Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 2
2 MORCVNBLAÐIE Miðvikudagur 31. maí 1961 sagtmafþtula. Hlefuir reyinzt unnt að styðja bað rituðum skjölum og skilríkjum, sem sagnaþulirnir hafa aldrei séð, að öll aðalatriði ýmissa ýtarlegra sagna úr sveit um landsins, svo sem Guðbrands dal, Trýsil og Sætisdal, hafa geymzt í minni fróðra sögu- manna kynslóð eftir kynslóð, en sögumar hafa verið sagðar þann ig, að þar 'hefur gætt lífgandi smá atriða og einkennandi tilsvara, þótt ekki jafnist þær á við hinar listrænu sögur frá blómatíma- bili íslenzkrar sagnalistar. Má frekar líkja þeim snjöllustu við sumar frásagnir Björns á Skarðs á og Jóns Espólíns en við fs- lendingasögur, en víst er, að sagnritararnir hafa lesið þýddar íslenzkar fornsögur, og sums Staðar bera norsku sögurnar þess merki; að skrásetjendur þeirra hafa orðið fyrir áhrifum frá þeim sagnaskáldum 19. aldarinn ar í Noregi, sem rituðu alþýðleg ar og þó listrænar skáldsögur. 3- Eitt sinn veittist mér sú ó- blandna ánægja að heyra hinn ágæta vísindamann, snjalla rit- höfund og tfrábæra fyrirlesara prófessor Fredrik Paasche flytja erindi um íslenzkar forbókmennt ir og menningarþróun ytfir um tvö hundruð menntamönnum frá Norðurlöndunum öllum sex og eimnig frá Eistlandi, sem á sínum tulttugu, frelsisárum lagði sívax- andi áherzlu á menningarleg samskipti við nágraninialöndin vestan Eystrasalts. Prófessor Paasehe fórust þannig orð, að bókmenntaaírek og menningar- saga fslendinga væri undur, sem aldrei yrði til fulls skýrt eða dkilið frekar en andleg afrek Porn-Grikkja. f>að væri fjarstæða að ætla, að ég gæti — og það í stuttri rit smíð, sem samin er í skyndi, gertt þó ekki væri mema sæmilega grein fyrir því, hvernig íslend- inigum, með óbeinum tilstyrk Norðmanna, mátti auðnazt að vinna sín miklu atfrek, enda fór mér svo, áður en ég hafði blýtt á ummæli hins sannfróða norska snillings og fræðimanms — og þá einkum eftir lestur ritgerðar prófessors Sigurðar Nordads um samhengið i íslenzkum bókmennt um, að aðdáun, þakklátssemi og undrun fylltu huga minn og komu honum oft í uppnám, þegar ég dvaldi við sköpun og þróum islenzkrar menningar, samband hennar við norsfct ásitand og ör- lög og mikilvægi hennar fyrir nánustu frændur okkar og raun ar fleiri þjóðir hins vestræna heims. Mér flaug jafnvel í hug, hvort ekki lægi nærri að ætla, að æðri máttur okkur mönnunum hefði valið fslendinga til síns mikla hlutverks. Hvort sem landnámsmennirnir norsku komu beimt frá Noregi eða höfðu staldrað lemgur eða skemur í Vesturvegi, geymdu þeir sér í muna mynd síns horfna tföðurlandis, minningar þaðan og arfsagnir studdar stökum vísum, Ikvæðum og kvæðabrotum. Og hvort sem orsök landnámsims var konungsofrrki, mamnvíg heima fyrir, skortur á landrými eða landkostum, náin tengsl við ætt- ingja, venzlamenn og vemdara eða ævintýraþrá var heimam- fyllgjan þeim eign, sem hlaut iðulega að minna á sig og vakti þeim þá ýmist Ijúfsárar kenmdir, stólt eða bitran sársauka. Þegar svo þess er gætt, að menn stofn- uðu hér ekki til byggðahverfa eims og í Noregi, heldur kostuðu kapps um að hafa sem mest landrými og auk þess var örygg ismálum hvers einstaklings þann ig háttað, aS ættartengsl og hvaða greinir urðu með mönn um ekki aðeims í sveitimni, held ur í héraðinu, mágrannabyggðum am og ennfremur landinu öllu, eir auðsætt, að áhuginn fyrir sög- um, tækifærisvísum, rímuðum af reks- og atburðalýsingum, ætt- Æræði og ölliu fréttnæmu inn- lendu og erlendu — og þó eink um frá Noregi og hinum norrænu byggðum i Vesturvegi — hlaut að verða mjög mikilil oig almenm- ur í öllum íslenzkum byggðum. Á hverju býli stóð bamiS v'ö kné ömmu eða afa og hlýddi á sögur og vísur, upprifjun ættar- temgsla við helztu menn átthag anria, héraðsins og landsins nýja, og í skálum stórbýlanna var set ið við langelda, sagðar afrekssög1 ur fornar og nýjar, bláisið í gaml ar glæður í brjóstum hinna roskmu og tendraður eldur í hjörtum ungra, kvæði sögð fram og rædd skáldskaparmál. Og á mannfundum og þingum urðu fróðir menn og skáld aufúsugest- ir jafnt höfðingjum sem allri al þýðu. Á íslandi þeirra tíma vaxð hvarvetna, þar sem menn voru saman komnir, skóli í skáldskap og frásagnarlist, og þar sem meuui háðu hildi, var skáldum og sagnamönnum fengið nýtt efni um að fjalla. Á þessum tíma var norrænum konungum þannig farið, ekki sízt þeim norsku, að þeir höfðu mifclar mætur á skáldum og sögiumönnum, og þá fyrst og fremst skáldum. Það kemur greinilega fram í sögunum, að komungarnir skildu, að' þá var hróðri þeirra og eftirmæli bezt borgið, þegar þeir voru frægðir í stuðluðu máli. Margir konung ianna voru sjálfir skáld, og allir virðast þeir hafa verið allvel að sér í skátdskapargreinum. Þeir báru skyn á það, að hróður þeirra var því veglegri og betur tryggður sem kvæðin voru dýr- ari og skáldsfcaparmálið skrúð- meira og bundmara, því að þá varð engu hnifcað, án þess að rím gengi úr skorðum og röskun yrði á því samhengi, sem fróðir menn og skarpskyggnir fundu í ljóðmálimu. Þeir launuðu og skáldunum ríklega, konungarnir, veittu þeim hirðvist og metorð og höfðu þá stundium að holl vinum. Sumir 'konungar höfðu mörg skáld í einu við hirð sína, og tókst svo samkeppni með skáldiunum um að vamda se*n mest kveðskap sinn. Þegar þess er gætt, að jatfnvel hverjum ætt smáum og snauðuim sveini var vis frami í könungsgarði, ef hann hafði gáfu og kunmustu til að kveða dýrar drápur, og menn á hinu afskekkta fslandi ólust upp í andrúmslofti skáldskapar Og frásagnarlistar, er ekki undar legt þótt íslenzkir sveinar, sem voru gæddir hagmælsku og ríkri þrá til frama, legðu áherzlu á að þroska sem mest gáfu sína tii kveðskapar og öðluðust mikla leikni um kveðandi og skreytingu kvæð.a undir þeim hætti, sem brátt þótti einn konungum boð- legur. Sú varð og raunin, að undra tfljótt urðu íslenzk skáld svo miklu fremri norskum, að eft ir 930 skipuðu íslendingar einir sess hirðskálda hjá konungum Noregs. fslendingar þóttu og snemma bera af öðrum um fróð leik, sannsögli og sagnfræðilega skarpskyggnd. Þegar á ofanverðri tólftu öld fer norski munkurinn Theódríkus þeim orðum um ís- lendinga, að kunnugt sé, að þeir hafi alltaf borið öðrum þjóðum fremur lífrænt skyn á sagnfræði legt tímatal og haft meiri þekk- ingu á þeim fræðum en aðrir, og hann kveðst vilja herma í Noregssögu sinni það, sem þeir hafi frá sagt, þeir muni gleggst það liðna, þeir eigi sín fornu kvæði að styðjast við. Um svipað leyti lofar danski sagnritarinn Saksi ísleindinga fyrir andlegan áhuga þeirra. Hann segir, að þeir búi í hrjóstrúgu landi, en bæti sér upp vöntun veraldarauðs með því að leggja rækt við anda sinn, þeir vinni öllum stundum að því að afla sér þekkingar á afrekum manna í framandi lönd um, yndi þeirra sé að festa sér í minni sögu allra þjóða, þeir setji jafnt stolt sitt í að tala um dyggðir annarra og að frægja sínar eigin. Við vitum það af íslenzkum sögum, að ísilendingar unnu ekki aðeins því fielsi og sjálfræði, sem þeir áttu við að búa hér á landi, heldur litu mjög snemma á sig sem sérstaka þjóð, þótt þeir hefðu mikið saiman að sælda við frændur sína Norðmenn og ræktu vel við þá frændsemina, og ég hygg, að það hafi ekki ein uitgis verið hagræðismál, að vitr ir menn létu rita íslenzk lög, held ur 'hafi þeir með j»ví viljað tryggja íslenzkt réttarfar og sjálfstæði, eins og mér þykir ein sýnt, að Ari hatfi ritað fslendinga bók á íslenzku, sakir þess, að hann hafi viljað að sem flestir fslendingar gætu lesið hana eða skilið, þegar hún væri lesin, þar eð fróðleikur um byggingu landsins og þá menn og ættir þeirra, sem höfðu haft forystu um löggjöf, þinghald, kristnun þjóðarinnar og kristna skipan í landinu mundi styrkja tilfinningu allra málsmetandi manna fyrir sérstöðu íslendinga sem þjóðar og tryggja að þeir yrðu betur en ella á verði gagn- vart þeim, sem kynnu að vilja smeygja á þjóðina fjötri eriendra yfirráða. Hinir fyrstu sagnritarar höfðu munnílegar heimildir, arfsagnir, sem lifaið höfðu á vörum fróðra rnanna, og eru tilvitnanir Ara fróða glöggt dæmi þess, hve vandir sumir þeirra hafa verið að heimildum, meðan sannfræð- in en ekki list og skemmtan var það, sem fyrsit og fremst fyrir þeim vakti. En jafnvel eftir að sagnritararnir höfðu úr að moða mi'klu atf skrifuðum fróðleik, ‘héldu þeir áfram að nota sem heimildir fomar sagnir, sem geng ið, höfðu frá, manni til manns og ekki aðeins hér á landi, heldur líka í Noregi, og við þurtfum ekki að sækja þann fróðleik til Theó- ríkusar hins norska, hve mikil- væg kvæði og lausavísur voru sagnariturunum. Þyngst vegur þar vitnisburður Snorra Sturlu- soniar, sem auk þess að vera vís- indalegur fræðimaður, skáld, rit snillingur og fágætiur mannlýs- andi var svo spaklega víðsýnn og 'framsýnn á gildi þjóðlegrar erfða menningar og sögu, að honum tókst með Eddu að verða bjarg- væittur okkar íslendinga og lagði með Heimskringlu — og þá fyrst og frernst Ólafs sögu helga ■— grundvöilinn að vakningu Norð- manna eftir nóttina löngu og þjóðlegri reisn þeirra allt til þessa dags. Hinn forni kveðskap ur, sem stóð að mestu óbrenglað ur, studdiur Ijóðstöfum og hend- ingum og glæstur skrúði kenn- inga og heita, varð sagnriturun- um prófsteinn á sannfræði arf- sagnanna, enda vitnuðu sagnrit aramir svo mjög til himna fornu Ijóða, að tilvitmanir í þau urðu það áberandi einkenni sagnanna, að þeir höfundar, sem rituðu hreinar og beinar skáldsögur, stráðu þær vísum til að setja á þær sem viðfelldnastan svip í augum íslenzkra fróðleiksmanna. Með hinum listrænu fræðirit um Snorra Sturlusonar var lokið hiniu jákvæða menningarlega samstarfi fslendinga og Norð- manna, er þjónaði því hiutverki, sem íslendingum var ætlað í þágu samnorrænnar endurreisn- ar í fyllingu tímans. Ari fróði visaði leiðina, skrifaði ágrip atf sögu íslendinga á móðurmálinu, en ekki á latínu, máli lærðra manna, og einnig um ættir kon- unga, og svo vann Snorri verk sinmar köllunar, ritaði Eddu, lög bók íslenzkra menningarþróunar, og Heimskringlu, hina helgu bók Norðmanna. Þar með hafði fræða- og skáldskaparköllun ís- lendinga og tryggð þeirra við hin ar gullnu töflur fortíðar sinnar hlotið það virki, sem fékk staðizt árásir framandi upplausnarafla, suðrænnar reyfarahefðar, diansa og ý'kj'usagma, sem fyrst og fremst var að íslenzku þjóðinni stefnt frá Noregi, sókn tækifær issinnaðra kaþólskra klerka, kreddna og kirkjuvalds, siða- vendni nýma trúarbragða, yfir gang og jarðrán dansks konungs valds, seiðgaldra- og vítisógna sunnan úr heiimi, ofstækisfullt réttarfar afvegaleiddrar memning ar og loks helfjötra miskunnar- lauss okurs misheppnaðra her- konunga og samvizkulausra kaup mangara. Örlaganomirmar eru stundum ærið kaldriíjaðar, virðast annað veifið hafa tilhneigingu til að spotta þá mjög napurlega, sem telja sig þjóna göfugu hlutverki og gera sér far um að tryggja sér glæsilegt eftirmæli. Hákon gamli kunni hvorki að meta frelsisþrá Islendinga né mennimgu þeirra og notaði sér ranghverfuna á ís- lenzku stjórnarfari í þágu alríkis hugsjónar sinnar og Ólafs Har- aldssonar. Hann var samtímis sá, sem lagði konungsblessun yf- ir hina suðrænu menningarhefð, er eyddi meðal ráðandi manna í Noregi leiifuim norskrar erfða- menningar og rauf til fuills tengsl in við hið lífræna menningar- starf fslendinga. Og hann lét ■myrða Snorra, sem varðveirtti handa Norðmönnum sögu kon- unga þeirra og höfðingja og fékk þeim til forystu í sigursókn þeirra á 19. og 20 öld þann Ólaf konung, sem hafði í dauðanum gerzt sigurvegari yfir þeirri til- einkuðu, austrænu grimmd, er hjá honum sameinaðist norrænni vígreifni og gerði kristni hans ,,blóðuga og blimda“, svo að skír skotað sé til orða Maltthíaisar Jochumssonar. 4. Frá því að nóttin Ianga, sem Norðmenn hafa kallað, myrkv- aði Noreg og allt þangað til á 19. öld, voru menningarleg sam- skipti íslendinga við norsku þjóðina engin, og raunar hafa þau allt til þessa dags verið miklu minni og auvirðulegri en ætla mætti af því, hve náin voru tengslin á þeim öldum, sem nú hefur verið um fjallað, og hve örlögþrungin vorú áhrif þeirra. Norðmenn áttu ekkert ritmál, þegar hjá þeim urðu siðaskipti. Þeir höfundar, sem skrifuðu á norsku á 13. öld, sóttu form og orðaforða í málið á Vesturland- inu og í Þrændalögum, en aust- anfjalls hafði tungutak almenn- ings færzt miklum mun fjær fornnorskunni, endingar orða horfið og mörg lágþýzk orð verið tekin upp í málið. Noreg- ur komst í konungssamband við Svíþjóð og síðan Danmörk, og þar með var loku fyrir það skotið, að þjóðleg endurreisn yrði hlutskipti Norðmanna og nýtt ritmál yrði til á grundvelli fornra erfða. Víðs vegar um land — og þó einkum í Þrænda- lögum, vestanfjalls og upp til dala á suðvesturlandinu —- var orðaforðinn norskur, og jafnvel héldust þar víða fallbeygingar orða, en samt var ekki nema á færi lærðra manna að lesa ís- lenzk rit eða norræn. Og í bæj- um og þorpum á suður- og suð- austurströndinni skildu menn hið danska ritmál siðaskiptaald- arinnar. Norðmenn áttu engan Loft Guttormsson og ekki held- ur Jón Arason eða Guðbrand Þorláksson, og danskar sálma- bækur og danskar biblíur voru notaðar i kirkjum og á heimil- um — og fræði Lúthers lærðu börnin á dönsku, enda ekki einu sinni því að heilsa, að Norð- menn eignuðust prentsmiðju fyrr en um miðja 17. öld. Eins og kunnugt er, var Oddur Gott- skálksson norskur að faðerni, ólst upp hjá föðurfrændum sín- um í Noregi og gekk í norskan skóla, og þegar litið er á, hvernig norsku máli og menn- ingu var komið á bernsku- og unglingsárum Odds — fyrir og eftir aldamótin 1500 — verður það enn aðdáanlegra en ella, hve málið á nýjatestamentis- þýðingu hans er fagurt, og það gefur og ■ Ijósa hugmynd um töfra íslenzkra málerfða. Til voru þeir menn í Noregi á hinu dapurlega tímahili upp úr siðaskiptunum, sem undu mjög illa yfirráðum Dana og menningarlegri niðurlægingu Norðmanna. Einn þessara manna, presturinn Peder Clau- sen Friis, þýddi Heimskringlu, og var hún gefin út í Kaup- mannahöfn * árið 1633. Þessi út- gáfa kom vart fyrir augu ann- arra í Noregi en lærðra manna, en 1757 kom út endurbætt út- gáfa af þýðingu Friis, og var hún mikið lesin af sæmilega upplýstu alþýðufólki í Noregi og ýtti undir vaknandi þjóð- ernistilfinningu. Þær bókmenntir átjándu ald- arinnar, sem Norðmenn og Dan- ir hafa gjarnan togazt á um, eru ótvírætt skrifaðar á dönsku, en oft er andinn og ýmsar lýsingar norskar og þá ekki sízt hjá þeim skáldum, er tóku þátt í Norska félaginu, sem stofnað var i Kaupmannahöfn 1772. Þar gæt- ir þó yfirleitt ekki áhrifa frá fornbókmenntum Islendinga, heldur franskra og enskra sem andstæðu við þá þýzku strauma, er gætti í dönskum bókmennt- um í þann tíð. Jón Þorláksson þýddi kvæði eftir Norðmanninn Túllin, en ekki verður séð, að séra Jón hafi tekið sér skáld- skap hans til fyrirmyndar. Hins vegar eru þýðingar Jóns Þor- lákssonar á kvæðum Túllins merkilegar sakir þess, að þar stígur hann fyrstu sporin á braut hinna miklu og áhrifa- ríku afreka sinna til fegrunar íslenzkri tungu. Ætla má, að skáldskapur Sigurður sýslu- manns Péturssonar hafi að nokkru mótazt af áhrifum írér Wessel. Er ekki ólíklegt, að Sig- urður hafi séð leikna Kærlighed uden strömper, og vafalaust hefur hann hitt Wessel á skóla- árum sínum í Kaupmannahöfn. Úr þessu fer sól Noregs að hækka á lofti. Atvinnulífinu fleygir fram, kröfur aukast, ekki aðeins um stjórnmálalegt sjálfstæði, heldur einnig per- sónulegt frelsi og lýðræði, og 1814 rýfur Noregur sambandið við Danmörku og verður lýð- frjálsasta ríki heims — í kon- ungssambandi við hið gamla stórveldi, Svíþjóð. Það voru kveðin föðurlandskvæði í Nor- egi á þessum árum, og skáldin Nordahl Brun, Bjerregaard og Mauritz Hansen, litlir karlar á við Tegner í Svíþjóð og Oehlens chlager í Danmörk, en eigi að síður mikilvægir merkisberar, skrifa leikrit um efni frá Snorra Sturlusyni, — það voru ort ljóð og skrifaðar sögur um norska bændur í anda róman- tískrar hrifni af þeirri fortíð, þar sem norskir búandkarlar og sjósóknarar gerðust örlögvaldar í vestrænni sögu- og menning- arþróun, — Storm og Munch og Jakob Á1 þýða íslendingasögur, — og sá síðarnefndi getur ekki unað álappalegri danskþýðingu gamla Friis á Heimskringlu, en þýðir hana á ný, og bæði hann og Storm Munch sækja fornnor- ræn orð í mál alþýðumanna í sveitum Noregs og gerast svo djarfir á þeim vettvangi, að deilur verða úr og hinn mikli danski málfræðingur og íslands- vinur Rask sér ástæðu til að láta sig málin varða og kveður upp þann úrskurð, að ritmál Norðmanna sé danska, en norsk- una sé að finna, þar sem sé mál norskrar alþýðu. Svo hefst þá hin mikla ^or- aldarsókn Norðmanna. Eiðsvall- armennirnir höfðu tekið ákvarð anir sínar og samið hina merki- legu og sérstæðu stjórnarskrá af þeirri reisn og þeim metn- aði, sem Snorri Sturluson hafði gætt þá, og þetta sama var for- ystumönnum Norðmanna á öðr- um sviðum. Hinn bókmennta- legi þlómi Norðmanna, vaxiríTl af rót norskrar og norrænnar sögu og kynborins manndóms og döggvaður samþjóðlegum vest- rænum hugsjónum víðsýnis yfir mannlegt sjónarsvið, varð slík- ur, að í áratugi har norskar bók menntir hæst á Norðurlöndum og þótt víðar væri leitað. f list- um áttu þeir einn afbragðs- manninn öðrum frjórri, stóðu þjóða fremstir um karlmann- lega könnun heimskautalanda, eignuðust siglingaflota, sem bar hróður Noregs um höf öll og urðu þekktir að stórfelldum fram- kvæmdum á sviði samgöngu- mála og iðnaðar langt út fyrir Norðurlönd. Árið 1905 störðu á .......... Framh á bls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.