Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 1
INIoregsblað víð og dreif um menningarsam- band íslendinga og Norðmanna eftir Guðmund G. Hagalín, rithöfund HOLLVINUR fslendinga, prófes sor Fredrik Paasche, sagði í grein sinni Islandske inntryk. „Vér Norðmenn eigum oss gjarna hlutdeild. í sögunum ís- lenzku og teljum þær einnig túlka norska þjóðarsál. Áreiðan lega getux þetta orðið um skör fram. Sagnaiist fslendinga á sér íslenzkar rætur: Áar þjóðarinn- er voru í andlegu uppnámi, þeg- tar þeir námu ísland og áttu þar síðan við að búa aðstæður, sem ekki voru til þess fallnar að leggja hömlur á skapsmuni þeirra, stjórnskipuliag íslendinga var algjörlega miðað við frelsi einstaklingsins, en jiafnframt þok eði það mönnum saman og gæddi hvern einstakan sívöikul- líTn áhuga á högum og háttum annorra, og í allri sinni hörku og ollum sínum mikillei'k hafði og náttúra landsins upp á að bjóða ofurgnægð hreinna og fastra forma“. íslendingar ihafa oft ergt sig ét af því, sem prófessor Paasche víkur að í upphafi þessarar til- vitnunar, og sjálfur veit ég ( manna bezt af viðtölum við Ihundruð manna í byggðum Nor- egs, hve viðkvæmt mál það er íslendingi, að heyra norskan jnann tala um sögurnar sem forn norskar bókmenntir, Kn þó að ég léti aldrei hjá líða að leiðrétta og víta þá menn, sem þannig töl- tiðu eða skrifúðu, og gætti þess vandlega að taka ræ'kilega fram í bliaðagreinum mínum og fyrir- Sestrum, að við íslendingar tækjum engan veginn vel upp, *ð Norðmenn eignuðu sér ís- Jenzkar fornbókmenmtir, þóttist ég brátt komast að raun um, að la.ngélestum þeirra manna, sem á annað borð þekktu þær og unnu þeim, gekk síður en svo til óvild eða ágengni, þegar þeir ikölluðu þær norskar. Ég hygg, eð sjónarmið slíkra manna verði bezt skýrt með atviki, sem fyrir mig kom á ferðalagi um Hörða- iland veturinn 1925—’26, atviki, eem hrærði mig, en varð mér iþá ekki að verulegu umhugsunar efni, enda mætti ég daglega alúð ©g ræktarsemi fjölda manns. Ég var sitadd ur í Alviðru og gisti þar á myndarlegum bónda- bæ. Mjög vel var að mér búið, en þar eð ég kom síðla dags og flutti erindi um kvöldið, t.alaði ég lítilslháttar við húsráðendur og son þeirra, sem var formaður félags þess, sem hafði fengið mig sem fyrirlesara. Ég reis ekiki snemma úr rekkju, og þeg- er ég hafði gengið út og svipazt um, settist ég að morgunverði með bónida, en síðan beið mín ökutæki, sem skyldi flytja mig niður í þorpið Alviðrusund. Að lokinni máltíð kvaddi húsbónd- 4nn mig vinsamlega og kvaðst nú verða að víkja að þeim störfum, sem sonur hans væri við, þvi að sonurinn ætti að flytja mig á járnbrautarstöðina. Þegar ég var ferðbúinn, kom húsfreyja til mín svolítið vand- ræðaleg og sagði, að tengdamóð- ur sína, sem væri karlæg, en sér- lega hress í anda, langaði mjög mikið til að sjá mig og hafa tal af mér. Ég sagði, að henni væri það ekki ofgott, blessaðri gömlu konunni og svo var mér þá fylgt upp á loft og inn þangað, sem hún var. Hún sat uppi í rekkju sinni og horfði stóreyg á mig, virtist litið eitt undra-ndi. Ég 'heilsaði henni hlýlega og glað lega, og hún varð eitt bros: „Komdu sæll, og velkominn! O.nei, o,nei, — að mér skyldi auðnazt að sjá þó einn af frænd- um mímum frá íslandi!" „Og hvernig lízt þér á?“ sagði ég 'hlæjandi. Hún hikaði, en sagði síðan: „Ég hefði hal'dið þig stærri, já, og eldri, en annars ertu ósköp líkur ættinni. Þú minnir mig á hann bróður minn ,sem fór til Ameríku, já, svo mikið, að ég hefði haildið þig barnabarn hans, ef þú hefðir komið þaðan, þú ert reyndar líkari ættinni en þeir tveir af mínu fólki, sem þar eru fæddir og s'kroppið hafa hingað heim. Já, gaman er að fá að sjá þig, gaman að þú skyldir koma að skoða gamla landið og segja fólkinu þínu hérna frá ættingj- um sínum þar.“ „Þú ert ekki búin að gleyma frændseminni", sagði ég. Hún sitarði á mig, auðsjáanlega hneyksluð, sagði síðan:, „Þú hefðir átt að heyra hann föður minn tala. Það var rétt eins og hann myndi eftir hon- um Þórði, sem héðan fór til ís- lands. 0,já, o,já, hann var ekki í vafa um það, að við værum af sömu ættinni, og ég vildi hann hefði séð þig, er auðséð á þér, að hann hefur ekki vaðið í villu og svima . . . Og er það ekki rétt, að til sé Alviðra á fslandi — 'hann sagði það að minnsta kosti og að þar hefði hann Þórð- ur búið?“ „Jú, það er Alviðra einmitt í sveitinni, sem ég er ættaður úr, Dýrafirði á Vesturlandinu". „Hún ljómaði og hóf vísifing- •ur hægri handax til áherziu, þeg- ar hún sagði: „Á, myndi hann hafa vitað, hvað hann söng! Þú berð það lí'ka með þér, að þú ert aif ætt- inni, eins og ég er búin að segja þér“. „En veiztu, hvaðan 'hann hafði þetta? Var það ekki úr íslend- ingasögunum?“ Hún sat íhugandi, sagði svo: „Það má vel vera, en þeir vissu það, faðir ha.ns og afi, og mér er nær að halda, að það hafi að minnsta kosti geymzt í minni, að héðan fhiafi einhver far- ið til fslands hér áður fyrrum‘“. „Já, en þetta eru nú tíu aldir, síðan hann Þórður Víkingsson flutti?“ Hún leit hvasst á mig: „Veit ég vel, en þó hún væri löng nóttin, sem grúfði hér yfir — al'lur danski tíminn, þá mundu þeir gömlu margt, og gamli kenn arinn minn hérna, sem enn er lifandi og lítur stundum til mín, sagði mér, að fyrir því væru komnar sannanir, að hér í Nor egi hefðu geymzt sannar sagnir á munni fólksins í sveitunum af mönnum og atburðum frá um 1600 . . . Og það get ég sagt þér með sanni, að mér og mörgum fleiri finnst styttra, síðan ykkar fólk tfór úr landi, heldur en flestir, sem r-uku til Ameríku og týndust þar — eða komu maður og maður heim sem rétt óþekkj anlegar manneskjur". Nú varð ég hugsi, en tíminn hafði flogið frá mér, og svo kvaddi ég gömlu konuna, sem bað mér blessunar, bað mig að heilsa landinu og fólkinu. Þessa sömu afstöðu til ökikar fslendinga rak ég mig á dög- unum oftar hjá almenningi og einmitt hinum þjóðlegustu menntamönnum í Noregi, þótt sjaldan kæmí hún eins skýrt og afdráttarlaust í ljós og hjá gömlu konunni í Alviðru. Þessi afstaða mun ailgengust í Naumu dal, Þrændiailögum og vestur um land allt suður á Þelamörk og Sætisdal, en austanfjalls í Hadd ingjadal og Valdres og er algeng- ari í sveitum og sveitaþorpum en í borgunum, en í borgunum er hún frekar ríkjandi hjá mennta mönnum en meðal almennings. Þorri hinna þjóðlegustu Norð- manna talar ekki af ásælni um íslenzkar fornbókmenntir sem norskar, heldur atf hreykni, sem á rætur sínar að rekja til þess- arar afstöðu. Stingum svo hendi í eigin barm: Saunarlega tölum við um afrek og velgengni amer- ískra borgara af íslenzkum ætt- um eins og þeir væru íslend- ingar, og víst höfum við viljað eigna okkur Bertel Thorvaldsen og Niels R. Finsen og skreyta okfcur með þeirra frægðarfjöðr- um — og það án þess að þar hafi fylgt góðvild í garð Dana, sem gáfu þessum stórmennum færi á að neyta þeirra miklu hæfileika, sem með þeim bjugigu. 2. Mjög hefur verið deilt um upp runa Eddukvæðanna og stund- um af þjóðlegum metnaði, þótt raunar hafi íslenzkur fræðimað- ur talið flest þeirra nors>k og norskur fært rök að því, að þam væru til orðin í Vesturvegi. Ekr hvað sem líður skiptum skoðun» um um þetta, verður hlutux ís- lendinga ávallt svo stór, að við þurfum ekki að falla í stafi, þótt frændur ökkar fýsi að standa ofck ur það næirri, að eitthvað af ljóma þessara bókmennta falli á þá. Við höfum tvímæialaust bjargað frá glötun svo til ölluia þeim mikla bókmenntaauði, sem 'orðið heifur grundvöllur norrænn ar ménningarreisnar á síðari öld- um, og óumdeilanlega eru ís- lenzkir menn höfundar að yfir- gnæfandi meiri hluta alls hins óbundna máls og auk þess flestra skáldakvæðanna, og mikil rök hofa verið færð að því, að ís- lenzk skáld hafi ort sum hin merkustu af Eddukvæðunum. En þrátt fyrir þetta verður ekki um það deilit, að íslenzk menningarþróun átti sér gildar rætur í norskum jarðvegi og að samskipti ' okkar við Norðmenn höfðu á hana veigamiki'l áhrif. Fornar rúnaristur sýna, að germanskar þjóðir hafa snemma tekið að styðja ljóðstöfum og skxeyta heitum og kenningum það mál, sem þær vildu að vel geymdist eða yrði að áhrínsorð- um, og þegar ísland byggist, er skáldskapur orðinn mikils met- inn í Noregi. Þá eru þar ort kvæði ekki einungis undir hin- um fábrotnu háttum: fornyrðis- lagi, málahætti og ljóðahætti, 'heldiur er þá lífca til orðinn drótt- kvæður háttur, og við vitum, að mörg skáld voru við hirð Har- alds komungs hárfagra. Mesta skáld íslendinga um aldir, Egill S>kallagrímsson, var af alnorsku foreldri, var maður hinnar fyrstu kynslóðar, sem fæddist á íslandi, og dvaldi auk þess löngum erlend is á blómaskeiði sínu — einkum í Noregi, og þótt frásagnir þær, sem hann heyrði í bernsku af ranglætinu, sem ætt hans hafði orðið að sæta í hinu fjarlæga föður- og móðurlandi, hafi haft djúp og örlögþrungin áhrilf á hið mikla skiap hans og á myndauð- ugt og víðfleygt ímyndumarafl hans, hefði skáldsnilli hams ver- ið lítt hugsanleg, ef hún hefði ekki þroskazt í jarðvegi fornrar skáldskaparhefðar. Hin munn- lega frásagnarlist hafði og þró- azt mjög í Noregi, enda þótti konungum og öðrum höfðingj- um það hin bezta skemmtam að hlýða máli snjallra sögumanna. Og þótt nótt danskra yfirráða og danskrar tungu ylli því, að ekk- ert var ritað á norsku máli í Noregi í margar aldir, var frá- sagraarhefðin forna svo rótgróin og lífseig, eins og gamla konan í Alviðru sagði, að norskir fróð- leiksmenn á ofanverðri 19. öld og allt fram á okkar daga hafa ritað sögur atburða, sem gerðust á 17. og 18. öld, eftir frásögn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.