Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. febr. 1961 MORGVNRLAÐIÐ 3 Á slysstað. Vissu farþegarnir hvað verða vildi? er belgíska þotan hrapaðí SVO sem frá hefur veritf skýrt í blaðinu, varð hörmu- legt flugslys í Belgíu síðast- liðinn miðvikudag, er þota af gerðinní Boeing 707 hrapaði til jarðar við Briissel. Mikil sprenging varð í þotunni — splundraðist hún gersamlega og fórust allir þeir sjötíu og tveir, er með henni voru. Auk þess Iézt einn Iandbún- aðarverkamaður, er var við vinnu skammt þar frá, er þotan kom niður, og varð fyrir logandi braki. Annar verkamaður særðist alvarlega — hjuggust af honum báðir fætur, og liggur hann nú í sjúkrahúsi afar þungt hald- inn. Hafa vitað hvað verða vildl Slysið varð kl. 10.05 að morgini. Þotan kom eftir áætl un frá New York og bjóst til lendingar. Badiosamband hafði verið eðlilegt milli hennar og flughafnarinnar, þar til fimm mínútum fyrir slysið. Þá rofnaði sambandið skyndilega — þotan hnitaði nokkra hringi og lækkaði flugið — en úr nærri 200 metra fjarlægð frá jörðu stakkst hún beint niður. Gíf- u-rleg sprenging varð og brennandi brak og vélarhlut- ar þeyttust í allar áttir. Fjöldi fólks þusti í áttina að slyssaðnum. Brunaliðs- og sjúkrabifreiðar voru þegar farnar af stað, áður en vélin hrapaði, því að einsýnt var, að ekki var allt með felldu. Klukkustund leið áður en unnt var að komast að brak- inu, og um hádegi höfðu fund izt 30 lík, flest mjög sködduð og mörg með öllu óiþekkjan- leg. Greinilegt var, að farþegar höfðu verið aðvaraðir um að þotan kynni.að hrapa, því að mörg líkin voru samanbeygð — með höfuðið beygt að sam- ankrepptum sjám — svo sem mönnum er ráðlagt að gera ef slys ber að höndum. Baldvin konunugur, og Fa- biola drottning hans, fóru þegar á slysstað, er þeim var skýrt frá því hvernig komið var. Fabiola stóð með tárvot augu, en Baldvin sem stein- runninn, meðan þau horfðu á björgunarmenn draga limlest lík úr brakinu. Síðar héldu þau til aðstandenda landbún- aðarverkamannanna og vott- uðu þeim samúð sína. Færustu listskautahlauparar U.S.A. Með þotunni var ellefu manna áhöfn og 61 farþegi. Þar af voru 49 bandarískir borgarar, 7 belgískir og einn frá hverju eftirtalinna landa: Frakklandi, Þýzkal., Kanada, og Nicaragua. Meðal Bandaríkjamann- anna voru 17 færustu list- skautahlauparar þar í landi. Vor þeir á leiðinni til Prag til þátttöku í heimsmeistara- keppninni, sem átti að fara fram dagana 22.—26. febrúar en hefur nú verið aflýst. í þessum fjölmenna hóp manna og kvenna, er létu líf- ið með svo skelfilegum hætti, var hin fræga bandariska list skautak'ona Winston Owen og tvær dætur hennar, Maribil, 20 ára og Laurence, 16 ára. Báðar voru þær afbragðs list skautahlauparar, og hafði Laurence unnið tiltil sinn sem Bandaríkjameistari síð- astliðinn sunnudag. Móðir þeirra varð níu sinnum Bandaríkjameistari — í fyrsta sinn 1937 — og hafði þjálfað dætur sínar um ára- bil. Um skeið hafði hún starf að, sem íþróttafréttaritari nokkurra blaða í Bandaríkjuin um. Ennfremur voru meðal skautahlauparanna tvenn hjón og skautakonan Steffi Westerfield, 17 ára, sem tap- aði í einvígi við Laurence Owen sl. sunnudag svo og eldri systir henna-r, Sharon Westerfield er send var með hópnum til að aðstoða systur sína og gæta hemnar. Hræðileg martröð Sjónarvottar að slysinu Voru margir og frásagnir þeirra af því nokkuð mismun andi í einstökum atriðum. Fréttariturum ber saman um, að það hafi verið líkast hræði legri martröð að koma að slys staðnum, þar sem við augum blöstu sundurtættar ferða- töskur og farangur himna látnu innan um sundurskorn- ar leiðslur, brak og brunnin lík Engin örugg vitneskja er fengin um orsök slyssins og telja menn að allt að hálft ár kunni að líða, áður en full- Framh. á bls. 14. Listskautahlaupararnir við brottförina frá Bandaríkjunum. STAKSTEINAR Hammarsxjöld situr áfram Rússar og leppar þeirra hafa ná hafið nýjar hatursárásir á Dag Hammarskjöld, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna. Þeir hafa ekki hikað við að skella skuldinni á hann fyrir morð Lum umba, þrátt fyrir það þótt allur heimurinn viti, að Hammarskjöld hefur gert allt sem í hans valdi hefur staðið til þess að koma i friði i Kongó, og jafnvel að halda hlífiskildi yfir Lumumba, meðan gæzlulið Sameinuðu þjóðanna í Kongó hafði nokkra möguleika til þess. Hammarskjöld hefiur nú lýst þvi yfir, að hann muni þráftt fyrir kröfu Rússa um að segja af sér framkvæmdastjórastarfinu sitja áfram, og komst hann m.a. að orði um þá ákvörðun sína á þessa leið: „Ég get fullvissað Sovétríkin um það, að ég hef hugrekki tíl þess að mæta öllum afleiðingum þessarar ákvörðunar minnar, jafn vel þó það kosti það að ég verði að sitja áfram í embætti án stuðn- ings, sem nauðsynlegur er, og þó tæki, sem ég hef yfir að ráða séu mjög veik í samanburði við þær kröfur, sem gerðar eru til mín“. Allur hinn lýðræðissinnaði og frjálsi heimur mun standa á bak við Dag Hammarskjöld í hinu erfiða en þýðingarmikla starfi hans. Tilraunakanína kommúnista fslenzka þjóðin gerir sér það nú Ijóst, að kommúnistar hafa gert verkalýðinn og athafnalífið í Vestmannaeyjum að nokkurs konar tilraunakanínu sinni. Kommúnistar hafa valið þetta þróttmesta sjávarútvegsbyggðar- lag landsins til þess að gera þar tilraunaárás á bjargræðisvegina. Þeir hafa talið það áhættuminna að velja 4000 manna kaupstað til þess að vera vettvangur allsherj- arverkfalls um langan tíma en sjálfa höfuðborgina, þar sem þeir þó stjórna stærsta verkalýðsfé- lagi landsins, sem þeir um langt skeið hafa talið forystufélag verkalýðsins í landinu. . En fólkið í Vestmannaeyjum, bæði landverkafólk, sjómenn, út- vegsmenn og iðnaðarmenn, og yfirleitt allir bæjarbúar, eru farn ir að finna fyrir afleiðingum þess arar tilraunastarfsemi kommún- ista með byggðarlag þeirra. Það er komið fram í síðari hluta febrúar og ennþá er ekki farið að fara á sjó í Vestmannaeyjum. Allir geta sagt sér hvaða afleið- ingar slíkt hefur fyrir byggðar- lagið. En kommúnistaleiðtogamir í Reykjavík láta engan bilbug á sér finna. Þeir leggja höfuðá- herzlu á það að reyna að telja fólkinu í Vestmannaeyjum trú um, að þetta sé þess allsherjar- verkfall, að það sé það, sem átt hafi frumkvæðið að því að stöðva þar framleiðslutækin og valda margs konar erfiðleikum og vand ræðum. Hindrun viðreisnarinnar En það sem fyrir kommúnist- um vakir á ekkert skylt við neina hagsmunabaráttu almennings í Vestmannaey jum eða annarsstað- ar í landinu. Höfuðtakmark þeirra er að hindra framkvæmd þeirra viðreisnarráðstafana, sem núverandi ríkisstjórn hefur beitt sér fyrir. Það er nýtt dýrtíðar- flóð, nýtt kapphlaup milli kaup- gjalds og verðlags, ný gengisfell- ing, sem kommúnistar keppa að. Allsherjarverkfallið, sem kommúnistar hafa heitt sér fyr- ir í Vestmannaeyjum, er liður í þessum ráðagerðum þeirra. f því skyni hafa þeir gert Vestmanna- eyinga að tilraunakanínu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.