Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1961, Blaðsíða 14
14 r MORGVTSBL ifílb Laugardagur 18. febr. 1961 Einar Ólafsson Kristmann og Margrét. Gullbrúðkaup: Margrét Jónsdóttir og Kristmann Eyleifsson Minning EINAR Ólafsson fæddist á gaml- árdag 1869 að Eyvindarstaðakoti í Álftaveri. Voru foreldrar hans Ólafur Einarsson og Oddný Sig- urðardóttir, er þar bjuggu. Þegar Einar var á fyrsta ári, dó móðir hans frá tveim börnum sínum. Hitt barnið var Kristbjörg er giftist Guðmundi Sigvaldasyni ©g bjuggu þau mörg ár í Ásbúð, en fluttust síðar til Reykjavíkur. Eiga margir eldri Hafnfirðingar góðar minningar um þau hjón og börn þeirra. Eftir lát móður sinnar var Ein- ari komið í fóstur til móðursyst- ur sinnar og manns hennar sem bjuggu að Hausastöðum í Garða hreppi. Þar dvaldisft hann til fermingaraldurs. Eftir ferming- una réðist hann í vist til Krist- jáns útvegsbónda að Hlíðsnesi, en hann var góður formaður og mikill atorkumaður. Þar hófst sjómannsferill Einars, sem stóð óslitinn í rösk 70 ár. Sjálfsbjarg ar viðleitnin og sjálfstæðis- kendin kom snemma fram í Einari og því keypti hann sér lausamannsbréf, eins og þá var krafizt, er hann hafði aldur til. Var hann þá ýmist formaður á bátum eða háseti á þilskipum og hafði öðlazt stýrimannsréttindi er hann var 26 ára gamall. Um þær mundir hóf hann búskap með heitmey sinni Sigríði Jóns- dóttur. Sigríður var ættuð úr Gríms- nesinu, alin upp að Minna Mos- felli hjá Arnóri bónda Jónssyni, föður Einars prófessors og ráð- herra. Gjafvaxta fluttist hún í vist að Hlíð í Garðahverfi, en í Garðahreppi bjó þá líka Gísli bróðir hennar, sem síðar bjó að Suðurgötu 34 í Hafnarfirði. Átti Sigríður mörg systkini og meðal þeirra var, auk Gísla, sá mæti maður Sigurður Jónsson, sem í mörg ár var kennari og skóla- stjóri við Miðbæjarskólann í Reykjavík. Þarna á heimili Gísla bróður síns kynntust þau Einar og Sigríður. Einar festi þá kaup á litlum og hrörlegum bæ í Hafn arfirði sem hét Gesthús. Reif hann bæinn og byggði lítið timb urhús á lóðinni. Fluttust þau í nýbyggða húsið og giftust í nóv. 1896. Dvöldu þau þar alla sína hjúskapartíð og þar dó Einar 11. þ.m. Sigríður var indæl kona og umhyggjusöm móðir og lézt eftir margra ára vanheilsu árið 1945. Þótt þau hjónin væru um margt ólík, þá var hjónaband þeirra farsælt. Þau kepptu bæði að sameiginlegu markmiði með árvekni og atorku, að gjöra börn sín og fósturson að vönduðum og iðjusömum þjóðfélagsþegnum. Einar lá ekki á liði sínu til að afla til heimilisþarfa. Hann var ýmist formaður á opnum skip- um eða háseti, stundum stýri- maður á þilskipum. Þegar farið var að gera togara út frá Hafn- arfirði, réðist hann á þá og hélt því nær óslitið þar til hann varð hálfsjötugur. Síðar reri hann bát sínum til fiskjar á heimamiðum, þegar veður gaf en þess á milli vann hann að tilbúning veiðar- færa. Aldrei féll honum verk úr hendi. Þau hjónin eignuðust 5 börn. Fyrsta barnið, drengur, dó korn ungur og dóttur misstu þau er hún var rúmlega tvítug. Hét hún Helga og var mesta efnisstúlka. Þrjú lifa föður sinn Sigurjón skipstjóri, forstjóri Hrafnistu, kvæntur Rannveigu Vigfúsdótt- ur Elísabet gift Guðm. Ág. Jóns syni bílstjóra og Laufey gift Snorra Jónssyni verkamanni. Auk þess ólu þau upp Kristján dótturson sinn, son Laufeyjar og Kristjáns Davíðssonar bæjar- fulltrúa Kristjánssonar. Dó fað- irinn er drengurinn var þriggja vikna. Hann er nú skipstjóri, bú settur á Akranesi og kvæntur Elínu Frímannsdóttur, Lil j Eftir lát konu sinnar, gat Einar ekki hugsað sér að breyta um dvalarstað. Þarna naíði honum liðið vel og þar vildi hann bera beinin. Börnin voru löngu horf- in úr hreiðrinu, áttu sín eigin heimili, og fóstursonurinn var orðinn uppkominn og langdvöl- um á sjónum. Með aðstoð barnanna ' heppnaðist honum að fá alltaf góða leig- endur, sem sáu honum fyrir daglegum þörfum, en fyrir rúm- um 4 árum, flutti yngsta dóttirin með manni sínum og syni til hans og naut hann frábærrar alúðar þeirra hjóna, enda var hann þeim þá líka mjög þakk- látur fyrir það, Einar var um margt sérstæður. Hann var „þéttur á velli og þétt- ur í lund“, samanrekinn þrek- RÉTT í þessu barst mér sú fregn, að þau hjónin Margrét Jónsdóttir og Kristmann Eyleifs- son á Holtsgötu 18, væru að kom- ast á 50 ára hjónabandsafmæli sitt. Eins og eldingu, brá fyrir huga minn ýmsum smáatvikum úr langri kynningu minni við þessi ágætu hjón. Margrét er Landeyingur að fyrstu gerð, myndarkona hin mesta, greind, fróð og minnug, hefi ég haft margan frógleik af samtali við hana enda man hún tver*ia tímarna. Hún gæti nú sagt ungum stúlkum hvernig það var í gamla daga, þegar hún og stalisystur hennar riu upp grjót, til þess að brjóta klakann af vöskunarkörunum kl. 6 á morgn ana svo unnt yrði að þvo salt- fiskinn upp úr ísvatninu, auð- vitað á bersvæði, móti norðan næðing eða nöprum austansvala. En kjark, þrek og viljafestu, mun hún hafa átt í ríkum mæli á yngri árum. Þá var líka annað hvort að duga eða drepast, en sá sem dugði dó ekki og Margrét lifir enn. Um Kristmann, sem er upp- runninn á Akranesi og mun þar hafa marga hildi háð, held ég að megi segja að hann sé geðmikið góðmenni. Hann horfir ekki á smælingja misþyrmt án þess að hefjast handa, og engan öfunda ég af að komast í það skrúfstykki ef rangindi eru viðhöfð eða yfir læti sýnt. Hann hefir verið há- seti minn um margra ára bil. Auk dugnaðar hans og manndóms, er hann það mesta snarmenni, sem ég hefi kynnst. Mér verður ætíð í minni, er við vorum eitt sinn maður, sem má segja að aldrei yrði misdægurt alla sína löngu ævi þótt oft væri lagt hart að sér við vinnu í kulda og’voshúð. Hann var ákveðinn í skoðunum hvort sem um einkamál eða opin ber mál var að ræða og var traustur liðsmaður þar sem hann lagði hönd á plóginn. Hann var ekki fyrir að trana sér fram, krafðist meir af sjálfum sér en öðrum og var frekar fámáll við fyrstu kynni, en í kunningjahóp var hann vel liðinn, kátur og spaugsamur, smáglettinn og oft hnittinn í tilsvörum. Eftir að sjónin dapraðist kunni hann vel að meta það er börn hans eða aðra góða gesti bar að garði eða þegar dóttir hans og tengdasonur ræddu við hann, en það voru þau óspör á. Banalega hans varaði ekki nema tæpan klukkutíma. Var það honum mikið lán að þurfa ekki að liggja lengi rúmfastur. Manni með hans skapgerð hefði orðið það ofraun. Þegar ég settist að hér í Hafn- arfirði, þá átti ég fyrsta árið heima í næsta húsi við Gesthús. Ég vil nú þakka hinum látnu heiðurshjónum, afkomendum þeirra og tengdabörnum fyrir tryggð og vináttu öll þessi ár og bið þeim öllum guðs blessunar. Bjarni Snæbjörnsson. á 7 mílna ferð að leggja strengi dragnótar, hlekkirnir slógust í borðstokkinn og losnuðu sundur. Eins og kattarkló greip hann hlekkinn, kastaði sér á dekkið, spyrnti í dekkstultu og rak upp öskur, það var tilkynningin. Ég sá allt hvað gerðist og var þegar byrjaður að spóla afturábak með öllu fullu, þetta skipti engum togum. Kristmanni var bjargað úr klípunni, hlekkurinn uppi á dekki en ekki á mararbotni, Ég var hrifinn af þessum snarheit- um og virði hann meira síðan. Hafðu blessaður gert, þetta var svo dásamlegt! Kæru vinir, þetta er ekki grein og ekki nein ævisaga, heldur rabb eins og þegar við lágum á Dagný litlu í Hvalfirði og við hlustuðum á sögur þínar. — Það hefði orðið skemmtileg bók, skrifuð nákvæmlega með þínum eigin hispurslausu orðum, eins og þú sagðir frá. Tíminn líður — tíu ár — árin eru svo stutt nú orðið. Demant- inn er í dálitlum fjarska, hann smáskírist, hver veit nema þið fáið hann í fangið, já, hver veit. — Beztu þakkir fyrir liðna tíð. Hamingjan breiði blóm sín á ófarna ævileið ykkar. Magnús Þórarinsson. F. 11. apríl 1892 — D. 13. febr. 1961 Hjarta mætt í stormum stynur strengir bresta — vonin hrynur. Leiðir skiljast ijúfi vinur lengi munum sakna þín. Þó að margt á móti gengi margoft f jör á þræði héngi, gaztu jafnan stillt þá strengi er stöðvuðu heitust tárin mín. Lífs á hafi þrðtt oft þrýtur þunga brimið margur hlýtur, er á skerjum báran brýtur boðar rísa á ýmsa hlið. Þyngslin fékkstu þrátt að reyna þv£ er ekki hægt að leyna Barnatrúna — þitt athvarf eina — alltaf gaztu stutt þig við. Man ég stundir yngri ára, yndi vorsins, haustið- sára vegir ijóss og líka tára lífsins för var björt og rík. Þá var sælt að fagna og finna förin gaf svo margt til kynna. Yndisdraumar ennþá minna oft á Litlu Breiðuvík. — Athugasemd Framh. af bls. 9. nokkuð magn af saltsíld frá sumrinu 1959, sem kaupendur höfðu þá neitað sem gallaðri vöru. Hafðí síldin batnað við að vera geymd á annað ár? 10. Er Síldarútvegsnefnd sam- mála ummælum formanns síns í Ægi 15. jan. sl. „Það er óþarfi að vera með nokkrar bollalegg- ingar um þetta atriði (sölu og útflutning gömlu gölluðuðu síld arinnar), og út af fyrir sig er ekkert nema gott um það að segja, að unnt sé að selja það sem framleitt er, þó gallað kunni að vera?“. 11. Hvernig stendur á því að hverfandi lítið magn hefur ver- ið selt af íslenzkri síld til Vestur-Þýzkalands og Banda- ríkjanna undanfarin ár. Vill nefndin ekki upplýsa hver lieild arinnflutningur á verkaðri síld hefur verið til þessara landa sb fimm ár og hver hlutur Norð- manna og íslendinga hefur verið í þeim innflutningi? Við sjómenn gerum kröfu til þess að Síldarútvegsnefnd sinni störfum sínum eins og henni ber að gera lögum samkvæmt, en sé ekki ár eftir ár víðsfjarri vett- vangi, þegar hinar þýðingar- mestu ákvarðanir eru teknar, eins og ákvörðunin um það, hvenær söltun skuli byrja ár hvert. Þá er hitt ekki síður áríðandi að vinna betur að markaðsmál- um en nefndinni hefur tekizt til þessa. Eggert Gíslason. — Flugslys Framh. af bls. 3 nægjandi skýring er fengin. Þetta er fyrsta Boeing-þotu slys, sem verður hjá Sabena flugfélaginu. Þotan, sem »ú fórst, var einmitt mikið notuð í sumar við flutning flótta- fólks frá Kongó, er óeirðirnar brutust þar út. Flugstjóri í þessari örlaga- ríku ferð var Louis Lam- brehts, reyndur flugstjóri — með þúsundir flugstunda hjá Sabena að baki. Margar á ég myndir skærar munarblíðar, silfurtærar. Allar slóðir ferðafærar fagrar borgir áttum við. Engin málað mynd þá getur maður, eða fært í letur. Margt ég sé nú miklu betur mótað, og frá nýrri hlið. Gæðin þín mér gleymast eigi geisli skær á mínum vegi. Heilsar þú nú dýrum degi Drottni hjá sem var þitt skjól. Þökk fyrir vinur sárt og sætast sorgir flýja, vonir rætast, senn við aftur munum mætast, milt þar skín guðs náðarsól. Auðlegð þín var andans gróður Öllum börnum varstu góður. Þau eru okkar æðsti gróður, örva gleðibros á kinn. Dótturbörnin bættu úr kjörum blíðu með og hlýjum svörum, bera þau nú fram bæn á vörum blessa og kveðja afa sinn. Á. H. — Bæjarsfjórn Framhald af bls 9. Síðast stóð svo Guðmundur Vigfússon upp til andmæla og sagði, að það væri barnaverndar nefndin sem sjálf hefði svert sig. Atkvæðagreíðsla fór síðan fram, og var frávísunartillaga Sjálfstæðismanna samþykkt meS 11 atkvæðum gegn 4, að við- höfðu nafnakalli. Einnig var samþykkt, með 10:4, að vísa frfi tillögu Alfreðs Gíslasonar un» að athugun yrði látin fara fram með breytta skipan barna- verndarmála fyrir augum. Blóm n konudnginn Eiginmenn munið eftir að færa frúnni blóm á konudaginn. Við sendum um allan bæ. Litla Blomabúiðin Bankastræti 14 — Sími 14957. Rumgolt húsnæói í miðbænum er til Ieigu fyrir markaði eða hvers konar skyndisölur. Einnig getur verið um að ræða framtíðarleigu á húsnæðinu, sem hentar einkar vel fyrir léttan iðnað, verzlun, heildsölu, afgreiðslu ýmis konar o. m. fl. Húsnæði þetta er mjög hentugt fyrir þá, er þurfa á að halda vinnuplássi og góðri aðstöðu til verzlunar jafnframt. — Upplýsingar í síma 12923. * Jóhann M. Olavsson Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.