Morgunblaðið - 21.01.1961, Side 16

Morgunblaðið - 21.01.1961, Side 16
Úr ymsum 'óffum Bls. 8. 16. tbl. — Laugardagur 21. janúar 1961 Rœða Kennedys BIs. 3. Veður hamlar veiðum LÍÚ kærir ASÍ iyrir Félagsdómi LANDSSAMBAND ísl. Út- vegsmanna hefur fyrir hönd Utvegsmannafélags Akraness kært Alþýðusamband íslands t h. Verkalýðsfélags Akra- ness, vélstjóradeild þess, fyr- **" £élagsdómi. Telja útgerðar menn að ákvörðun verkalýðs félagsins um að hefja ekki róðra, jafngildi verkfalli. — Telur útvegsmannafélagið aH ar aðgerðir verkalýðsfélags- i«s ólögmætar og krefst skaðabóta úr hendi verka- Iýðsfélagsins er nema rúm- lega 200 þús. kr. ★ FORSAGA MÁLSINS Forsaga máls þessa er sú, að hinn 3. janúar síðastliðinn samþykkti vélstjóra- og sjó- mannadeild Verkalýðsfélags Akraness að hefja ekki róðra yrr en náðst hafa samningar uulli sjómanna og útgerðar- manna og lýsir yfir algerri vinnustöðvun frá og með 15 janúar 1961 hafi samningar ekki tekizt þá“. í>essi samþykkt hafði verið tilkynnt Landssambandi ísl. út- vegsmanna í bréfi, dagsettu 4. janúar. LÍÚ hafði í skeyti til verkalýðsfélagsins, dagsettu 4. janúar, mótmælt þessari ákvörð un og taldi um að ræða ólög- mæta vinnustöðvun og tók fram í þessu sama skeyti til verkalýðsfélagsins, að það myndi verða kært til refsingar og gert ábyrgt fyrir því tjóni, sem verkfall þetta hefði í för með sér. Frh. á bls. 15. V E Ð U R var heldur slæmt og þungur sjór á síldarmið- unum út af Garðsskaga í all- an gærdag. l»ó var þolanlegt veiðiveður fram undir sex og nokkrir bátar köstuðu. Er blaðið hafði samband við Jakob Jakobsson, fiskifræð- ing, um borð í Ægi um 9 leytið í gærkvöldi var ekki lengur hægt að athafna sig við veiðarnar. Þá voru fjór- ir bátar lagðir af stað í land tunnur, Ámi Geir með 650, Víð- ir II með 600 og Faxaborg 260. Til Keflavíkur voru væntan- legir tveir bátar um 11 leytið, Guðfinnur með 650 tunnur og Hilmir með 300. 'yí*r- * 6000 TUNNUR TIL AKRANESS I gærmorgun komu nokkrir síldarbátar að landi með afla, sem þeir höfðu fengið í fyrri- nótt og á fimmtudag. Til Hafnarfjarðar komu Sig- urður ÍS með 600 funnur og Auðunn með 150 tunnur. Til Akraness bárust 6185 tunn ur síldar. Aflahæstur var Höfr- ungur II með 1800 tunnur, Sig- urður AK • með 1700, Ólafur Magnússon 995, Sveinn Guð- mundsson 920, Böðvar 650, Sæ- fari 450, Reynir 300. Síldin var ýmist söltuð eða fryst og unnu margir við hana í gær. T. d. unnu rúmlega 100 stúlkur á sölt- unarstöð Haraldar Böðvarsson- ar & Co. mynd af höfninni á Akranesi og hluta af bænum tók ljós- myndari blaðsins, Ól. K. M. í fyrradag úr flugvél. I höfn. intni voru tveir síldarbátar að landa og einn stefndi tóm- ur út um hafnarkjaftinn aft- ur á miðin. Sólin glampaði á fagurlitum húsþökunum og hvítur reykjarstrókurinn frá Sementsverksmiðjunni skipti bænum í tvo hluta, séð úr lofti. l Sáttafundir í FYRRINÓTT sátu samnings- nefndir í kaup- og kjaradeilu sjómanna á fundi með sátta, semjara til kl. 6 um morguninn. Fundur hófst aftur í gær kl. 3 síðdegis og hélt áfram í gær- kvöldi éftir stutt matarhlé. Er blaðið fór í prentun í gærkvöldi sátu þeir enn á fundi. 48 nýjar íbúSir BORGARSTJÓRI, Geir Hall- grímsson, upplýsti á fundi bæjarstjórnar si. fimmtudag, að bráðlega mundi verða tek- in ákvörðun um það í bæjar- ráði, hvenær 48 nýjar íbúðir í Skálagerði verði auglýstar til sölu og með hvaða skilmál- um. Tuttugu og fjórar þess- ara ibúða eru enn ekki að fullu fokheldar, auk þess sem verið er að vinna við hitalagn ir í ibúðunum. með afla. Hæstur var Guð- mundur Þórðarson með 800 —900 tunnui . * SlLDIN ER ÞAR ENN Jakob sagði að sildin hefði í gær verið dreifðari, verið í smátorfum víða um Miðnessjó og á mikilli hreifingu. Leitar- skilyrðin hefðu verið slæm og gengið á ýmsu með að finna hana. En síldarmagnið væri þarna enn, og kvaðst hann sann færður um að þetta mundi jafna sig aftur, ef veður lægði. Bátarnir, sem voru á'leið inn með sildarafla, voru Guðmund- ur Þórðarson með 800—900 Biórmálið rætt á fundi StúdentafélagsLis i Sjálfstæðishúsinu á morgun BJÓRMÁLIÐ er mikið á dag- skrá um þessar mundir, og skoð anir mjög skiptar um hvort leyfa beri bruggun áfengari bjórs en ná er. Þess vegna hefur Stúd- entafélag Reykjavíkur ákveðið að gangast fyrir almennum um- ræðufundi í Sjálfstæðishúsinu á morgun. Fundiurinn hefst kl. 2 e.h. Flytja þar aðalræðurnar þeir Benedikt Bjarklind, stórtemplar, og Friðfinnur Ólafsson forstjóri. Á eftir ræðum þeirra verða al- mennar umræður. Má búast við mikilli aðsókn á fundinn, og er öllum heimill aðgangur. Félagar í Stúdenta- félagi Reykjavíkur, sem sýna skírteini, greiða ekki aðgang. Stúdentafélag Reykjavíkur hef ur á prjónunum umræðufundi um fleiri mál á næstunni. Listi lýðræðis- sinna í Dagsbrún LÝÐRÆÐISSINNAR í Verka- mannafélaginu Dagsbrún lögðu í gær fram lista til stjómar- kjörs í félaginu, en stjórnar- kosning fer fram í Dagsbrún um aðra helgi. Listi lýðræðissinna er þannig skipaður: Jón Hjálmarsson, for- maður, Jóhann Sigurðsson, vara- formaður, Tryggvi Gunnlaugs- son, ritari, Rósmundur Tómas- son, gjaldkeri, Magnús Hákon- arson* fjármálaritari, og með- stjórnendur: Jóhann Sigurður Gunnsteinsson og Gunnar Sig- urðsson. Varastjórn: Guðmundur Jóns- son, Sigurður Þórðarson og Karl Sigþórsson. Stjórn Vinnu- deilusjóðs: Sigurður Guðmunds- son, Guðmundur Nikulásson og Guðmundur Sigurjónsson. Til vara: Þórður Gíslason og Jón Arason. Endurskoðendur: Torfi Ingólfsson og Halldór Runólfs- son. Varamenn: Helgi Eyleifs- son. Breytingar á veginum ausfur Flyzf e.t.v. norður fyrir Rauðavatn VEGAMÁLASTJÓRI fór þess nýlega á leit við bæjar- ráð Reykjavíkur að ekki verði í eitt ár ráðstafað landi á tveimur stöðum í nánd við bæinn. Er verið að vinna að skipulagi vegarins austur frá Reykjavík, en ekki búið að kanna hugsanlega staði. Því vill vegamálastjóri halda opnum möguleikum á þess- um stöðum. Einkum er hætta á að land verði látið undir sumarbústaði, norðan Rauðavatns, en ekki hefur verið ákveðið hvort veg- urinn kemur í framtíðinni til með að liggja sunnan við vatn- ið, eins og nú, eða hvort hann verður færður norður fyrir. — Vegurinn frá Selásnum og upp í Lækjarbotna kemur til með að liggja nær Rauðhólunum og þá yrði gerð ný brú á Hólmsá. Vegurinn yfir Sandskeiðið fær- ist og hefur komið til tals að flytja hann norður fyrir og láta hann ekki liggja um Sandskeið- ið. — Ákvarðanir um þetta verða væntanlega teknar innan eins árs, að því er Sigurður Jó. hannsson vegamálastjóri skýrði blaðinu frá, og því hefur hana beint þeirri ósk til bæjaryfir* valdanna að ekki verði þangað til látið land á þessum hugsan- legu stöðum. Ekki eru þó slíkar breytingar á veginum væntan- legar á næstunni, því ö4| áherzla er lögð á Þrengslaveg- inum eins og er. Varðarkaffi í Valhölt í dag kl. 3-5 síðd VÍKINGUR, félag ungra Sjálf- stæðismanna á Sauðárkróki, held ur skemmtifund í Bifröst þriðju daginn 24. janúar kl. 20,30. —• Margskonar skemmtiatriði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.