Morgunblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 24
LUMUMBA Sjá grein á bls. lú og 11. Reykjavíkurbréf Sjá bls. 13. 41. tbl. — Sunnudagur 19. febrúar 1961 Verða ysuveibar út af Gróttu stöóvaðar SVO getur fariS að Fiskideildin láti stöðva ef þörf krefur ýsu- veiðina út af Gróttu, sem þar hófst í fyrradag er þrír bátár veiddu þó nokkurt magn af ýsu í síldarnót. í gærmorgun mátti sjá skammt út af Gróttu, 14—16 skip að ýsuveiðum á slóð sem sjómenn hér í bænum kalla „Öskuhaug- ana“. Ýmsir menn sem við fisk- veiðar fást og starfa við fiskfram leiðsluna, sögðu í samtali við Mbl. að ástæða væri til þess að vara við þessum ýsuveiðum í síld arnætur. Veitt er á svo grunnu vatni, að ástæða er til að ætla að nætumar drepi allt kvikt í sjónum þar sem þeim er kastað Vörullufningar með Föxunum stöðvaðir BLAÐAMAÐUR Mbl. sem stadd- ur er í Vestmannaeyjum símaði í gærkvöldi, að verkfallsstjórnin þar, hefði í gærdag tilkynnt af- greiðslu Flugfélags fslands þar, að bann yrði lagt á alla vöru- flutninga með flugvélum til Eyj- anna, aðeins leyfður farþega- flutningur og póstur. Afgreiðslumaður Flugfélags fs lands í Vestmannaeyjum, Sigur- geir Jónasson, tjáði blaðamann- inum, að afgreiðslumenn Flugfé- lags íslands þar hefðu alla tíð sjálfir annast vöruaffermingu og 1 afgreiðslu á bögglum, sem með flugvélunum kæmu. Hefðu engir verkamenn komið þar nærri. Verkfallsstjórnin gaf þá skýr- ingu að hún teldi það eðlilegt að banna þessa flutninga, þar eð bannaðir eru vöruflutningar með skipum, aðrir en matvæla- flutningar, sem verkfallsstjórnin hefur gefið leyfi fyrir. — E.Pá. nema þá ef vera kynni einhver smáseyði. Ýsan sem bátarnir væru að veiða myndi koma þjóð- arbúinu að meiri og betri notum eftir 2—3- ár. f gærmorgun laust fyrir hádegi átti Mbl. tal við Jón Jónsson for- stöðumann Fiskideildarinnar. Hann kvaðst- á þessu stigi ekki geta mikið um þessar veiðar sagt. Við förum út á miðin til bátanna eftir hádegið og munum við fara um borð í þá og gera nákvæmar athuganir á stærð fisksins og öðru er að þessum veiðum lýtur. Fiskideildin mun að sjálfsögðu gera sínar ráðstafanir ef það verður álit sérfræðinga hennar að þessar veiðar geta á einn eða annan hátt talizt hættulegur. Fiskifræðingarnir áttu að leggja af stað klukkan 2 í gær á varðbátnum Gaut. Hannibal og Karl til Eyja Fréttaritstjóri Þjóðviljans hjálpar til við1 útgáfu kommúnistablaðsins þar Fiskurinn tæt- ist aí línunni NESKAUPSTAÐ, 18. feb. — Frá áramótum fram í miðj- an febrúar öfluðu bátarnir hérna um 400 tonn, sem er töluvert meira en í fyrra, því fleiri bátar róa nú héð- an. Pálína var hæst útilegu- báta með 110 tonn og Þor- steinn hæstur róðrabátanna með 56 tonn í 7 sjóferðum. Nú er stórstreymt og þar af leiðandi lítill afli, því í stór streymi er straumurinn svo mikill á beztu miðum bát- anna, að fiskurinn tætist af línunni og erfitt er að draga. Verða þeir því að róa á önn- ur mið, sem ekki eru jafn fengsæl. Vestmannaeyjum, 18. febr. HANNIBAL Valdimarsson og Karl Guðjónsson voru meðal farþeganna, er Esja kom hingað morgun frá Reykjavík. Þeir hafa boðað til fundar með verkalýðsfélaginu í dag kl. 4. — Hér hefur einnig verið um skeið Jón Bjarnason, fréttarit- stjóri Þjóðviljans, og mun hann hafa hjálpað til við útgáfu mál- gagns kommúnista, Eyjablaðs- ins, sem komið hefur út óvenjuoft að undanförnu. ★ Á fundi Skipstjóra- og stýri- mannafélagsins í gærkvöldi var samþykktur samningur sá, sem Farmanna- og fiskimannasam- bandið gerði við LfÚ. Jafn- Múrarar ! Kosningu lýkur í kvöld f KVÖLD lýkur stjórnarkosning unni í Múrarafélagi Reykjavíkur. Kosið er í skrifstofu félagsins Freyjugötu 27 og hefst kosningin kl. 1 í dag og stendur til kl. 10 og er þá lokið. Listi lýðræðis- sinni er A-listinn. Múrarar, vinnið ötulega að sigri A.-Iistans og tryggið með sameiginlegu starfi glæsilegan sigur hans. Munið x A.-listinn. framt var samþykkt að senda Torfa Hjartarsyni, sáttasemjara ríkisins, áskorun um að koma til Eyja sem fyrst og ræða við deiluaðila í verkfallinu. Þá var skorað á verkalýðsfélagið og vinnuveitendur að gera grein fyrir málum sínum í blöðunum þar eð ýmsar sögur hafa gengið um kröfur verkalýðsfélagsins og er langt í frá, að öllum almenn- ingi sé ljóst hvað þar er um að ræða. — E. Pá. Mbl. hafði samband við Torfa Hjartarson laust eftir háegið í gær og hafði han* þá fengið á- skorunina um að fara til Eyja. „Það er ekkert af mér að frétta", sagði Torfi og var ekki á honum að heyra, að hann væri að ferð- búast. Ekkí hafði hann heldur boðað fund með útgerðarmönn- um og sjómönnum í Reykjavík, Akranesi og Hafnarfirði. Enn var ófært að fljúga til Vestmannaeyja í gær. Farþega- listinn var orðinn langur, en nafn Torfa Hjartarsonar var ekki að finna þar. Viggo Kampmann forsætisráð herra Danmerkur var í vik- unni gestur Kennedys forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsinu. Er Kampmann fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn, sem heim- sækir Kennedy eftir að hann varð forseti. Eftir tveggja tíma viðræður, þar sem ýmsir af ráðherrum Kennedys voru viðstaddir, var Kampmann sýnt Hvíta húsið og var þá þessi mynd tekin. Listi lýðræðissirma sjálfkjörinn Rúmtega 350 tonn ai togaraiiski LOKSINS kom togari að landi með verulegan afla. Var það í gærdag er Þorkell Máni kom af Nýfundnalandsmiðum með um 270 tonna afla, nær allt karfa. Upphaflega hafði verið ráð fyrir því gert að togarinn færi með þennan afla sinn á markað í Þýzkalandi, en lágt verð á karf- anum þar varð til þess að togar- anum var snúið hingað til Reykjavíkur. Var aflinn tekinn til vinnslu í hraðfrystihúsunum hér í bæn- um, og sáust óvenjumargir „karfa-bílar“ aka um hafnar- hverfið að og frá hafnarvogun- um. Voru miklar annir í frysti- húsunum í allan gærdag. Þorsteinn Ingólfsson landaði hér einnig í gær 85 tonna karfa- afla af heimamiðum sem einnig var unninn í hraðfrystihúsunum. Eins og stendur er einn togari á fjarlægum miðum, Freyr, vest- ur á Nýfundnalandsmiðum, en þaðan eru á leiðinni Þormóður goði og Júpiter. Stefniskaffi STEFNIR F.U.S. í Hafnarfirði hefur enn aukið við starfsemi sína. Ákveðið hefur verið að hafa síðdegiskaffi í Sjálfstæðishúsinu fra kl. 3—5 í dag og gefa þannig Sjálfstæðisfólki í Hafnarfirði tækifæri til þess að hittast og spjalla saman. Allt Sjálfstæðisfólk í Hafnar- firði hvatt til að fjölmenna. Cóður afli PATREKSFIRÐI, 18. febrúar. — Gæftir hafa verið góðar að und- anförnu og aflinn sömuleiðis. Bát arnir hafa verið með þetta 6 til 13 tonn í róðri. — Trausti. Á HÁDEGX í gær var útrunninn frestur til að skila framboðslist- um til stjórnarkjörs í Félagi ís- lenzkra rafvirkja. Einn listi barst og kom hann fram af hálfu stjómar og trúnaðarmannaráðs Æskulýðssam- koma í Grimlavík ÞRIGGJA kvölda æskulýðssam- komur verða haldnar í Grindavík í næstu viku. Hefjast þær á sunnu dagskvöldið 19. febr. n.k. kl. 20, 30. Verða þær með líku sniði og æskulýðssamkomurnar í Kefla- vík og Útskálakirkju, þ.e.a.s. mik- ill almennur söngur auk einsöngs. En ræðumenn á þessum samkom- um verða m. annarra þeir sr. Jón Árni Sigurðsson, sóknarprestur í Grindavík, sr. Bragi Friðriksson, framkv.stj. Æskulýðsráðs Rvíkur og sr. Ólafur Skúlason, æskulýðs fulltrúi þjóðkirkjunnar. Kirkju- kór Grindavíkur mun einnig taka þátt í samkomunum, en stjórn- andi hans er Svavar Árnason org anisti. Á mánudag og þriðjudag verða svo skólaheimsóknir. Eru vitanlega allir velkomnir Afla vel SIGLUFIRÐI, 18. febr. — Afli hefur verið ágætur hér að undan- förnu og hafa bátarnir fengið allt að 8 tonnum £ róðri. Elliði land- ar í dag og er með um 100 tonn. — Guðjón. 1 Kastaði á ýsu AKRANESI, 18. febrúar. — Nú veiða þeir ýsuna í hring- nót. Höfrungur II kastaði í gær á ýsu undan Gróttu, 5 mílur frá landi. Fékk hann 1,1 lest af mjög blandaðri ýsu og voru sniæstu fisk- arnir aðeins fingurlangir. Sigurður AK og Reynir fóru úr höfn í rnorgun, líka í ýsu- hugleiðingum. — Oddur. Skömmu áður en biaðið fór í prentun fréttist, að Sigurður SI hefði fengið tvö tonn í kasti í gærmorgun — á sömu slóðum. félagsins. Er listi lýðræðissinna því sjálfkjörinn í félaginu, en stjórnina skipa: Óskar Hallgrímsson, formað- ur, Magnús Geirsson, varaform., Sveinn Lýðsson, ritari, Pétur Árnason gjaldkeri, Sigurður Sigurjónsson, aðstoðargjaldkeri. Varastjórn: Kristinn K. Ólafsson og Kristján J. Bjarnason. Byssustings- múlið í runnsókn ENN stendur yfir rannsókn máls þess er algáður maður réðist með byssusting á lofti að manni að manni nokkrum og tveim konum, hinn 1. febrúar sl., á móts við sælgætisverzlunina Florida á Hverfisgötunni. Árás- armaðurinn er enn í haldi ogl yfirheyrslur fóru síðast fram í gærdag. Það hefur komið í ljóa að tvær konur voru á ferli rétt hjá fólkinu sem fyrir árásinni varð. Er talið fullvíst að þær hafi séð þegar átökin urðu og jafnvel heyrt orðaskiptin sera fram fóru milli fólksins og árás- armannsins. Eru það eindregin tilmæli rannsóknarlögreglunnar að þessar konur gefi sig fram hið fyrsta. Ætlaði að fá sér kaffisopa, en... AKRANESI, 18. febr. — Her rigndi í fyrradag eins og í synda- flóði og gerði fljúgandi hálku. Sigurbjörg Jónsdóttir, húsfreyja að Heiðarbraut 13, var að bvo þennan dag. Þvottahúsið er í út- byggingu og ætlaði Sigurbjörg að hvíla sig andartak frá þvottinum og fá sér kaffisopa. Á leiðinni inn í húsið hrasaði hún á svellinu og handleggsbrotnaði — og meiddist líka á siðu. — Oddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.