Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 15
Laugardagur 18. febr. 1961 MORGVNBLÁÐIÐ 15 ■ ALLIR sem séð hafa leikrit- ið „Tíminn og við“, sem Leik- félag Reykjavíkur hefur sýnt að undanförnu, ljúka upp ein- um munni um það, að um ágæta sýningu sé að ræða, enda hefur aðsókn verið frá- bær, altt frá því að leikritið var frumsýnt í nóv. sl. í kvöld kl. 8,30 er 22. sýning. Á meðfylgjandi mynd eru | Sigríður Hagalín og Helga J Bachmann í hlutverkum sín- i um. — Banaslysið Framh. af bls. 16 ■Jc Ratmsókn Síðdegis í gær var rannsókn málsins í fullum gangi. Farþeg- ar í strætisvagninum, sem gefið höfðu skýrslu, töldu vagninum ekki hafa verið ekið hratt. Hon. um hafði heldur ekki verið hemlað neitt snögglega. Vitni sem voru kippkom frá slysstað bera hið sama að bílunum hafi ekki verið ekið hratt. Ekki var ;fyllilega upplýst hvort Skoda bíllinn hafði numið staðar eða ekki. Athuganir lögreglunnar leiddu í ljós, er athuguð voru hjól- og hemlaför, að strætis- vagninum hefur verið sveigt í sömu átt og Skodabíllinn stefndi unz þeir skullu saman, vel yfir á hægri vegarbrún (úr strætis vagninum séð) Vagnstjórinn telur sig hafa ekið með 35—40 km hraða. Rannsóknarlögreglan vill ein- dreigið biðja þá er kynnu að geta gefið upplýsingar um ferð- ir bílanna áður en slysið varð, að gefa sér upplýsingar þar að lútandi. Ólafur Högnason er 76 ára að aldri en kona hans var 2 árum yngri. -- Gerðardómur Framh af bls. 6. arútvegsmálaráðherra daufar og sagðist ekki geta skilið þær öðru vísi en svo, að þeir væru and- vígir efni frumvarpsins. í>ó taldi hann, að skoðun þeirra á að-alefni frumvarpsins hefði ekki komið fram enn, þ. e. að stuðst sé við gæðaflokkun fiskmats ríkisins við verðflokkunina. Þá sagði Lúðvík að það væri hreinn útúrsnúning- ur, að í frumvarpinu væru gerð- ar tillögur um gerðardóm í vinnu deilum, þar sem engar vinnudeil- ur hefðu staðið um verðflokkun á fiskinum. Eftir ræðu Lúðvíks var umræð- unni frestað. Samfcomur Kristniboðshúsið Betanía, Laufásvegi 13. Á morgun: Sunnudagaskólinn kl. 2 eli. öll böm veikomin. Ytri-Njarðvík og Keflavík ' „Kristur einn er brauð lífsins ■— höfum við hungur, eða gefum við okkur að matveizlum?" Vel- komin á samkomurnar í skólan- um Ytri-Njarðvík mánudagskv. og í Tjarnarlundi fimmtudagskv. kl. 8,30. KFUM Æskulýðssamkoma í kvöld kl. 8,30. Frank Halldóirsson, cand theol, talar. Vitnisburðir. Kór- söngur. Allir velkomnir. Á morgun, sunnudag: KI. 10,30 sunnudagaskóli. Kl. 1,30 Drengir kl. 8,30 Síðasta samkoma æsku lýðsvikunnar. Ræðumenn: Gísli Arnkellsson, kennari og Ástráður Sigursteindórssan, skólastjóri — Kórsöngur, einsöngur. Allir vel komnir. Hjálpræðisherinn Laugardaginn kl. 20,30: Sam- koma í Neskirkju. Sunnudaginn kl. 20,30: Samkoma í Dómkirkj unni. Erling Moe, guðfræðingur og Thorvald Fröytland songpréd ikari tala á samkomunum. Zion, Austurg. 22. Hafnarfirði Á morgun: Sunndagaskóli kl. 10,30. Almenn samkoma kL 4 Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna - Öryggisrábíb ElU UmfeiðlU- merkin rétt Frh. af bls. 2 1. Sameinið öll héruð Kongó und- ir eina þjóðstjórn undir forsæti Ileo núverandi forsætisráð- herra, en veitið héruðunum sjálfstjórn í vissum málum. 2. Látið fleiri stjórnmálaflokka eiga fulltrúa í stjórninni. 3. Stöðvið nú þegar alla bardaga í landinu. 4. Gerið herinn óháðan stjórnmál- um. 5. Látið alla pólitíska fanga lausa úr haldi hjá öllum aðium. 6. Kallið þingið saman til funda. 7. Stöðvið alla utanaðkomandi að stoð, ef aðstoðin er ekki veitt gegnum SÞ. Nefndi'n telur að þessi utanað- komandi aðstoð sé helzta ástæðan fyrir vandræðaástandinu í Kongó í dag. Tillögur þessar eru mjög svip- aðar tillögum þeim er Stevenson fulltrúi Bandaríkjanna lagði fram í öryggisráðinu sl. miðvikudag. — Ýsuveiðar Framh. ax bls. 16 ic Vel unnið. Skipshöfnin blóðgaði fiskinn spriklandi og ýsan var eiginlega ekki hætt að sprikla þegar við komum hér innundir vitana, sagði Haraldur og hló. Það væri ekki dónalegt að koma með svona farm til Bretlands og fá fyrir hann 18 krónur fyrir kílóið! •Jc Á skemmtun. En það var ekki til setunnar boðið, því blaðið beið í prentun- inni, en bræðurnir Haraldur og Benedikt, þessir hörkuduglegu aflamenn, ætla að láta ýsuna í friði í kvöld, því þá verður Sfcrandmannamót og þangað ætla þeir hvað sem gerist hér úti í Flóanum. Knálegir hásetar á báðum bát- unum voru byrjaðir að Ianda afl- anum og á bryggjunni stóðu stór- ir fiskflutningabílar frá Júpíter og Marz-frystihúsinu, þar sem ýsan verður unnin í dag. Þriðji báturinn sem var á ýsu- miðunum var Ólafur Magnússon. — Belgíustjórn Framh. af bls. 1 kosningar að lækkun atvinnuieys isbóta kæmi til framkvæmda. Þessi lækkun er einn liður í sparnaðarfrumvarpinu, sem varð til þess að koma á verkföllunum, er stóðu í 33 daga víða í Belgíu. Hinsvegar er sagt að Eyskens hafi samþykkt að skattahækkun samkvæmt frumvarpinu kæmi til framkvæmda fyrir kosixingar. stuðsett t SAMBANDI við hið hörmu- lega dauðaslys er varð á gatnamótum Sléttuvegar og Hafnarfjarðarvegar í gær- morgun, hefur Mbl. verið bent á veigamikið atriði, varðandi umferðaröryggið á Hafnafjarðarvegi, svo tekið sé dæmi. Slys eru mjög tíð á þessari fjölförnu leið sem kunnugt er. Það sem benda þarf lögregluvöldunum á, er hvort staðsetning biðskyldu- merkjanna sé í alla staði rétt, — hvort þau séu ekki ef til viil of langt frá. gatna- mótunum. — Ökumenn verða að hafa merkið stöðugt fyrir framan sig, en ekki þurfa að aka framhjá þeim, því þá er hættunni boðið heim. Er þessu í fullri vinsemd komið á framfæri við þá sem þetta heyrir undir á einn eða ann- an hátt. Félagslíf Skíðaferðir um helgina Laugard. 18. febr. kl. 2 og 6, Sunnud. 19. febr. kl. 9,30 og 1 e.h. Afgreiðsla hjá BSR. Reykvíking ar munið eftir svigmótinu í Hamragili við ÍR skálann. Jósefsdalur. Farið verður í Dalinn um helg ina, nógur snjór er nú í Dalnum brekkan upplýst. Skíðakennsla fyrir alla. Fjölmennið í Dalinn um helgina. Ferðir frá BSR kl. 2 og kl. 6 á laugardag. Víkingur knattspyrnudeild 4. og 5. flokkur Fjöltefli verður í félagsheim- ilinu kl. 3 á sunnudag. Munið að taka með ykkur töfl. Kvikmynda sýning á eftil. Fjölmennið. Víkingur, skíðadeild Farið verður í skálann um helg ian. Farið verður frá BSR laugar dag kl. 2 og 6. Stjórnin. Knattspyrnufélagið Fram 3. fl. Aríðandi æfing á Framvellin um sunnudaginn 19. febr. kl. 1045. Mætið hlýlega klæddir. Knattspymufélagið Fram 4. fi. Áríðandi æfing á Framvellin um sunnudaginn 19. febr. kl. 9,45. Mætið hlýlega klæddir. Knattspyrnufélagið Fram 5. fl. Æfing verður í Valsheimilinu sunnudaginn 19. febr. kl. 2,40. — Mætið vel og stundvíslega. T. B. R. — Badminton Æfing í dag hjá byrjendum og nýliðum í Valshúsinu kl. 4,20 Þakka innilega öllum vinum mínum, nær og fjær, sem minntust mín á sextugsafmæli mínu. Magnús Agústsson. TengingartjolcS til notkunar fyrir R&fveitur, vatnsveitur og símalagningar fyrirliggjandi. 99 GEYSIR“ H.F. Veiðarfæradeildin. Eipnmenn og unnusfar Konudagurinn er á sunnudaginn Gleymið ekki að færa þeim blóm. Blómabuðin Runni Hrísateig 1 — Sími 34174 (gegnt Laugarnesikirkju). ELfN STEPHENSEN frá Viðey, lézt að heimili sínu Grundarstíg 19, hinn 11. febrúar sJ. Útför hennar hefir farið fram. Við þökkum sýnda samúð. Systkinabörn. Mágur okkar LUCIEN EDUWAERE fórst í flugslysi við Bruxelles 15. þessa mánaðar. Fyrir hönd eiginkonu og sona. Ulla Ásbjörnsdóttir, Sigríður Asbjömsdóttir. Útför föður okkar STEFANS runólfssonar er lézt 13. þ.m. verður gerð frá Fossvogskirkju mánu- daginn 20. þ.m. kl. 1,30. Sara Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR Fáskrúðarbakka. Eiginkona, börn og tengdaböra. Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SIGNÍJAR BÖÐVARSDÓTTUR frá Helgavatni. Sérstaklega þökkum við þeim hjúkrunarkonum, sem að henni hlynntu í veikindum hennar. Eðvarð Hallgrímsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.