Morgunblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 19. febr. 1961 *' „Mosfellsheiði". Sýníng Kjarvals hvergi gefa eftir, þvi er hann en virðast í fljótu bragði hvorki I. O. G. T. Víkingur. Farið verður í heimsókn til St. Morgunstjarnan í Hafnar- firði annað kvöld. Félagar fjölmennið og mætið við Góðtemplarahúsið kl. 8,15 stund víslega. Hafnarfjörður. St. Morgunstjarnan no. 11. Munið fundinn annað kvöld. St. Víkingur heimsækir. Templarar fjölmennið. ÆT. Barnastúlkan Jólagjöf nr. 102. Fundur í dag kl. 3. Kvikmynda sýning o. fl. Ath. breyttan fundartíma. Gæzlumaður. Barnastúlkan Æskan nr. 1 heldur fund í G.T.-ihúsinu kl. 2 í dag. Leikþáttur. Nefndu lagið. — Verðlaun. Spurningaþáttur. — Verðlaun. Litm yndasýn in g frá síðasta grímudansleik. Tekin ákvörðun um næsta grímu dansleik., Gæzlumenn. St. Dröfn nr. 55 Fundur annað kvöld. Félagsvist Æ. T. Félagslíl Víkingur knattspyrnudeild 4. og 5. flokkur Fjöltefli verður í félagsheim- ilinu kl. 3 á sunnudag. Munið að taka með ykkur töfl. Kvikmynda sýning á eftir. Fjölmennið. Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild. 4. og 5. flokkur. Munið æfing- rnar í dag. Skemmtifundur í Fé- lagsheimilinu kl. 3. Stjómin. Knattspyrnufélagið Valur Knattspyrnudeild. Meistara- I. og II. flokkur. Fjölmennið á útiæfinguna í dag kl. 10. Mætið tímanlega og notið góða veðrið. Stjómin. Knattspyrnufélagið Fram 3. fl. Áríðandi æfing á Framvellin um sunnudaginn 19. febr. kl. 1045. Mætið hlýlega klæddir. Knattspymufélagið Fram 4. fl. Áríðandi æfing á Framvellin um sunnudaginn 19. febr. kl. 9,45. Mætið hlýlega klæddir. Knattspymufélagið Fram 5. fl. Æfing verður í Valsheimilinu sunnudagirvn 19. febr. kl. 2,40. — Mætið vel og stundvíslega. Samkomur Hjálpræðisherinn. Sunndaginn kl. 11. Helgunar- samkoma, kl. 14: Sunnudaga- skóli, kl. 16: Almenn samkoma kl. 18: Bamasamkoma, kl. 20,30: Samkoma í Dómkirkjunni, kl. 22,15: Samkoma í Hersalnum. — Cand. theol, Erling Moe og söng prédikarinn Thorvald Fröytland tala og syngja. Þátttaka foringja og hermanna. Mánudaginn kl. 16: Heimila- samband. / Almennar samkomur Boðun fagnaðarerindisins Sunnudagur — Austurgötu 6 Hafnarfirði kl. 10 fjh. Hörgs- hiíð 12, Hvík. — Bamasamkoma kl. 4 Litskuggamyndir). Sam- koma kl, 8, Fíladelfía. Sunnudagaskóli kl. 10,30 á sama tíma að Herjólfsgötu 8 Hafnarfirði. Bænastund kl. 4. Almenn samkoma kl. 8,30. Ræðu menn: Haraldur Guðjónsson og Garðar Ragnarsson. Allir velkomnir. Bræðraborgarstíg 34 Sunnudagaskóli kl. 1. Almenn samkoma kl 8,30. Allir velkomn ir. — ÞAÐ er gestkvæmt í Lista- mannaskálanum þessa dagana. Engin furða. Jóhannes Sveins- son Kjarval er þar á ferð með sýningu á nýjum verkum, sem ekki hafa áður komið fyrir al- mennings sjónir. Megnið af óeim verkum er meistari Kjar- val sýnir að sinni hefur hann unnið síðustu ár, en einstaka málverk er frá eldri tíma. Það er ætíð mikill viðburður í lista- lífi Reykjavíkur, þegar Kjarval heldur sýningu, og þótt hann hafi alveg nýlega átt 75 ára merkisdag, verður ekki séð á þesari sýningu, að aldur skipti nokkru máli fyrir þennan ein- staka listamann. Hann er langt frá því að losa hald á penslinum, og sum þeirra verka, er hann hefur nýlokið við, eru með því bezta, er hann hefur gert. Um mosa og hraunmyndir Kjarvals er óbarft að spjalla. Hann hefur ekki yfirgefið þetta viðfangsefni sitt. Nú sýnir hann nokkrar slíkar myndir, sem hefur áður gert, jafnvel freist- i ast maður til að halda því fram, að hann hafi ekki áður verið eins tilþrifaríkur í mosa og hraunum og nú. Kjarval kann þá list að láta gróður, smásteina og heljarbjörg spila saman á léreftinu, eins og honum þókn- ast, og notfærir sér ótal tilbrigði, er hann sér í landi og ljósi. Eitt eftirtektarverðasta verk þessar sýningar er samt ekki mosamynd eða hraunmynd, að mínu áliti, heldur málverkið, sem er númer 4, og heitir „Mosfellsheiði". Þar hefur Kjar- val tekizt óvenju vel að færa íslenzkt Fjall á léreft. Þetta verk er málað af miklum eld- móð og sterkum tilfinningum. Listamaðurinn hefur fyrir fram- an sig heldur algenga fyrir- mynd, sem honum tekst að hemja á léreftinu samkvæmt þeim lögmálum, er hann sjálfur setur. Litirnir í þessu verki eru margslungnir og áhrifamiklir, aðlaðandi né skáldlegir. Kjarval hefur náð í þessu verki að yrkja út frá fyrirmynd sinni á ein- faldan en samt óvenju slunginn og grípandi hátt. Það er engu líkara en hann hafi málað þessa mynd með sjálfu fjallinu, ef svo má að orði kveða. Pensilförin eru ákveðin, sterk og skapmikil, og það er sterkur persónuleiki falinn að baki þessu magnaða verki. Málarinn skapár hér heim, sem er nátengdur sálar- lífi hans sjálfs, en samt innan þess ramma, er léreftið sjálft og fyrirmyndin markar. Þetta verk er nátengt að eðli einni af beztu myndum Kjarvals, „Skagastrand armálverkinu", sem margir muna frá yfirlitssýningu á verk- um listamannsins, er haldin var í Listasafni ríkisins fyrir fimm árum, er Kjarval varð sjötugur. Það er ekkert verk á þessari sýningu, sem nær eins sterkum tökum á þeim er línur þessar ritar. Það hefur lengi verið grun ur minn, að Kjarval leggi meir frá eigin brjósti í beztu verk sín en hann sjálfur vill stundum viðurkenna. Hvað um það, hér er listaverk, sem vel gæti borið nafnið „Sannsögli úr stæði“, ekki síður en það málverk, sem nefnt er svo á sýningunni. Annar sá þáttur sýningar Kjarvals, sem einna mest vekur athygli mína, eru þau verk, er Árni Guðjónsson hæstaréttarlöqmaður Garðastræti 17 Kennsla Læriff ensku í Englandi á mjög hagkvaáman hátt og á sem stytztum tíma að The Regency . . . á eina sameiginlega mála- skólanum og hótelinu við sjávar- ströndina (100 herbergi). Fá- mennum bekkjum kennt af Ox- ford-kandidötum. Mikil einka- kennsla tryggir góðan árangur. Ekkert aldurstakmark. Starfar allt árið. Frá 10 £ á viku, allt innifalið. The Regency Ramsgate, England Látið dætur yffar læra aff sauma 5 og 6 mánaða námskeið byrja 4. maí og 4. nóv. Sækið um ríkis- styrk. — Atvinnumenntun. — Kennaramenntun tvö ár. — Biðj- ið um skólaskrá. 4ra mánaða námskeið 4. jan., 3ja mánaða 4. ágúst. G. Hargböl Hansen. Simi Tlf. 851084. — Sy og Tilskærer- skolen, Nyköbing F, Danmark. hann málar af giljum og þá einnig þær myndir, þar sem hann tekur lítinn hluta um- hverfisins og byggir úr því á léreftinu. Ég man ekki eftir að hafa séð eins greinilega og nú, hvað listamaðurinn er að fara á þessu sviði. Sem dæmi má nefna málverkin „Hvíthamrar“ og „Sannsögli úr stæði“. í báðum þessum verkum spilar Kjarval á einkennilega mjúkan og að- laðandi litastiga, og honum tekst að gæða þessi verk ein- hverjum tÖfrum, sem eru ofnir fyrst og fremst á léreftinu sjálfu. Það er bygging litar of forms, sem honum liggur á hjarta, er hann gerir þessi mál- verk, og maður hugsar hvorki um stað né stund, er þessi verk eru skoðuð. f þessum flokki má einni" nefna málverkin „Upsin“ og „Úr Borgarfirði eystra", hið síðarnefnda er mjög sérkenni- legt og eftirtektarvert verk. ■ j Það yrði of langt mál að fjalla hér um hvert einstakt verk þess arar sýningar, og skal því stikl- að á stóru. Ein blómamynd skal nefnd, og ber hún heitið „Blóm og bókmenntir". Það er mikið málverk í þessari mynd, og það mætti segja mér, að hér sé að finna eina af beztu blómamynd- um, sem Kjarval hefur málað. Af teikningum vel ég mynd- ina af Ólafi á Hellulandi. Þar er gott dæmi um hvernig Kjar- val teiknar sterka, svarta línu, áhrifamikla og einfalda i senn. „Stúlka með fisk“ er einnig eftirtektarverð teikning, gerð f ferskum og spilandi línum, og hefur þann svip, að ehginn get- ur hafa lagt þar hönd á nema Jóhannes Sveinsson Kjarval. „Úr spádómsbók" heitir eitt af þeim verkum, er listamaður- inn málar frá hugmyndaheimi, sem maður kannast við frá hendi Kjarvals. Þetta er fagurt verk, unnið 1 mjúkum sam- rímdum tónum, og er gott sýn- ishorn af þeim þætti í list Kjar- vals, sem ekki er hvað minnst forvitnilegur. Eins og fyrr segir, er hér stiklað á stóru og hef ég valið þann kost að nefna eingöngu það, er mest áhrif hefur haft á mig af þessum verkum Kjar- vals. Það eru að vísu sum verk á þessari sýningu, sem mér finnast ekki falla vel inn í heild- arsvip sjálfrar sýningarinnar, og ég er ekki alveg ánægður með frágang og upphengingu sýíl- ingarinnar í heild. En hvað um bað, Kjarval er ekki við eina fjölina felldur og hann er sí- ungur og merkilega afkastamik- ill í list sinni. Hann hefur sjálf- ur af miklu að taka og það er engu líkara en hann hafi stund- um ekki undan sínum eigin hug- myndaheimi. í þessari sýningu Kjarvals liggur ótrúlega mikil vinna. Kjarval er einn þeirra manna, er lifir og hrærist í lisfc sinni og vinnu, hann er ekki að- eins hluti af listaverkinu, held- ur er hann það allt. Það má ekkj milli sjá, hvort er sterkara landið sjálft eða listamaðurinn. Ekki get ég að því gert, að allt- af finnst mér Kjarval komast lengst i verkum sínum, er hann hefur gert af íslenzkri náttúru. Mosinn, hraunin, fjöllin og blóm in allt eru þetta sterkir þættir í list Kjarvals. Hann er sérstæð- ur landslagsmálari, sem hefur náð feikna árangri. Aðsóknin að sýningu Kjarvals sýnir vel, hverjum vinsældum hann á að fagna meðal almenn- ings. Kjarval hefur verið vin- samlegur við okkur öll samtíðar fólkið, að halda þessa sýningu og lofa okkur að sjá árangur síðustu ára. Kerling Elli á enga samleið með Jóhannesi Sveins- syni Kjarval. Hann er í þvl hjónabandi eins og fleiru bæði einþykkur og fylginn sér, fer sínar eigin leiðir og lætur kellu sitja eftir eina og yfirgefnr Svona eiga málarar að vera. Valtýr Pétursson. N & HOTEL BORG Eftirmiðdagsmúsík frá kl. 3,30. Kvöldverðarmúsík frá kl. 7,30. Dansmúsík Björn K. Einarssonar ásamt hinni vinsælu söngkonu VALERIE SHANE frá kl. 9. Kynnið ykkur matarkosti í síma 11440. Samvinnutryggingar vilja ráða nú þegar nokkra duglega tryggingarmenn í Reykjavík og nágrenni. Þeir sem hafa áhuga og getu til slíkra starfa, sendi nöfn sín og helztu upplýsingar í pósthólf 969 fyrir 25. febrúar merkt: „Tómstundavinna". SAIHVINNtTRYGGINGAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.