píanó etýður eftir Debussy. VöruhappdrcPtii d SiBS 12000 vinningar á ari 30 krónur miðinn r McCLUNE'S QUITE A CHARACTER, ANDV...I WONDER »F HIS BITEfe h- AS BAD AS HIS BARK t . I DON'T BELIEVE TRAIL WILL, VELLOW BEAR, BLTT FOLLOW HIM ANVWAY... I'M NOT SURE HE'S A WRITER OR A 1 PHOT OGR APHER / h VOU WANT ME TO FOLLOW HIM, MISTER McCLUNE, TO SEE IF HE GOES INTO HIDDEN LAKES? LET ME 1 KNOW WHERE HE GOES AND WHAT HE'S UP TO Á — Á ég að elta hann, herra McClune, til að sjá hvort hann í&r til Leynivatna? Ég held ekfci að Markús hvort hann er rithöfundur og geri það, Guli Björn, en eltu Ijósmyndari. Láttu mig vita hann samt, Eg er ekki viss lun hvert hann fer og hvað hann gerir! — McClune er sérkennilegur, Andy .... Ætli hann aé jafn grimmur og hann lætur? ■ J*. c) Skozk fantasfa op. 46 eftir Bruch (Jascha Heifetz fiðlu- leikari og RCA-Victor hljóm sveitin í New York leika; William Steinberg stjórnar). 11.00 Messa 1 Fríkirkjunni (Prestur: Séra Þorsteinn Björnsson. Org- anleikari: Sigurður ísólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.00 Afmæliserindi útvarpsins um náttúru íslands; X: Lífið í sjón- um (Ingvar Hallgrímsson mag.), 14.00 Miðdegistónleikar: a) Fiðlusónata nr. 3 í c-moll op. 45 eftir Grieg (Josef Suk leik- ♦ ur á fiðlu og Josef Hála á pfanó.) b) Lenoie Rysanek syngur óperu aríur. c) ,,Sylvia", balletmúsík eftlr Delibes (Hljómsveit tónlisíar- skólans í París; Désormiére stj.). 15.30 Kaffitíminn: Jan Moravek og fél agar hans leika. 16.00 Veðurfregnir. Endurtekið leikrit: „Óskalindtn**, gamanleikur eftir Eynon Evans, þýddur af Sveini Einarssyni fil. kand. (Áður útv. 5. marz í fyrra) — Leikstjóri: Gísli Halldórsson. 17.30 Barnatími (Anna Snorradóttir): a) Rabb um nýársáform. b) Tvær telpur syngja og leika undir á gítara. c) „Tryggur og Ótryggur**, norskt ævintýri. d) Leikritið „Ævintýraeyjan**: IV. þáttur. — Leikstjóri; Stein dór Hjörleifsson. 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þetta vil ég heyra: Ásgerður Jónsdóttir velur sér hljómplötur, 19.10 Tilkynningar. 19.30 Fréttir og íþróttaspjall. 20.00 Samtals|>áttur: Sigurður Bene» diktsson talar við íslenzkan fall« hlífarhermann, Júlíus Magga Magnús. 20.20 Hlj.ómsveit Ríkisútvarpslns lelk ur mansöng fyrir strengjasveit eftir Karlowicz. Stjórnandi: Boh dan Wodiczko. 20.45 Spurt og spjallað í útvarpssal, — Þátttakendur: Freymóður Jó- hannsson málari, Gunnar Dal rit höfundur, Hinrik Guðmundsson, verkfræðingur og Pétur Sigurðs- son alþingismaður. — Stjórnandl Sigurður Magnússon. 22.15 Fréttir og veðurfregnir. 22.20 Danslög, valin af Heiðari Á«t- valdssyni danskennara. 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 16. janúar 8.00 Morgunútvarp. — Bæn (Sér* Jón Auðuns dómprófastur). — 8.05 Morgunleikfimi. — 8.15 Tón- leikar. — 8.30 Fréttir. — 8.35 Tón leikar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20 Tónleikar. — y 12.00 Hádegisútvarp. K (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.15 Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns*' son ritstjóri ræðir við mjólkur- fræðing, sem gerzt hefur bóndi. 12.50 „Við vinnuna“: Tónleikar. — 15.00 Miðdegisútvarp: Fréttir. — 15.05 Tónleikar. — 16.00 Fréttir og til- kynningar — 16.05 Tónleikar. 18.00 Fyrir unga hlustendur: „Forspil bernskuminningar listakonunnar Eileen Joyce; XI. (Rannveig Löve). 18.25 Veðurfregnir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar. 19.00 Tilkynningar. 19.30 Frcttir. 20.00 Um daginn og veginn (Séra Sveinn Víkingur). 20.20 Einsöngur: Erlingur Vigfússon syngur; Fritz Weisshappel leik- ur undir á píanó. a) Tvö lög eftir Emil Thorodd- sen: „í fögrum dal" og „Geng ið er nú“, bæði úr „Pilti og stúlku“. b) „í fjarlægð" eftir Karl O, Runólfsson. c) „Fjólan" eftir Þórarin Jóns- son. d) „A vucchella" eftir Tostl. e) „Rondine al nido“ eftir Cresc enzo. 20.40 Úr heimi myndlistarinnar (Björn Th. Björnsson listfræðingur.) 21.00 Tónleikar: Píanókonsert í f-moll op. 92 eftir Glazunoff (Svjatoslav Rikter og Nýja sinfóníuhljóm- sveitin í Moskvu; Kyril Kondra- sjín stjórnar). 21.30 Útvarpssagan: „Læknirinn Lúk- as“ eftir Taylor Caldwell. Ragn- heiður Hafstein. XXVII. lestur. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23.00 Dagskrárlok. Hann gleymdi ^ 1APPDRÆTTI fÁSKÓLANS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.