Morgunblaðið - 28.02.1961, Side 13

Morgunblaðið - 28.02.1961, Side 13
Þriðjudagur 28. febr. 1961 MORCVNbLAÐiÐ 13 fyrir svik við kaup og solu á húsi Sunnudagrsmorgun í Bankastræti. BrunaverSir réðust til atlögu við eldinn gegnum glugga á annarri og þriðju hæð hússins. Ljósm.: Sveinn Þormóðsson. Ný húsakynni Verziunar- bankans skemmast í eldi KLUKKAN um hálf niu á sunnu dagsmorgun kom upp eldur á 2. hæð í verzlunarhúsi Lárusar G. Lðvíkssonar við Bankastræti, en þar voru iðnaðarmenn að vinnu sinni við að dúkleggja hæðina, sem Verzlunarbankinn hefur tek- ið á leigu og ætlaði að flytja í 10. Á límdunklnum stóð á frönsku með stórum stöfum að límið væri bráðeldfimt og að dunkur- inn mætti ekki fá skell. En það haía dúklagningarmennirnir sjálfsagt ekki skilið. marz. Læsti eldurinn slg frá raf magnsofni í geysieldfimt gólf dúkalím og varð þar strax svo mikið bál að menn forðuðu sér naumlega. Kl. 8,38 barzt fyrsta kallið til slökkviliðsins með sendiboða. Og strax á eftir byrjuðu símahring ingar, sem tilkynntu um eldinn. Er slökkviliðið kom á vettvang, Btóðu eldur og reykmökkur út um glugga á annarri hæð og inni var allt eitt eldhaf. Menn forðuðu sér naumlega » Þennan sunnudagsmorgun höfðu bæði málarar og dúklagn ingarmenn verið þarna að vinnu, og dúklagningarmennirnir verið að bera á gólfið dúkalím úr dunki, sem á stóð á frönsku að innihaldið væri geysieldfimmt og að dósin mætti ekki fá skelli. í einu herberginu var rafmagns ofn með glóandi spiralvírum. Hefur sennilega gufað upp af líminu og varð sprenging af hit- anum. Skipti engum togum að eldurinn læsti sig svo fljótt um allt límið að mennirnir gátu með naumindum forðað sér út, einn komst upp á 3. hæðina og þaðan út um glugga og niður vinnu- palla. Slökkviliðið kom fljótt á vett- vang með fjóra bíla og var ráð- ið til atlögu við eldinn gegnum glugga á 2. hæðinni, upp stigana og út um glugga á 3. hæð, sem var full af reyk og kominn þar mikill hiti, þó enginn væri eld- urinn. Gekk greiðlega að slökkva eldinn og var fyrsti brunabíllinn kominn aftur á stöðina tæpum klukkutíma eftir að hann fór þaðan. Miklar skemmdir Skemmdir urðu miklar á 2. Stolið í Reykjavík - fannst í Borgar- firði f FYRRAKVÖLD <auglýsti lög- reglan eftir fólksbifreið, sem stolið hafði verið nóttina áður við Lynghaga 2 í Reykjavík. Var þetta tveggja dyna Fordbifreið, sem Kristinn Olsen flugstjóri á. Eftir að auglýsingin hafði ver- ið lesin í útvarpinu, var sýslu- manninum í Borgarnesi tilkynnt að bíllinn stæði á veginum við Brautarholt í Borgarfirði og væri mannlaus. Kom í ljós við nán- ari athugun að bifreiðastjóri einn í Borgarnesi hafði fyrstur séð bifreiðina þarna á veginum laust fyrir kl. 12 : hádegi á sunnudag og var þá maður við bifreiðina. Gat bifreiðastjórinn gefið nokkra lýsingu á manr.i þessum, en hann var ófundinn í gærkvöldi. hæðinni, en búið var að gera hana alveg upp og mála og átti af- greiðsluborð og önnur innrétting að koma á mánudagsmorgun. Einnig hafa orðið talsverðar skemmdir á 3. hæðinni af reyk, en þar var búið að ganga frá innréttingu. Ekki kvaðst Hösk- uldur Ólafsson, bankastjóri, treysta sér til að meta tjónið að svo komnu máli, en það mun skipta hundruðum þúsunda. Hús- næðið var vátryggt. Áætlað var að húsnæði Verzl- unarsparisjóðsins yrði tilbúið um miðja næstu viku og flutt yrði í það 10. marz, eins og áður er sagt. Strax í gær var byrjað að gera við skemmdirnar og er ekki séð fyrir hve mikið þessi bruni tefur flutningana. SL. LAUGARDAG var í saka- dómi Beykjavíkur kveðinn upp( dómur í máli ákæruvaldsins gegn Einari Gunnari Einarssyni héraðsdómslögmaimi og Jóni | Andrési Sveini Hallgrímssyni Valberg. Ákærðu voru báðir dæmdir í 6 mánaða fangelsi og sviptir kosningarétti og kjör- gengi (óskilorðsbundið). Einnig var Einar Gunnar sviptur leyfi til málflutnings fyrir héraðs- dómi. Hann hefur óskað áfrýj- unar. Dómurinn var kveðinn upp af Halldóri Þorbjörnssyni, fulltrúa sakadómara. 50 ÞÚS. KR. HAGNAÐUR Málsatvik voru þau, að á- kærður Andrés Valberg, sem starfaði við fasteignasölu er Ein- ar Gunnar rak, var sakfelldur fyrir sviksamlegt atferli í sam- bandi við kaup og sölu á húsinu Þrastargötu 7 haustið 1058. Eig- andinn, Gunnar Jónsson, sam- þykkti að selja húsið fyrir 110 þús. kr. Skömmu áður en hann gekkst inn á að láta húsið fyrir þetta verð, höfðu ákærðir feng- ið tilboð í húsið að fjárhæð 160 þús. frá Jóhannesi Helgasyni útvarpsvirkja, sem býr þar nú. Andrés ákvað þá að nota sér þetta til að hagnast á því. Leyndi hann Gunnar kauptil- boði Jóhannesar og Jóhannes sölutilboði Gunnars, fékk svo kunningja sinn, Guðvarð Skag- fjörð Sigurðsson kaupmann til að vera málamyndakaupanda að húsinu. Keypti Andrés svo hús- ið í nafni Guðvarðs af Gunnari Jónassyni fyrir kr. 110 þús., en seldi aftur Jóhannesi Hel^psyni fyrir 160 þús. Rann mismunur- inn til Andrésar sjálfs. Með þessu gerðist Andrés sekur um brot gegn 248 gr. almennra hegningarlaga (svik). MISNOTKUN Á STÖÐU Einnig var talið sannað, þrátt fyrir neitun ákærðs, Einars Gunnars, að hann hefði aðstoðað ákáerða Andrés við brot þetta. Var hann því dæmdur fyrir brot gegn 248. gr. sbr. 22. gr. hegn- ingarlaga, sbr. einnig 138. gr. með því að hann hefði framið brot sitt með misnotkun á stöðu sinni sem opinber sýslunarmað- ur. Andrés Valberg var einnig á- ákærður að hafa beitt svikum í sambandi við kaup og sölu á húsinu nr. 52 B yið Njálsgötu vorið 1059. Eigi var talið sannað að hann hefði komið sviksam- lega fram að þessu leyti og var hann sýknaður af þessu ákæru- atriði. Auk þess sem áður er getið var Andrés dæmdur til að greiða málvarnarlaun skipaðs verjanda síns, Ragnars Jónsson. ar hrl., en ákærðir in solidium til að greiða allan annan sakar- kostnað, þar á meðal þóknun til skipaðs sækjanda, Benedikts Blöndals cand. jur., sem þreytti prófraun héraðsdómslögmanns með þessum málflutningi. Engar bótakröfur voru hafðar uppi í málinu. Andrés Valberg hefur Gunnar Sigurðsson, varaslökkviliðsstjóri, með rafmagnsofn- inn og duukinn undan líminu, sem olli brunanum. endurgreitt ólöglegan ávinning af brotj sínu. Kópavogur HANDAVINNUKVÖLD Sjálf- stæöískvennafélagsins Eddu í Kópavogi verður i kvöld 28. febr. í Melgerði 1, kl. 8,30. Málfundanámskeid MÁLFUNDANÁMSKEIDI Heim- dallar heldur áfram í Valhöll í kvöld kl. 8,30. Umræðuefni: Félagsmál Heimdallar. Frummælandi Lúðvik Karls- son, menntaskólanemi. Á fundinum gefst Heimdelling- um tækifæri til að ræða málefni félagsins og gagnrýna stjórnina fyrir það, sem betur mætti fara. Heimdellingar eru eindregið hvattir til að f jölmenna. Beita loðnu NESKAUPSTAÐ, 27. febr. — Alla sl. viku var hér landlega vegna stöðugra sunnanstorma. Seint á laugardag fóru útilegu- bátar allir á veiðar. í fyrri viku gerði hér ofsaveð- ur á sunnan. Lítið tjón mun þó hafa orðið af veðri þessu, nema hvað víða brotnuðu rúður og slitn uðu loftnet. Afli landróðrabáta var lítill 1 gær og í dag, 2—5 tonn, enda er mikil loðna komin á miðin. Nokkr ir bátar, sem róa í kvöld hafa beitt loðnu. Útilegubátarnir beita nú einnig flestir loðnu, sem þeir hafa veitt sjálfir. Færabátar eru nú sem óðast að búast til veiða og fara fyrstu bát- arnir héðan í kvöld. Dettifoss er hér í dag og lestar freðfisk. — S. L. — Fréttabréf Framh. af bls. 9. um í 30 ár og verið sérstaklega heppin á sínum langa starfstíma lét af embætti en við tók frú Þórdís Sigurðardóttir Ási er út- skrifaðist úr Ljósmæðraskóla íslands á s.l. hausti. Um þriðjungur af því fólki er vant er að fara á vertíð héðan er farinn fyrir nokkru en hitt bíður þess að horfur á lausn verlc fallanna verði betri. — I. I. Fasteigrtasalar fá fangelsisdóm

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.