Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.02.1961, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. febr. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 3 kenningu á beinum grunnlínum, sem þeir höfðu miðað landhelgi sína við. Hafði þessi dómur Al- þjóðadómstólsins mikla almenna þýðingu í sambandi við ákvörðun grunnlína og myndun reglna um það atriði. i>egar hinn 19. marz 1952 gaf ríkisstjórn íslands útNreglugerð, er náði til alls landsins, þar sem beinar grunnlínur voru dregnar og fiskveiðilögsaga ákveðin 4 sjó- mílur frá þeim. Bretar mótmæla Brezka ríkisstjórnin og ríkis- stjórnir þriggja annarra landa mótmæltu þessum aðgerðum fs- lendinga, en létu þar við sitja. Hins vegar beittu samtök brezkra togaramanna sér fyrir löndunar- banni á íslenzkum ísvörðum fiski í brezkum höfnum. ítrekaðar viðræður fóru fram milli íslenzkra og brezkra stjórn valda, þar sem báðir aðilar settu fram sjónarmið sín varðandi Etækkun fiskveiðilögsögunnar og löndunarbannið. Fyrri hluta árs 1953 var t.d. rætt um þann mögu leika að leggja deiluna um reglu gerðina frá 19. marz 1952 fyrir Alþjóðadómstólinn, og hinn 24. •príl 1953 tjáði sendiherra íslands í London brezka utanríkisráðu- neytinu, að íslenzka ríkisstjórnin væri reiðubúin að skjóta þessum ágreiningi til Alþjóðadómstólsins og væri reiðubúin að taka upp viðræður við brezku stjórnina um, á hvern hátt það skyldi gert, að því tilskildu, að löndunarbann inu yrði strax aflétt, að fengnu samkomulagi um málsmeðferð. Löndunarbanni aflétt Af þessu varð ekki, þar sem | brezka ríkisstjórnin taldi sig ekki I hafa aðstöðu til að tryggja, að því skilyrði íslenzku ríkisstjórnarinn ar yrði fullnægt, að löndunar- banninu yrði aflétt, áður en deilu málið færi til dóms. Löndunarbanninu var ekki af- létt fyrr en í nóvember 1956, eft- ir að samningar höfðu tekizt, fyr- ir atbeina Efnahagssamvinnu- stofnunar Evrópu (OEEC), milli íslenzkra og brezkra togaraeig- enda, þar sem settar voru reglur um löndun íslenzks ísvarins fisks í brezkum höfnum, og er sá samn ingur enn í gildi. Næstu aðgerðir íslendinga í landhelgismálinu voru reglugerð nr. 70 30. júní 1958, þar sem fisk- veiðilandhelgin var ákveðin 12 mílur. Grunnlínum þótti hins veg ar ekki fært að breyta. Samnmgar boðnir 1958 i/rir imlligönga Atlants- haisbandalagsins Fyrir gildistöku reglugerðarinn ar 1958 var afstaða íslands kynnt þeim, þjóðum, sem einkum áttu hér hagsmuna að gæta, og þess freistað, að fá þær til að viður- kenna væntanlegar ráðstafanir íslendinga. í þeim viðræðum, sem þá áttu sér stað á vegum Atlantshafs- bandalagsins, var þátttökuríkjum þess af íslands hálfu boðið, að þeim skyldi heimilt að láta skip sín stunda veiðar um þriggja ára skeið, milli 6 og 12 mílna allt um hverfis landið, gegn því skilyrði, að þau viðurkenndu þá þegar 12 mílna fiskveiðilögsögu og að viss- ar breytingar yrðu gerðar á grunnlínum. Þessar grunnlínu- breytingar voru þó miklum mun minni en þær breytingar, sem Bretar eru nú reiðubúnir að fall- ast á til lausnar fiskveiðideilunni. Meðal annars var ekki gert ráð fyrir breytingum á grunnlínum hvorki á Faxaflóa né Selvogs- banka. Þessu tilboði islenzku rík- isstjórnarinnar var hafnað. Ríkisstjómir þær, sem mót- mæltu hinum nýju reglum, létu allar sitja við mótmælin ein, nema brezka ríkisstjórnin, sem ákvað að veita brezkum fiski- skipum herskipavernd innan 12 mílna markanna. Við þetta skapaðist mikið hættuástand á íslandsmiðum, þar sem íslenzku varðskipin háðu ójafna baráttu við ofurefli brezka flotans, og framferði brezkra togara og herskipa leiddi hvað eftir annað til þáska legra, árekstra svo að lífsháski stafaði af. Ályktun Alþingis 1959. Með ályktun Alþingis hinn 5. maí 1959 voru túlkaðar skoð- anir alþjóðar á framferði B’-eta hér við land og jafnframt ítrek- uð sú stefna, sem mörkuð hafði verið þegar með landgrunns- lögunum frá 1948. Ályktun þessi var svohljóðandi: „Alþingi ályktar að mótmæla harðlega brotum þeim á ís- lenzkri fiskveiðilöggjöf, sein brezk stjórnarvöld hafa efnt til með stöðugum ofbeldisaðgerð- um brezkra herskipa innan ís- lenzkrar fiskveiðilandhelgi, nú nýlega hvað eftir annað jafnvel Jnnan fjögurra mílna landhelg- innar frá 1952. Þar sem þvílík- »r aðgerðir eru augljóslega setl- aðar til að knýja íslendinga til undanhalds, lýsir Alþingi yfir, «ð það telur ísland eiga ótví- ræðan rétt til 12 mílna fisk- veiðilandhelgi, að afla beri við- urkenningar á rétti þess til land grunnsins alls, svo sem stefnt var að með lögunum um vís- indalega verndun fiskimiða land grunnsins frá 1948 og að ekki komi til mála minni fiskveiði- landhelgi en 12 mílur frá grunn- línum umhverfis landið.“ Mótmæli í=lentUnga ítrekuð mótmæli íslenzku rík- isstjórnarinnar gegn aðgerðum Breta voru ekki tekin til greina. Það var ekki fyrr en við upp- haf ráðstefnunnar í Genf um miðjan marz 1960, að Bretar á- kváðu að hætta þessum aðgerð- um, og var þá einungis miðað við þann tíma, sem ráðstefnan stæði. Ekki varð samkormi1"'» ? ré«_ stefnu þessari og því við lok hennar alger óvissa ríkiandi um, hvað við tæki. Þá ákvað ís- lenzka ríkisstjórnin að veita sakaruppgjöf öllum þeim brezk. um togaraskipstjórum. sem brot legir höfðu gerzt við reglugerð- ina um 12 mílna fiskveiðiland- helgina. Brezkir togaraeigendur tilkynntu síðan, að þeir mundu ekki láta skip sín veiða inn- an fiskveiðitakmarkanna næstu þrjá mánuði, talið frá 12. maí. Síðar var þetta framlengt um tvo mánuði, og enn um óákveð- irin tíma, eftir að viðræður hóf- ust við Breta. Á sl. sumri kom bó i Ijós, að hættuástandi var ekki bægt frá og alvarlegir árekstrar urðu milli íslenzkra varðskipa og fiskibáta annars vegar og brezkra togara og herskipa hins vegar. Víðræður teknar upp Um þær mundir bar brezka ríkisstjórnin fram tilmæli til ís- lenzku ríkisstjórnarinnar ura viðræður til lausnar fiskveiði- deilunni. Ríkisstjórnin féllst á þessi tilmæli, og segir um það svo í fréttatilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinú hinn 10. ágúst 1960: „Ríkisstjórn Bretlands hefur farið þess á leit við ríkisstjórn íslands, að teknar verði upp við ræður þeirra i milli um deilu þá sem er um aðstöðu brezkra fiskiskipa á íslandsmiðum. Þar sem íslenzku ríkisstjórninni virð ist einsætt, að kanna beri til hlítar öll úrræði, sem koma mættu í veg fyrir áframhald- andi árekstra á íslandsmiðum, auk þess sem vinna þurfi að framgangi ályktunar Alþingis frá 5. maí 1959, hefur hún tjáð sig reiðubúna til slíkra við- ræðna, jafnframt því, sem hún hefur ítrekað við brezku stjórn- ina að hún telur ísland eiga að leysa fiskveiðideiluna á grundvelli orðsendingar þeii^rar, sem fylgir þingsályktunartil- lögu þessari. Er málið þar með lagt fyrir Alþingi til ákvörðun- s \ s s s s s V \ s s s s s i s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Fiskveiðilan helgin stækkar Þróunin frá 1901 — 1961 SAMKVÆMT SAMNINGI Dana við Breta árið 1901 var landhelgi íslands 3 sjóm. og landhelgis- línan dregin inn um firði og flóa. Árið 1948 setur Alþingi lög um vísindalega verndun fiskimiða land- grunnsins. Baráttan er hafin fyrir útfærslu fisk- veiðitakmarkanna. Árið 1950 er á grundvelli land- grunnslaganna sett fyrsta reglugerðin um útfærslu. Þá er á takmörkuðu svæði fyrir Norðurlandi fært út í 4 mílur og grunnlínur réttar. Árið 1952 gefur ríkisstjórn íslands út nýja reglugerð, þar sem fló- um og f jörðum er lokað, grunnlínur dregnar heint fyrir mynni þeirra og fiskveiðitakmörkin ákveðin 4 mílur. 1958 eru svo sett 12 mílna fiskveiðitak- mörk. Árið 1901 er flatarmál íslenzkrar fisveiðiland- helgi 24,530 ferkm., árið 1952 42,905 ferkm., árið 1958 69,809 ferkm., árið 1961, eftir grunnlínubreyt- ingarnar, 74,874 ferkm. Flatarmál fiskveiðilandhelginnar hefir þannig aukizt úr 24,530 ferkm., árið 1901 í 74,874 ferkm. með þeim breytingum, sem nú er verið að gera. Þróunln í landhelgismáunum hefur þannig gengið föstum og öruggum skrefum síðan 1948 er landgrunnslögin voru sett. > s s s i i s s s s j s s s s s s s s j s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ótvíræðan rétt að alþjóðalögum til þeirrar fiskveiðilögsögu, sem ákveðin hefur verið.“ Viðræður við Breta hófust i Reykjavík hinn 1. október 1960. Að þeim loknum er það mat ríkisstjórnarinnar, að unnt sé ar, enda lýsti forsætisráðherra yfir því í þingbyrjun, að sam- ráð yrði haft við Alþingi áður en úrslitaákvörðun yrði tekin. Skal nú gerð fyrir því nánari grein, í hverju lausn deilunnar er fólgin í einstökum atriðum. Tokmörkuð veiðiheimild til Breta í þrjú úr í 3. og 4. tölulið orðsendingar- innar eru ákvæði um, að brezk skip megi stunda veiðar milli 6 og 12 mílna á nánar tilteknum svæðum og tímum og skuli það gilda næstu þrjú ár. Jafnframt er ger ráð fyrir tilteknum svæðum milli 6 og 12 mílna, sem lokuð verðí með öllu fyrir veiðum brezkra togara. Þegar ákvæðið um heimild Breta til veiða milli 6 og 12 mílna er athugað, verður að taka tillit til þriggja atriða, sem skipta meg inmáli. I fyrsta lagi eru grunn- línubreytingarnar, sem áður get- ur, í öðru lagi þau svæði, sem algerlega eru undanskilin og brezk skip geta aldrei stundað veiðar á og í þriðja lagi hinn takmarkaði timi, á ári hverju, sem veiðarnar eru leyfðar. Horn — Langanes Á svæðinu frá Horni að Langa nesi er gerð mikilvæg grunnlínu- breyting á Húnaflóa. Enn fremur er svæðið milli Grímseyjar og lands með öllu lokað. Sama gild- ir um svæðið umhverfis Kolbeins ey, en þar er oft mikið magn smáfisks. Um þriggja ára skeið verður brezkum skipum hins veg ar leyft að stunda veiðar annars staðar á þessu svæði milli 6 og 12 mílna, en þó aðeins 4 mánuði á ári hverju, á tímabilinu júní til september þannig, að samanlagð ur tími þeirra innan 12 mílna markanna verður eitt ár. Fyrir Austfjörðum Á veiðÍEVæði Austfjarðaibáta frá Langanesi að Mýrnatanga, hefur grunnlínubreytingin sunn- an Langaness mikla þýðingu. Fyr ir Austfjörðum og Suðaustur- landi eru veiðar brezkra skipa leyfðar milli 6 og 12 mi'lna mis- jafnlega langan tjma á ári hverju. Nyrzt, þar sem grunnlínubreyt- ing er gerð, er veiðitíminn lengst ur, 8 mánuðir, á tímabilinu maí til desember. Samanlagt verður þessi tími 2 ár, og vegna grunn- línubreytingarinnar verður veru legur hluti svæðisins milli 6 og 12 milna utanvið núverandi 12 milna mörk. Á miðsvæðinu, milli Glettinga ness og Setuskers við Reyðar- fjörð, eru veiðar brezkra skipa milli 6 og 12 mílna leyfðar í 6 mánuði á ári hverju, mánuðina janúar til apríl og júlí og ágúst. Samanlagt verður þessi timi á hinu þriggja ára tímabili eitt og hálft ár. Netasvæði friðuð Á syðsta svæðinu, sem nær frá Setuskeri að Mýrnatanga í Með- allandsbugt, er brezkum skipum heimilað að veiða milli 6 og 12 mílna í 5 mánuði, marz til júlí. Sú veigamikla undantekning er þó gerð, að á tveimur svæðum, við Hornafjörð og Ingólfshöfða, eru þessar veiðar bannaðar, en þessi svæði hafa undanfarið verið þýðingarmikil fyrir þorskanetja- veiðar báta. Þegar þessi svæði eru undantekin, eru brezkum skipum heimilaðar veiðar saman lagt í 15 mánuði á þriggja ára Framh. á bls. *. Kauphækkanii, sem ekki eru teknar aftur Alþýðublaðið birti sl. sunnu- dag forystugrein undir fyrir- sögninni „Stjórnin og kaupið“. Er þar vakin athygli á því að núverandi ríkisstjórn hafi lýst því yfir, er hún tók við völdum að hún mundi ekki skipta sér af vinrnudeilum, heldur láta verkalýðshreyfinguna og at- vinnurekendur semja um þau mál. í forystugrein þessari er m. a. komizt að orði á þessa leið: „Ríkisstjórnin er vissulega ekki mótfallin kauphækkunum, ef atvinnurekendur geta greitt þær, án þess að fá þær endur- greiddar í hærra verðlagi eða uppbótum. Slíkar kauphækkan- Ir, sem ekki eru teknar aftur af fólkinu eru raunhæfar. Almenn hækkunaralda, sem velt er yfir í verðlagið er blekking." Velt yfir á fólkið sjálft í forystugreininni er síðan haldið áfram: „Undanfarin ár hefur það orðið að fastri venju, að ríkis- stjórnir önnuðust það hlutverk að velta kauphækkunum aftur yfir á fólkið sjálft. Þessi venja hefur skapað óhollan og hættu- legan hugsunarhátt sem bygg- ist á þeim grundvelli að hér hljóti alltaf að vera stanzlaus verðbólga. Það er nauðsynjamál fyrir þjóðina að losna við slíkan hugsunarhátt, hætta að blekkja sjálfa sig, hætta að velta mál- unum af eimim yfir á annan endalaust. Þess vegna er það þýðingarmikið skref í áttina til heilbrigðari efnahagsmála, að ríkisstjórnin hefur staðið við loforð sitt að þessu leyti og þar með stöðvað óheillaþróun lið- inna ára á kaupgjaldssviðinu.“ TBrauna.kanínur Fram- sóknar og kommúnista Allt frá upphafi verkfallanna í Vestmannaeyjum hefur því verið haldið fram hér í blaðinu að niðurrifsbandalagið, þ. e. Framsóknarmenn og kommún- istar hafi ætlað sér með þessum verkföllum að gera Vestmanna- eyinga að nokkurs konar til- raunakanínum. Þsssi verkföll í langsamlega þróttmesta sjávar- útvegsbyggðarlagi landsins voru tilraunaverkföll niðurrifsbanda- lagsins. Með þeim voru komm- únistar og Framsóknarmenn að þreifa fyrir sér um það, hvar unnt væri að brjóta skarð í þann varnarmúr, sem núver- andi ríkisstjórn hefur hlaðið gegn áframhaldandi verðbólgu Allur almenningur veit, að Morgunblaðið hefur haft rétt fyrir sér í þessu. Kommúnist- arnir sem stjórna Dagsbrún töldu það of mikla áhættu að kasta fjölmennasta verkalýðs- félagi landsins út i verkfall strax upp úr áramótunum. Full- komin óvissa ríkti um það, hver úrslit slíkra átaka yrðu. Nú eru Tímamenn og komm- únistar farnir að bollaleggja um það að Morgunblaðið hafi „hót- að með því að verkafólk í Vest- mannaeyjum verði gert að til- raunakanínum". Með þessu er staðreyndunum algerlega snúið við. Mesta verkfallsstjórnin Vinstri stjórnin Iofaði þvi eins og kunnugt er að stjórna íslandi og leysa öll vandamál efnahagslífsins fyrst og fremst með hagsmuni verkalýsðsins fyrir augum og í náinni $am- vinnu við samtök hans. En nið- urstaðan varð sú að aldrei hef- ur annar eins ófriður ríkt á vinnumarkaðnum og á því stutta tímabili' sem vinstri stjórnin fór með völd á.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.