Morgunblaðið - 30.04.1961, Síða 3

Morgunblaðið - 30.04.1961, Síða 3
Sunnudagur 30. april 1960 MORGIJTSBLAÐIÐ 3 „Tíminn og vatmö“ meðal hins ógætosta í Ijóðagerð vorra tíma IVorðmenn hrifnir af Ijóðum Steins Steinarrs MORGUN BL AÐINU hafa borizt nokkrir blaðadómar um þýðingu Ivars Orglands á Ijóðum eftir Stein Stein- arr. Nefnist bók Orglands „Pa veglaust hav“ og er þar auk Ijóðanna ítarleg ritgerð um Stein Steinarr. Bókin er útgefin af Fonna-forlagi í Ósló eins og fyrri ljóðaþýð- ingar Orglands á íslenzkum ljóðum. * * ♦ Egill Rasmussen skrifar í Aft- enposten undir fyrirsögninni: NY ISLANDS LYRIK. Steinn Steinarr er fjórða ís- ienzka nútíma skáldið, sem Ivar Orgland kynnir Okkur á norsku og áreiðanlega ekki sem minnsta eftirtekt vekur. Steinn Steinarr, sem lézt árið 1958, á fimmtug- asta ári hefur verið kallaður Tor Jonsson íslands og brautryðjandi nútímastefnu íslenzkrar ljóða- gerðar. Þessi síðasta staðreynd vekur óneitanlega nokkra for- vitni. Nútímaljóðlist olli akki svo litlum hræringum með unn- endum hins klassíska Ijóðaforms liér á landi — en hverju má þá ekki búast við á íslandi, þar sem hin aldagömlu skáldskaparform hafa nánast fengið á sig helgi- blæ. Og víst urðu þar deilur — frá þvi segir Ivar Orgland á skemmti legan hátt í hinni ítarlegu rit- gerð sinni fyrir ljóðasafninu. Hann gefur þar lifandi og að- laðandi mynd af ljóðskáldi, sem Ivar Orgland Noregi. Hann færir okkur mikil verðmæti sem hljóta að verða norskum ljóðskáldum mikils- verð hugmyndalind. Þeir munu hafa sérstaka gleði af þeirri bók sem Ivar Orgland sendir nú frá sér — þýðingar á ljóðum Steins Steinarrs. Steinarr er án efa at- hyglisverðasta nútímaskáld ís- lendinga. Steinn Steinarr sendi frá sér fyrstu ljóð sín árið 1934, og lézt fyrir nokkrum árum tæplega fimmtugur. Þau ár, sem hann lifði sem skáld varð hann mikil- vægur íslenzkri ljóðlist. Hann hóf feril sinn sem. fátækt öreiga- skáld, eins og fleiri góðskáld á íslandi, en það voru ebki ein- ungis stjórnmálalegar endurbæt- ur, sem hann sóttist eftir, heldur vildi hann einnig gera byltingu á sviði skáldskaparins — og það var verra. íslenzkur skáldskapur á ræt- ur aftur í tímum fornsagnanna Og hann hefur að formi Og inni- haldi verið sterklega bundinn gömlum erfðavenjum. Steinn Steinarr brauzt úr viðjum forms- ins og leitaði sér fyrirmynda ut- an heimalandsins — hjá Esra Pound, T. S. Elliot, eða sænsk- um „förtitallistum“. Það var erf- itt að afla sér viðurkenningar á fsíandi með slíkum nýjungum, en Steinn Steinarr barðist áfram og þegar hann lézt var hann orð- inn fórystumaður nútíma skálda. ívar Orgland hefur bók sina með langri og ítarlegri ritgerð um Stein Steinarr, sem jafnframt gefur ljósa grein fyrir því, hvern- ig nútíma ljóðlist hefur náð fram göngu á íslandi. Steinn Steinarr var ekki í hópi hinna afkasta- miklu skálda, en því vandlátari á verk sín. Hið góða úrval, sem Orgland gefur okkur hér í norskri þýðingu ætti að geta gef- ið góða og skýra hugmynd um skáldið. Mér virðist sem við höf- um hér fengið í hendur ljóð skálds sem á fáa sína líka á Norð urlöndum. Af ljóðunum, sem raðað er í tímaröð í bók Orglands, tökum við eftir stígandanum í skáld- skap Steins Steinarrs, þróun hans í átt til hlnnar frjálsu Og sterku hugsunar, meiri einstak- lingshyggju og frumleika forms og innihalds. Ivar Orgland líkir honum oft við Thor Jonsson okk Steinn Steinar ar og vissulega hefði mótt vænta þess, að Thor hefði náð svo langt, hefði hann ekki dáið svo alltof ungur. Án þess að lesa íslenzku og þekkja frumkvæðin tel ég óhætt að segja, að Ivar Orgland hafi náð óvenjulega góðu taki á skáld skap Steins Steinarrs. Margt bendir til þess, að hann hafi ver- ið verulega hugfanginn af þeim ljóðum, er hann valdi til þýð- ingar. Árangurinn er að minnsta kosti góð bók, þar finnast skarp- ar skoðanir, viðkvæmni og hlýja og sannleikskrafa, sem vart verð ur uppfyllt. Mestu áhrif hefur ef til vill síðasti hluti bókarinn- ar — ljóðaflokkur, sem var fram lag hans til hins svonefnda atómskáldskapar". Þessi ljóð, sem ollu slíkum deilum koma til með að verða meðal hins ágæt- asta í ljóðagerð vorra tíma. * * * Odd Solumsmoen ritar í Arbeid erbladet undir fyrirsögninni: En islansk Tor Jonsson: Síðasti vitnisburðurinn um hæfileika Ivars Orglands sem þýðara — „Enno syng várnatt" — þýðingar á Ijóðum eftir Tómas Guðmundsson, kom út 1959. Nú hefur hann — rúmu ári síðar, nýtt þýðingarafrek að sýna okk- ur — P& vegláust hav — þýð- ingar á ljóðum eftir Stein SteiEH arr. Þessi bók er einnig með ítar- legum formála, þar sem skýrt er frá höfundinum og verkum hans. — Það lá beinast við að likja Tómasi Guðmundssyni við Hei> mann Wildenvey (þótt slíkur samanburður hafi i sjálfu sér lítið gildi, getur hann þó gefið norskum lesendum vissa hug- mynd um stíl og efni) — Steinn Steinarr er aftur á móti Tor Jönsson Islands, segir útgefand- inn. Og hér er auðvitað um meiri líkindi að ræða, en fram kemur í nöfnum þessara tveggja skálda, sem bæði hljóma vel — eru hörð í hljómum. Hér er ekki rúm að segja ná- kvæmlega frá ritgerð Orglands. En það hlýtur að vekja sérstak- an áhuga okkar hér í Noregi að heyra, að Steinn Steinarr er fulltrúi íslenzkrar nútímaljóð- listar — hins svo nefnda „atóm- kvaðskapar", sem átti erfiða fæð ingu á sögueyjunni. Þessi gerð ljóðlistar vakti fyrirlitningu margra og enn fleiri gerðu hana hlægilega. Á hinn bóginn eign- aðist hún lítinn hóp áhangenda, sem margir voru næsta lausir við gagnrýni. Svo sem Orgland bend ir á, var líka til fulls mikils æti- azt af íslendingum, að þeir vörp- uðu fyrir borð öllu því, sem hafði haldið máli þeirra við líði —- rími , stuðlum og höfuðstöfum. Á hinn bóginn hefði mátt vænta þess, að hin djarfa myndanotkun forníslenzku skáldanna hefði hert þjóðina. Hvað um það — sjálft atómskáldið Steinn Stein- arr kemur fram sem formfast ljóðskáld í mörgum mikilsverð- um ljóðum hans. Það kemur í ljós af ljóðum þeim, sem Org- land hefur valið úr fyrstu ljóða bókum skáldsins. „Afrómantíser- íng“ er að vísu þegar greinileg, en það sjást ekki nein merki veru legrar byltingar í foraii. Steinn hefur einnig ort sonnettur og gefur bókin nokkur góð sýnis horn af þeim. Sá sem ekki kann íslenzku get- ur vitaskuld engan veginn sagt Framh. á bls. 9. ekki var ávallt svo auðvelt í með; förum — skarpur í svörum, hörkulegur í persónulýsingum manngerða sem hann aftur átti til að tala um með samúð — bóhem og sósíalisti — en varð á fullorðinsárum andvígur hinu kommúníska velferðarríki. Auð- ugt geð gætt miklum andstæð- um, en fyrst Og fremst skáld, sem í krafti vilja síns og hæfi- leika til endursköpunar skáld- legrar erfðaleifðar þjóðar sinnar hafði mikil áhrif á sköpun og skilning nútímaljóðlistar á ís- landi. Af ritgerð Orglands fáum við sérkennandi hugmynd um af- stöðu Steins til hinnar sígildu spurningar um líf og skáídskap, þar sem segir, að Steinn hafii litið á Ezra Pound sem mesta Ijóðskáld aldarinnar, en jafn- framt segizt hann hafa háft var- anlegan skaða af lestri Ibsens á unga aldri. Líf og lífskóðanir Steins Stein- arrs freista manns til þess að ræða ítarlega um ritgerð Org- lands, — en í bókinni Pá veglaust hav hefur skáldið orðið, og ég geri ráð fyrir því, að Orgland hafi hér glímt við erfiðasta verk- efni sitt til þessa, hvað snertir þýðingar á íslenzkri ljóðlist. Af gildum ástæðum get ég ekki dæmt um ágæti þýðing- anna, en hlýt að játa, að ég hef sjaldan fengið í hendur ljóða- þýðingar, sem í sjálfum sér eru með slíkum ágætum. í þessu Ijóðasafni nemum við vel af þýð- ingum Orglands rödd íslands nú-j tímans, hið skarpa uppgjör vid erfðavenjur skáldskaparins og lífsskoðanir, sem a. m. k. í aug-j um Norðmanna hefur gert þenn- an útkjálka veraldar að eilífri sögueyju norræns skáldskapar. * * * Kjell Krogvig skrifar í Morg- enposten undir fyrirsögninni: Stor dikter og god tolker. Ivar Orgland á stóran þátt í manningarsamskiptum Norður- landa með sínu óþreytandi kynn ingarstarfi á íslenzkri Ijóðlist í ^UD^) Nú er rétti tíminn til að glerja nýja húsið og skipta um gler í því gamla. Búið yður í tíma undir að lækka hitakostnaðinn á komandi vetri. CUDO-einangrunargler sparar yður stór útgjöld án fyrirhafnar. Á milli glerskífanna er blýlisti, sem festur er við rúðurnar með sérstöku plastefni sem hefur ótrú- legan teygjanleika. Glerskífurnar eru EKKI fast bræddar við blýlistann. CUDO-rúðan þolir því betur öll veðurátök, titring og högg. I»egar rúðan svignar eða þensla verður í glerinu gefur plastefnið eftir án þess að samsetn- ingin skaðist og glerið brotnar því síður. Það sem er varanlegast er alltaf ódýrast. — 5 ára ábyrgð. CUDOGLER HF. Brautarholti 4 — sími: 12056.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.