Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 31.05.1961, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 31. maí 1961 — Grein Kristmann Framh. af bls. 14. mjög við það, eins og góðum skáldum er títt. Sagði hann mér margt frá þeirri baráttu og lærði ég af því fleira en í fljótu bragði verður sagt. Ekki var hann heilsu sterkur og varð alloft að leggjast á sjúkrahús, meðfram vegna fullmikillar drykkju. Kunningi minn góður var Olav Duun einkum síðustu fjögur ár? in, sem ég átti heima í Noregi. Hann var maður smávaxinn, en ( með afbrigðum hraustur og snar. í Atti hann til að beita kröftum r sínum ef í hann fauk, og helzt þá, 1 er hann hafði drukkið. Hann var lengst ævinnar kennari á 'kyrrlátum stað úti með Oslófirð- inum, en skrifaði bækur sínar í sumarfríum sínúm. Það er of fáum kunnugt á íslandi að hann var eitt af stórskáldum Norður- landa, og er ekki vansæmdar- laust að mesta verk hans, „Juvikingar“, skuli ekki hafa verið þýtt á íslenzku. Hann átti eina dóttur barna og harmaði það mjög að eiga ekki syni. Vinfast- ur var hann og hinn traustasti maður. Traustur maður og góður var einnig Sven Moren, en ekki mik- ið skáld. Hafa þó ein eða tvær af bókum hans verið þýddar á ís- landi, að minnsta kosti „Stór- viðri“. Hann var jafnan hlýr og Ijúfur, - ekki sízt er hann hafði fengið sér bragð. Dóttir hans er gi£t góðskáldinu Tarjei Vesás. Einn af nánustu vinum mínum var Peter Bendow. Peter var réttarskrifari í Osló, en samdi lögreglusögur í frítímum sínum, Og síðar bókmenntalegar skáld- sögur, en auk þess var hann Egyptalandsfræðingur góður. Hafa verk hans um Egyptaland hið forna vakið mikla athygli á Norðurlöndum og víðar. Skap- gerð Peters var traust Og góð, og sá er eitt sinn eignaðist hann að vini átti þar öruggan vin æ síð- an. Hann viar lágvaxinn maður Og firna gildur, enda matmaður mikill og hinn ágætasti kokkur. Ungkarl var hann lengi vel, en bauð samt kunningjum sínum Og vinum í matarveizlur til sín og eldaði þá matinn sjálfur. Laps- kássa hans þótti dýrindis rétt- ur, og ekki var baunasúpan hans síðri. Á seinni árum sínum gift- ist hann ágætri konu og voru þau mjög hamingjusöm. Nú er Peter nýlega dáinn og var hans hlýlega minnzt í öllum stórblöðum Norð- urlanda. Við Johann Bojer vOrum um skeið góðir kunningjar. Hann var einn af víðfrægustu rithöf- undum Noregs, en norskir gagn- rýnendur virtust alltaf eiga bágt með að viðurkenna snilld hans. iÞó var hann mikið lesinn í Noregi og bækur hans seldust vel. Hann var dálítið rogginn í framkomu, og jafnan hnarreist- ur mjög, enda undirforingi í hernum á yngri árum sínUm, Og þótti það loða nokkuð við hann. En greindur og skemmtilegur var hann í viðtali, sjálfmenntaður vel og hafði ferðazt talsvert. — Sandemosemálið alkunna varð okkur að vinslitum. Bojer var þá formaður rithöfundafélagsins og átti mestan þátt í að reka Sande- mose úr því. Var þar stuðst við einhverjar lagagreinar félagsins, •er mæltu svo fyrir að menn skyldu, vera norskir borgarar. En lítið hafði verið farið eftir þeim, því að hvorki meira né minna en sex af meðlimum fé- lagsins höfðu útlendan borgara- rétt, þar á meðal ég. Sandemosemálið var leiðinlegt, og segi ég nánar frá því í ævi- sögu minni. En Sandemose sjálf- ur gat verið skemmtilegur ná- ungi, þegar vel lá á honum, en mislyndur var hann mjög og kom ekki skapi við alla. Mennt- un hafði hann litla en gáfur ágæt- ar. Við vorum kunningjar um nokkurra ára skeið og kom hann þá oft til mín. Hafði ég þá stund- um gaman af að ræða við hann, en við vín var hann leiðinlegur maður, og siðfágun ekki það sem mest bar á í fari hans. Sjálfan stórmeistara norskra bókmennta, Knut Hamsun, hitti ég á bíó! Áður höfðum við skrif- azt lítils háttar á, út af því til- efni að ég sendi honum eina af bókum mínum. Myndin var léleg, og í hléinu var ég að hugsa um að fara mína leið. En er ég ætl- aði að standa upp, leit ég í krjng- um mig og sá, að við hlið mína sat sjálfur galdramaðurinn Knút- ur úr Hamssundi. Við litum sam- — Grein Skúla Framh. af bls. 16. ari. Árið 1950 var skipaflotinn samt orðinn rúmar 5 milljón lestir og jókst á næstu fimm ár- um um tæpar 2 milljónir lestir, tímis hvor á annan og brostum; karlinn hafði mjög fallegt bros. Ekki skiptumst við á orðum fyrr en myndin var á enda og ég hneigði mig fyrir gamla mann- inum í kveðjuskyni. Þá fór hann að tala við mig og fylgdist méð mér út. Samtalið var raunar nokkuð einhæft, því að hann heyrði mjög illa og ég hlífðist við að hækka röddina. Virtist hann kunna því vel og röbbuð- um við saman alllanga stund unz hann kvaddi mig og tók sér leigubíl þangað sem ferð hans var heitið. Öðru sinni hitti ég hann og töluðum við þá einn- ig nokkuð saman. Hamsun var maður höfðinglegur með eðlileg- an tíguleik og göfgi í fasi sínu öllu. Gnannur var hann fil efstu ára og bar því meira á hæð hans, andlitið var frítt Og fyrirmann- legt í senn, tillitið kaldlegt nokk- uð, ef svo bar undir, en brosið hlýtt. f svipbrigðum og fasi líkt- ist hanh allmikið Agli Thoraren- sen. Margar myndir manna og kvenna bera fyrir hugaraugu mín, er ég minnist þess tíma, þegar ég var íslenzkt skáld í Noregi. Einn af þeim sem ég minnist með gleði er faðir Thom- as. Hann var kaþólskur maður, hámenntaður, Og sérfræðingur í kristnum dulfræðum. Margar stundir sátum við Og töluðum saman um lífið Og gátur tilver- unnar. Hann var vitur Og hlýr, víðsýnn Og skilningsgóður; rödd hans djúp Og mild; enn kemur það fyrir á hljóðum augnablik- um að ég heyri hana gegnum nið áranna: „Minnstu þess, sonur minn, að Guð dæmir engan; það eru verk mannanna og hugsanir þeirra er sitja til dóms yfir þeim.“ Meira en tveir tugir ára eru liðnir síðan ég yfirgaf Noreg, en þó er landið Og þjóðin jafnlifandi í minni mínu og ég hefði verið- þar í gær. Það var gott að vera íslenzkt skáld í Noregi. og nú var tankskipaflotinn orð- inn meiri en helmingur flotans alls. Á næstu fjórum árum óx flotinn enn um 3 milljón lestir, upp í 9,9 milljónir. Og 1. apríl í ár telur norska hagstofan kaup- flotannn vera orðinn 2.201 skip, samtals 11.086.000 lestir, og eru þá skip minni en 100 lestir ekki méðtalin. Af þessum flota eru 535 tankskip, samtals 6.25 milljón lestir — eða nærri 60%. Árið eftir stríðslok var olíu- framleiðslan orðin 379 milljón tonn og var komin upp í 880 milljón tonn árið 1957. Og olíu- flutningar sjóleiðis eru nú ferfalt meiri en fyrir 20 árum, svo að tankskipin eiga nóg verkefni fyr- ir höndum. En samkeppnin er hörð á þessu sviði. Norðmönnum gremst ekki síst við tankskipa- kóngana (m.a. gríska), sem láta skrásetja skip sín hjá Liberiu, Panama og Honduras og sletta einhverri fúlgu í ríkisstjórnir bessara landa fyrir að nota flaga þeirra sem lepp_ en sleppa hins- vegar við skatta og skyldur og hlíta ekki alþjóðlegum samþykkt um um aðbúð og kjör sjómann- anna. Þessi leppaskip náðu við- skiptum við ýms olíufélög, er Norðmenn höfðu siglt fyrir áður, með því að nota tækifærið með- an Norðmenn voru að endurnýja skipastól sinn. Sum þessara lepp ríkja siglingapna haf« skrásettan undir flaggi sínu stærri flota en Noregs er, þó að þau eigi tæp- lega nokkra haffæra fleytu sjálf. Stærri skip eru hagkvæmari i rekstri en þau smærri og þess vegna fer stærð skipanna sívax- andi, einkum tankskipanna. Árið 1920 var meðalstærð norskra tankskipa 4500 lestir og annarra skipa 17,47 lestir. En 1959 var meðalstærð tankskipa 11.400 lest- ir og annarra skipa 4200 lestir. Skipunum fjölgar lítt þó flotinn stækki. Og enn stefnir í sömu átt. Nýlega var fullsmíðað i Stav anger tankskipið „Bergebonde“ sem er 51.000 smálestir og stærsta skip í Noregi og stærsta skip, sem smíðað h-efur verið í Noregi. En tærsta tankskip í heimi er 104.000 lestir. Þrátt fyrir hinn gífurlega vöxt flotans er hlutdeild Noregs í tankflota heimsins ekki eins mik- il nú og hún hefur orðið mest áður. En þrátt fyrir örðuga sam- keppni hafa Norðmenn fullan hug á að efla þennan flota og byggja nú meira af stórum tankskip- um en nokkurntíma áður. Norðmenn reka siglingar sín- ar á heimsmælikvarða. Aðeins tíundi hluti flotans siglir milli Noregs og útlanda, en 9/10 sigla milli fjarlægra hafna árið út og árið inn, og fjöldi norskra skipa hefur aldrei í norska höfn komið. Skipverjar á þessum skipum fá með ákveðnum millibilum langt leyfi og fara þá heim til konu og krakka, á útgerðarinnar kostnað. Rúmlega 40 þúsund Norðmenn og 7000 útlendingar vinna á þess- um skipum að jafnaði, auk þeirra 6000, sem starfa í innanlandssigl- ingum. Og um 30 þúsund manns starfa í norsku skipasmíðastöðv- unum, sem ekki mundu vera til ef Norðmenn væru ekki siglinga- þjóð. Tíundi til sjöundi hluti skatta og útsvara í Noregi kemur frá þeim, sem atvinnu hafa af sigl- ingum. En þó er þjóðinni enix meira virði hve miklar gjaldeyr- istekjur hún hefur af siglingun- um. Vöruskiptajöfnuður þjóðar- innar er jafnan óhagstæður, en það eru siglingarnar sem jafnað hafa hallann eða dregið úr hon- um. Fimmtungur allra gjaldeyris tekna þjóðarinnar stafar af er- lendu siglingunum og stundum jafnvel þriðjungur, eða jafnvel meira. Á árunum 1945—58 keyptu Norðmenn skip frá útlöndum fyr- ir 14 milljarð krónur og höfðu borgað 4/5 af því fé jafnóðum. En á sama tímabili fékk flotinn 22,5 milljarð krónur í erlendum gjaldeyri fyrir farmgjöld, eftir að erl. kostnaður hafði verið dreg- inn frá. Á sama tíma fengu skipa eigendur 6.700 milljónir í gjald- ey-ri til skipakaupa, þannig að gjaldeyristekjur af siglingunum, sem runnu til annara'þarfa þjóð- arbúsins urðu 15,800 milljónir. Og norska flotanum er það að þakka, að nafn Noregs er víð- kunrlara um allan heim en nafn nokkurrar annarrar smáþjóðar. Varla er svo ómerkileg höfn til, að norski fáninn sjáist þar ekki og í hinum meiri háttar höfnum koma og fara norsk skip dags dag lega og oft fleiri en eitt. Á haf- inu eru Norðmenn heimsveldi hins vopnlausa flota, sem berst fyrir hag þjóðarinnar og ber hróð ur hennar kringum hnöttinn og milli ísa heimskautanna. I « * * 11 v ■ ■ v ww~w w wwr f f i'fyi'f iy'ytTWií'i ^ wrw * NORSK ÍSLENZK SAMVINNÆ... : ■ Það er hölt vinum að vinna saman og styðja að tæknilegum framförum hvor hjá öðrum. Fyrirtæki okkar sem er fyrsta gólfteppaverk- smiðja á íslandi sem vefur ullargólfteppi, var sett upp með tæknilegri aðstoð sérfræðinga MANDAL TEPPEJVÆVERI í Noregi. Er sam- vinnan við frændur okkar í Noregi okkur til hinnar mestu ánægju og gagns. a m m m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.