Morgunblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 19.02.1961, Blaðsíða 15
Sun?udagur 19. febr. 1961 ▲ MORGIJNBLAÐIÐ 15 0 ÁRIÐ 1952 varð uppi fótur og fit í varnarkerfi Washington- borgar í Bandaríkjunum. All margir starfsmenn þess sáu ókennilega fljúgandi hluti ssem geystust um himininn með ótrúlegum hraða og í furðulegum beygjum, sem alls ekkert átti skylt við jarð- neska hluti. Til þess að tryggja öryggi borgarinnar voru þrýstiloftsflugvélar send ar upp til þess að elta hlut- ina og berjast við þá, ef með þyrfti. Þrýstiloftsvélarnar komust þó aldrei í námunda i við hina óþekktu fljúgandi hluti, sem menn þóttust vi.ss ir um, að væru fljúgandi disk ar. Með ofsahraða hurfu þeir út í bláinn. Þeir komu þó aftur og sköpuðu sama æsing inn, en síðan hurfu þeir alveg. Eins og gefur að skilja, skap aði þetta mikinn óróa í höfuð borginni og til þess að reyna að lægja hann eitthvað fór USAF á stúfana. Innan bandaríska flughers- ins (USAF) er deild, sem hef ur því hlutverki að gegna, að rannsaka allar tilkynningar um óþekkta hluti og kryfja fyr irbærin til mergjar í þeim til gangi að finna einhverjar raunhæfar skýringar við þeim. Síðan 26. júní 1947, þegar Kenneth Arnold „sá“ fyrsta fljúgandi diskinn og setti þar með skriðuna af stað, hafa til kynningar um þá skipt þúsund um og frá öllum hugsanlegum sttöðum á jarðkringlunni. Þeir sem eru vissir um það að fljúgandi diskar séu veru leiki, þ.e. „hinir trúuðu“, hafa stofnað með sér félög, sem hafa það fyrir markmið að út breiða kenningar þeirra. Þeir segja, að hinum fljúgandi diskum stjórni verur frá öðr- um hnöttum, sem óski eftir sambandi við jarðarbúa. Til eru menn, sem segjast hafa náð sambandi við þessar ver ur. Buck Nelson t.d. heim- sótti Venus og Marz um borð á fljúgandi diski. Til þess að sanna kenning a-r sínar geta „hinir trúuðu“ bent á ýmsa atburði og fyrir- bæri, sem ekki er hægt að út- skýra nema á yfirnáttúrleg an hátt, og það hefur orðið eitt höfuðverkefni USAF að afsanna staðhæfingar þessara manna. Þeim hefur líka orðið vel ágengt, því 98% af öllum til- kynningum um fljúgandi diska hefur þeim tekizt að rekja til eðlilegra orsaka. Þegar þeir hófu að rann- saka „árásina á Washington" hringdu þeir til veðurstofu borgarinnar og báðu um upp- lýsingar um lofið fyrir ofan borgina, á þeim tíma, þegar hlutirnir sáust. Var þeim þá sagt það, að loftið hefði verið í sérstæðu ástandi. Venjuleg- ast þegar stillt er veður, þá raða loftlögin sér þannig, að heitu lögin eru neðst, en síð an koma kaldari lög ofan á Þó kemur það stundum fyrir, að þetta verður öfugt, og þá Buck Nelson „heimsótti“ Venus og Marz um borð í fljúgandi diski. getur ljós, sem kemur neðan frá, endurkastast á skilfletin um milli laga. Bílar sem t.d. eru að aka upp brekku og hafa kastljós, lýsa upp í him ininn, og ljósin frá þeim endur kastast þaðan. Virðast þá ljósin hanga þar í lausu lofti og geysast fram og aftur með ógnarhraða. Þessi ljósfyrir- bæri er ekki óskyld hilling- um og sem sagt, hinir fljúg- andi diskar sem höfðu skotið Washingtonbúum svo mikinn skelk í bringu, voru ekkert annað en ljósblekkingar. Allflestar tilkynningar um fljúgandi diska útskýrast á þennan hátt, en þó verða fyr irbærin einnig til af mörgum öðrum orsökum. Til þess að nefna fáein dæmi, þá hafa menn tilkynnt um fljúgandi diska sem síðan reyndust vera veðurathugunarbelgur, sér- stæð skýjamyndun, endurvarp frá flugvélum, einhver af jarð stjörnunum eða vígahnöttur. Jafnvel hlutir frá geimflaug unum, sem flutt hafa gervi hnettina á brautir sínar, eru orðnar að fljúgandi diskum. Þekktur bandarískur sál- fræðingur, Dr. Carl G. Jung heldur því fram að fljúgandi diskar séu draugar nútímans. Á svipaðan hátt og menn trúðu á allskonar goðsagnir og afturgöngur fyrr á tímum, þá trúa nútímamenn á fljúg andi diska. Undir niðri vona menn, að í diskunum séu ver ur, sem geti leitt heiminn á betri veg, sérstaklega á hin- ,um óvissu tímum kalda stríðs ins. Eins og komið hefur í ljós, þá eru vísindamenn mjög tor ^tryggnir á fyrirbærið fljúg- andi diska, en þó eru til dæmi um fljúgandi diska, sem þeir geta ekki útskýrt á raun hæfan hátt. Þótt USAF geti útskýrt 98% af öllum fyrir- bærunum, þá eru samt 2% eftir, sem þeir geta ekki skil Framh. á bls. 23 1 Minningarorö: GuBmundur Birgir Þóröarson Fæddur 29. maí 1942. Dáinn 9. febrúar 1961 og Þórarinn Sigurgeirsson Fæddur 12. maí V í D A G fer fram minningar- athöfn í Hólskirkju eftir þá Guðmund Birgi Þórðarson og Þórarinn Sigurgeirsson, sem fórust af mb. Kristjáni Hálfdáns frá Bolungarvík, fimmtudaginn 9. febrúar sl. Mér dettur oft í hug þegar slíkir atburðir gerast sem þessi: Hver er tilgangur æðri máttar- valda með því að burtkalla unga menn á bezta aldursskeiði, en aðrir, sem hafa lokið lífsstarfi Guðmundur Birgir 1939. Dáinn 9. febrú sínu, fá að lifa, þeir, sem ef til vill þrá að deyja. Fyrir mörgum árum var ég við jarðarför hér við Hólskirkju er verið var að jarðsyngja ung- an mann, sem var burtkallaður á bezta aldri. Hann hafði verið stoð og stytta mjög aldurhnig- inna fósturforeldra. En prestur- inn lagði út frá þessum orðum: „Þið vitið ekki hvað ég er að gera“. Mér er margt minnis- stætt úr þessari ræðu og það rifjast einmitt upp fyrir mér nú. En við dauðlegir menn vitum ekki mikið um tilgang lífsins og tilverunnar. Þeir Guðmundur Þórðarson og Þórarinn Sigurgeirsson, sem nú hurfu sjónum okkar, voru náfrændur og ólust báðir upp hér í Bolungarvík í foreldrahús- um á góðum heimilum og í stór- um fjölskylduhópi. Báðir voru þeir glæsileg ungmenni og áttu allt það í fari sínu, sem góða drengi má prýða og litu björtum augum á lífið og framtíðina. Guðmundur var sonur Krist- ínar Guðmundsdóttur og Þórð- ar Hjaltasonar, símstöðvarstjóra. Hann var 18 ára gamall. For- eldrar hans munu hafa óskað honum annað ævistarf en sjó- mennsku, en höfðu sætt sig við þá ákveðnu ákvörðun hans að verða sjómaður. Hann hóf störf sín á sjónum 16 ára gamall og ir 1961. háfði begar verið á vélanámskeiði var nú 2. vélstjóri og hugði sér frekari frama á þeirri braut. ^ Þórarinn var sonur Margrét- ar Guðfinnsdóttur og Sigurgeirs Sigurðssonar, útgerðarmanns og skipstjóra. Hann var 21 árs að aldri. Hann var ekki starfandi sjómaður, og hafði ekki hugsað sér það lífsstarf. Þó hafði hann nú í vetur farið nokkrar sjóferðl ir í forföllum annara og svo var umræddan dag. Hann hafði hins vegar hugsað sér ákveðið starf og hafði nýlega hafið undirbún- ing þess í samvinnu við annan ungan mann hér í byggðarlag- inu. En kallið var komið----------. Og þegar varðskipið kom að landi með mb. Kristján Hálfdáns hinn 9. þ. m. eftir erfiða sjóferð og það hafði spurzt að tveir yngstu menn skipshafnarinnar hefðu drukknað, er óhætt að segja að hver einasti Bolvíkingur hafi verið gripinn mikilli sorg. Og það voru þung spor fyrir mig að tilkynna frændum mínum og vinum hvað gerzt hafði. Og vissulega er þess ekki að dyljast að mannskaði er mikill, sem foreldrar, systkini, frændur og byggðarlagið okkar í heild, hafa beðið við fráfall hinna ungu sona. En í sárri sorg ætt- ingja og vina hinna ungu manna er það þeirra huggun að vita og Þórarinn mega trúa því að þessara góðu drengja beið æðra hlutskipti á öðru tilverustigi, þar sem þeim líður vel og hiýtt er til þeirra hugsað. Ég votta skyldmennum hinna látnu mína ynnilegustu samúð og bið góðan guð að gefa þeim styrk til að bera raunir sínar. Þá bið ég skipshöfninni á mb. Kristjáni Hálfdáns blessunar og velfarnaðar. Sérstaka kveðju sendi ég svo þér, kæri frændi minn, Jón Eggert, sem varst skipstjóri á bátnum. Ég bið af heilum hug góðan guð að gefa ykkur þrek og styrk til að rækja störf ykkar áfram og ég trúi því að þessi mikla reynslustund verði til þess að gera ykkur að enn meiri og sterkari mönnum. Guð blessi störf ykkar. Að lokum flyt ég ynnilega hluttekningu frá konu minni, börnum og tengdabörnum, til allra sem eiga um sárt að binda vegna þessa slyss. Einar Guðfinnsson. ALDA ríður yfir. Tveir ungir menn hverfa * í hafið. Lítið skip sveimar um ölduhryggina og leitar. En ekkert finnst. Hið víða haf er í senn milt og miskunnar- laust. Það gefur og það tekur. Það ræður örlögum manna og skiptir gleði og sorg. Að þeSsu sinni veldur það sorg, djúpri og sárri. Þeir deyja ungir, sem guðirnir elska, sögðu hinir fornu Róm- verjar. Það hrekkur skammt til huggunar. Trúin á land lifenda hinumegin við hina miklu móðu er haldbetri. Hún mildar tregann og ber smyrsl í sárin. — Ég kom einu sinni í finnskan kirkjugarð, þar sem grafnir voru fallnir hermenn úr frelsisstrið- um Finna. Mér var sagt aÓ hyer einasta fjölskylda í Finnlandi ætti þar ættingja eða venzla- menn. Mér er næst að halda að þær séu ekki margar fjölskyld- urnar í Bolungarvík, sem ekki eiga ættingja eða venzlamenn í hinni votu gröf. Svo stórhöggur hefur Ægir verið í garð vest- firzkra sjómanna. Fólkið í Bolungarvík safnast i dag saman í -hinni fögruikirkju sinni til þess að minnast þeirra Þórarins Sigurgeirssonar og Guð mundar Þórðarsonar, sem Jórijst af Kristjáni Hálfdáns þ. 9. febr. sl. Sorg ástvina þeirra er harmur alls byggðarlagsins. Þeir voru fulltrúar þeirrar æsku, sem pr að taka við miklum arfi úr lhenidi harðgerra og dugandi manria. Við þá voru miklar vonir tengid- ar. Ég man eftir þessum drengj- um frá því að þeir voru; smá- börn, sá þá í leik og starfi. Nú eru þeir horfnir. Þeir féllú mitt í önn dagsins. En þótt enginn minnisvarði standi á gröf þeirta úti af Kögri lifir minning þeirfa áfram, björt og fögur, um vaska drengi, sem unnu byggðarlagi sínu og landi vel meðan dagur entist. Ég votta ástvinum Þórarins Sigurgeirssonar og Guðmundár Þórðarsonar innilega samúð. S. Bj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.